Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1932, Blaðsíða 14

Fálkinn - 09.01.1932, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N AUÐÆFI Á Eins og kunnugt er HAFSBOTNI. hepnaðist köfurun- -------—^--- um á ítalska björg- unarskipinu „Artiglio 11“ að sprengja upp peningakassa gufuskipsins „Egypt“, sem sökk fyrir 9 árum, vegna áreksturs í þoku, úti fyrir Bretagne ströndinni. Skipið var með uni 1 miljón ensk pund um borð, í g'ulli og silfri. Þetta kemur manni til að hugsa únt þær mörgu og oft árangurslausu atrennur, sem hafa verið gerðar til þess að reyna að ná auðæfum af hafsbotni. í meira en 300 ár voru menn ait af að reyna að komast um borð í spánska herskipið „Almirante de Florencia“, sem sökk 1588 úti fyrir Skotlandsströndum. Var haldið að það hefði verið með alla fjársjóði spænska flotans. Ekki langt frá Bretagne ströndinni var „Elisabethville" skolin niður af þýskum kafbát 1917. Allur skattur- inn frá Kongonýlendunni belgisku var um borð. Hvorki meira eða minna heldur en 10 þús. óslípaðir demantar, sukku i sjávardjúpið. Belgiska stjórnin gerði út björgun- arskip. í heilt ár var alt árangurs- laust. Loks fanst flakið og gleðin varð enn meira þegar loksins hepn- aðist eftir ótrúlega erfiðleika að ná i kistuna, sem demantarnir voru í. Hún var flutt í land og í viðurvist belgiska sendiherrans var hún opn- uð En í henni voru aðéins 300 belg- iskir frankar í seðlum og 4 enskir gullpeningar! Ennþá bíður flakið af „Lutina", sem fórst við Holland 1799 með allri áhöfn og 30 milj. marka í gulli, eftir fjársjóðaleitendum. Áður hefir það verið reynt af hollenskum skip- stjóra, en hann náði bara í eina vesælla skipsklukku. Hinn mest ginnandi fjársjóð geym- ir vafalaust White-Star gufuskipið „Laurentic“, sem var skotið niður við norðurströnd írlands, m:‘ð 300 mönnum, sem allir fórust. „Lauren- tic“ var nfl. með 7 milj. enskra punda í gulii, og enn hefir ekki hepnast að ná nema örlitlu af því. Heldur hefir mönnum ekki hepn- ast að komast niður að flökunum af , Lusitania“ og „Arabic“, sem líka voru skotin niðnr á stríðsárunum. Bæði skipin voru með mikið gull, en þau liggja svo djúpt, að ekki er hægt að kafa niður að þeim. Að visu lókst tveimur Ameríkumönnum að kafa 442 m. undir sjávarmál — dýpra en nokkur annar maður. En tilraun þeirra var gerð í visindaleg- um lilgangi, en ekki til þess að leita eftir sokknum fjársjóðum. Þeir gátu vel sjeð kluti og fiska á þessu dýpi, en þeir gátu ekki snert hlutina, og hefðu þeir rekist á heljarmikinu fjár sjóð, þá liefði þeim ekki tekist að koma honum upp á yfirborðið. Vis- indin verða að taka enn ineiri fram- förum, ef á að lakast að ná þess- um auðæfum hafsins aftur upp á yfirborðið. Gálllinn er viðlesnasta blaöið. fflllilllil er besta heimilisblaðP •stoðarl'oringja um flutning getur ekki kom- ið tii framkvæmda nú. Öll mannaskifti og öll heiml'ararleyfi eru afnumin sina die*) í norðvestur landshlutunum. Þjer fáið á morgun dulskeyti snertandi fyrirskipanir yfirumsjónarmanns landamæraliðsins um að framkvæma tafarlaust áætlun nr. 14. — Seinustu upplýsingr frá yfirerindreka í Peshawar tilkynna almenna uppreisn Waziri’manna. Óeirðirnar breiðast vafa- lausl til yðar umdæmis. 1 morgun kl. 5 heyrðust fyrstu skotin í Khyberskarðinu umhverfis Landi Kana“. Vonir Roberts brugðust þannig gersam- lega. Hapn var með skeytið ennþá í hönd- unum, þegar Nicholson kom inn eftir tólf stunda eftirlitsferð. Roberts fjekk honum skeytið oi'ðalaust. Nicholson gat ekki stilt sig um að segja: — Var beiðninni sint? — Lesið. — Vonbrigðin gerðu liann alt í einu hörkulegan á svipinn. Hann henti skeytinu á borðið. — Jeg hefði átt að senda hana fyr. - Vissulega. — Og nú fer gamanið að grána hjer um slóðir. Aður en vika er liðin býst jeg við, að stigamenn þessir geri árás á okkur. — Hlilstið á mig. ... Við erum hjer tveir einir hvítra manna, einangraðir. ... Jeg vildi aðeins vita, hvort jeg mætti, ef jeg skyldi falla, treysta yður til að taka síð- asta brjefið mitt, sem jeg mun bera á mjer, og koma því áleiðis tiL . . . Liðsforinginn hikaði. Roberts skaut inn í þurlega: — Til móður yðar?.... Já.. — Nei... . Til frú Nogales. — Þá skuluð þjer ekki reiða yður á mig. Er það engin leið? — Alls engin.... Verði jeg drepinn, vænti jeg einskis af yður. Drepi Abza Kehl’- arnir yður, skuluð þjer ekki heldur vænta neins af mjer. Nicholson lagði árar í bát, er hann sá að þetta var fullnaðarákvörðun Roberts. Hann gekk út að dyrunum. Síðan sneri hann sjer snögglega við og hreytti út úr sjer: — Ef við eigum eftir að hníga í valinn, vona jeg fastlega að hafa þá ánægju að sjá yður falla á undan. Þakka. .. . Á eftir yður, ef nokkur skot verða þá afgangs. Morguninn eftir bárust virkisstjóranum fyrirskipanir þær, sem herstjórnin í Kohat *) Um óákveðinn tíma. hafði tilkynt. Honum var skipað að gera all- ar þær ráðstafanir, sem um gat í áætlun nr. 14 gegn allsherjarárás , styrkja varnir víg- isins, senda útverði með vjelbyssur i fremstu varnarlínu og loks að bæta við sig hálfu fylki með vistum og skotfærabirgðum frá varðhúsi nr. 9, sem verja átti leiðina inn á Ozid-sljettu. Roberts var að semja skipanir sínar, er subadar’inn kom að finna hann: Höfuðsmaður, hvað hafið þjer ákvarð- að um lestina, sem átti að fara á morgun með póstinn? Lestin fer ekki. — Póstmaðurinn sagði mjer nefnilega af áríðandi brjefi, sem Nicholson aðstoðarfor- ingi hafði fengið honum í morgun. Hann hafði ineira að segja lagt ríkt á við hann að sjá um póstflutninginn. Er það embættisbi'jef ? Mjer þykir það ótrúlegt, því ekkert erindi til yfirvaldanna í Kohat hefur verið borið undir mig. Jeg hygg, að það muni vera einkabrjef. Gott og vel. Þjer biðjið Nicliolson að- stoðarforingja að finna mig, þegar hann kemur frá varðliúsi nr. 9. — Já, höfuðsmaður. Subadar’inn fór út. í virkishliðinu hitti hann aðstoðarforingjann, sem var að kanna lið sitt. Aðstoðarforingi, höfuðsmaður biður yður að finna sig. — Upp á hvað? Hann óskar að tala við yður um lest- ina á morgun. Gott, jeg fer. Nicholson gekk inn í skrifstofuna og tieilsaði kuldalega. Roberts benti á pokann, sem póstmaðurinn hafði verið að koma með og hafði að geyma nokkur brjef frá paþan- hermönnum til ættingja inni í landi. Meðal þeirra var hvítt umslag með nafni frú No- gales og heimilisfangi i Kaíró. Róberts tók það og rjetti Nicholson með þessum ein- földu orðum: — Takið þetta aftur. Lestin fer ekki á morgun. Nicholson tók viðbragð af undrun og reiði. — Hvað ? Þjer afnemið póstflutningana? — Já. ■ , — 0, nú skil jeg! Þjer ætlið að sporna við því að jeg geti skrifað henni. Þjer beit- ið þessari hlægilegu aðferð til að tefja fyr- ir brjefum mínum. Roberts horfði hvast á aðstoðarmann sinn. —- Segið mjer, ímyndið þjer yður að jeg hætti mönnum okkar út í fjallaskörðin í opinn dauðann til þess að hafa þá einu á- nægju að koma ástabrjefum yðar áleiðis? Þjer viljið að jeg láti brytja niður eina fim- tiu menn til þess að hin fagra vina yðar í Kaíró geti fyr náð til að lesa ástarjátningar vðar. Nú, þjer eruð ekki með rjettu ráði! — Hræsnari! Ef þjer væruð í mínum sporum, ef hún elskaði yður, mundi yður ekki vera svo ant um líf undirmanna yðar. Þjer gerið yður upp þessa samviskusemi til þess að erta mig. Jeg banna yður að tala þannig. . . . Þjer skiljið ekki, að ástandið er alvarlegt, að við munum hafa þörf fyrir alla okkar hermenn og að það er aðeins skylda mín sem virkisstjóra að fyrirbyggja upp frá þessu alt óþarft mannatap. Þá sendi jeg skeyti með útvarpinu. Jeg legg skýlaust bann við því, að þjer notið loftskeytatækin lil útsendingar einka- skeyta. Sannarlega látið þjer lilfinningarn- ar blinda yður. . . . Þei!. . . . Illustið á. . . . Foringjarnir lögðu við lilustirnar. Mjög fjarlægt sprengjuhljóð barsl til þeirra. Abza Kehl’arnir? — Nei, það eru þeir í Zirram. Hafið þjer látið leggja talsímalínuna milli varðhúss nx*. 9 og okkar? — Já. Við komumst í samband í morgun. Línan er grafin i jörð. Nú heyi'ðist áköf hringing í símanum. Símaþjónninn i næsta herbergi kallaði: — Höfuðsmaður!. . . . Nr. 9 biður um yð- ur til viðtals. Roberts stóð upp. Fimm mínútum síðar kom hann aí'lur inn í skrifstofuna, glotti katdranalega og sagði: Þar kom það! Árásin er hafin á þá. . Leitt að geta ekki sent póstinn til þess að gera yður gi'eiða. Þjer getið látið brjef yð- ar niður í skúffu. Það kemst áleiðis eftir sex mánuði, ef það þá nokkurn tíma legg- ur af stað. I þau áttatiu ár síðan John Bull erfði frá Síkh’unum það hlutverk að verja leiðina til Indlands gegnum Khyberskarðið, hefur hernaðarástandið verið þar landlægt böl. Hinn mikli Suleiman-fjallgarður, þessi í- rauði, sundurgrafni hamramúr hefur nú í þrjú þúsund ár verið afskiftalaust vitni að manndrápum, launsátrum, innrásum, flokkavígum, blóðugu undanhaldi.... Her- menn Alexanders mikla mistu lífið á sömu slóðum og skýþísku bogménnirnir fjellu síðar, húnversku riddararnir, túrkenar hinna síðari stórmógúla og hermenn hans hátignar Bretakonungs frá miðri nítjándu öld til vorra daga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.