Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 08.08.1931, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Kodak & Agfa Filmur. Alt sein þarf til framköllunar & kopiering, svo sem: Dags & Gas- Ijósapappír, Framkallari, Fixer- bað, kopierrammar, Skálar, o. fl. fæst í LAUGAVEGS APOTEKI Laugaveg 16. Sími 755. Pantanir eru sendar gegn póst- kröfu. — Skrifið til okkar. „Sirius“ súkkulaði og kakó- duft velja allir smekkmenn. 5 Gætið vörumerkisins. s -1 - l - y - o silfurfægilögur til að fægja silfur, plet, nickel o.s.frv. S I L V O gerir alt ákaflega blæfallegt og fljót- legur að fægja með. Fæst í öllum verslunum. VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. Pósthússt. 2 Reykjavík Simar 512, 254 osr 309l.framkv.5tj.) Alíslenskt fyrirtæki. ■Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar. ■ Hvergi betri nje árelOanlegri viðskifti. ! Leitið upplýsinga hjá nœsta umboðsmanni. Mæður. Lesið um blöndun á mjólk- inni i Mæðrabókinni eftir prófes- sor Monrad. Kostar 3.75. Fyrir kvenfólkið. Jloti® orænmetið. Á síðari árum liefir injög verið deilt um það, livort manninum væri elcki hollara að leggja niður kjötát að fullu og nærast að eins á grænmeti og fiski. Jurtaæturnar liafa róið kappsamlega að því, að telja fólk af kjötáti, en nota grænméti og ávexti og mjólk í allan mat og orðið talsvert ágengt. í heitari löndum en ísland er, er grænmetið tiltölulega ódýrt og hægt að fá það á flestum tínmm árs. En hjer á landi hagar svo til, að ómögulegt er að framkæma jurtaætukenningarnar að fullu, sumpart vegna þess, að græn- metið fæst elcki og sumpart af því að það er alt of dýrt. En hvað sem líður áliti manna á kjötátinu þá munu allir sannfærðir umað jurtafæða erhollfæða og nauð- synleg og að sjálfsagt er að nota hana til búdrýginda þegar færi gefst. Um þetta leyti árs er besta tækifærið til að nota grænmetið, það er þá lægst í verði að jafnaði og mest framboð á þvi. Grænmetisframleiðsla fslendinga hefir til þessa verið fábreytt og ein- hæf, nefnilega kartöflur og gulróf- ur. Þýðing kartöflunnar er fyrir löngu orðin lýðum Ijós og þær eru notaðar til manneldis alt árið. Hinsvegar er það furða, hve húsmæðrum hefir ver- ið ósýnt um, að nota kartöflurnar á fjölbreyttan hátt. Það ihá kalla að þær sjeu að eins framreiddar soðnar, en í öllum matreiðslubókum má lesa ótal aðferðir til þess að matreiða þær. Iíartöflurnar eru að vísu þannig, að enginn maður verður leiður á þeim, en hitt mundi ekki rýra vinsældir þeirra þó að þær kæmu á borðið í fjölbreyttari myndum. Og sama er að segja um gulrófurnar. En það var aðallega annað græn- meti, sem sjerstaklega er ástæða til að minnast á núna, t.d. káltegundirnar, sem nú eru á boðstólum, þó að því miður sje inest af þeim útlend fram- leiðsla. Gulræturnar, hlómkálið, hvít- kálið og fleira og fleira. Það er undur, hve þejssi matur getur verið lostætur og fallegur — að hann er hollur vita allir. Að eins er það leiðinlegt afspurn ar, að fjöldinn allur af sveitaheimil um hefir ekki haft framtak í sjer til þess að rækta þessar kálegundir þó að það hafi verið fyrir löngu verið sýnt og sannað, að það er lafhægt og svo að segja kostnaðarlaust. Jafnvel ekki tröllasúran (rabarber), sem er einhver nægjusamasta jurt, sem til er, sjest ekki einu sinni á öðrum hverjum sveitahæ, þó að öllum þyki grauturinn góður í sumarhitanum og þó að hægt sje að gera ágætt sætuiiiauk úr stöngl- unum, sem er mikils virði í þessu berjalitla landi. — — Hollusta grænmetisáts er fyrir löngu vísindalega sönnuð staðreynd. Prófessorinn Vitold Orlowski í Var- sjá hefir t.d. rannsakað áhrif safans og kartöflum á ineltinguna. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að saf- inn örfaði ineltinguna að miklum mun og jyki magasafannn. Hráar gulrófur telur hann kjörna fæðu haiida börnum, sem hafa siæma mat- arlyst. Hver kysti hann? Frh. af bls. 7, — Fyrir rjettum tíu dögum, sagði harni hægt. — Ungur mað- ur lá sofandi í grasinu, og þá kom . .“ Haltu áfram, sagði hún forvitin, þegar hún lieyrði að hik kom á hann. — ung stúlka og laut niður að lionum og .... — Sigurður! Það var ekki jeg sem gerði það! Nú varð löng þögn. Þau gláptu vandræðalega livort á annað, og það brá fyrir leiftri af reiði í augum ungu stúlk- unnar. — Hvernig dettur þjer þetta í hug, sagði hún svo, og Sigurður varð í vandræðum þegar liann sá að tár fóru að renna niður eftir kinnum henn- ar. — En . . . . ? — Jeg man vel, að jeg var inni lijá frú Ring þennan dag til klukkan fjögur, en þá fór hún út til þess að tala við garð- yrkjumanninn. Að hugsa sjer, að þú skyldir halda þetta .... um mig .... Sigurður- sá, að það var ekki nema einn vegur til þess að bjarga málinu við — og án þess að minnast einu orði á, að hann skyldi ekkert í bvernig þessu viki við, tók liann hana í faðm sjer, kysti tárin af kinnum hennar og sagði henni, að það eina í heiminum, sem hann ljeti sig nokkru varða um, væri það að hún elskaði hann .... alt annað væri honum sama um. Sem sagt: Sigurður hotnaði ekkert í þessu — og fær víst aldrei lausn á þessari gátu. En liefði hann getað brugðið yfir sig huliðshjálmi og verið ná- lægur, tveimur dögum síðar, er þær sátu saman frú Ring og frú Stolz, má vel vera, að ljós hefði runnið upp fyrir honum. — Hann var svo skelfing ó- framfærinn og feiminn, sagði frú Ring. Einn daginn þegar jeg var úti i garðinum datt mjer ráð í' hug, og það stóð ekki á áhrif- unum — liann varð nýr maður og nú ætlar hann að giftast henni Kitty Jerven, sem er al- veg tilvalin handa lionum. Og Ellen Skjennung er ágæt: hún hjálpaði mjer að framkvæma hugmyndina. Samkvæint síðustu skýrslum eru nú töluS 125 tungumál í Norðurálfu. 81 mil.jón manna mæla á þýska tungu, 70 miljónir á rússnesku, 47 miljónir á breska, 41 miljón á ítalska og 39 miljónir á franska. Ferrosan er bragðgott og styrkjandi járnmeðal og ágætt meðal við blóðleysi og taugaveiklun. Fæst í öllum lyfjabúðum í glösum á 500 gr. Verð 2.50 glasið. V I K U R I T I Ð kemur út einu sinni í viku 32 bls. í senn. Verð 35 aurar Fiytur spennandi framhalds- sögur eftir þekta höfunda. Tekið á móli áskrifendum á afgr. Morgunbl. — Sími 500. 16 h e f t i útkomin. Fálkinn er víðlesnasta blaðið. er besta heimilisblaðið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.