Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 29.11.1930, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 L i 11 u h j ó n i n. Eftir Gunnar M. Magnúss. Veggfóður fjölbreytt úrval fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. Símar 103, 1903 & 2303. Seinni hluta sunnudaganna var Jobbi gamli vanur að gera það fyrir hana Betu sina, aS smeygja sjer í sparigarmana og haltra meS henni niSur í bæinn. Hann fann til góðrar samvizku í hvert skifti, sem hann Ijet Betu njóta þessarar saklausu og ókeypis skemtunar —• að skoða í búðargluggana. Reyndar kostaði það þref og nudd fram til hádegis. En svo var hlje á ónotunum út af þessu eftir hádegið. Um nónbilið var Jobbi svo vanur að biðja kellu sína um sparigarmana. Beta opnaSi þá stóru kistuna og náði í stóra jakkann, mórauða, sem hann hafði átt, frá þvi að þau komu saman fyrir rúmum tuttugu árum. Þá hafði jakkinn verið svartur, eins og hrafnsfjöður. Jobbi og Beta höfðu naumast tek- ið eftir því, að jakinn snjáðist og varð mórauðari með hverju árinu. Þetta var svo ofur eðlilegt að föt- in ljetu á sjá, eins og þau sjálf. Hár- lokkarnir á þeim voru nú farnir að grána, tönnunum farið að fækka og andlitin orðin dálítið dökk og hrukk- ótt eftir sambúðina. Og svona var það nú með sjalið hennar Betu. Þegar Beta var búin að taka brúð- arfötin upp úr stóru kistunni, kom- ust hjónin i hátíðaskap og urðu svo undurgóð hvort við annað. „Hjerna er kaffið þitt, Jobbi minn“. Og Jobbi ljet stóran kandísmola upp í sig og sötraði kaffið gegnum yfirskeggiS. „Þakka þjer fyrir, góða mín“. En Beta þurfti að snúast við eitt og annaS smávegis, áður en þau færu. Svo drakk liún kaffið sitt stand- andi, þegar Jobbi var farinn að biða. Jobbi lokaði húskofanum, stakk síðan báðurn höndunum á kaf niður í stóru jakkavasana og hélt lyklinum glóðvolgum í hajgri hendinni, allan tímann, sem þau voru að heiman. — Það var annað en gamana.að eiga á hættu að týna útidyralyklinum. Svo lögðu þau af stað með hægri ferð, stuttstig og vaggandi. Þau höfðu aldrei verið há i loftinu, en heldur fannst Jobba hann vera styttri, held- ur en þegar hann var í broddi lífs- ins. Honum fanst það á rúminu sínu. Sama var að segja um Betu. Þegar þau komu niður í bæinn fóru þau að tala meira saman. Betu langaði til að fara um nýjar og nýj- ar götur og Jobbi var svo einstaklega eftirlátur og góður og fylgdi kellu sinni eftir. Svo stóðu þau eins og stálpuð börn við rúðurnar, hölluðu undir flatt, smábrostu og bentu hvort öðru á varninginn. En það þurfti svo sem ekki að óttast það, að þau gogguðu í rúðurnar, þótt augun tindrðu fyrir utan glerið. Jobba varð tafsamt, þar sem yndis- legum aldinum var raðað út að rúð- unum. Ilvað það gat verið gaman að horfa á öll þessi lostætu aldin: gló- aldin og grænaldin, rauðaldin og steinaldin, fíkjurnar og gúrkurnar — eða hvað það hjet — það stóð honum rjett á sama um. En Beta þurfti þá alveg eins að stanza, þar sem glanskort og barna- leikföng voru. Hún rendi þá stund- um huganum til myndarinnar af englunum, sem var iímd á vegginn á móti rúminu þeirra. Sú mynd var nú orðin upplituð og sprungin, rand- irnar bögglaðar og verptar. Víst þurfti nú aðra fallega mynd i stað- inn. Þau mjökuðust frá einum gluggan- um til annars og skoðuðu eins og börn, sem vita, aS þau geta ekki eignast neitt. Einu sinni eigruðu þau fram hjá húsi, þar sem söngur hljómaSi. Beta var næm á allt þessháttar. Hún heyrði fljótt að þetta var sálmasöng- ur og hér hlaut að vera einhver sam- koma. Hún kippti í Jobba. ÞaS var komið kvöld og það var fjárans kuldi úti, svo að þau smeygðu sjer inn fyr- ir dyrnar á salnum, þar sem fólkið var að syngja og fara með gott orð. Beta labbaði yndislega sæl heim þetta lcvöld. Hún hafði alla daga verið trúhneigð og þurfti að kom- ast í svona fjelagsskap og eftir þetta enduðu flestar ferðir þeirra í bæinn á þvi, að Betu fanst hún endilega þurfa að bregða sjer á trúarsam- komu. Jobbi ljet þelta eftir henni, til þess að elcki yrði nöldur út af því, þegar þau væru komin upp í rúmið sitt. — Svo var það eina nótt á útmánuð- unum,'aS Beta gat ekki sofið, af því að henni fanst hann Jobbi sinn draga svo þungt andann og vera svo undar- lega heitur. Hún ljet ekki á neinu bera og reyndi að kúra sig, en gat ómögulega fest blund. Svo fór Jobbi að bylta sjer og smá- stynja. Þá var ekki um að villast. Og Beta lyfti sænginni ofan af sjer og lagðist á hnjen i rúminu. „Þér er illt, Jobbi minn?“ „Já, Beta mín“. Jobbi stundi meira. „Þjer er mikið ilt, Jobbi minn?“ „Já, það hefir hlaupið einhver ó- hollusta í mig“. Beta strauk enni hans. „Þú ert svo heitur“. „Æjá — ojá — það er verst hjerna fyrir brjóstinu og í gegn um mig“. Jobbi sveigði höfuðið aftur og stundi. „Jeg ætla að ná i vatn fyrir þig. -----Hjerna súptu á, Jobbi minn“. Jobbi bragðaði á blávatninu og bylti sjer svo yfir á hægri hliðina. Beta sat þar aftur á hælum sin- um í rúminu, og seildist undir skyrtu Jobba, til þess að strjúka honum um brjóstið. „Þjer er að versna, Jobbi minn?“ „Æ—ja“. Jobbi dró nú andann djúpt og æj- aði enn meira. — „Jeg held að þetta fari með mig ef mjer versnar meira“. Það fór svo. Jobba versnaði meira. Ógurleg hræðsla greip Betu. í hvert sinn, er Jobbi stundi, datt henni í hug, að Jobbi sinn myndi nú kann- ske deyja og hún verða sami ein- stæðingurinn, eins og áður en þau tóku saman. En við hverju mátti ekki búast, þegar óhollustan greip hann svona heiftuglega. Tunglið skein inn um gluggann. Það var hálfbjart i herberginu. Beta festi augun snöggvast á stjörnu langt út í bládýpi nætur- himinsins. „Ó, almáttugur, — almáttugur". „Jobbi bylti sjer nú aftur á bakið og truflaði Betu. Hann starði á hana. Beta rendi augunum yfir á þil- ið, þar sem englamyndin var límd. En grautarlimið hafði nú svikið, nema rétt í miðjunni. Það var eins og englarnir hnipruðu sig saman bak við uppbrettar rendurnar, þegar Beta leit til þeirra tárvotum augum. Og hún hvarf frá því að biðja engl- ana, og lcastaði sjer kjökrandi niður á koddann við vangann á Jobba. „Við skulum biðja guð að hjálpa þjer, Jobbi minn“. Jobbi velti höfðinu til á koddan- um, svo að nefið rakst i kinnbeinið á Betu. „Æjá, en rjettu mjer fyrst kalda tusku“. Beta dreif sig fram úr og gekk á berum jörkunum, eftir köldu gólf- inu, fram i skúr, vætti þar tusku i vatnsfötunni og strauk svo framan úr Jobba. „Ljettir þjer nokkuð“. „Ænei, heldur hitt“. „Jeg ætla að biðja guð að hjálpa þjer elskan mín“. „Gefðu mjer fyrst að drekka“. „Viltu blávatn?" „Jeg held að sýran svali mjer bet- ur“. Og Beta trítlaði fram í skúr og náði sýru í leirkrús. Jobbi lagðist á olnboga og sötraði drykkinn. ,„Svalar þetta ekki, Jobbi minn?“ „Mjer versnar samt“. „Ó, Jobbi, Jobbi minn. Við skul- um biðja guð að hjálpa þjer, svo að þjer batni þessi óhollusta. Þú hefir aldrei verið svona veikur áður“. „Onei. Jeg get ekki beðið, meðan mjer er svona ilt“. En Beta fleygði sokkunum hans Jobba á gólfið og lagðist með hnjen á þá, hallaði sjer svo yfir rúmstokk- inn og Ijet höfuðið hvíla á sænginni. Hún lokaði augunum, en tárin þrýst- ust út milli hvarmanna. „Jobbi minn, Jobbi minn“, hvisl- aði lnin. „Þú mátt ekki deyja frá mjer núna. Mjer finst jeg vera eins og vis- ið strá. Job—obbi“. Svo þagði hún nokkra stund. Hún finnur, að hún er að barma sjer, en hún ætlar að reyna að biðja. „Góði, góði guð“. Jobbi stynur. „Heyrðu Beta. Reyndu að gefa mjer laukdropana". „Já, elskan mín“. En hún fer samt ekki strax. Hún ætlar að reyna að biðja. „Gefðu mjer laukdropana fyrst“. Beta hellir i hann dropunum, nötr- andi á beinunum. Oft hafa þeir nú dugað vel, blessaðir droparnir. Beta fer nú að tína á sig spjarirn- ar. Það er kalt að vera þetta á stjái á nátttreyjunni um hánótt. Jobbi hættir að stynja um stund. „Þjer ljettir eitthvað, Jobbi minn“. „Já, þeir eru góðir, þessir bless- aðir dropar“. „Oho, livað Beta verður innilega sæl. Hún kveikir undir katlinum og henni hefir aldrei á æfi sinni þótt eins gaman að hita kaffi, eins og núna. Jobbi liggur steinþegjandi, eins og hann sofi. Það hlýnar inni, Betu hitnar allri, það hvín i katlinum og kaffiilmurinn dreifist um alt her- bergið. Hún heldur báðum lófunum utan um bollann sinn og sýpur heitt, rjúkandi og hressandi kaffið. Svo ætlar hún að gefa Jobba, þegar hann vaknar. Og hún ætlar víst að biðja hann að bæta við laukdropana í glasið, svona fyrir 25 aura. — — Nokkur stund líður. Jobbi fer að bylta sjer aftur með stunum og kveini. Ó, þetta grípur hann aft- ur, svona voða, voða geist. — „Þér er að versna aftur Jobbi minn. Jeg bið guð að lijálpa okkur“. Já, já. — En eitthvað verður að gjöra. — Læknirinn“. Það hafði aldrei komið fyrir all- an þeirra búskap, að læknir kæmi á heimilið. Betu fanst það ógurlegt. Hún fjell hágrátandi yfir Jobba og hvíslaði með löngum sogum, ým- ist á Jobba eða guð sinn. En nú var Jobbi orðinn óþolin- móður. „Æ, vertu nú ekki að eyða tím- anum i þetta. — Læknirinn". Og Beta þorði nú ekki að hika augnablik. Hún kastaði yfir sig sjal- inu sínu, læsti húsinu og trítlaði af stað, smástíg og ferðlitil. Verst að þurfa að hafa þennan asa. Hún nam staðar á veginum, kastaði mæðinni og rendi augunum biðj- andi upp í himinhvolfið. Stjörnurn- ar voru nú að dvína með morgun- skimunni og himininn var svo und- arlega litlaus og leiðinlegur. Svona var alt, fanst Betu. Hún hugsaði til Jobba, þar sem hann lá einn heima, fárveikur. Og hún hljóp aftur, eins og hún gat. — Læknirinn kom og settist á rúm- stokkinn hjá Jobba. En þrátt fyrir það fór Jobbi veg allrar veraldar, og Beta varð sami éinstæðingurinn, eins og áður en þau giftust. En tíminn græðir furðanlega sárin. Þó er það eitt, sem Beta getur al- drei fyrirgefið sjálfri sjer. Það er, að hún skyldi meta meira að hita og drekka kaffið sitt, þegar Jobba ljetti um morguninn, heldur en að biðja fyrir honum, blessuninni þeirri arna. En nú hefir hún tíma til þess að biðja fyrir honum á hverjum degi og oft á dag. Hún vonar, að sálir þeirra mætist. T Næstu Ólympsleikar verða haldnir í Los Angelos í vor og sumar, en tíu bæir hafa þegar boðist til að halda Ólympsleikina 1936. Eru það þessir bæir: Alexandría, Barcelona, Berlín, Budapest, Buenos Aires, Dublin, Frankfurt am Main, Helsingfors, Köln og Núrnberg. Er talið vist að leikirnir verði haldnir í Berlin, því að þar hafði verið ákveðið að halda þá árið 1916, en það fórst fyrir vegna heimsstyrjaldarinnar. — Laus- anne í Sviss hefir beðið um að mega halda leikina árið 1944, en þá eiga þeir fimtíu ára afmæli. ----x----- ■ j Heilbrlgði otj lifsgleði S krefst heilbrigðs líkama.—Þreyta, S vöntun starfsgleði, svefnleysi o. s. S frv. eru ljós merki um ófullkomna S næringu og veiklaðar taugar. Ef S þjer viljið halda likama yðar heil- S brigðum og í fullu lifsfjöri ættuð S þjer í mánaðartíma að nota hið S aikunna S styrktar- og tauganæringarlyf S sem liefir blóðbætandi og tauga- 5 styrkjandi áhrif vegna eggjahvit- 5 unnar og glycerofosfatsins sem 5 því er. J Yfir 25000 læknar liafa tilkyn ■ skriflega um áhrif Sanatogens. Þannig skrifar kunnur læknir „Sanatogen er ómetanlegt og áreiðanlegt í öllum þeim til- fellum sem markmiðið er það að veita veikum likama nýja orku“. Fæst í öllum lyfjabúðum. ■ Sje itarlegri upplýsinga óskað ■ þá útfyllið miðann og sendið til 5 A/S Wiilfing Co., Kbhvn V. Sct S Jörgensalle 7. S Sendið mjer ókeypis og burðar S gjaldsfrítt: S Sanatogen sýnishorn og bækling S Nafn ........................... E Staða........................... S Heimili......................... ■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.