Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 08.08.1931, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Androkles og Ijónlð. arga dýr í viðurvist fólksins. Þetta var ein af skemtunum Rómverja og m.a. var það venja, að lifláta hina fyrstu kristnu menn þannig. Honum var tilkynt, að það ætti að varpa honum fyrir ferlegt og tryllt ljón, sem nýlega hefði veiðst suður i Afríku og hefði verið svelt í marga daga, til þess að gera það grimmara. Þvi að dýrin voru vanalega svelt undir svona „skemtanir", til þess að gera þau nægilega blóðþyrst. Androkles lokaði augunum og beið þess, að ljónið æddi á hann, en þó að það ræki upp æðisgengið öskur, er það kom fram á leiksviðið, virtist það spekjast eftir því sem það kom 1 M á I n i n g a -1 : s vörur ■ ■ . S ■ ■ Veggfóður ■ ■ ■ ■ ■ ■ : Landsins stærsta úrval. j»MÁLARINN« Ljóninu er hleypl fram á leiksviðið. Á stórveldistímum Rómverja áttu þeir mikinn hluta Norður-Afriku og áttu höfðingjarnir rómversku þar stórar bújarðir og höfðu íbúana í ánauð og ljetu þá þræla fyrir sig, en hirtusjálfirarðinn af atvinnu þessara innfæddu manna. Það var auðvelt að verða ríkur með þvi móti, enda rökuðu hinir rómversku liöfðingjar saman fje, en með hverjum eyrinum, sem þeir græddu óx grimd þeirra og harðneskjan við hina ánauðugu þjóna sina, sem þeir þó áttu auðæfi sin að þakka. Einn af þessum þrælum hjet Androkles. Húsbóndi hans var grimmur og liarðneskjufullur og Ándrokles vildi losna úr klóm hans og beið því tækifæris tiL þess að geta flúið og orðið frjáls maður, eða að minsta kosti geta komist i ánauð hjá veglyndari húsbónda. Svo var það, eina níðdimma nótt að hann flýði. Hann hafði ætlað sjer að komast á skip og úr landi en myrkrið var svo mikið, að hann vilt- isl upp í fjöll. Úrvinda af þreytu og hungri lagðist hann l'yrir í hellis- skúta, sem fyrir honum varð, og steinsofnaði innan stundar. Hann vaknaði við liræðilegt urr og öskur og varð heldur en ekki bylt við er hann sá stóreflis ljón leggjast í hellismunnanum fyrir framan sig. Munninn var svo þröngur, að það var ekki viðlit, að Androkles kæm- ist út, framhjá ljóninu. En það var eins og ljónið skeytti ekkert um hann. Það hafði rekist stór flis upp i aðra framlöppina á því, og nú sá Androkles, að það var í sifellu að reyna að draga flisina út. Androkles sá, að ljónið verkjaði mikið undan flisinni, og nú gleymdi liann, hve hræddur hann var við ljón. Hann stóð upp og gekk í áttina til þess, og það var eins og ljónið gæti lesið hugsanir hans, því að það rjetti veiku löppina á móti honum þegar hann kom. Og Androkles tókst að draga út flísina í einni svipan. Vinur i raun. Þegar ljónið hafði losnað við flis- ina og verkinn, sem af henni staf- aði, hljóp það út og kom að vörmu spori með kaninu, sem það Iagði hjá Androklesi. Þrællinn kveikti bál og steikli kaninuna, þangað til angaði af henni og át hana svo og saddi hungur sitt. Hafði hann aldrei bragð að betri mat. Þegar hann hafði satt hungur sitt fór ljónið með hann að vatnslind og þar drakk hann nægju sína af svaLandi og tæru vatni. Androkles og ljónið urðu brátt hinir bestu vinir. Þau bjuggu saman þarna i hellisskútanum og Androk- lesi hafði aldrei liðið betur á æfi sinni. Þannig liðu nokkur ár. En smám saman fór Androklesi að leið- ast að sjá aLdrei mann og heimþráin greip hann. Hann kvaddi Ijónið, vin sinn mjög innilega og hjelt af stað niður til hafs. En lukkan var honum enn launráð. Hann var handtekinn á leiðinni og eins og aðrir stroku fangar sendur til Rómaborgar til þess að þola dóm og hegningu. — Rómverjar beittu hörðustu refsingu við strokufanga. Þeir voru venjulega líflátnir og pyntaðir. Dómur Androklesar hljóðaði á þá leið, að varpa skyldi honum fyrir ó- Chaplin slær ekki slöku við. Ný- lega er siðasta mynd hans, „City Lights“ komin á- markaðinn, og er það fyrsta hljómmyndin, sem Chap- lin leikur í. Ennfremur hefir hann ráðgert að taka þessar níu myndir á næstunni: Hemle: sagan um Chaplin, sem verður svo góður Hamlet-leikari, að liann að síðustu inissir vitið og heldur endilega, að hann sje Hamlet sjálfur, en rankar loksins við sjer þegar stúlka sem hann þekkir hefir sett það í sig, að hún sje Ofelía. — Napoleon ætlar hann lika að búa til kvikmynd um og leika sjálfur aðal- hlutverkið. Varði Chaplin miklum tíma til þes að ransaka menjar eftir Napoleon, þegar hann var síðast i Frakklandi. — Dauði Chaplins heitir mynd, sem hann hefir verið að leggja drög að, síðan hjónabandið hans síð- ast fór út um þúfur. Kvikmyndin nær Androklesi. Allir áhorfendur- nir urðu forviða, er þeir sáu, að þeg- ar það kom að bráð sinni fór það að dingla rófunni og sleikja hönd Androklesar. Og nú þekti hann aftur vin sinn úr eyðimörkinni og tók báð- um höndum um háls ljóninu og há- grjet. Allir þeir sem viðstaddir voru i leikhúsinu komust við af þessari sjón, og keisarinn, esm var viðstadd- ur, kallaði Androkles fyrir sig og spurði hann spjörunum úr. Og sjálfur keisari Rómverja komst svo við er hann heyrði söguna, að hann leysti Androkles úr ánauðinni og undan hegningu. Androkles settist að í Rómaborg og átti þar heima eftir þetta, en ljónið fylgdi honuin ávalt, eins og tryggur rakki. endar með því, að Chaplin er dregin með hryllilegu móti, af keppinaut sinum í ástamálum. — Framhald af „City Lights“ og koma þar fram all- ar sömu persónurnar og í fyrri part- inum. — Charlie og næsta styrjöldin, skoplýsing á styrjöldum framtíðar- innar. — Stutt skemtimynd i einum þætti. Ennfremur þrjár almyndir, sem Chaplin leikur ekki í sjálfur en annast leikstjórnina. Nýlega fór skýstrokkur yfir Prag og varð úrkoman meiri, en þekkist þar í manna minnum. Kjallarar fyllt- ust af vatni á svipstundu og skemd- ist það sem í þeim var, og á einum staðnum druknuðu þrjár konur í kjall ara einum. ----x----- Reykjarfk. ■ : ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Stórfeld Wienar-nýung: Hárliðnnargrelðan Heimseinkaleyfi, verndað í öllum menningarlöndum. |ý Með almennri greiðu hárliðunargreiðunnar „VIENA“. Þessi greiða liðar og viðheldur lið- un hárs yðar, ef þjer aðeins notið hana daglega. Þjer fáið indæla hár- liðun þegar við fyrstu notkun. Á- byrgjumst góðan árangur og holl á- hrif. Höfum hundruð þakkarbrjefa frá ánægðum notendum, meðal ann- ars frægum kvikmyndaleikkonum. „Viena“-greiðan er ómissandi öllum konum og körlum, sem vilja láta hár- ið fara vel. Verð d. kr. 2.50 að við- bættu burðargjaldi, 2 stk. burðar- gjaldsfrítt. Send gegii póstkröfu.... Notkunarfyrirsögn fylgir. Wiener Kosmetisk Industri Skandinavisk Depot Köbmagergade 46 Köbenhavn K. Kinverski böðullinn Wang hjó með einu sverðshöggi hausinn af illræmd- asta bófanum í Kína, núna fyrir skömmu. Þessi bófi hjet Hsu-Tien- Jung og hafði yfir þúsund glæpi á samviskunni, morð, mannarán, þjófn- aði og fleira. Náðist hann loks í Ev- rópuhverfinu í Slianghaj ásamt tveim samverkamönnum sínum og voru þeir allir dæmdir til dauða. Böðullinn Wang gengur undir nafninu „Eitt liögg“ þvi að han stærir sig af því, að hafa aldrei þurft nema eitt högg til þes að afhöfða þá, sem hann hefir átt að lífláta. Hausarnir á bófunum voru settir á stjaka, almenningi til viðvörunar. Tæplega hafði dómsttóllinn i Diiss- eldorf kveðið upp dóminn yfir morð- ingjanum Peter Kurten, þegar farið var að tala um önnur morð, sem eru þess eðlis, að Líklegt er að sami mað urinn hafi framið þau öll. Hafa fjög- ur gamalmenni i Holstein verið myrt með axarhöggi, og verður ekki sjeð að morðinginn hafi gert sjer þetta til fjár. Lögreglan grunar verka mann, sem heitir Carl Genschow um glæpina, en hann er horfinn og hefir ekki náðst ennþá. ----x----- Elsta listasafn í lieimi er í Nora í Japan. Það var stofnað árið 756 og eru í þvi mörg sjaldgæf og óvenju fögur listaverk.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.