Fálkinn - 17.10.1931, Side 3
F Á L K I N N
3
Leikfjelag Reykjavíkur: ímyndunarveikin.
ari sýning tekur langt fram
þeirri fyrri. Friðfinnur Guð-
jónsson leikur Argan hinn í-
myndunarveika betur nú en
hann gerði seinast, Arndísi
Björnsdóttur tekst lofsamlega
að hera næst-vandasamasta
hlutverkið uppi og heildará-
lirifin leiksins voru góð og
sýndu gagnrýni leiðbeinandans
í fullum mæli. Leikurinn gekk
mátulega hratt og fjörlega og
aukapersónurnar stóðu vel í
stöðu sinni, liver upp á sína
vísu. Sú þeirra, sem álioi’fand-
anum verður hugstæðust er vit-
anlega hiðilinn Kamferius jr.
sem Indriði Waage leikur. Að
vísu hefir hann valið sjer full
djarft gerfi ein frámunaleg
„fígúra“ er liann, þessi ungi
læknavísindamaður — en leik-
ur Waage svarar vel til þess.
Var sýningunni tekið með á-
gætum og leikendur framkall-
aðir hvað eftir annað, jafnvel
í miðjum setningum.
Á undan leikmun er hoðið
U])p á nýnæmi á íslensku leik-
sviði: hallet (væri rjettast að
þýða það damleik á islensku,
freinur en leikdans, og útrýma
liinni fornu merkingu orðsins
ins „dansleikur“, sem notað hef
Skraddaraþankar.
Gréindur maður hefir sagt, að
einstaklingurinn hafi sjaldan á
röngu að slanda en þjóðfjelagið alt-
af. Og baráttan milli þjóðfjelagsins
og „einstaklingsins“ verður líklega
eilíf, þó að framan úr forneskju hafi
verið reynt að semja frið, bæði með
ofbeldi og vinarhótum. Sá maður,
sem i hjartans einfeldni óskar að
vinna þjóðfjelaginu, þ. e. „hinum“,
gagn á undan sjálfum sjer, hefir ekki
komið fram á sjónarsviðið enn. Til
þess að hægl væri að gera tilraun-
ina, yrði nefnilega sá, sem hana
gerir að vera umkomulaus og á
flæðiskeri. Annars hefir hann eða
hans fólk unnið honum gagn áður
en hann vann þjóðfjelaginu gagn.
En vilji og tilgangur þjóðfjelags-
ins er í raun og veru ekki annað en
vilji og tilgangur meiri hlutans. Það
er þjóðfjelagið sem setur lögin og
þegar þjófarnir komast i meiri hluta
verður það leyft með lögum að stela.
Hvernig stendur þá á þvi, að meiri
hlutinn eða þjóðfjelagið liefir á-
valt rangl fyrir sjer? Það er vegna
þess, að skoðun eða vilji kemst al-
drei lil valda lyr en hann hefir not-
að svo langan tíma til að vinna völd-
in, að hann er orðinn úreltur og
gamall þegar hann loks er kominn
á valdatindinn — hann er orðinn
liðið tík í hinni eiíifu þróun, sem
aldrei stöðvast. Nýja skoðunin liefst
ávalt hjá einstaklingnum og er í
fyrstu svo róttæk, sem hægt er að
hugsa sjer hana. Svo vex hún, vinn-
ur sjer fylgismenn og loks hefir hún
lagt undir sig meiri hlutann og er
orðin ráðandi i þjóðfjelaginu. En í
meðförunum er hún orðin miklu
hógværari og hæggengari en þegar
hún fæddist. Og meðan þessu fer
fram í austri hefir ný stefna skotið
upp höfðinu í vestri og er farin að
fylkja liði.
Þannig verður þjóðfjelagið jafn-
an i samræmi við skoðun hinna
mörgu; en jafnframt hefir það það
hlutverk að liafa á röngu að standa.
Og þessvegna er það, að deilan milli
þjóðfjelagsins og einstaklingsins
verður aldrei á enda kljáð, svo lengi
sem líf er á jörðunni. Því að það er
þessi deila sem knýr fram þróunina
— einn af leyndardómum þróunar-
innar er einmitt þessi, að einstakl-
ingurinn hefir næstum því aldrei
rangl fyrir sjer og að þjóðfjelagið
— meiri lilutinn hefir altaf rangt
fyrir sjer, eins og Henrik Ibsen hjelt
fram forðum. Ef deilunni lýkur þá
lýkur jafnframt þroskanum í þjóð-
lífi og mannlífi.
ir verið um „ball“, því að hal-
lettinn á skilyrðislaust frum-
burðarrjett að nafninu dans-
leikur). Var það ungfrú Rigmor
Hanson, sem stjórnaði þessari
sýningu, hefir samið dansleik-
inn og dansaði sjálf aðallilut-
verkið. Heitir dansleikurinn
„Draumur greifafrúarinnar“ og
er hyggður á forsendum frá
rússneska dansmeistaranum
Fokin.
Myndirnar sýna: I fremsta
dálki Friðf. Guðjónsson, sem
liinn ímyndunarveika, Toinette
(Arndís Björnsdóttir) og frú
Argan (Emilía Borg). Næst
koma elskendurnir i leiknum
Sigrún Magnúsdóttir og Við-
ar Pjetursson, sem hæði komust
sómasamlega frá sínum leiðin-
legu hlutverkum, sem Moliere
þóttist verða að hafa, til þess að
lijúkra elskandi sálum i áhorf-
endahópi sínum). Þá kemur
mynd efst t. h. úr samleik Arg-
ans og yngri dóttur hans, sem
lítil stúlka, dóttir Har. Björns-
sonar, leikur snildarlega. Og
loks mynd af ungfrú Rigmor
Hanson, sem greifafrúnni í
dansleiknum „Draumur greifa-
frúarinnar“.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aöalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð„• 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Fyrsta leiksýning ( Leikfje-
lagsins á þessum vetri er
„Imyndunarveikin“. Hún hefir
komið hjer á leiksviðið hvað
eftir annað, og svo virðist, sem
liún verði vinsælli i hvert skifti.
Sá sem þetta ritar hefir aðeins
sjeð tvö af tímahilum leiksins
á islenzku sviði: ])etta siðasta
og það næstsíðasla. Og' um það
verður ekki deilt, að þessi síð-