Fálkinn - 06.02.1932, Blaðsíða 8
8
F Á L K 1 N N
Flestir munu kannast við
myndina af kirlcjunni hjer
til vinstri, Notre-Damekirkj-
unni í París. Ensumir kunna
að halda, að kviknað væri í
henni, þegar þeir líta d
myndina. Svo er þó ekki,
enda sjest hvergi reykur. En
þó er slökkviliðið þarna að
verki. Það er að æfingu
og þvær kirkjuna um leið.
Við heræfingu í Ameríku
nýlega var prófuð ný hrað-
skotafallbyssa, sem flytur l'i
þumlunga skeyti fjórtán
enskar mílur. Fjöldi fólks
var viðstaddur til að skoða
þetta drápstól, en varð að
troða vel upp í eyrun til
þess að hljóðhimnan rifnaði
ekki þegar skotin riðu af.
Ermasund er mesta skipaleið heims-
ins. Um það ganga allar siglingar frá
Norður-Evrópu, þ. e. höfnunum við
Eystrasalt og Norðursjó, suður á bóg-
inn til evrópeiskra Miðjarðarhafs-
hafna, Afríku, Ástralíu og Asíu og
Ameríku. Meginstraumur allrar heims-
verslunarinhar fer um þetla sund
út sundið með iðhaðarvörur ’og heint
aftur með nýtenduvörur og hráefni.
Eigi munu vera lil skýrslur um, hve
mörg skip og með hve miklu tonnatali
fara um sundið árlega, en þeirra tala
er legio, enda mái ávatt sjá fjölda skipa
samlímis í sundinu, sem ekki er breið-
ara en svo, að ýmsir fræknir sund-
garpar hafa synt yfir það. Hii'ergi eru
jafnmárgir vitar og sjómerki og þar,
en þó eru sjóslys þar alltið. Því að ofl
er þar dimmviðri, straumar eru þar
miklir og ofsaveður algeng. Hjer á
myndinni sjest frönsk skúta, sem
strandað hefir í Ermarsundi í dimm-
viðri.
*
Alt geta þeir í Ameríku, og vitanlega verður þeim ekki mikið
fyrir því að flytja heilt hús. Myndin sýnir fjórlyft hús, sem ný-
lega var flutt í tíoston. Tók það Ut daga, en ekki er þess getið
hve langl var flutt.
Þessi mynd er frá ítalska bænum Hereulaneum, sem grófst í
ösku við eldgosið úr Vesúvíus áirið 79 f. Kr. Hafa fundist þar
kynstur merkilegra mynda. Myndin sýnir stræti sem grafið
hefir verið upp.