Fálkinn - 05.12.1931, Page 14
14
F Á L K I N N
Sokkarnir yðar
þvegnir úr Lux
þola betur og eru
ávalt sem nýjir.
SOKKARNIR eru viðkvœmar flíkur, af öllum
tisku klæðnaði þurfa þeir því besta meðferð.
Sje varúðar gætt i þvotti, eykur það endingu
þeirra. Lux notkun iieldur þeim sterkum og
sem nýjum löngu eftir að önnur sápuefni
mundu hafa slitið þeim til agna, því Lux-löðr-
ið er hreint eins og nýjasta regnvatn. — 011
óhrenindi hverfa af liverjum silkiþræði fyrir
hinu mjúka Lux-löðri. — Þeir halda hinum
upprunalega gljáa. — Lux gerir sokkana yð-
ar aftur sem nýja, og eykur endingu þeirra.
Hafið því Lux ávalt handbært.
LUX
W-UX
Litlir pakkar 0.30
Stórir pakkar 0.60
LEVER BROTHERS LlMITED,
PORT SUNLIGHT.BNCLAND.
Það sem þolir vatn
þolir Lux.
VIV I2I-IO
LÉVER BR07HFRS UMITED. PORI SIINllGHT. ENGlANft
* Allt meö íslenskiiiii skipuni! *
sem líður reyfarahugmyndum yðar og fjar-
stæðilegum vonum. Kvenfólkið tekur að sér
að fá yður á aðra skoðun. Þjer hittið eitt
kvöld drotningu drauma yðar, og þjer
hugsið, að þetta sje sú ást, sem vara muni
um alla eilífð. Fljótt komist þjer að raun
um, að sú eilífð varir sex daga, sex vikur,
í mesta lagi ár, og svo: tjaldið fellur! Leik-
urinn er á enda. Einu sinni enn sannið
þjer það, að la donna é mobile*) og þeir
sem taka ástina í alvöru eru annaðhvort
sjónleysingjar eða skýjaglópar.
Roberts hætti. Hann fann, að hann hafði
talað af meiri ákefð en hans var venja.
Hann kveikti i pípunni sinni með kolþvita
sínum, og þar sem Nicholson svaraði engu
hjelt hann áfram afsakandi:
----Raunar er þetta, sem jeg segi, ekki
nema ein skoðun af mörgum. Og jeg ætla
ekki að reyna að sannfæra yður.
— Yður mun heldur ekki takast það,
höfuðsmaður.
----- Mig grunar það og. Ef skoðanir okkar
í ástarmálum væru ekki okkar friðhelgasta
eign, nú til hvers væri þá eiginlega okkar
óháða einstaklingseðli? I siðmenningar-
löndunum klæðast menn samskonar fötum,
sniðnum eftir órjúfanlegum reglum, menn
hlita sömu lögum og þjóðskipulagi, jafnvel
hugsanir manna eru mótaðar af sömu erfða-
kenningum, menn borða sama mat og leika
sömu leiki, menn apa hver eftir öðrum með
hlægilegri nákvæmni. Ef við hefðum nú
ekki einu sinni rjett til að elska liver á
sína vísu, værum við ekkert annað en vjel-
brúður í hinum mikla basar mannkynsins.
Nicholson undirforingi stóð upp.
— Þjer hafið rjett að mæla, höfuðsmað-
ur. Þessvegna er árangurslaust að deila um
þetta mál. Látið mig um glópsku mina og
terið sjálfur einn af þeim hyggnu.
Nicholson. Yður liefir þó ekki mislik-
að? Jeg hefði óskað, að fyrsta verulega sam-
lalið milli okkar yrði ekki rangskilið af
yður, og ... .
Nei, nei. Þegar öllu er á botninn hvolft
er hjer ekki um skoðanaágreining að ræða.
En það eru ellefu ár á milli okkar. Það
nægir .... Með leyfi? Jeg ætla npp á her-
hergi mitt að skrifa brjef.
— Gerið svo vel.
Nicholson undirforingi fór út. Roberls
tæmdi bolla sinn, sló pípunni við ofninn,
fór líka til herbergis síns og skaut slag-
brandi fyrir dyrnar.
Hann var orðinn rólegur eftir þessar ó-
venjulegu kappræður. Hann furðaði sig
meira að segja á því, að hafa talað í þessum
tón. Ilvað varðaði liann svo sem um það,
hvort þessi ungi fjelagi hans tæki ástina
hátíðlega? Hversvegna las hann þetta yfir
honum? Hversvegna greip hann þessi böl-
sýni? Af því að hann hugðist hafa vissu
íyrir því, að Alba hefði tekið annan elsk-
liuga í hans stað? Og ef enginn fótur væri
nú fvrir því? Ef til vill lifði hún kyrlátu
lífi með manni sínum, án þess að hyggja á
frekari æfintýri, með þá einu ósk að gleyma
ástinni, sem fjarlægðin hafði gert ómögu-
lega. Hann hafði verið of fljótur á sjer i
örvæntingu sinni að gera henni upp óstöð-
uglyndi, sem ekkert rjettlætti. Eða hvaða
sannanir hafði liann? Engar.
Hann fjekk alt i einu samvisku af að
hafa verið ósanngjarn gagnvart henni. Lykl-
arnir hjengu í borðskúffunni. Hann tók þá
og opnaði handtöskuna. Hann tók upp
myndina, sem hafði legið þar nokkra daga,
og virti liana enn fyrir sjer. Hið þögula til-
lit stóru, svörtu, flosmjúku augnanna virt-
ist ásaka liann fyrir hans vondu hugsanir.
Og hann sá eftir öllu saman. Hann mintist
þess, sem liann hafði sagt við Nicholson.
Það hefði hann nú gjarnan viljað taka aft-
ur. Þá kysti hann myndina og lmgsaði:
„Kæra, hafi jeg móðgað þig, þá fyrirgefðu
mjer, — vegna þess að jeg elska þig“.
VII.
J>essa nótt grúfði dauðakyrð vl'ir daln-
um. Hvirfilhylurinn í vikunni á undan
hafði sópað alt hjeraðið frá Malisud til
Þeshawar, alla leið til Indusbakka og hafði
gefið frá sjer seinustu andvörpin í gegn
um járngrindur hrúarinnar við Attok. Loks
var nú komið logn aftur. Loft og jörð höfðu
gert með sjer vopnahlje til bráðabirgða.
Til allrar ólukku leit ekki út fyrir að
mennirnir myndu fara að þessu dæmi.
Tahsildar’num höfðu horist tíðindi með
tveim njósnurum, sem greiddar voru 50
rúpíur á mánuði fyrir að lmýsast eftir við-
ræðuin mulla’anna*) í nágrenninu. Menn
voru farnir að ákæra á laun ensk-indversku
stjórnarvöldin fyrir að styðja kröfur nýs
konungsefnis, sem kallaði lil ríkis í Kabúl.
Hverjar yrðu afleiðingarnar? Enginn gat
sjeð það fyrir. En það var undir öllum
kringumstæðum hyggilegra að treysta ekki
um of á liinn ótrygga frið.
Roberts hafði beðið Nicholson að vaka
til dagmála og híða þriðja njósnarans, sem
sem sendur hafði verið í leynilegum erind-
um. Það var úlfaldareki frá Kandaliar, sem
bera mátti fult trausl til, enda hafði rás
viðburðanna nær nær því ávalt staðfest
upplýsingar hans.
Eftir margra stunda andvöku sofnaði
Roberts loksins í litla járnrúminu sínu. Kl.
um eitt var hann vakinn af tahsildar’num,
sem gekk hljóðlaust inn í herbergið hans.
— Höfuðsmaður .... Jeg verð að láta
yður vita að jeg var nú að heyra tvö byssu-
skot mjög langt i burtu í suðaustri. En nú
er það einmitt þar um slóðir sem sendillinn
-) ít. '= koaa er kvikul (úr Rigoletto).
■) Múhameðsprestar hjá Afgönmn.