Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.08.1931, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Árið 192b gerðu Norðmenn og Dan- ir einskonar vopnaðan frið með sjer í Grænandsmúlinu. Norðmenn gerðu þd kröfu til þess, að Austur-Græn- land skyldi skoðað sem ónumið land en Danir töldu yfirráðarjett sinn á öllu Grænlandi tvímælalausan. Síð- an hafa öðru hverju verið væringar með Dönum og Norðmönnum út af þessu en þó ekki skorist í odda fyr en í lok júnímánaðar síðasil. Þá bar það við, að fimm ungir Noi’ðmenn tilkyntu að þeir hefðu tekið land- svæðið frá Carlbergsfirði norður til Besselfjarðar og er það 500 kíló- metrar á lengd. Norðmenn hafa stundað þarna dýraveiðar í allmörg úir og rekið þar loftkseytastöð. Það mun hafa ýtt undir norsku veiði- mennina, að leiðangur Lauge Koch var nýlega lagður af stað til Græn- lands til þess að mæla þelta land- svæði.og gera þar vísindaathuganir. Þegar þetta er ritað er enn ósjeð, hvernig máli þessu reiðir af. Mynd- in er frá Franz Jósefslandi, sem Norðmenn hafa „lagt undir sig“. Á eyjunni Mön eru enn við lýði margir fornir siðir, enda hafa Englendingar ekki gert sjer far um að uppræta þái heldur þvert á móti lagt stund á, að halda þeim við. Þannig hafa Manabúar einskonar heimastjórn og lög- gjöf í sumum málum sínum og halda árlega þ'ing, sem í ýmsu svipar iil hinna gömlu nor- rænu þinga i Noregi og lxins forna Alþingis. Er þing þetta sumpart haldið undir berum himni og á stað, sem heitir Tynwall (Þing- völlur). Jafnvel í því, sem nýlt er, hafa Man- arbúar sína siði, eins og sjá má hier á mynd- inni til vinstri. Þeir hafa kappakstur á bif- reiðum, en verðlaun sigurvegarans eru ekki önnur en þau, að kona hans kyssir hann í allra augsýn. Ætli sumum findist það ekki heldur lítilfjörleg verðlaun? 1 IJncoIn Park í Bandaríkjunum er reit- ur, sem gerður er í líkingu við hollenska laukagarða. Þar sjásl ungar stúlkur vera að tína túlípana, eins og sjá má af mynd- inni til hæyri. wmwl ÍHÍ lllilÉ 'Émmmí M m W Wm '|H ‘mj/. 1111 i Sýningarskáili Hollendinga á ný- lendusýningunni í París þótli með fegurstu byggingunum þar. Var hann eftirlíking af frægu musteri austur á Java, að því er ytra útlit snertir, og hafði að geyma feiknin öll af allskonar dýrgripum og lista- verkum frá nýlendum HoIlendiUga, er flutt hafði verið ýmist austan úr Asíu eða af söfnum í Hollandi á sýn- inguna. Þarna var og samkomusal- ur, þar sem á hverju kvöldi voru sýndir austrænir dansar og hljóm- leikar haldnir og leiksýningar; þar voru x’innig haldnir fyrirlestrar um nýlendurnar og því um líkt. Fjöldi innborins fólks úr nýlendunum hafði verið fenginn til Parisar, til þess að taka þáitt í þessum sýningum og var yfirleitt mikið yfir því lálið hve vel Ilollendingar hefðu vandað til alls. En eina nóttina lcviknaði í skálanum og brann hann upp til kgldra kola og lá við að 50—60 manns brynnu inni. Myndin t. v. er af skálanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.