Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1932, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.01.1932, Blaðsíða 6
P A L K I N N 0 Þessi brú er á fljótinu Sehou-Chu i Mongólíu. Brúarstöplarnir eru k'láfar, fýltir meö grjóti en gólfiö hvílir ú strengjum, undfium saman úr kaðli. fíkki hefir hugmynd um þessa deilu, í landi sem Kinverjar < iga en nágrannarnir eru ekki eunþá farnir að ágirnast vegna þess að það hefir svo fá gæði að hjóða. Og þó halda vísinda- mennirnir þvi fram, að einmitt þar muni hafa staðið vagga mannkynsins. Þá hefir landið verið hlómlegt land og' sjór þar sem nú er Gobi-eyðimörkin og loftslagið þar af leiðandi ekki eiris þurt og nú er. Þvi að þurk- urinn er það, sem einna mest stendur Mongólíu fyrir þrifum. En sakir hinna afskektu legu liefir Vestur-Mongólia lítið .haft að segja af hinu mikla böli, sem dunið hefir á Kínverjum nær látlaust síðastliðin tuttugu ár; ófriði og hungursneyð á víxl, að ógleymdum hörmungunum, sem vatnsflóðin hafa orsakað. íbúar Vestur-Mongólíu hafa ekkert haft af ófriðnum að segja, og' hungursneyðin er ekki meiri nú, én fólk á við að venjast. Samgöngulaus þjóð á altaf hungursneyð á hættu og er við henni búin eins og hverju öðru böli. En það er nú segin saga, að náttúruöflin leika mennina aldrei eins grátt þegar þau eru ein að verki, eins og þegar m'ennirjiir sjálfir ganga í lið með þeim. Þarna i þessum afkima ver- aldar býr nægjusöm og friðlát þjóð, með alt annari menningu en menn þekkja frá Kína. Hvít- ir menn sem þangað koma heill ast af lienni og hera henni vel söguna. Mennirig hennar svipar talsvert til menningar Tíbethúa og trúarbrögðin . eru lík. ()g þjóðin er algjörlega ósnortin af þéim hermenskuhuga, sem gagntekur þær gulu þjóðir, sem kynst hafa menningunni vest- rænu. Vestur-Mongólar eru á- kaflega nægjusöm þjóð og ein- kennilega barnalegir og trú- gjarnir og vitanlega ríkja alls- konar hindurvitni meðal þeirra. Gin- og klaufaveikin er land- plága hjá þeim og reyna þeir að útrýma henrii með særingum og alls konar fáránlegum at- höfnum. Þegar pest þessi kemst í algleyming er öllum stúlkum í nágrenninu safnað saman; ldæðast þær í bestu fötin sin og stíga allskonar villimannadansa til þess að reka burt liina ó- hreinu anda, sem valda veik- inni. Oftast nær er þetta dregið þangað til veikin er komin á hæsta stig og fer að draga úr henni af sjálfu sjer. En vitan- lega er hreytingin þökkuð sær- ingunum og dansinum. Landbúnaður þessara þjóð- flokka, sem lifa þarna hver út af fvrir sig, hver í sínum dal eða milli fljóta, sem ekki verð- ur komist yfir, með þeim Lækj- um sem þeir hafa, er einkar ó- fullkominn. Er hann á líku stigi nú og húskajmr þjóðanna i Litlu-Asíu var á Krists dögum. 1'yi‘ir nokkrum mannsöldrum höfðu kaþólskir Irúhoðar með sjer kartöflur þurna austur og settu niður, og hafa þær þrifist ágætlega síðan og þykja besta Ijúsilag. Ennfremur er ræktað- ur maís óg sumstaðar tóhak. Híbýlin eru hæði litil og ljól. Gler þekkja þessir inenn ekki, en nota í stað þess líknarhelg eða þunnan gagnsæjan ]>appír, sem þeir gera sjálfir. En náttúrufegurðinni þarna er við hrugðið. Þeir fáu hvítu menn, sem leggja á sig það erf- iði að heimsækja þessa al'- skektu þjóðflokka, ljúka upp einum munni um það, að feg- Gamlar goðamyndir í musterinu Tali-fu, i norðvestanverðu Jiinnan- hjeraði. urra land hafi þeir sjaldan eða aldrei sjeð. Og ef nokkurt land í heimi er laust við ófrið og kreppu þá eru það íhúar Vest- ur-Mongólíu, enda þótt þetta sje svo að segja á næstu grös- um, alt í kringum þá. Á vand- ræðatímunum er þeim vörn að samgönguleý,sinu. "I hálfhrundu klaustri í nánd við Trapezunt hefir grískur niunkur fundið fjölmarga kirkjulega minja- gripi, sem þar hafa verifi grafnir af grískum munkum á fyrstu öld eft- ir Krist. Meðal þessara dýrgripa er Maríumynd, serii munkarnir full- yrða, að sje eftir gifSspjallarhánn- inn I.iikas. —•—x------ Drengur nokkur úr þorpinu Po- eni við Jassy hafði strokiS fyrir sjö árum og alið inanninn meðal ræn- ingj'a, Um daginn sneri liann heim leiðis sem ræningjaforingi. í fyrsta húsinu sem hann kom í inælti hann roskinni konu. I'að var diml og hann sló hana þegar með byssu- skel'tinu. llún fjell niður dauð. Síð- an kveiklu rreningjarnir í. Sá þá morðinginn, að það var móðir lians, sem tá örend fyrir fótum hans. Varð honum svo mikið um, að hann gerði tilraun lil að drepa sig. En hann var tekinn höndum áður og gaf hann sig lqgregtunni á vald mótspyrnuláust. -----x---- Piðtuteikarinn l'ritz Kreisler afl- urkallaði konsert, sem allir að- gönguniiðar höfðu verið seldir að. Ástæðan var sú, að hann l'jekk fregn- ir um, að rottuhundurinn hans, Rex, hefði orðið alvarlega veikur. Kreisl- er var staddur i Montreat, en hund- urinn i New York. Ferðaðist Kreisl- er því þegar í stað þangað, en hund- urinn gal' upp andann, áður en hús- hóndi hans kom. Kreisler lýsti ]iv: yfir gagntekinn af sorg, að tiann gæti ekkert spilað fyrst um sinn. Rorgari nokkur í Bandaríkjunum, sem áður hafði getið 8 bö.rn vií konu sinni, eignaðist þríbura meí henni l’yrir skemstu. Konan var 42 ára. Vakti það þvi umtal og efa- semdir meðal læknanna, að svo roskinn kvenmaður skyldi geta ált þríbura. Manninum þótti þetta ekk- erl óeðlilegl. Hann var konu sinni mjög þakklátur fyrir öll þessi efni- legu börn. En það kom dálítið annað htjóð í strokkinn, þegar hann fjekk að vita, að liann var ekki fa'ðir neins barnanna. Konan gerði þá játningu, þegar læknárnir l'óru að spyrjast l’yrir um harnaeignir hennar, að hún hafði lekið öll þessi börn af barna- heimili þar i grendinni. Það komust samt brátl á sáttir með lijónunum. Konan varð að skila þríburunum, en hinum f'jekk lnin að hatdá. I’il Assisi er fyrstu l’erð páfaris lieitið, nú þegar hann hefir verið lá'tinn laus úr Vatikaininu. Meðan hann dvelst ]>ár, ætlar hann að búa i hinu gamla Fransmunkaklaustri. Þar er nú verið að útbúa nýtískn iliúð handa honum. Hann ættar að syngja inessu framan við altari, sem reist er á gröf lieitags Fransisc- usar í kapellu þar, sem geymdir eru fjötmargir heilagir dómar og aðrir merkilegir kirkjugripir. Fyrir skömmu voru bræður, ann- ar 8 ára, en hinn 11 ára fluttir á geðveikrahæli í Wien. Eldri dreng- urinn hjet Erwin Rak en sá yngri Franz. Sá síðarnefndi hafði um morguninn sýnt móður sinni bana- tilræði. Hann hafði ráðisl á hana i rúminu og stungið hana með hnífi i hálsinn, en henni lókst að bjarga sjer og sárin reyndust ekki hættu- leg. Litli snáðinn gekst þegar í stað við, að hann hefði ætlað að myrða mömmu sína. Þeir höfðu ráðgast mn það báðir bræðurnir. Þeir þótl- ust eiga við harðstjórn að búa og vildu verða frjálsir menn. Þeir ætl- uðu að lil'a á betli og þjófnaði, þeg- ar mamma þeirra væri dauð. -----x---- P'yrir nokkrii síðan málaði ung- verskur málari mynd af Henry Ford. Ford var á leið til Iivrópu er hann sat fyrir. Er myndin var fultmál- uð sýndi málarinn Ford og konu hans tistaverkið. En l'rú Ford, sem leil mann sinn öðrum, auguin en málarinn, gerði sjer titið fyrir og krafsaði í myndina og eyðilágði hana. Málarinn brást reiður við og krafðist skaðabóta. Hann virti verk sitt á 2 þúsund puiula. En mála- færslumaður Fórds vildi aðeins, að hoinim yrði greitt fyrir efnið. Var málið svo lagt fyrir enskan dómara. Hann dæmdi kröfu málarans rjett- mæta. angar stúlkur dansa töfradans til jiess að hrekja hurt gin- og klaufa- veikina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.