Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1932, Page 1

Fálkinn - 27.02.1932, Page 1
16 siður 40 aura 9, Reykjavík, laugardaginn 27. febrúar 1932 V. Fyrir tiittugu árum tálcst manni í fyrsta sinn að komast fljúgandi suður yfir Alpafjöll. Mörgum er þetta flug minnisstætt vegna þess Iwe raunalega því lauk. Flugmað- urinn, franskur garpur þá voru nær allir ftugmenn, sem nokkuð bar á franskir — var kominn yfir skarð- ið oy hafði því sigrast á fjallinu, en í dalnum að sunnanverðu tók vind- Iwiða vjelina og steypti henni til jarðar og Ijel flugmaðurinn þar líf sitt. .liann .hjet .Chaves og varð mörgum harmdauði, því að hann var talinn meðal efnilegustu flug- manna, sem þá voru uppi. Gengu sögur um það, að keppinautar hans um verðlaunin, sem heitiö hafði verið fyrir fyrsta flug yfir Alpa- fjöll, hefðu mútað vjelfræðingi hans til þess að gera vjelina veikari fyrir en vera þurfti, en aldrei hefur það sannast. Talandi tákn um fram- farir fluglistarinnar er það, að nú hafa menn árum saman flogið yfir Alpafjöll og þykir það leikur einn, þrátt fyrir vindhviðurnar. Og meira að segja hcifa orðið svo miklar um- bætur á lögun og útbúnaði flugvjel- anna, að menn sækjast einmitt eft- ir misvindi til þess að fljúga i. Á þetta einkum við um þái, sem stunda svifflug áin hreyfils. Flugmenn þess- ir, sem nota loftstraumana sjálfa sem hreyfiafl, byrjuðu með því að fara .á .fleygiferð .fram af háum fellum og svífa i loftinu, en nú eru þeir farnir að leika þessar listir sín- ar suður í háfjöllum og aka svif- flugum sínum eins og sleða á fleygi- ferð niður snjóbrekkurnar uns þær lyftast frá jörðu og fljúga eins oy fuglinn yfir hengiflugum og hyl- djúpum dölum og gljúfrum. Og flugmennirnir nota sjer kastvind- ana, sem urðu Chaves að bana, til þess að láta þá lyfta sjer upp í hæð- irnar og svífa þannig klukkutímum saman yfir þessum hrikalegu fjalla- slóðum. Svo gott vald hafa þeir nú orðið yfir flugvjelunum. Hjer sjest sviffluga, að ofan á flugi, að neðan í lendingu.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.