Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1932, Blaðsíða 15

Fálkinn - 09.01.1932, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 H.f. Eimskipafjelag íslands. Aðalfundur. Aðalfundur hlutafjelagsins Eimskipafjelag íslands verður haldinn í Ivaupþingssalnum í húsi fjelagsins í Reykjavik, laugardaginn 25. júní 1932 og hefst kl. 1 síðdegis. DAGSSKRÁ: 1. Stjórn fjelagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfir- standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1931 og efnahagsreikning með at- hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skift- ingu arðsins. 3. Kosning fjögra manna i stjórn fjelagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt fjelagslögunum. I. Kosning eins endurskoðanda i stað þess er frá fer, og eins varaendurskoanda. 5. ‘Tillögur til breytinga á lögum fjelagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem liafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hlutliafa á skrifstofu fjelagsins i Revkjavík, dagana 23. og 24. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu fjelagsins í Reykjavík. Reykjavik, 21. desember 1931. Stjórnin. Um víða veröld. ---x----- DULARFULLA HÚSIÐ MEÐ í Wel- GULLKROSSMÖRKUNUM. lington- ---------------------— road í Brighton er stórt og skrautlegt hús, sem hinn þekti kaupsýslumaður William Bennet átti, fyrir skömmu. Hann dó ekki alls fyrir löngu og þá erfðu dætur hans tvær, Florence og Mimmie, húsið og öll auðæfi föður síns. Þær voru nú 55 og 57 ára gaml- ar. Nú bjuggu þær einar í húsinu. Enginn heimsótti þær og þær lifðu útilokaðar frá heiminum og voru mjög guðhræddar. En einn dag fór þjónustustúlkan i nágrannahúsinu á lögreglustöðina og sagði, að eitt- hvað hlyti að vera að hjá þessum gömlu ungfrúm. Þær höfðu ekki sjest úti í marga daga og þeim sem komu með vörur og matvæli til þeirra, var ekki veitt móttaka. Lögreglan braust nú inn í þetta dularfulla hús. — Hún sá skrautleg og rikmannleg húsakynni með gull- krossmörkum og róðukrossum frá öllum ölduin, i tröppunum, á göngun- uin, í stofunum. Fyrst leit út fyrir að ekki væri nein lifandi manneskja í húsinu. En þegar lögreglan kom upp á loft og fór inn í svefn her- bergið sá hún tvö rúm. í öðru þeirra lá Florence Bennet, með pappírs- ströngla með áletruðum ritningar- greinum i hárinu. Hún var dáin. 1 hinu rúminu lá Mimmie systir henn- ar nær dauða en lífi. Nálægt þeim voru skálar með vatni og mat. En þær höfðu ekki snert þær i marga daga. Nú var strax sent eftir lækni. llann fullyrti að Florence hefði ver- ið dauð i þrjá daga, og Mimmie væri að deyja af matarleysi. Síðan var farið með Mimmie á spitala. En hún ætlaði ekki að vilja bragða vott nje þurt, en bað sí og æ: „Látið mig deyja með systur minni“. Svefnherbergið, sem þær höfðu legið í, var alt þakið ritningagreina- spjöldum.sem þær höfðu hengt upp sjer til huggunar og sálulijálpar. Og þegar farið var að rannsaka húsið betur, fundust i klæðaskápnum þeirra kjólar, skreyttir böndurn, sem á voru letraðar ritningagreinar. Þær áttu sparisjóðsbækur, sem höfðu að geyina fleiri þúsund pund, og verð- mæti lágu alstaðar fyrir augum manna. Lögreglan i Brighton hefir síðan reynt að rannsaka hið fyrra lif þessara öldruðu kvenna, ef það gæti ef til vill upplýst málið. Það hefir sýnt sig að gömlu syst- urnar sáu varla sólina hvor fyrir annari. Þær höfðu ekki skilið síðan faðir þeirra dó, og höfðu farið á degi hverjum út að gröf hans. Heima neittu þær lítils, en notuðu tímann til bæna. Næstum allaij daginn krupu þær fyrir framan gullkross- mörkin og báðust fyrir. Ýmislegt bendir á það, að þær hafi ekki fengið mat eða drykk, sið- ustu 12 daga. Annars voru nægar birgðir í matarkjallaranum, jafnvel svo miklar að íbúar hússins hefðu getað boðið byrgin erfiðustu kreppu eða uinsátri. Ef að þjónustustúlkan hefði ekki kallað á lögregluna, hefðu systurnar báðar og hundar þeirra tveir, sem sátu syrgjandi yfir hús- bænduin sínum, dáið innan tveggja daga. Systurnar áttu enga erfingja og höfðu, eftir þvi sem sjeð verður, á engan hátt ráðstafað eigum sin- um. MESTI FJÁRHÆTTUSPIL- Það er ARI HEIMSINS DAUÐUR. ekki ----------------------- v e n j u- legt, að mönnum takist að verða miljónamæringar, án þess að snerta á nokkru handartaki alla æfina. Það tókst samt Manuel Diaz, sem dó ný- lega í skrauthöllinni sinni i Havana, 77 ára gamall. Hann var sonur miljónamærings og plantekrúeiganda, sem hafði safn- að auðæfum sínum með sparsemi og dugnaði. Strax á barnsárunum tóku menn eftir því að Manuel litli var óvenju latur. Bar svo mikið á því, að það var um orð haft. Faðir hans tók sjer þetla nærri, en kom sjer ekki að því að beita hörku við drenginn. Gafst hann alveg upp á því, að reyna að gera nýtan mann úr syni sínum, en huggaði sig við það, að hann myndi láta honum eft- ir svo mikla peninga, að hann gæti lifað af þeim alla æfi. En hjer reikn- aði gainli maðúrinn vitlaust. Að vísu vissi hann að sonur hans þurfti á miktu að halda og lifði vel, en liann vissi ekki að hann var afar sólginn í fjárhættuspil. Faðir hans dó 1891. Þá kom nú skriður á.. Ungi maðurinn fór að spila og altaf tapaði hann. En hann hjelt áfram að spila og innan skams tima komst hann að þeirri niður- stöðu, að hann átti bara eftir 10 þúsund franka, af öllum miljónun- um. Þá varð hann hræddur, en ekki samt svo að hann færi að hugsa um að vinna fyrir sjer. Neil hann keypti sjer farmiða til Monte Carlo. Þegar þangað kom, fór hann strax inn í spilasalinn og var nú viss um að hann yrði að vinna, ef hann ætti að sleppa lifandi út úr salnum. En hamingjan brosti við honum. 15 sinnum spilaði hann altaf á rautt og vann. Þvi næst reyndi liann svarta litinn og vann lika. Þegar hann loksins yfirgaf spilasalinn og taldi peninga sína hafði hann unnið 4 milj. franka. En Diaz hefði nú ekki verið reglu- legur spilamaður, ef hann hefði far- ið heim, nú þegar hann var rjett byrjaður. Nokkrum dögum seinna tapaði hann öllu og átti nú ekki grænan eyri. Honum tókst samt á einhvern hátt að komast á hressing- arhæli. Þar bjó hann langan tíma. Að lokum brosti hamingjan aftur við honum. Hafði gömul frænka hans dáið og látið eftir sig 25 þús. franka. Meðan hann var á hressingarhæl- inu, hafði hann „studerað“ allskon- ar spilakerfi. Jafnskjótt og hann hafði fengið peningana fór hann inn 1 spilasalinn, en var nú gætnari. En það gekk nú alt upp og niður. Ýin- ist var hann ríkur sem Krösus eða fátækur eins og kirkjurotta. Þegar liann liafði peninga, lifði hann eins og kongur; þegar hann var peninga- laus fór hann á hressingarhælið. Hans merkilega lif vakti mikla at- hygli og ýmsir virðingamenn kynt- ust honum. í Monte Carlo var hann þektasti spilarinn og rússnesku furstarnir sem heimsóttu spilabank- ann fyrir stríðið, voru helstu kunn- ingjar hans. Svona eyddi Diaz 50 árum æfi sinnar, án þess að taka nokkurt ærlegt handtak. En alt í einu hvarf hann, og enginn vissi hvert hann hefði farið, en sumir hjeldu að hann hefði farið eitthvað langt í burtu og lifði nú einn sam- an á spilapeningunum, sem voru um 2 milj. franka Nú getur hver sagt um Diaz það sem honum sýnist. En á sinn liált var hann „geni“, enda þótt það væri i leti og hann hafi verið mesta landeyða veraldar. ÓÞEKT VEIKl í bænum Kesmark í KESMARK. í Tsjekkoslovakiu ----------—— hefir gosið upp al- veg óþekt veiki. Atburður þessi hef- ir vakið allmikinn ótta meðal bæjar- húa. — Verkamenn, sem unnu að viðgerð .kaþólsku kirkjunnar þar í bænum, fundu gryfju fulla af líkum. Benti alt á það, að þarna hefði fram farið múgvig og likunum verið kast- að i eina gröf. Nokkrir verkamenn hafa veikst og sumir dáið. Hafa læknar ekki getað fundið orsök veik- innar, en hafa getið til að einhver sýkill hafi lifað í þessum gömlu beinum. En ibúar bæjarins fallast alls ekki á þessa skýringu læknanna. Þeir segja, að veikin sje hefnd hinna dauðu, sem ekki hafi fengið „að rotna i friði“. í blaðinu „Karpatapósturinn" í Kesmark er nákvæmlega sagt frá þcssuin atburði. Þar er meðal ann- ars sagt, að kaþólska kirkjan í Kes- mark, hafi upphaflega verið reist á 11. öld, en marg ofl verið dyttað að henni síðan og síðast á 19. öld. Nú var liún aftur tekin að aflagast og þurfti enn á ný endurbóta. Vinn- an sóttist ágætlega, þangað til menn rákust á þessa líkgryfju. Þar voru heinagrindur af körlum, konum og börnum. Nokkrar konur höfðu sýni- lega dáið með ungbörnin í fang- inu. Fyrst veiktist verkamaðurinn Philip Kuriawa. Hann hafði átt að flytja líkin úr gryfjunni. Læknarn- ir lijeldu fyrst, að illkynjuð lungna- bólga gengi að honum. 1 óráðinu þrugglaði hann alt af um, að dauðir menn ofsættu sig. En læknarnir skiflu skoðun, þegar fleiri af þess- um verkamönnum voru komnir á sjúkrahúsið. Eins og áður er sagt lelja þeir vist, að sýkill liafi lifað í líkum þessum svipað og í konunga- gröfunum egiptsku. Máli sínu til sönnunar vitna þeir i skræðu frá 1814, þar er sagt frá mannskæðri pest, sem geisað liafi i bænum nokkrum árum áður, og íbúarnir hafi dáið unnvörpum úr henni. Er því líklegt talið, að lik þessi sjeu frá þeim tíma. Það er ekki ofsögum sagt af kreppunni og vandræðunum í Eng- landi. Til dæmis má taka það, að margir ,gentlemen‘ verða nú að nota sama pípuhattinn hvort sem þeir fara á veiðar eða í leikhúsið. Franski rithöfundurinn Debray skaut sig, eins og kunnugt er, þegar leikrit lians „Boulauger hershöfði- ingi“ var sýnt í fyrstá skifti. Hann var samstundis settur á sjúkrahús. Iiann ákvað þá að giftast ungri stúlku, Giselle Sonette að nafni, þrátt fyrir það, að hann vissi, að hann nnindi deyja. Brúðhjónin voru gefin saman á eins skjótan og ein- faldan hátt og mögulegt var, til þess að brúðguminn þyrfti sem minst að reyna á sig. Nokkrum stundum síð- ar var Debray örendur. Fyrir skömmu var maður nokkur tekinn höndum i dýragarðinum í New York. Hann hafði gert tilraun til þess að grýta storkana. — Dag- inn áður hafði kona hans fætt ]m- bura I ——x----- Frægur málari, Sesser Ory að nafni, dó i Berlin fyrir skömmu. Það var ekki annað sjeð, en að hann dæi bláfátækur. Nú er það komið upp úr kafinu að hann var miljóna- mæringur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.