Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1931, Side 3

Fálkinn - 18.04.1931, Side 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Frainkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin vjrka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Aaglýsingaver*: 20 aura millimeter HERBERTSPRENT, Rvík. Skraddaraþankar. Margir greindir menn hafa fyr og síðar brotið heilann um þessa spurn- ingu: Á jeg að koma til dyranna eins og jeg er klæddur, eða að taka á mig yfirskinshjúp? Sumir eru svo gerðir, að þeir geta tekið á sig fas- hjúp, svo að segja óaðvitandi, eftir því sem við á i hvert skifti og bera hann rjett uppi, alveg eins og lif- ið væri grímudansleikur. En það hendir þessa menn, að gríman verð- ur samgróin andlitinu, þeir um- myndast svo fulllcomlega, að aðrir hafa ekki hugmynd um, að þeir eru grímur. Oft hafa sjest óútreiknan- legir, kaldir og lævísir menn, sem mistu grímuna alt í einu, svo að sást í vesælt, aumlegt og bleyðilegt and- lit — þeirra eigið! Þegar á það er litið hve margþætt mannlegt eðli er, verður skiljanlegt, að þeir sjeu aðeins fáir, sem geta leyft sjer að koma óhjúpaðir til dyra. Mennirnir eru oftast dæmdir óþarf- lega hart, einkum þeir, sem eru dutlungafullir, stirðlyndir og vilja sína stundina hvað. Það er eigi vist, að þessir menn sjeu verri en hinir. En innri barátta þeirra og yfirveg- anir fara fram fyrir opnu tjaldi, ef svo mætti segja. Er þetta nú vottur einlægni eða blátt áfram menningarvöntun? Hvort heldur er þá er það óhentugt, að vera eins og opin bók, sem Pjetur og Páll geta rýnt í, því að það verður áreiðanlega misbrúkað. Maður legg- ur heldur ekki spilin á borðið, þeg- ar aðrir sýna þau ekki, nema í jieim fáu tilfellum, sem maður er viss um annaðhvort að vinna al,la slagina eða fá engan. Voltaire sagði, að maðurinn yrði að vera smekkvís í valinu á grím- unni sinni. Og hann var vitur maður og kænn, mikill fordildarmaður að vísu, en hafði jafnframt lag á, að iáta aðra líta up til, sín. Hann var smekkvís í notkun hinnar síspott- andi spekingsgrimu sinnar. Og hann sá um, að gríman þrengdi ekki að eðlilegum svipbreytingum andlits sins sjálfs. Þessvegna lifir hann enn. Þvi að gríman má aldrei verða svo stif, að hún meiði andlitið — upp- gerðin aldrei svo rík, að hún kæfi innrætið. Lífið er ekki grímudansleikur. En gríman er nauðsynleg samt, þvi að maðurinn lifir ekki á eintómri hrein- skilni, fyr en allir menn verða hrein- skilnir. Og hvenær verður það. Herbert M. Sigmundsson prentsmiðjueigandi. Þetta blað er ekki vant að minnast fráfalls manna. Að það bregður, út af þeirri venjn í þetta sinn, stafar af því, að ný- lega er hniginn til moldar mað- ur, sem blaðinu stáð nær en flestir aðrir, Herbert M. Sig- mundsson prentsmiðjustióri, en prentsmiðja hans hefir prentað btaðið nú á dnnað ár. Hann and- aðist síðastliðinn þriðjudag. Á sunnudagskvöldið hafði hann gengið alheill til hvílu, en um nóttina fjekk hann óráð, staf- andi af heilablóðfalli og lá rænulaus hálft annað dægur uns hann andaðist. Með Herbert Sigmundssyni er fallinn í valinn einn af mætustu mönnum íslenskrar prentlistar- stjettar. Hann var sonur hins landskunna prentsmiðjueig- anda Sigmundar Guðmundsson- ar, og byrjaði þegar um ferm- ingaraldur á prentnámi og helg- aði þeirri iðn krafta sína ætíð síðan. Að afloknu prentnámi í ísafoldarprentsmiðju sigldi hann lil f ramhaldsnáms en rjeðist að því loknu til ísafold- arprentsmiðju sem yfirprentari en prentsmiðjustjóri hennar varð hann 1916 og fram- kvæmdastjóri frá 1919 til 1929. Var hann þvi starfsmaður þess fyrirtækis í 35 ár, að frádregn- um árunum 1902—0A er hann dvaldist erlendis. En árið 1929 setti hann upp prentsmiðju í luísinu við Banka- stræti 3, er hann hafði árið áð- ur keypt af Sigurði Kristjáns- syni bóksala. Vandaði hann sem best til undirbúnings þessarar prentsmiðju og var vakinn og sofinn í því, að gera hana sem fullkomnasta. Það mun eigi síst hafa ýtt undir þessa prent- smiðjustofnun, að einmitt hús- ið í Bankastræti 3 hafði Sig- mundur heitinn, faðir Herberts bygt en var nýfluttur þaðan er Herbert fæddist liinn 20. júní 1883. Var því sem Her- bert væri kominn á fornar stöðvar, er hann eignaðist hús- eign þessa og settist þar að, og hugði hann gott til framtíðar- innar. En því miður varð dvöl hans skömm i þeim .híbýlum. Herbert var kvæntur Ólafíu Árnadóttur, sem lifir mann sinn ásamt fimm börnum þeirra hjóna: Hauk, Ilrefnu, Hákoni, Gerðu og Geir. Var heimilislíf þeirra hið ástúðlegasta og heim- ilið orðlagt fyrir innilegt viðmót og gestrisni. Sá sem þetta ritar átti þvi láni að fagna, að gegna störfum í ísafoldarprentsmiðju meðan Herbert heitinn stjórnaði henni og eins í prentsmiðju hans, að kalla frá þvi að hún tók til starfa og fram á þennan dag. Og endurminningin um þennan mann verður björt og lifandi. Hann var lipur stjórnandi, greiður í svörum, verkmaður með afbrigðum, fljótur og hag- sýnn og smekkmaður mikill á alt sem að iðninni laut. Sam- vinnan við hánn var jafnan á- nægjuleg og tíminn leið fljótt i návist hans, og rjeði þar eigi litlu um hið einstaka glaðlyndi hans. Nú er hann kallaður burt á miðju lífsskeiði, burt frá störf- unum og hálfnuðu lífsverki. Síðustu æfiár sín var hann að búa sjer stað, sem hann gæti unað á í ellinni og búið í hag- inn fyrir sína. Fæstir mundu hafa gert sjer í hugarlund, að hann yrði kallaður svo snögg- lega frá því starfi. Fráfall hans vekur söknuð allra þeirra, sem höfðu af hon- um veruleg kynni, en verður hörmulegast eftirlifandi konu hans og börnum, sem liann hafði verið ástríkur eiginmaður og faðir. — Það er sárt að sjá á bak slíkum manni, sem hann var. í Baltimore í Bandaríkjunum var þetta hús nýlega sprengt í loft upp með tundri. Húsið var liærra en nokkurt hús i Reykjavik og má gela nærri að það hefir orðið skarkali er kofinn fjell. F. A. Thiele Bankastræti 4 er elsla ogþektasta . gleraugnasjer- . verslun á Norð- urlöndum. Þar fæst ókeypis gleraugnamátun. Hin þektu Zeiss-gler af öllum gerðum. Odýr, sterk og góð gler- augu. Skrifið eða komið til okkar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.