Fálkinn - 06.02.1932, Blaðsíða 6
G
F Á L K I N N
Sunnudags hugleiðing.
Textinn: Lúkas 15, 11—24.
Textinn, sem vitnað er til hjer
að ofan, segir frá syninum, sem
liafði farið í fjarlæg lönd úr
heimahúsum, vel búinn að efn-
um, en sóaði þar fje sínu og
lenti i eymd. Og sonurinn ákvað
að fara heim til föður síns aft-
ur og beiðast þess að fá að
verða einn af daglaunamönn-
um hans. Og svo er sagt frá
viðtökunum, sem hann fjekk
hjá föður sínum og' gleði föð-
ursins yfir því, að sá sem týnd-
ur hafði verið var fundinn.
Hversu margir eru þeir, sem
ekki eiga við lík kjör að búa í
andlegri merkingu, og glataði
sonurinn átti. Hversu margir
eru ekki þeir, sem þrá að hverfa
heim til föðurhúsanna aftur?
En þeir hafa ekki kjark til þess
að gera það, ekki kjark til þess
að hiðja fyrirgefningar, þó að
þeir viti, að hún verður veitt
þeim. Þeir þrá að mega varpa
sjer fyrir fætur föðursins, en
slá því á frest, vegna þess að
þeim finst synd þeirra svo mik-
il, að þeir geti það ekki. Þeir
treysta því ekki, að gæska og
mildi föðursins sje svo mikil,
að hann fyrirgefi þeim, jafnvel
þó að þeir viti, að hann fyrir-
gefur liinum mesta syndara.
í dæmisögunni hefir Jesús
Kristur brýnt það fyrir syndug-
um mönnum, að synd þeirra er
aldrei svo stór, að hún verði
þeim ekki fyrirgefin. Þessi
boðun fyrirgefningarinnar geng-
ur eins og rauður þráður gegn-
um alla kenningu hans: að
menn iðrist og snúi sjer til Guðs.
Því að Guð vill ekki dauða
syndugs manns, heldur að hann
snúi sjer og lifi.
En það eru ekki aðeins þeir,
sem standa í sporum glataða
sonarins, sem þurfa að snúa
sjer til föðursins og biðja um
gæsku hans og mildi. Allir
þarfnast þess, því að án þess
getur enginn kristinn maður
lifað gæfusömu lífi hjer á jörð.
Jarðlífið yrði raunaleg barátta
manns, sem aldrei kæmist að
markinu. Enginn þarfnast Guðs
fremur en einmitt þeir, sem
finst að þeir ekki þarfnist hans.
Þeir sem láta sjer nægja líkam-
lega velliðan og hugsa aldrei
um föðurhúsin eða glötunina.
Einmitt þeir menn þarfnast föð-
uraugans, sem aldrei missir
sjónar á þeim og föðurhjartans,
sem aldrei þreytist á því að
elska og laða, eins og svo yndis-
lega er sagt í einum fegursta
sálminum í sálmabók okkar:
„Fyrst boðar Guð sitt blessað
náðarorðið“.
Guð hjálpi oss öllum til, að
„bregðast ei því boði“ heldur
leita til föðursins miskunn-
sama og góða meðan tími er til.
Því að þá munum vjer reyna
það sama og glataði sonurinn
gerði: að faðmur föðursins
stendur opinn og að það er
gleði yfir heimkomu vorri.
Landsímastöðin nýja.
Skrifstofa landsímastjóra, ViS borffið situr tí. J. Hlíðdal landssimastjóri.
Landsíminn hefir fengið veglega
afmœlisgjöf. A 25 ára afmæli hans
i haust sem leið, var hinu nýja stór-
hýsi hans við Austurvöll, milli
Reykjavíkur Apóteks hins gamla og
húss H. Benediktssonar & Co. (þar
sem áður var Kvennaskólinn), skil-
að svo langt áfram, að skömmu síð-
ar var farið að flytja í húsið. Nú er
kominn þangað skrifstofa bæjar-
símans, stöðvarstjórans i Reykjavík,
Aðalskrifstofa landssímans, útvarp-
ið, verkstæði símanna og verkfræð-
ingastofur, auk tveggja leigjenda,
vitamálaskrifstofunnar og veður-
stofunnar.
Að vísu má segja, að landsíminn
hafi gefið sjer þessa gjöf sjálfur.
Þótt merkilegt megi heita, hefir hann
jafnan gefið arð og endurbygt sig
og aukið að nokkru leyti þrátt fyrir
hinar erfiðu aðstæður, sem eru hjer
á landi til þess að reka sima. Því
var spáð í öndverðu, að siminn
mundi verða drápsbaggi á rikis-
sjóðnum og spámennirnir höfðu vit-
aniega mikið til síns máls. En þetta
fór á annan veg. Og nú er síminn
orðið svo mikið stórveldi, að hann
leyfir eiginlega ekki miklu af þess-
ari höll sinni, þegar útvarpið, sem
er skylt fyrirtæki, er tekið með.
Byggingin er vitanlega við vöxt, en
hver veit hve lengi hún verður nægi-
lega stór?
A dögunum gerði Fálkinn sjer ferð
niður í höllina og náði tali af stöðv-
arstjóranum, ólafi Kvaran, sem góð-
fúslega sýndi oss liúsið, hátt og
lágt. Verður sagt hjer ágrip af þeirri
ferðasögu, en ítarlegt verður það
ekki, því efnið er mikið.
í kjallaranum eru enn smiðir að
vinnu i sumum herbergjunum, en
vjelar þær, sem þar eiga að vera,
eru komnar á sinn slað. Þar eru í
kjallara aðalhússins miðstöðvar-
katlar bygingarinnar, tveir risar,
sem gleypa alt að hálfri smálest af
koksi á sólarhring. Þar er i klefa
sjer rafhreyfill sá, sem dregur lyft-
una upp og niður. Og i vesturálmu
eru raforkuvjelar símans og rafhlöð.
Geymsla er þar og fyrir áhöld, vjel-
ar og því um líkt.
Á fyrstu hæð aðalbyggingarinnar
er afgreiðslusalurinn til vinstri þeg-
ar inn er komið frá aðaldyrunum,
sem eru nyrst á húsinu (lengst t.
h. á myndinni. Er það stór salur, en
ekki fullger ennþá og er afgreiðsla
fyrir simtöl og simskeyti þar. Jafn-
ltliða honum vestanmegin i húsinu
er ritsímasalurinn, en milli af-
greiðsluborðanna og ritsímaborð-
anna er „loftbraut", sem flytur
skeytin frá afgreiðslunni til símrit-
aranna og aðkomin skeyti frá þeim
til útsendingarstofunnar.sem er að
vestanverðu, sunnan við ritsímasal-
inn. í jDeim sal er einnig klefi til að
taka á móti símskeytum, sem símuð
eru til stöðvarinnar og frá. En fyrir
sunnan afgreiðslusalinn er skrifstofa
stöðvarinnar og þá í austurhorni
hússins skrifstofa bæjarsímans. Er
sjerstakur inngangur þangað, á suð-
austurhorni hússins. Loks er í suð-
vesturhorninu skrifstofa stöðvar-
stjórans.
f vesturálmunni er á fyrstu og
annari hæð hin nýja, sjálfvirka mið-
stöð; Þar verður fyrst fyrir á neðri
hæðinni verkstæði og línutengistöð;
það er einskonar forstofa síma-
þráðanna, sem þeir verða að fara
um, áður en þeir koma inn í mið-
stöðina. Þar er öryggi á hverjum
þræði, til þess að varna því, að
þrumur og eldingar eða aðrir óboðn-
ir straumar, stelist inn í miðstöðina
og brjóti þar og bramli hin dýru
galdraáhöld, sem nú eiga að taka
við störfum blessaðra stúlknanna á
miðstöðinni, sem öllum er svo vel
við, þó stundum renni mönnum i
skajt við þær. Er nú eftir að sjá hvorl
símanotendum þykja skiftin lil böta.
Þarna hittum vjer verkfræðinga frá
hinu sæiiska firma L. M. Ericsson,
sem smíðað hefir hinar nýju „síma-
meyjar“ úr stáli, kopar og áragrúa
af þráðum og tenglum, og reynir einn
Jteirra að koma oss í skilning um
ganginn í þessari undravjel, sem
ekki getur heyrt lægri tölu en þús-
und og þessvegna verður hún lægsta
núnterið í Jjessti nýja kerfi. Er gang-
urinn í stuttu máli sá, að þegar sim-
notandi, segjum nr. 2345 tekur
heyrnartólið af áhaldi sínu, Jvá heyr-
ist þar suða undir eins og „veljar-
inn“ (eða kjósandinn!) er lilttúinn
að svara. Veljarinn er skífa með
hreyfanlégum vísi, sem gengur inn
á milli aragrúa af þráðíim og stiliist
hann sjálfkrafa á Jjann ]>ráð, sem
heyrir til númeri J)ess, sem tekið
hefir upp heyrnartólið sitt. Um
hringingu er ekki að ræða, hjá þeim
sem biður um samtalið. Þegar suð-
an heyrist er það mérki um, að nú
sje veljarinn kominn á sinn stað.
Því næst biður símnotandi um núm-
erið sem hann vill tala við, segjum
4(il(i, J)annig að hann drepur fingr-
Úr affalskrifstofum landssímans. Til vinstri bókhaldsskrifstofan en til hægri skrifstófa gjaldkera.