Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1930, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.11.1930, Blaðsíða 8
B F A L K I N N Hinn 25. f. m. gifti ltalíukonungur Giovanna dóttur sína Boris konungi Búlgara. Fór hjónavígslan fram í Assisi, í dóm- kirkjunni þar, sem er rúmlega 700 ára gömul. Það var Giovanna prinsessa, sem hafði heðist þess að verða gift í þessari kirkju, því að heilagur Frans af Assisi er verndardýrðlingur hennar. Myndin hjer að ofan er tekin af brúðhjónunum er þau voru á leið frá kirkjunni; hefir að því er virðist verið dálítill kaldi, því að nokkrir menn eru önnum kafnir við að halda blæjum brúð- arinnar í skefjum. Sýnist svo, sem að blæjufaldurinn hafi vafist utan um höfuðið á einum hirðmanninum, svo að hann er eins og minnismerki, sem á að fara að afhjúpa. — Á neðri myndinni til vinstri sjest að ofanverðu dómkirkjan í Assisi, þar sem vígslan fór fram, en að neðanverðu inngangurinn að klausturkirkju Fransiskusmunkanna, sem sögusögn segir, að hafi verið bygð 700 árum eftir Nóaflóðið! Við þessar kirkjudyr hafa leirkerasmiðir bækistöð sína og selja varning sinn. Litlu myndirn- ar eru af brúðhjónunum. Talið er að Mussolini hafi styrkt mjög aðstöðu sína á Balkan við þetta hjónaband. -i Samkvæmt friðarsamningunum mega Búlgarar ekki hafa her, vegna þess að þeir voru i hópi miðveldanna og lentu í óvina- hópi sigurvegaranna. Þar er aðeins fáment landvarnarlið og því engin herskylda framar í landinu. En i stað herskyldunnar hafa Búlgarar komið á hjá sjer þegnskylduvinnu. Allir ungir menn verða að hafa unnið þegnskylduvinnu í 8 mánuði áður en þeir verða 22 ára. Myndin sýnir járnbrautarvinnu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.