Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.01.1932, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Hænsnabúið í Grindavík 30 : . ‘ VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Sravar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgado 14. BlaðiS kemur út hvern iaugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. .1 uglýsingaverð: 20 anra millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. „Keisaradannið, það er friðurinn“. Lúðvík Napoleon. Meðan Lúðvík Napoleon, sem sið- ar varð keisari Frakka, var forseti ríkisins, ferðaðist hann viðsvegar um landið og var aðal tilgangur ferðarinnar sá, að afla sjer trausts hjá verslunarstjettinni til þess að efla frið og farsæld landsbúa. í ræðu, sem hann hjelt i verslunarráðinu í Bordaux, 9. október 1852, í veislu sem það hjelt honum, sagði hann þar meðal annars þessi orð: „Til þess að efla farsæld þjóðar- innar þarf ekki á neinu nýju kerfi að halda — heldur fyrst og fremst: Trausti á nútímanum, öryggi um framtíðina.. .. Sumir tortryggnir menn segja: Keisaradæinið cr stríð- ið. Jeg segi: keisáradæmið er friður- inn“. Hann á þarna við keisaradæmið, sem liann er orðinn vongóður um að koma á fót og við yfirburði þessa stjúrnskipulags; en eigi að síður varð honuni þarna, að segja setn- ingu, sem fjekk alment gildi og sem lifði kynslóðir. Þvi að setningin getur líka skilist þannig, að keisara- dæmið standi og falli með friðnum, eigi siður en að friðurinn standi og falli með því. Friðurinn er og verð- ur farsælasta aflið i tilveru hverrar þjóðar, hvort hún hefir keisarastjórn eða aðra. Til þess að byggja upp aftur það, sem l'allið hefir í rúst við ófrið, þarf jafnan margra ára frið. Þó að þrettán ár sjeu liðin frá lok- um styrjaldarinnar miklu, er enn líl- ið farið að byggjast upp af þvi, sem hún lágði í rúst. Menn hafa að visu bygt upp aflur hús og mannvirki, sem skotin voru i rúst, en samt er ennþá óbygt það sem mikilsverðast er. Traustið milli þjóðanna, sem öll viðskifti byggjast á, er ekki feng- ið enn og allur heimurinn stynur undan farginu, sem þessi rúst liefir lagt á heiminn. í viðskiftum manua á mílli verð- ur þetta sama uppi á teningnum. Þaö er segin saga, að þeir sem ávalt geta jáfnað deilumál sin án þess að gripa til vopnanna, hvort heldur það cru byssur og sverð, hnefarnir, skammir eða verkföll og verkbönn, verða betur úti en hinir. Þvi að all- ur ófriður er niðurrif, sem eyðilegg- ur bæði andleg og efnisleg verðmæti, sýkir og lamar. Á þessum timum eru ófriðarvitin ljósari en nokkurntíma fyr. Og til þess eru vítin að varast þau. Vaxandi trú á land vort og mátt íslensku þjóðarinnar lýsir sjer ekki hvað síst í ýmsum verklegum framkvæmdum ís- lendinga á síðari árum. Einn af ötulustu fram- kvæmdamönnum meðal yngri manna hjer á landi, Einar Ein- arsson í Krosshúsum í Grinda- vík (sonur Einars kaupmanns i Garðhúsum) hefir nú ráðist i að setja á stofn hænsnabú, sem er stærra og myndarlegra en áður eru dæmi til á íslandi. Hænsnahúið i Grindavík er rúmlega hálfs þriðja árs gam- alt, og eru þar nú um 1000 hæn- ur. 11. maí 1929 voru fyrstu ungarnir teknir út úr 266 eggja Grand Danois útungunarvjel, og var það fyrsta útungunarvjel húsins. Hænsnabúið er í 70 m. langri og 614 m. breiðri hygg- ingu með geysistórum gluggum. Stofnkostnaður búsins var 20 þús. krónur. Til þess að sjá um þetta hænsnabú varð Einar Einarsson að fá sjer útlending, er lciinni starf sitl til hlítar. Fyrir valinu varð danskur maður, Einar 'lönsherg að nafni. Hann byrj- aði að vinna sem aðstoðarpihur á dönsku hænsnabúi, er liann var 10 ára gamall. Síðar gekk liann í skóla og laulc gagn- fræðaprófi 16 ára gamall. Næstu 5 ár vann Tönsberg síðan á vetrum við eitt af stærstu hænsnabúum í Dan- mörku, en ferðaðist á sumrin, meðal annars til Svíþjóðar og Þýzkalands til þess að skoða þar hænsnabú og kynna sjer hænsnarækt aí eigin sjón og reynd. í því skyni var hann einnig á sjerstökum námsskeið- um. í nóvember 1960 kom bann til íslands og var þá ráðinn um- sjónarmaður hænsnabúsins í Grindavík. Hefir hann gegnt því starfi prýðilega, en nú eru störf búsins að verða meiri en svo, að hann fái unnið þau hjálparlaust. A hænsnabúinu í Grindavik hefir varpið aukist mjög upp á síðkastið, vegna þess að hæn- urnar eru undir visindalegu eft- irliti. Víðast livar hjer á landi verpa hænur að eins frá febrú- arbvrjun til septcmberloka, en hjá Einari í Krosshúsum verpa þær 10 11 mánuði á ári. Þann mánaðartíma, sem hænurnar verpa ekki, fella þær fiður, og er því hagað svo með sjerstök- um aðferðum, að þær gera það í júnímánuði, bæði vegna þess. að þá eru egg ódýrust og því minst markaðsspjöll. En einnig mega hænsnin best við því að vera fiðurlítil í júní vegna veðr- áttunnar. í Danmörku og Canada þykir það vfirleitt góð eggjatekja á hænsnabúum að fá daglega i október-, nóvember-, desember- og janúarmánuði það mörg egg, að samsvari 20% af fjölda hænsnanna. Það er því eftir- tektarvert, að á liænsnabúinu i Grindavík er eggjatekjan miklu hærri. Núna er hún 45% á dag af fjölda hænsnanna, ef með eru taldir liænungar, sem ekki hafa enn náð fullum þroska. Sje hins vegar að eins miðað við hænur, sem náð hafa fullum aldri, verður útkoman 65%. Það fvrsta, sem vekur athygli, þegar maður skoðar hænsna- búið í Grindavík, er það að hænurnar eru allar diáfhvítar og- prýðilega aldar og hirtar. Þær eru atlar af hreinræktuðu ítölsku kvni, og keypti Einar Einarsson upphaflega hænsna- slofn af besta hænsnabúi í Dan- mörku. Til þess að hænsnin úr- kynjist ekki, er jafnan slátrað í júnimánuði öllum þeim hæn- um, sem ekki hafa verpt svo miklu, að svari kostnaði. Aftur á móti eru þær hænur, sem verpt hafa 200 eggjum eða meiru, teknar frá og aldar sjer- staklega til þess að láta þær verpa útungunareggjum. Han- ar til undaneldis eru ekki tekn- ir úr eggjum annara liæna e.n þeirra, sem verpt hafa í minsta lagi 230 eggjum á ári. En auk þess eru annaðhvort ár keypt útungunaregg frá fyrirmyndar- hænsnabúum erlendis, til þess að hænsnin verði ekki of skyld og liraustur kynstofn tialdist. Hænsnin eru fóðruð eítir nýj- ustu aðferð og er kapplcostað, að þau fái eins mikið fóður og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.