Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 29.11.1930, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N KROSSGÁTA nr. 64 Krossgáta nr. 62. Lárjett ráðning. 1 kusk. 5 pest. 9 Gústaf. 11 mentol. 13 aga. 14 rá. 15 ar. 16 óra. 17 br. 18 orgum. 20 tu. 21 Bakú. 24 áar. 25 Elín. 27 skriðnablóm. 30 ell. 31 bás. 32 villibirtan. 37 gilt. 38. nón. 39 alin. 41 að. 42 ógagn. 44 sá. 45 blý. 47 ku. 48 úa. 49 æti. 50 bifhár. 52 ruglið. 54 Taft. 55 mein. Lóðrjett ráðniny. 1 kúgras. 2 Ú. S. A. 3 st. 4 Karo. 5 þerm. 6 en. 7 stó. 8 tortím. 9 gabb. 10 fáráðlingur. 11 maurabingur. 12 laun. 19 gan. 22 kk. 23 úrelt. 25 elsta. 26 ló. 28 ill. 29 Bár. 32 viðlit. 33 il. 34 bóa. 35 al. 36 nistin. 37 gabb. 40 náið. 42 ókát. 43 naum. 46 ýfu. 49 æli 51 h.f. 53 ge(rmanium). Krossgáta nr. 64. Lárjett. Skýring. 1 járnbroddar. 8 samtenging. 10 þegar. 12 lána. 14 líkamsliluti. 16 eftir umboði. 18 spil. 19 askur. 20 silfur. 21 bor. 22 hvað sagðirðu. 24 tónn. 25 sjór. 28 friður. 29 umvaf in. 31 forsetning. 32 kveðandi. 33 sár. 34 forsetning. 35 á fæti. 36 22 lárjett. 37 fyrir hönd. 39 eftirlit. 46 vegna. 48 ljett á sjer. 49 smitandi. 51 helgi. 52 kvenmannsnafn. 54 gæluorð. 55 nafnorðsending (kk.). 56 afgangar. 58 æ. 59 samþykki. 61 hreyfing. 62 ellegar. 63 hljóta. 64 jeg (latína). 65 skækill. 67 fór. 68 fram úr liófi. 70 hegða mjer. 71 vatnsföll. 72 það sem milli ber (jif.). 73 sjáðu. 75 tónn. 76 gogga. 78 titill. 79 myrkratími. Lóðrjett. Skýring. 1 töfraorð. 2 íþróttafjelag. 3 líkams- Lausn á gátunni handa þefm útsjónarsömu. Svona skifti faðirinn jörðinni. Tóta sgstir. hluti, 4 borð. 5 óvild. 6 ræktað land. 7 tvíiiljóði. 8 svo framarlega sem. 9 líkklæði. 11 ullarvinna. 13 gróði. 14 bæjarnafn. 15 ójafna. 16 neitun. 17 siður. 22 fóður. 23 skotfæri. 25 standa fyrir þrifum. 26 niðurlagsorð. 27 tónn. 30 freklega. 36ræma. 38 erfiðir tímar. 39 biskupsbústaður. 40 togum. 41 i 14 lóðrjett. 42 bænabókarfær. 43 bind- indisfjelag. 44 líta. 45 goðabústaður. 47 fóthvatur. 48 drýgi. 50 eignarfor- nafn. 51 kóngur. 53 skel. 57 fugl (lik- ur svan). 60 volk. 66 koma fyrir. 69 smádýr. 74 einnig. 77 harðæti. og honum sortnar fyrir augum um leið og himininn dökknar, hversu lengi hafði liann ekki hlýtt á röddina, sem kallaði hann á burtu! Hann mintist æfintýrsins þeirra Bustia- neddu, og hinnar barnalegu fyrirætlana þeirra um að strjúka, síðan mintist hann allra draumanna, og hinnar stöðugu þrár um að fá að fara til landsins liinum meginn hafs- ins; og þó var hann hryggur í liuga, þegar hann loksins var komin að því að yfirgefa eyna, og iðraði þess að hafa ekki haldið á- fram námi í Cagliari. Hann hafði verið svo hamingjusamur! f maimánuði siðasthðnum hafði Margherita komið þangað til þess að taka þátt í Efeshátíðinni, og ásamt henni og í hóp kunningjanna hafði hann lifað ógleym- anlegar stundir. Hún var skínandi fögur, há og vel vaxin, hið rauðgljáandi hár hennar og blá augun, sem löng augnahárin skygðu á og drógu að sjer athygli allra, sem sáu hana, fólk sneri við til að horfa á eftir henni. Anania, sem var minni og grannvaxnari, gekk á eftir henni titrandi af gleði og af- brýðisemi, honum fanst það ómögulegt að þessi fagra og tígulega kona, sem var á- þekkust drotningu, gæti lítillækkað sig til að elska hann, jafnvel líta á hann. Margherita var fáorð. Hún reyndi ekki að laða fólk að sjer, liún breytti hvorki um svip eða málróm þegar karlmenn Jitu til hennar eða töluðu við hana, og fyrir þetta elskaði Anania liana einnig, hann sá aðeins liana eina, hann leit aldrei við öðrum kon- um, því honum fanst engin þeirra geta í nokkru jafnast á við liana. Því meira sem þau þroskuðust hvort um sig, þeim mun meiri varð kvöl hans, oft fanst honum það óhugsandi að það ættu að líða mörg ár áð- ur en hann fengi hennar. f síðustu fríunum höfðu þau oft verið ein saman heima lijá Marglieritu, fyrir til- stili stúlku þeirrar, sem annaðist um brjefa- skifti þeirra. Vanalega þögðu þau, en i stað þess að Margherita annaðhvort af feimni eða ótta, skalf og var óróleg og döpur i bragði, hló Anania af gleði, hann gleymdi fyllilega tíma og rúmi, öllum jarðneskum hlutum og breyt- ingum þeirra. — Hversvegna segirðu nú ekki það sama og þú segir í brjefunum? spurði hann. — Þey, þey! Jeg er hrædd. . . . — Við livað? Ef faðir þinn kæmi að okk- ur, skyldi jeg kasta mjer á knje og segja: „Við gerum ekkert ljótt; við erum að eilífu einn maður“. Nei, vertu ekki lirædd; jeg skal verða verður þess að eignast þig, fram- tíðin blasir við mjer. . Jeg skal verða eitt- hvað. Margherita svaraði engu, og þegar hann sá hana svo fagra og kuldalega, með tindr- andi augun í tunglsskininu, augu, sem geisl- uðu eins og perlur, þorði liann ekki að kyssa hana, horfði aðeins þögull á hana og titr- aði, hvort það var af óróa eða hamingju vissi hann ekki greinilega sjálfur. — Það er sljettur sjór, guði sje lof! sagði einn samferðamannanna. Anania rankaði við sjer og horfði yfir hið víða haf, gullgrænt að ht, í tunglskininu var það einna líkast mánabjartri sljettu. Rúst- irnar af lítilli kirkju, gangstigur gegnum skóginn, sem lá alla leið niður að strönd- inni, eins og hann liefði verið troðinn af draumlyndum manni í von um að geta liald- ið leiðinni áfram yfir hið bylgjandi flauel hafsins, dró að sjer athygli Anania. Hugs- anir hans voru þunglyndislegar að vanda. Anania (reifastrangi), sagði stúdent- inn með háðstón í röddinni, hann kallaði Anania auknefni því, sem fjelagarnir höfðu gefið honum, — er litla harnið orðið sifjað? Þey, þey ekki að vera að gráta núna, svona er lífið, eilíft ferðalag, með lengri og skemri áföngum. Þú getur huggað þig við það að sjóveikin fer varla að trufla ástardrauma þína. Sjórinn var rennsljettur, og útlit var hið besta með ferðina. Hálftunglið lækkaði á lofti, það varpaði draugslegum bjarma á ströndina og stand- björg Capo Figari, hinn tröllaukna vörð, sem vakir yfir ekkaþrungnum blundi hinn- ar einmana eyjar. Vertu sæl, vertu sæl, eyja draumanna og landflóttans! Anania stóð hreyfingarlaus og studdist við borðstokkinn á gufubátnum meðan bólaði fyrir Capo Figari og skerjunum, sem stigu blá upp úr bylgjunum eins og steingerð ský. Síðan settist hann á legubekkinn og sló hnú- anum hart í enni sjer svo að tár þau, sem blinduðu augu hans, fengu ekki framrás. Þannig sat hann fölur og í viðkvæmu skapi, og ljet hinn svala raka gust leika um sig, þangað til hann hafði sjeð tunglið ganga til viðar, rautt eins og glóandi járn, við hlóð- rauðan sjóndeildarhringinn. Loksins dróst hann niður undir þyljur; en það leið stund- arkorn áður en liann gæti fest svefn. Hon- um fanst líkami sinn ýmist teygjast sund- ur eða dreginn saman eins og endalausri vagnai'öð væri ekið yfir logsárt brjóst sitt. Sorglegustu atburðum í lifi lians skaut upp í huga hans, honum fanst lvann í gjálfri vatnsins kring um hliðar bátsins, heyra vind- inn hvína yfir kofa ekkjunnar í Fonni.... Ó, livað lífið var sorglegt, einskisvirt og hje- gómlegt! Hvers var lífið eiginlega vert? Til livers var að lifa? Hann sofnaði út frá þessum dapurlegu hugsunum, og vaknaði sem nýr maður, sterk- ur snar, og glaður. Hann hafði sofnað út af í dimmum bústað sorgarinnar, innan um fölar bylgjurnar, sem blóðrauður máninn vakti yfir; nú vaknaði hann mitt í gullhafi, í heimili ljóssins.... nálægt Rómaborg. „Róm!“ hugsaði hann, og hjarta hans barðist af fögnuði. „Róm, Róm! Eilífa föð- urland, hyldýpi eymdarinnar og uppspretta alls, sem gott er!“ Honum fanst hann geta vafið alt örmuni, unnið allan heiminn. Strax og þeir komu tíl Civitavecchia og fóru gegn um hina röku óg dimmu borg i morgunsárinu sagði hann við Daga, stúdentinn: — Veistu hvað, mjer finst jeg vera kom- inn inn i hellismunnana á sögulegum helli. Daga, sem hafði búið í Rómaborg heilt ár, brosti háðslega, öfundsjúkur yfir hinni miklu hrifningu f jelaga síns. Skrölt hraðlestarinnar þegar liún kom á áfangastaðinn vakti óttakend hjá sardinska unglingnum .... fyrstu sterku áhrifin af voldugri og truflandi menningu. Honura fanst þessi rauðeygða ófreskja bera hann með sjer eins og stormurinn laufið og sveifla honum inn í hringiðu lifsins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.