Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.08.1931, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Nýjasta affferðin er sú, að flugmenn elta hvali, sem skutullinn hefir ekki drepið, og murka úr þeim lífið með vjelbgssu sinni. hvalabáta fylgir eitt stórskip, oft um 20.000 smálestir að stærð, sem liefir áhöld til að innbyrða hvali í heilu líki og skera þá, bræða úr þeim lýsið og vinna úr alt annað, sem verðmæti er i. Hvalbátarnir fara á veiðar frá skipinu og koma þangað með veiðina,alvegeinsog þeir vitjuðu liafnar. Norðmenn liafa haft for- göngu í þessari veiðiaðferð og h.efir hún gefið ágætan arð mörg undan farin ár, og miljónafjelög risið upp til þess að hagnýta þessa aðferð. Norðmenn eru enn mesta hvalveiðaþjóð heimsins, Englendingar liafa lagt mikið f je íþessanorsku útgerð enda kaupa allra þjóða mest af hvalslýsi. 1 ár dró bátinn á eftir sjer á skutul- línunni. Þetta var hættuleg at- vinna og oft voru það veiðimenn- irnir sem ljetu lífið í þessari við- ureign en ekki hvalurinn. Stund- um kom það fyrir að hvalurinn varð fyrri til en skutulmaðurinn og mölvaði bátinn i spón með sporðinum, áður en skutullinn var kominn i hann. Það var Norðmaðurinn Sven Foyn, sem gerði þá uppgötvun, að hægt væri að nota litlar fall- byssur til þess að skjóta skutl- inum á hvali. Gerði hann sjer- staka fallbyssu og skutultegund til þessa, og eru áhöld Foyns not- uð enn í dag, lítið breytt. 1 oddi skutulsins kom hann fyrir sprengju sem sprakk í sama bili og skutuloddurinn kom við lival- inn. Þannig var hægt að komast hjá hinni hættulegu skutlun. Nú var hvalurinn skotinn á miklu lengra færi af þilfari hvalbát- anna sjálfra og öllu var borgið ef góð og hittin hvalaskytta var innanborðs. Sprengjan drepur hvalinn fljótt, svo að hinn langi ellingarleikur sparast. En verki sprengjan ekki þá tekur hvalur- inn vitanlega á rás, en það er annað að draga á eftir sjer heil- an gufubát. Hvalurinn mæðist fljótt og lætur yfirbugast. Um aldamótin síðustu liöfðu Normenn hvalveiðastöðvar hér á landi, bæði á austurlandi og vest- fjörðum. Var þá hvalurinn far- inn að ganga til þurðar í Noregi og það svo mjög, að árið 1910 var hann friðaður með lögum Hvalveiðamaður við fallbyssu sína. Hjer sjest á afturstefnið á einu af hinum nýju lwal- suðuskipum Norðmanna. Lokið fyrir dráttarbraut- inni, sem hvalurinn er innbyrtur á, er uppi og skipið tilbúið til að draga inn hvdlinn. Skip þetta getur geymt í einu 15.000 smálestir af lýsi. þar við land. Á sama hátt fór lijer að bannað var með lögum að kafa hjer hvalveiðastöðvar og lögðust þær þá niður. Norð- menn vildu ekki missa hvalinn frá ströndunum vegna þess, að þeir höfðu komist að raun um, að hann rak síldina upp að landi Á fyrri öldum hafði hvalurinn verið skorinn við skipsldið, en meðan veiðarnar voru stundaðar lijer um aldamótin drógu hvala- bátarnir veiði sína til stöðvanna i landi, og voru þar tæki til að draga þá á land, gera að þeim og hræða lýsið. Þegar fór að draga úr livala- veiðum í norðanverðu Atlants- hafi fóru hvalveiðamenn suður á bóginn, fyrst til Suður-Afríku og Suður-Ameríku. En livalveiða menn voru óviðast vellcomnir gestir þegar frá leið, og þvi fóru þeir að gera sig óháða öllum landstöðvum en gera út leið- angra, sem eru því vaxnir að haf ast við i rúmsjó mánuðum saman án þess að þurfa að hafa sam- band við land. Er þessu þannig fyrir komið, að ákveðinni tölu liefir lýsið stórfallið í verði, og er þvi útgerðin minni nú, en ver- ið hefir undanfarin ár. Hvalveiðamenn hafa einnig tekið flugvjelarnar í þjónustu sína til þess að leita hvalinn uppi Og nú er byrjað að nota nýjan rafskutul, sem er enn betra veiði áhald en skutull Sven Foyn. Framfarirniar og endurbætur- nar eru á hverju strái, en hitt er vafamál, livort hvalurinn stenst þennan hernað, eða hvort hon- um fækkar svo, að innan skams verði liann friðaður með alþjóð- lögum. Ef svo færi mundu sápu- gerðarmennirnir og smjörlíkis- gerðirnar missa mikils. 1 ár eru liðin 150 ár síðan fyrst var farið að búa til gosdrykki. Sá sem byrjaði á því, var þýskur Iækn- ir í Dresden, Fredrik Struve að nafni. ----x---- f Búdapest hefir borgarstjórinn bannað kvenfólki, sem hefir atvinnu á bæjarskrifstofunum, að farða sig. Hefir það vakið mikla gremju meðal kvenfólksins. ----x---- í Paris hefir verið sett upp „tal- andi úr“. í stað þess að slá, hrópar úrið hvað klukkan er. Er það gert á þann hátt að úrið er sett í samband við grammófóngjallarhorn. í fjelaginu „Burt með tóbakið“ í London var um daginn fundur. Éinn fundarmanna hjelt þar ræðu og sagði frá því að hann hafði verið í heimsókn hjá hundrað ára gam- alii kerlingu — sem reykti hverja sigarettuna á fætur anari! Fólkið fór að ókyrrast í salnum við frásögn mannsins og ekki hætti það úr, er hann sagði frá þvi að kerlingin hefði reykt tóbak frá þvi að hún var tvítug. í fundarlok var samþykt til- laga um að banna fjelagsmönnum að segja slíkar sögur af tóbaksnautn armönnum og konum framvegis. -----------------x---- Stórt erfðamál. Riddaraliðsforingi úr rússnesltu lifvarðarsveitinni fornu, hefir ný- lega stefnt eftirtektarverðu máli til rjettarins i Nissa. Að það kemur þar fram stafar af því, að þeir eru báðir rússneskir Iandflóttamenn, stefnand- inn, sem heitir Nikolas Stroganoff og Volkonsky greifi, sá sem stefnt er og að málið snýst um eignir utan Rússlands. Stroganoff var, fyrir rússnesku byltinguna talinn einn af ríkustu mönnum Rússlands. Hann átti hall- ii' í Pjetursborg, sem þá var kölluð svo, og í Moskva og í þessar hallir höfðu safnast fjórsjóðir ýmsra lista- verka, sem kunn eru orðin um víða veröld. Þar voru málverk eftir Tiz- ian, Botticelli, Franz Hals, Rubens og fleiri. Hermannaráð eitt tók Stroganaff- höllina í Moskva og lagði undir sig, slcömmu eftir byltinguna, með öllu því sem þar var. Seinna var hún gerð að bústað og skrifstofu Lunats- jarski ráðstjóra. Stroganoff greifi er fyrir löngu orðinn afhuga því, að ná aftur eign- um sínum í Rússlandi. En utan Rúss lands átti hann líka miklar eignir, eða ætt hans. Til dæmis átti hann stóreignir i Noregi og í Rómaborg átti liann höll milka, sem gerð var i líkum stíl og höll hans í Moskva, og var þar mikið safn af frægum listaverkum. Þessa höll og eignir aðrar utan Rússlands, hefir nú Vol- onsky greifi slegið eign sinni á. Þyk- ist hann hafa eignarrjett til þeirra. En það sem Stroganoff greifi styð- ur málkröfu sína við, viðvikjandi þessum eignum i Vestur-Evrópu, er gömul samþykt, sem gerð var fyrir 200 árum, og gengur út á það, að elsti erfingi karlkyns þeirrar ættar sem þá átti eignirnar, skuli jafnan vera aðal erfingi. Þetta skjal, er und- irritað til samþyktar af þáverandi páfa og Franz fyrsta, keisara. Stroganoff greifi hefir beiðst álits allra helstu Rússa, þeirra er lifa í útlegð í Vestur-Evrópu og héfir feng- ið stuðning þeirra til málsins, þar á meðal Cyrills stórfursta, sem þykist vera ríkisarfi rússneslca keisara-i dæmisins og er einskonar trúnaðar- maður hinna fornu keisaravina í flóttamannanýlendunni i París, en þar er samankomið fólk, sem flýði land, þegar Sovjetstjórnin komst að völdum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.