Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.08.1931, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Heimsmeistari skáklistarinnar, dr. A. Aljechjin kom hingað á sunnudaginn var. Þegar þetta er ritað hefir hann teflt opin- herlega við bO manns samtím- is auk þess að tefla um leið blindskákir við tvo af færustu skákmönnum hjer. Lauk þessari viðureign þannig, að dr. Alje- chin varð mát í fjórum skák- unum, fjórar urðu jafntefli en 32 töfl vann meistarinn. — Áður en dr. Aljechin fer hjeð- an af landi keppir hann við tíu manna úrvalsflokk íslenskra skákmanna og verður fróð- legt að sjá, hvernig þeirri viðureign lýkur. Dr. Aljechin er rússneskur að ætt, tæplega fertugur að aldri, en þykir sam- kvæmt fenginni reynstu hafa betra „taflminni“ en nokkur annar núlifandi maður. Það mun og bæta fyrir vinsældum þessa sniltings, að hann er hinn látlausasti í allri fram- komu, og virðist alls ekki vera sjer þess meðvitandi, að hann sje ofjarl allra hinna mörgu í veröldinni, sem þykjast vera góðir skákmenn. Myndin hjer að ofan er tekin af dr. Aljechjin nokkrum tímum eftir, að hann hafði stigið fæti á land. Mynd- ina tók Loftur. Þórður A. Steinsson, bílstjóri fórst í Hafnarbergi, miðviku- daginn 29. júlí s. I. Þórður sál. er öllum harmdauði er hann þektu, ekki einungis hans nán- ustu vinum og vandamönnum, Afmælisdagafjelagið var stofnað hjer i bænum fgrir nokkrnm árum. Meðlimur þess getur hver sá orðið, sem óskar og borgar hver fjelags- maður 2 kr. eða meira i fjelagssjóð. Nú hefir fjelag þetta komið upp myndarlegu barnahœli austur í Hveragerði, og var það tekið til af- nota i sumar og rúmast þar 38 börn. Eru einkum tekin þangað börn, sem heilsunnar vegna er nauðsynlegt að komast í sveit á sumrin. Blaðamönn- um var sýnt hœlið nýlega og er fljótt frá sagt, að þar er alt með hinni mestu prýði, svo að fullyrða má, að börnin hafi þar aðbúð alla eins og best verður á kosið. Húsið er raflýst og hitað með hveravatni og sund- laug er verið að gera handa börn- unum. Hœlið á um 10 dagsláttta land areign. Egill heitinn Jacobsen kaup- maður hefir gengist fyrir stofnun þessa fjelags og þvi var heimilið nefnt Egitsstaðir. Formaður fjel- agsins er Ólafur Lárusson prófessor, en læknir þess er Gunnlaugur Ein- arsson. Má það heita þrekvirki, að hafa komið upp hælinu á svo skömm um tíma, en fjelagið naut góðra gjafa ýmsra véfunnara og flýttti það fyrir framkvæmdunum. Hjer að ofan eru tvœr myndir af hælinu og sjest þar leikvöllurinn með rólunum, en hús- ið í baksýn. Landshöfðingjafrú Elín Steph- ensen verður 75 ára 13. þ. m. Björn Bjarnarson, hreppstjóri í Grafarholti, verður 75 ára Hi. þ. m. heldur og öllum hreppsbúum í ílafnahreppi, og veldur þar um hin staka Ijúfmenska, er hann ávalt sýndi t hinum margvíslegu viðskiftum er á lionum hvildu í þarfir hreppsbúa. Er það fagur minnisvarði er þessi ungi mað- ur hefir reist sjer með ummæl- um Hafnarhreppsbúa, því „orð- stír deyr aldrei hveim sér góð- an getr". — Blessuð sje minn- ing hans. Þ. Hinn 25. f. m. brann húsið Minnigarður í Skildinganes- hverfi til kaldra kola. Var enginn heima og hús- ið lokað, en riágrannarnir gerðu slökkvi- liðinu aðvart, er þeir urðu þess varir að kviknað var í húsinu.Slökkvi 'iðið kom fljótt á vettvang, en gat ekki við neitt ráð- ið vegna þess að vatn vantaði. Vatn- leiðsla er þó komin um Skildingqi- neslwerfið, en hvergi brunahani. Hefir áður brunið þar og ekki tek- ist að slökkva af sömu ástœðum og nú. Myndin er tekin skömmu eftir að húsið byrjaði að brenna. Pjetur Ingjaldsson, skipstjóri, á 55 ára afmæli 14. ágúst. Svertinginn Roland Hayes, sein hefir afbragðs góða söngrödd og hefir haldið hljómleika víða um heim, var ráðinn til þess að syngja opinberlega i Englandi í sumar. Að- göngumiðarnir flugu út löngu áður en skemtanirnar voru haldnar, þvi að allir vildu hlusta á þennan fræga söngmann. En þegar kom að því að útvega honum húsnæði gekk alt treg- ar. Ekkert gistihús vildi hýsa hann, af hræðslu við, að það mundi spilla áliti gistihússins. Að lokum var Hayes koinið fyrir hjá fjölskyldu. Það er dálítið einkennilegt, að fólk skuli skammast sín fyrir að vera á gistihúsi með svertingja, sem það vill fegið hlusta á í söngsal. ----x----- Ameríkanskt blað hefir komist að þeirri eðlilegu niðurstöðu, að hin sívaxandi notkun bifreiða hafi dreg- ið afar mikið úr skósliti, en nefnir þó ekki hve miklu minna sje nú notað af skóm í Bandaríkjunum en var fyrir t. d. 50 árum. Maðurinn byrjar að ganga 2 ára og hættir að ganga 18 ára, bætir blaðið við, og það er víst nokkuð til i þvi. ----x----- Samkvæmt frönskum lögum mega karlar ekki giftast yngri en 16 ára, og konur ekki yngri en 15. Þó voru nýlega gefin saman i Normandi hjón, sem talin eru yngstu hjónin i Frakklandi, og ástæðan til þess, að þau fengu hjúskaparleyfi var sú, að þau áttu tíu mánaða gamalt barn. Brúðurin er tæpra 16 ára en hrúð- guminn ekki nema 15. ------------------------[ Gleraugu kaupið þjer beat og ódýrast hjá Bruun. Elnnig sól- og rykgloraugu. — Munið Laugaveg 2

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.