Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.04.1931, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Myndin til vinstri er tekin af fyrsta nautaatinn, sem haldið var í Madríd í ár. Þvi þrátt fyrir byltingatilraunir og sifeldar stjórnmálaóeirðir vilja Spán- verjar ekki missa nautaötin og er sagt, að um það leyti, sem fyrsta alið var haldið í Madrid í vetur hafi sljórn- málin alveg gleymst þá dagana. Því þessi skemtun á sjer dýpri rætur í þjóðinni en nokkur þjóðskemtun ann- arsstaðar. Nautaötin vorn fyrst tíðkuð á tímum Vestgota á 6.—7. öld og urðu á miðöldunum einskonar opinberar skemtanir aðalsmanna, í líkingu við burðreiðarhar hjá sumum öðrum þjóðum. Tóku þá aðalsmenn eingöngu þáilt i þeim. En síðan á ÍS. öld hafa þau verið almenn þjóðskemtun og nautabanarnir flestir komið úr alþýðu hóp. Er meira dálæti á góðum og fim- um nautabönum en nokkrum öðrum mönnum og ber fólk þá á höndum sér. Nautaötin fara fram á opnum hring- sviðum og áhorfendabekkinrnir hækk- andi alt í kring. í nautaatinu luka þált fáeinir lensumenn; eru þeir ríðandi og hafa það hlutverk að erta nautið með því að snnga í það lensunum. Hestar þeirra eru að jafnaði húðarbykkjur, því að þeir verða oft fyrir nautunum, sem rífa þá á hol og drepa þá. Þá eru á leiksviðinu 10 12 menn gangandi, sem kallaðir eru „Chulos“ eða „chic- os“; eru þeir með sterlclitaða möttla á handleggnum og’reyna að dragct at- hygli nautanna að sjer, ef að þau ger- asl of nærgöngul við hestana. „Ban- derillos" heita þeir menn, sem kasta smáspjótum í nautin lil að egna þau enn frekar og espa. Loks er sjálfur nautabaninn, sem kallaður er „el es- pada“ 'en áður var kallaður „matador". Ilefir hann aðeins kesjn að vopni og rauða dulu (muleta) og þegar nautið ryðst fram á móti honum sjer lmnn sjer færi á að reka kesjuna í svíra bola og víkja sjer jafnskjótt lil hliðar, svo að nauiið hiiii hann ekki. Reynir þar mjög á snarræði og hugdirfsku. Á myndinni sjesl lensnmaður vera að stinga naut og virðist muna minstu, að það stangi hesiinn, en beint fra mund- an nantinu sjest maður með möttul vera að lokka nautið til sín, með því að veifa möttlimun framan i það. Þýskur vísindamaður hefir tekið sjer fyrir hendur, að safna skýrsl- um um það, hvað kuldi hefir orðið mestur í ýmsum löndum Evrópu og borgum á síðgstliðnum fimtíu ár- um. Er þetta yfirleitt fróðlegt mjög, og þó að við lifum í því landi heims, sem kaldast á nafnið, mun okkur þykja nóg um, hve kuldinn getur orðið gífurlegur sumstaðar og eiga erfitt með að skilja, hivernig nokkur maður getur þolað slík ósköp, án þess að frjósa í hel. En það er seg- in saga, að því meiri sem kuldinn verður því þurrari verður hann og bítur því ekki eins mikið tiltölulega og raki kuldinn hjer á landi. Mesti kuldi síðustu 50 áir hefir orðið i Sí- beríu 71 stig C„ Norður-Svíþjóð 00 (í janúar 1803), Rússlandi 52, Len- ingrad 38, Sviss 37, Norður-Þýska- landi 35\þ, fíayern 3L1/), Wien og i París 2h, Norður-Ítalíu 18, Englandi 10 og Róm 8 stig, en á liæsta fjalls- tindi Evrópu h3 stig, en þaðan munu þó ekki samfeldar skýrslur til.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.