Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.08.1931, Blaðsíða 11
F Á L K I N íi 11 Yngstu lesendurnir. Húsgögn í brúðustofu. Jeg hef verið með vonda samvisku af því, að jeg lief alveg steingleymt að gera svo litið fyrir telpurnar, sem jeg hef ætlað mjer lengi. Oftast nær lief jeg verið að kenna drengunum að búa til ýmislegt handa sjer, en sjaldnar sflgt telpunum frá ýmsu smá vegis, sem þær mundu hafa gaman af. En nú ætla jeg að reyna að bæta þetta upp, og í dag er það við ykkur, telpurnar mínar, sem jeg vil tala. Við skulum athuga brúðuhúsin ykkar, og sjá hvort þar þarf ekki að færa ýmislegt i lag og jafnvel að búa lil eithvað af húsgögnum, sem hafa geng ið úr sjer í sumar. Jæja, takið i þið þá fram skærin, pappír, lím, gamlar eldspítur og síð- ar fleira ef með þarf. Þið getið kallað á drengina ykkur til lijálpar ef þið viljið, og ef þeir eru laghentir. En klaufana þýðir ekkert að biðja um að hjálpa sjer. Þessi fallega stofuklukka er gerð úr þremur eldspítustokkum, en einn þeirra er styttur dálítið. Framhliðin á klukknni er skorin út úr pappa og skreytt að framan með rósum og út- flúri, einsogþiðgetið best. Úrsldfuna getið þið klipt út úr auglýsingum um úr, sem of koma 1 blöðunum og þá hafið. þið vísirina og alt saman Klukkan gengur að vísu ekki, en þá sparast lika að draga hana upp og brúðunum nægir hún ároiðanlega fyrir því. ■y Elclhússkápur með diskagrirtd. Borðið undir skápnum er gert úr fimm tómum eldspítustokkum en borðplatanúrpappa. Svoer límt utan á þetta fallegan pappír. Diskagrind- in er gerð úr fjórum eldspilustokks- skúffum, sem eru límdar saman. Þið verðið að muna, að velja fall- engan pappír til þess að lima á eld- spítuöskjurnar, því að þær eru ekki beinlínis fallegar eins og þær koma fyrir utan af spítunum. Skemtilegur sófi. Við verðum að fylgja tískunni hvað húsgögnin snertir, því að brúð- urnar kæra sig víst ekki um, að þau sjeu gamaldags. Þessi sófi er eins og þeir allra nýjustu, sem nú flytjst til landsins. Han er gerður úr litlum vindlakassa, sem er klæddur með fallegum rósótlum pappír. Bakið er líka gerl úr vindlakassafjöl. Til end- anna eru límdir eldspílnastokkar á hákantinn, sinn hvoru megin og þeim skift i tvær hillur, sem gerðar eru úr öskjunni úr stokknum. Loks eru settir svolitlir klampar undir sóf- ann — eins og fætur, og verður hann þá hærri og fallegri. Tveir eldspítustokkar eru límdir saman, hlið við hlið og settar undir lappir úr eldspítum. Bakið er úr pappa og á það ofanvert er lírndur svolítill spegill. Lappirnar eru festar með lakki við öskjurnar, sem mynda borðplötuna. Best er að papírinn, sem notaður er til þess að fóðra með sje gáróltur á litinn, sem líkastur marmara, því að hann er oftast hafð- ur í góð þvottaborð. Arininn í brúðustofunni er gerð- ur ú sama hátt. Best að fóðra eld- HÆTTULEGUR Vmsar kvik- VERNDARGRIPUR. myndadisir ala ------------------ villidýr heima hjá sjer til þess að vekja eftirtekt, og hafa þau með sjer hæði heima og að heiman. En fyrsti flugmaðurinn, sem hefir tekið upp á þessu er Ly- man Velpee, sem hefir ljónsunga með sjer á flugferðum sínum. Hvernig færi, ef ljónið rjeðist á hann ein- hverstaðar uppi i skýjunum? spítustokkana þrjá og pappann í ■' bakinu með samskonar pappír og þvottaborðið. Holið i arninum svert- ; ið þið með að slettta á pappann sóti þvi að arininn á að líta út eins og ; hafi verið notaður. Og svo má gjarn- J an setja nokkra trjespæni inn í holið ■ En munið að ekki má kveikja í þeim því að þá hrennur listverkið upp og “ gelur kanske kveikt í fleiru. Vitanlega eigið þi ðlíka að hafa blóm i brúðuhúsinu. Þið getið gert ykkur fallegan hlóinakassa úr eld- spítnaöskju og látið í hana mold og og sett þangað lifandi blóm alt sum- arið. En yfir veturinn er úr vand- ara að ráða. Þá er best að taka öskj una úr húsinu. Hún inamma yklcar selur lika oft sum blómin sin niður i kjallara á vetrin eða jafnvel grefur þau niður. Tóta frænka. Tilraunir sem framkvæindar hafa verið í dýragarðinum í Loudon, sanna það sem menn raunar vissu áður að úlfar þola ekki liljóðfæra- slátt. Þeir verða trylltir af hræðslu. Ungfrú ein, sem heitir Hardie, hef- ir nýlega stefnt ameríkanska skáld- inu Wliyte Williams út af bók, sem hann hefir skrifað og heilir ,„The Fl,esh“. Segir hún að Williams hafi tekið sig til fyrirmyndar að aðal- kvenpersónunni í bókinni, sem köll- uð er Shirley, en þessi persóna er látin vera drykkfeld og ljettúðug. Hefir ungfrú Hardie nú krafist 50.000 dollara skaðabóta. Málaferlin standa sem liæst og útgefandi hókarinnar brosir í kampinn og er ánægður, því að hókin selst vel eftir að liafa feng- ið þessa öflugu auglýsingu. ----x---- Um daginn voru.hjón gefin saman á svo kallaðri „Ambassadorbrú“ yfir fljót á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Tilefnið var það að Bandaríkjamaðurinn, Reginald Crud- de, vildi giftast stúlku frá Kanada. Crudde þessi hafði fengið skilnað frá fyrri konu sinni í Mexíko og þess vegna gat hjónavígslan ekki farið fram í Kanada. Stúlkan aftur á móti fjekk ckki utanfararleyfi til Banda- ríkjanna — og voru nú góð ráð dýr. En Crudde leysti úr vandanum á þennan liátt, að hann fjekk með sjer prest yfir ú brúna iniðja. Stúlkan stóð Kanadamegin, en hann sjálfur á þeim helming brúarinnar, sem Bandarikin eiga. Síðan rjettu þau hvort öðru hendina yfir „landamær- in“, meðan klerkur gifti þau. Hún M á I n i n g a- [ vörur | ■ Veggfóður ■ ■ ■ Landsins stærsta úrval. : ■ »MÁLARINN« | ■ Reykjavík. Stórfeld Wienar-nýung: Hárliðnnaroreiðan Heimseinkaleyfi, verndað í öllum menningarlöndum. Með almennri greiðu hárliðunargreiðunnar „VIENA“. Þessi greiða liðar og viðheldur lið- un hárs yðar, ef þjer aðeins notið hana daglega. Þjer fáið indæla hár- liðun þegar við fyrstu notkun. Á- byrgjumst góðan árangur og holl á- hrif. Höfum hundruð þakkarbrjefa frá ánægðum notendum, meðal ann- ars frægum kvikmyndaleikkonum. „Viena“-greiðan er ómissandi öllum konum og körlum, sem vilja láta hár- ið fara vel. Verð d. kr. 2.50 að við- bættu burðargjaldi, 2 stk. burðar- gjaldsfrítt. Send gegn póstkröfu.... Notkunarfyrirsögn fylgir. Wiener Kosmetisk Industri Skandinavisk Depot Köbmagergade 46 Köbenhavn K. var nú orðin amerískur þegn — og gat óhindrað gengið yfir brúna i Bandaríkin. ----x

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.