Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1931, Side 3

Fálkinn - 16.05.1931, Side 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Frainkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaver*; 20 aura millimeter HERBERTSPRENT, Rvík. Skradðaraþankar. Háðið byggir upp, segir Voltaire, konungur allra háðfugla. Og hann hefir vissulega rjetl að mæla, ekki síður en Lope de Vega, sem segir ein- hversstaðar, að hatrið knýi fram stór- viðburðina. Bæði liatur og háð eru út af fyrir sig neikvæð, en verkun þeirra á umhverfið verður jafnan sú sama, hvernig sem umhverfið er. Og þessVegna vilja margir halda þvi fram að livorttveggja sjeu mikil öfl. Þegar rífa skal niður ríkjandi á- stand nota andstæðingarnir liáðið. Tökum til dæmis, að verið sje að ríf- ast um hvort konungsríki eigi að verða lýðveldi. Lýðveldissinnarnir nota háðið, fyndnina og spottið þang- að til þeir hafa sigrað. En jjá eiga þeir að fara að verja hið ríkjandi ástand; og andstæðingarnir, konungs- sinnarnir eiga að rífa niður. Þá reyna l)eir, að láta svíða undan spottinu. Háðið er altaf þeirra megin, sem rífa vilja niður, þvi að til þess að það geti hrifið þarl' það að hafa eitthvað áþreifanlegt til að vin'na á, eins og sýran, sem aðeins getur sýnt styrk- leika sinn, þegar hún hefir eitthvað til. að leysa upp. Háðið hítur ekki á það, sem aðeins er lil i huga manns en ekki annarsstaðar. Hrifningin er jafnan talin jákvæð og uppbyggjandi, en hún verkar líka óumbreytanlega gagnvart breytilegu umhvcrfi: eins og háðið stoðar að- eins gagnvart hinu verandi, eins miss- ir hrifningin mátt sinn þegar henni er beint að hinu verandi. Nýjungin er starfssvið hrifningarinnar. Hinir tveir andstæðu eiginleikar, háð og hrifning, hafa líka andstæð áhrif, og því verða afleiðingar þeirra jafn- hl,iða eins. Og þessvegna er hægt að segja að háðið hyggi upp. Sá, sem fordæmir háðið gerir það vegna þess, að það er þá stundina í andstöðu við skoðun lians. Hálfri öld síðar mundi hann ef til vill elska háðið og telja j)ví alt til, gildis, og þyrfti þó ekki að hafa haft skifl um skoðun, því j)á hefðu víxláhrif háðs- ins og hrifningarinnar ef til vill breytt umhvarfinu, aukið þroskann — eða frá annara sjónarmiði rýrt hann — þvi það er undir sjónarhól manns- ins komið og undir vananum, hvern- ig maður vill, tákna hreyfinguna. Kringla, sem altaf snýst í sömu átt, snýst bæði fram og aftur, eftir því hvaðan á hana er litið. Háðið og hrifningin getur táknað það sama, og sá, sem vill setja svip á framtíðina, verður að skilja, að haun verður að velja sjer annaðhvort að vopni. Sagan metur hyggindi hans eftir því, hve vel, honum hefir tekist að velja það, sem betur henA- aði í hvert sinn. Stórfeld Wienar-nýung: Hárliðunargrelðan Heimseinkaleyfi, verndað í öllum menningarlöndum. Með almennri greiðu hárilðunargreiðunnar „VIENA“. Þessi greiða liðar og viðheldur lið- un hárs yðar, ef þjer aðeins notið hana daglega. Þjer fáið indæla hár- liðun þegar við fyrstu notkun. A- byrgjumst góðan árangur og holl á- hrif. Höfum hundruð þakkarbrjefa frá ánægðum notendum, meðal ann- ars frægum kvikmyndaleikkonum. „Viena“-greiðan er ómissandi öllum konum og körlum, sem vilja láta hár- ið fara vel. Verð d. kr. 2.50 að við- bætlu burðargjaldi, 2 stk. burðar- gjaldsfrítt. Send gegn póstkröfu.. . . Notkunarfyrirsögn fylgir. Wiener Kosmetisk Industri Skandinavisk Depot Köbmagergade 46 Iíöbenhavn K. Um víða veröld. ---Y-- HUNGURS- Vegna hinna sífeldu NEYÐIN borgarastyrjalda i Kína f KÍNA. hefir árum saman ver- ---------- ið hin megnasla hung- ursneyð í þeim landshlutum, sem ó- friðurinn hefir geysað mest i og alls yfir mun mega fullyrða, að meiri og almennari eymd sje nú i þessu víð- lenda rílti, en nokkursstaðar annars- staðar í heiminum. Alstaðar er krökt al' betlurjum, sem fara í stórhó'pum um landsbygðina og heiðast ölmusu, en ræna og rupla þar sem þeir þora. Hjer á myndinni sjest kínverskur heiningamaður, sem sagður er miklu betur til fara en fólk flest af hans sauðahúsi, því að beiningamennirnir kinversku eru fleslir mjög klæðlitl- ir. Blómlegt útlit gengur fyrir. Iíona sem hefir heilbrigt og hlómlegt útlit, stendur skil- yrðislaust betur að vígi en aðrar, bæði í baráltu daglega lífsins fyrir því að láta til sín taka og eins á úrslitaaugna- blikunum. Reynsluboðorð hygginna kvenna er því þetta: að nota „Khasana Superb" til þess að gefa andliti þeirra hressilegt og lieilbrigt útlit. „Khasana Superb-varastiftið" samlagast öllum litarliætti, gefur vörunum mjúkan hlæ og munn- inum töfrandi æskuljóma. Enginn fær sjeð að smyrsli sje notáð. Með varastiftinu á að nota „Khasana Superb Creme“, sem gefur hörund- inu heilbrigt og fallegt útlit, leynir lýtunum en lætur liið fagra koma i ljós. „Khasana Su- perb“ þolir alla veðráttu og smitar elcki við kossa. Fæst alstaðar. tUUí Superb Varastifti roði á kinnar í smáöskjum. Eínkaumboðsmenn fyrir Island: H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT, Dr. M. Albersheim, Frankfurt a. M., Paris og London. Hinn eini ekta ,,VOSS DESINFECTO R“. Sóttlireinsandi vatn. Dönsk uppgötvun 1907. Gullmedalía: Kaupmannahöfn 1923 og 1925. Gullmedalía og hæstu verðlaun: Khöfn 1925. Sótthreinsar loftið í svefnherbergjum og sjúkrastofum og gefur því ilm, sömuleiðis i samkvæmissölum, skrifstofum, leikhúsum skólum o. s. frv. Sótthreinsar talsímááhöld, húsgögn, fatnað. Styrkir hárið og hreinsar flösu. 1 baðvatn, fótaböð, gegn fótasvita og fótasærindum. Eyðir sviða eftir rakstur. Gegn mýbiti, drepur mel og önnur skorkvik. Gott við Ozonlampa, eyðir tóbaksreyk. Fæst alstaðar. Sími Vester 2 x William Henry Kent heitir kaþólsk- ur prestur í Bayswater í London. Hann er orðinn 74 ára gamall og lief- ir stundað tungumálanám í frístund- um sínum og kann nú 54 tungumál. Segisl hann harma, að hann skuli ekki hafa komist yfir að læra fleiri, en segir að sum málin hafi verið svo erfið, að sjer hafi ekkert gengið. Hann kann vitanlega grísku, latínu og hehresku en auk þess kínversku, gaelisku, sanskrit, ungversku, ar- mensku, frönsku, þýsku ítölsku, spönsku, rússnesku, finsku, sænsku og norsku. En eigi er þess getið hvort liann kann islensku. Georgiska er það málið, sem hann hefir haft mest fyrir að læra, hið gamla mál í Kák- asus. Fallegustu æfintýrin, sem hann hefir sagt börnunum, segist hann hafa lesið á sænsku. F. A. Thiele Bankastræli 4 er elsla og þektasta . gleraugnasjer- . verslun á Norð- urlöndum. Þar fæst ókeypis gleraugnamátun. Hin þektu Zeiss-gler af öllum gerðum. Odýr, sterk og góð gler- augu. Skrifið eða komið til okkar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.