Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1931, Side 6

Fálkinn - 16.05.1931, Side 6
6 F Á L K I N N Pessi mynd ber vott um hve mikill hermenskuhuyur er í Rússlandi. Myndin er af kirkju í Moskva, sem hefir verið breytt þunnig, aÖ hún minnir á brynreiö. dúmunnar mynduðu bráða- birgðastjórn. Þessi stjórn vildi þó halda áfram ófriðnum, en þá kom til kasla verkamannaflokk- anna, sem kröfðust þess, að frið- ur yrði saminn þegar í stað og mynduðu hermanna- og verka- mannaráð í borgum og bygðar- lögum, en í þessum ráðum voru það liinir róttækustu sósíalistar, sem mestu rjeðu. Bráðabirgða- stjórnin misti smám saman þau litlu völd, sem liún hafði, herinn komst í upplausn, þar varð hið mesta agaleysi og hermennirnir struku unnvörpum. Loks gerðu bolsjevíkar uppreisn, 6. nóvem- ber og steyptu Kerensky, sem hafði verið aðalmaður bráða- birgðastjóranarinnar þá • um sumarið og vildi ólmur halda ó- friðnum áfram, en liafði sýnt sig gjörsamlega óhæfan til þess að stjórna landinu. — Fyrsta verk bolsjevíkastjórnarinnar, en aðal- menn hennar voru Lenin og Trotski, var það að fá sjerfrið við miðveldin, en í byrjun gengu þessir samningar, sem fóru fram í Brest-Litovsk illa. Þjóðverjar sendu her austur og tóku Livland og Estland og hefðu sennilega komist til Petrograd, ef Rússar hefðu ekki gengið að friðarkost- um þeirra sem settir voru 24. febr. 1918 og voru á þá leið, að Rússar skyldu missa bæði Finn- land, Estland, Lettland, Lithau- en, Pólland og Ukraine. Á myndinni er veriö aö sýna ný- tísku byssur, sem notaöar eru til þess aö skjóta niöur fiugvjelar Þó var landið ekki friðað eftir þessa samninga. Hvað eftir ann- að fóru andstæðingar bolsjevika með lier gegn stjórnarhernum, og voru styrktir til þess af banda- mönnum, sem bæði töldu nýju stjórnina griðrofa, er þeir liöfðu samið sjerfrið, og vildu ekki við- urkenna hana vegna stefnu henn- ar. Eru kunnastir leiðangrar þeirra Wrangels, Koltsliaks og Denikins, sem öllum lauk með ósigri.----- — — En þvi fer íjarri, að Rússar sjeu að hugsa til afvopn- unar eða þvílíks, þó að friðar- löngunin ryddi byltingunni braut í fyrstu. Þvert á móti. Það eru fá- ar þjóðir, sem leggja jafn mikla stund á að auka lierinn núna, eins og einmitt Rússar. Telja þeir þetta hina mestu nauðsyn, bæði til sóknar og varnar. Þeir eigi svarna óvini við vestur-landa- mærin, og megi jafnan búast við innrás í landið, ef eitthvað beri út af, svo framarlega sem þeir sjeu ekki á varðbergi. Enda er her þeirra nú fjöl- mennari en hjá nokkurri annari þjóð á friðartíma, nfl. yfir mil- jón manna. Og sá er munurinn á þessum lier og keisaraliernum gamla, að hann er búinn bestu vopnum. Rússar eru taldir eiga stærsta hreyfanlega stórskotalið í heimi. Og sagt er að þeir sjeu vel á veg komnir með að verða nr. 2. hvað snertir brynreiðar og flugvjelar. Jafnframt er verið að auka herflotann. Floti Rússa var mjög bágborinn fyrrum því að kalla mátti að Japanir gereyddu lion- um 1905. I Svarta hafi áttu Rúss- ar að visu nökkva mikla, en þeir eru kvíaðir þar inni. Hvað landher Rússa snertir þá má búast við því, að þeir verði von bráðar ósigrandi á landi, en vitanlega verður þess langt að bíða, að floti þeirra jafnist á við flota Breta eða Ameríkumanna. Herinn er styrkur sovjets- stjórnarinnar, ekki aðeins út á við heldur líka inn á við. Sjálf- ur kommúnistaflokkurinn rúss- neski er minnihlutaflokkur, sein stjórnar þjóð, sem er margfalt mannfleiri en flokkurinn. Mætti því búast við að hægt væri að steypa þessari stjórn með ein- faldri byltingu. En þeir sem kunnugastir eru Rússum segja, að bylting kom ekki til mála í Rússlandi, eins og nú horfir við. Hún sje óframkVæmanleg, vegna _______ , þess, að stjórnin liefir vfir hern- um að ráða, og hann er trúr flokknum. í engum lönd- um er eins mik- ið um hersýning- ar og heræfingar þessi árin eins og í Rússlandi. Iler- stjórnin lætur ekkert tækifæri ónotað lil þess að sýna aliiienn- ingi, hve stór og fullkominn her- inn sje, og her- sýningar glæða áhuga flokks- manna og auka á vonleysi and- stæðinganna um það, að nokkurn- tíma muni koma stefnubreyting á stjórnmálunum. Á minningardeginum eru jafnan haldnar hersýningar. Myndin aö ofan sýnir flugvjelar sem fljúga yfir Moskva, samtímis því aö herdeiidir fara um borgarstrætin. í pólska þorpinu Czenstochsu tóku nokkrir ungir piltar sig nýlega saman og gerðu sjer ferð til kirkjunnar í þorpinu og óðu upp í turninn. Er- indi þeirra var að hringja þar klukk- um, til virðingar einum fjelaga sín- um, sem hafði fyrirfarið sjer skömmu óður. Hringjarinn reyndi að varna þeim þess en þá gerðu þeir sjer lítið fyrir og tóku hann og vörpuðu hon- um út um turngluggann. Beið hringj- arinn bana. ----x----- Enska skáldið Arnold Bennelt, sem látinn er fyrir skömmu, var ineð tekjuhæstu rithöfundum Breta, en með því að liann var eyðslusamur mjög græddust honum ekki peningar eins og sunium öðrum. Þó ljet hann eftir sig yfir 30.000 sterlingspund, en en Thomas Hardy ljet eftir sig 91.000 pund og Stanley Weymann 399.400 pund. — Hinsvegar var Bennett inesti hirðumaður með handrit sín, hrein- skrifaði þau prýðilega og batl þau fallega inn í vandað skinn. Bennett taldist svo til fyrir rúmum 30 árum, að hann skrifaði um 335.000 orð að meðaltali á ári, svo að handritin eru ekki neitt smáræði. Lengi hafa hand- ritasafnarar falast eftir handritum af ýmsum bókum Bennetts, en hann neitaði jafnan. Nú verða öll handrit- in seld á upphoði og er gert ráð fyrir, að þau seljist á alt að 40.000 pund. ----x----- Nýlega kom skip eitt frá Tyrklandi til Kairo og fundust í því 10 smá- iestir af ópíum, sem átti að smygla inn í landið. Bifreiðarstjóri tyrkneska sendiherrans í Kairo var við málið riðinn og hafði m. a. lengi notað hif- ÞJER HJELDUÐ AÐ ÞAÐ VÆRI SMJÖR - EN ÞAÐ VAR: reið sendiherrans til flutninga á þess- um varningi. Hann var dæmdur i 5 ára fangelsi og 25.000 króna sekt. — í Tyrklandi er mesta eiturlyfjafram- leiðsla i Evrópu og hvergi jafn mik- illa eiturlyfja neytt og í Egiptalandi. -------------------x----- Flugtilraunastöðin i Aldershof hjá Berlín hefir nýlega lokið við mikils- verðar rannsóknir á ýmsum injög merkilegum umbótum á flugtækjum, sem gera flug i myrkri og þoku miklu áhættuminni en áður. Meðal þessara tækja er áhald eitt, sem stjórnar vjel- iniii sjálfkrafa og lætur hana lialda rjetta stefnu, hvað sem hliðarvindi og liraða liður. Þegar vjelin hefir verið sett á stað og miðað í ákveðna átt, lieldur hún sjálfltrafa stefnunni á- fram og skeikar ekki. Áhald þetta er kent við Boykow nokkurn og hefir nú verið þrautreynt af sænskum flug- manni. Setti lninn vjelina til flugs og flaug henni á stað, en yfirgaf síðan stýristækin og settist inn í farþega- klefann, en vjelin flaug sjálfkrafa áfram á áfangastaðinn. ----x-----

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.