Fálkinn - 29.11.1930, Blaðsíða 2
2
F A L K I N N
------ GAMLA BIO ------------
Parls. -- Parfs!
Hljóm-, söng- og talmynd í
9 þáttum.
Aðalhlutverk leikur og syngur.
Maurice Chevalier.
Afarskemtileg mynd. Verður sýnd
bráðlega.
Fálkiun
er víðlesnasta blaðiö.
er besta heimilisblaðið.
y —^
Snjóhlífar
og skóhlifar
lM
eru nauðsynlegar í rigningu og U
snjó. Fjölbreyttast úrval hjá
okkur.
Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun.
—----- NÝJA BÍO ------------
Skotskf kaptefnnlnn.
Stórkostleg Fox-mynd tekin af
John Ford, með
Victor McLaglen og
Myrna Loy í aðalhlutverkunum
Skotskir þjóðsöngvar sungnir í
myndinni.
Sýnd bráðlega!
■ ■
ÍPeysufata-j
dömur!
■ ■
■ ■
■ ■
■ ■
j Alklæði 5 tegundir frá 10.50 mtr. j
! Peysufatasilki 3 tegundir.
• Slifsi hvit og mislit, breið og mjó. !
! Svuntusilki.
! Frönsk sjöl.
j Kasemirsjöl frá 28.75 stk.
■ Vetrarsjöl.
j Silkiflauel og alt til peysufata. :
j Bolsilki og alt til upphluts.
• Peysufatakápur, ■
■ Skúfasilki.
■ ■
■ ■
: Mesta úrval — Besta verð í í
■ ■
■ ■
B B
■ ■
Soffíubúð
■ ■
■ ■
S. Jóhannesdóttir.
■ ■
■ ■
; Austurstræti 14. Reykjavík. :
■ ■
OðÍIHl er bestl teikniblýanturinn
Talmyndir.
SKOTSKI KAPTEINNINN
Mynd þessi er tekin af Fox-fjelag-
inu undir stjórn John Ford. Aðalhlut-
verkið leika Victor McLaglen og
Myrna Loy, en auk þeirra eru í leikn-
um margir kunnir leikendur, svo sem
Roy d.Arcy og iSIitcliell Lewis. Mynd-
in verður sýnd í Nýja Bíó.
Efni myndarinnar er enskt. Skotsk-
ur höfuðsmaður, Donald King að
nafni er sendur af lierstjórninni til
Indlands til þess að halda opinni
fjallaleiðinni inn í landið að vestan.
Gerist þetta sumarið 1914, eftir að ó-
friðurinn er liafinn. Indverskir fjalla-
húar hafa sjeð sjer færi á að ná leið-
inni á sitt vald, eftir að enska liðið
hafði verið flutt frá Indlandi til
Frakklands og nú lendir King sam-
an við þetta fólk, sem er undir for-
ustu ungrar stúlku, sem Shari nefn-
ist. Verður King hugfanginn af henni
en gleymir þó ekki skyldu sinni og
rekur erindi sitt þannig, að tilgang-
inum er náð. Er viðureign hans við
Indverjana afar spennandi, og allur
frágangur myndarinnar prýðilegur.
í myndinni eru sungin tvö alkunn
lög skotsk, sem flestir kannast við
hjer: „Annie Laurie" og Auld Lang
Syne“ (Hin gömlu kynnin gleymast
ei“).
----x-----
PARÍS! — PARÍS!
Reykvíkingar liafa þegar átt kost
á að kynnast frægasta vísnasöngvara
heimsins, Maurice Chevalier, því að
ein af lalmyndum þeim, sem liann
ljek í í Ameríku, var sýnd hjer í haust.
Nú hefir Gamla Bíó fengið aðra mynd,
sem sennilega fær ekki síðri viðtökur
en hin fyrri, þvi efni hennar er tekið
úr sjálfu Parísarlífinu, en því vilja
allir kynnast. Og hjer er Chevalier
í essinu sínu. Hann er hið kjörna
eftirlætisgoð Parisar, vinsælasti mað-
ur, sem kemur þar fram á leiksviði,
maðurinn, sein fólkið fer að horfa á
þegar það vill hlæja og hrífast.
Maurice Chevalier ber þessa mynd
að kalla einn uppi. Hann leikur tusku-
sala, sem lendir í ótal æfintýrum og
ótrúlega margvíslegum. Ekki síst
munu þeir þættir myndarinnar vekja
athygli, sem Chevalier kemur fram í
umkringdur af 50 söngmeyjum frá
frægasta næturskemtistað Parísar-
borgar, „Folies Bergere" og syngur
vísur sínar. Vegna þess að enskan
er ekki móðurmál Chevaliers talar
hann miklu greinilegar en Ameríku-
menn og með skrítnum frönskuhreim.
— Myndin er tekin undir stjórn
Richard Wallace af Paramount-fjelag-
inu og er í 9 þáttum.