Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1932, Side 5

Fálkinn - 19.03.1932, Side 5
F Á L K I N N 5 völdu áheyrendur sem hlýddu á orð Pomps sjúlfs, munu adrei gleyma þessari kvöldstund. En endirinn varð með dálítið óvæntu móti. „Merkilegt, að Pomps segir ek'k- crl um sjálfan sig!“ sagði einn hlaða- maðurinn, þegar upplestrinum var lokið. „Það væri gaman að vita hvar hann er niðurkominn, svo aðmaður gæli sent honum skeyti“. bá mælti ritstjórnarfullltrúinn: „Pomps hlýtur að hafa álitið að starfi hans væri lokið, þvi að hann hef'ir sent hljóðritann sinn heim með völsunum!“ Jlann situr líklega suður í Biskra og hvílir sig“,,sagði einn. „En það er einn vals eftir í hljóð- ritanum, sagði ritstjórnarfulltrúinn. „Kannske að það sje eitthvað á hon- nm að græða". 1 A þessum valsi voru siðustu frjett- irnar frá Pomps og hin karhnann- lega kveðja hans tii þessa lifs. Þetta hljóðaði svo: „Okkur lekst að gabba Ahu Assar. Tom, sem er þefvís eins og giraffi, hafði orðið var við steinoliutunnu niðri í kjallara. Og af því að hryn- reiðin okkar jetur alt, en ckki síst talsvert af þessum vökva, fyltum við kvið hennar með olíunni, með mestu leynd. Til þess að trufla ekki næt- ursvefn Abu Assar drógum við bif- reiðina okkar burt frá herbúðunum á ösnum. Það var niðamyrkur og alt gekk ágætlega. Varðmennirnir sem i fyrstu höfðu gætt okkar nótt og dag, voru löngu orðnir lciðir á þvi. I>eir hjeldu lika, að við gætum ekki notað bílinn okkar nema að við fengjum bensín — en það fæst ekki í verslunum hjer við Tsad- vatnið. Jœja, við flýttum okkur nú burl eins hratt og bíllinn okkar gat bröll. lín annaðhvort hcfir olían ekki ver- ið sem best, cða hillinn verið orð- inn staður af hreyfingarleysi, svo mikið er víst, að okkur miðaði okki eins vel áfram og við höfðum von- að.En Tom var töframaður og í hvert sinn sem vjelin hóstaði gældi hann við hana ineð sskrúflyklum og á- burði og þá fór hún að ganga aftur. •leg stefndi fyrst til Mao, en beygði undir morgunin ofurlítið til vesturs til þess að komast á ónefnda vin, sem jeg hafði fundið á suðurleið- inni. Það eru nú átta tímar síðan við lorum úr herbúðunum og farið að birta af degi. Dálítið mistur og hit- inn þolanlegur. Þó við höfum tekið með okkur vatn i öll ílát sem við höfum fer nú að verða skortur á því. Því að billinn okkar er ekki cins sparneytinn á vatn og úlfaldinn er. Okkur telst samt svo til, að næstu lindir sjeu um 100 kílómetra undan og ættum við að komast þangað á fjórum fimm tinium. Abu Assar hlýtur að hafa uppgötv- að flótta okkar. Og vegna þess að þetta er mesti reglumaður ætlar hann sjer víst, að hætta ekki fyr en hann nær í okkur. Viö vitum of mikið. En vari hann sig, þrjóturinn sá! Tom hcfir liðkað vjelbyssuna okkar og smurt hlaupið með pálma- viðarolíu. l.íklega gefst mjer ekki færi á að rifja upp listir mínar frá St. Omer, en lifandi vil jeg ekki láta taka mig. Því að við þekkjum með- ferð Ahu á flóttamönnum og þær eru ckki þess eðlis, að maður gíni við þeini . . Tom þykist sjá pálmalund i fjar- lægð. Það gæti sta'ðið heima, en jeg sje ekki nema eintóma eyðimörkina. En mjer er ljóst, að við erum komn- ir á gamlan úlfaldaslóða, sem bíll- inn virðist kunna mæta vel við. Nú eru bráðum tólf tímar síðan við lögöum upp. En fyrir nokkrum mínútum varð hreyfilinn staður og Tom varð að skríða undir bilinn til þess að rannsaka í honum liffærin. Það er engin skemtivinna í fjörutíu stiga hita. En Tom getur alt. Hann var rjett áðan að sækja stóra skrúflykilinn og einhverja varahluta. Hann segir, að alt verði komið í lag eftir kortjer. Og' vjelin hefir gott af að kasta mæðinni. Jeg nota hvíldina til þess að maula svo- litið af hrísgrjónum og drekka vatns- sopa með. Herramannamatur! l*að ætlar að dragast lengur en ætlað var með viðgerðina. Nú er liðinn klukkutimi siðan vjelin fór i baklás og ekkert gengur. Jeg' heyri hvcrnig Tom kjassar og gælir við hreyfilinn hjerna undir fótunum á mjer. Nú sje jeg reykmökk hjer suður frá og segi Tom frá því. Það getur verið undan vindhviðu, sem rótar upp sandinum. En við trúum því varla hvorugur. „Skyldi það ekki vera Abu Assar!" segir Tom og þerrar svitann af cnn- in. „En nú er jeg líka að verða bú- inn. Haltu skrílnum í fjarlæg'ð á meðan, með vjelbyssunni". Svo hvarf hann aftur til vinnu sinnar. Nú er um að gera að duga eöa drepast. Jeg hefi dregið gamla rifna fánann okkar upp, á bílnum. Svona fyrir reglu sakir. Og komið patrónubeltunum fyrir .......lú, nú sje jeg riddarana. Þeir eru að minsta kosli tíu og Abu Assar er i fylking- arbroddi á hvíta graðhestinum sín- um, sem hann segir að sje úr hest- húsinu i Yemen. Nú fær maður bráðum að heyra, hvað honum ligg- ur á hjarta, þrælnum þeim arna ..“ Menn geta gert sjer i hugarlund hvað gerst hefir næstu minúturnar. I.íklega hefir hinn limskufulli þræla- sali fyrst átt tal við hvítu mennina og svo hafið skothríð á þá, þeim a'Ö óvöruni og þá hefir Pomps opnað hurðina, til jiess að Tom gæti kom- ist i skjól fyrir kúlnaregninu .... Skýrsla Secards liðsforingja, sem siðar var hirt, bendir i þessa átt. I sama bili sem kúlan hittir Pomps hefir hann sett hljóðritarann i gang aftur. Og með tárin i augunum hlust- uðu starfsbræður hans þarna i London á lokafrásögn hins deyjandi manns. En nú var eins og hann tal- aði mest við sjálfan sig: Skrílmennih hafa náð sjer niðri á okkur. Vertu sæll, Tom, vinur minn og bróðir. Skotið í gagnaugað á þjer skulu þeir l'á borgað. Við komustum ekki lengra, en þeir skulu fá að verða samferða inh í eilil’ð- ina“. Meira sagði hann ekki. En þeir sem hlýddu á heyrðu nötrið óg hvellina í vjclbyssunni og heyrðu riffilkúlur óvinanna dynja á bil- brynjunni. Brátt þögnuðu þó þessi hljóð og Remingtonriflar Abu Assars mistu málið. Eftir ákafa lokahrinu varð alt hljótt. F.u |iá heyrðist aflur rödd Pomps. Og þá var hún afar veik: „Þeir hafa fengið það scm þeir þurftu. Og nú liggja þeir þarna. Ilvíti hesturinn hans Abu Assars getur fari'ð heim til sín og sagt lát húsbónda síns. Og bráðum er úti um mig lika. Valsarnir liggja hjerna i röð, ritstjóri, og komast væntan- lega til skila einhverntíma .... Þjer skuluð vera viss um það! .... Hvað crtu að segja, Theresa systir? Jeg heyri rödd þina, já, já, legðu mjúku hendurnar þínar á enni'ð á injer. Þú kendir mjer bænirnar, en -jeg liefi nú gleymt þeim flestum. Æ, já, það er gaman f.vrir vesælan örkumla- mann að geta dáið með sæmd . . . .“ Það sem eftir var af skilnaðar- orðum Pomps til Guðs og heimsins rann út í ofurhægt andvarp. Og svo hafði hljóðritinn ekki meira að segja. Það urgaði bara í honum. Eins og hvisl frá hinni miklu kvörn eilífðarinnar. Aðalritstjórinn stó'ð upp en hon- úm varð or'ðfátt. Við hli'ðina á hon- um sa t stjórnarformaðurinn', sem hafði mist af ostrunum síiium — og kjökraði. Um víða veröld. ----X---- LANGAÐl TIL f skemtistöðunum AÐ GIFTAST. suður við Miðjarð- -------------arhaf liendir fólk gaman að atburði, sem nýlega er orð- inn heyrum kunnur. Aðalpersónurn- ar eru forrík ameríkönsk kona og serbneskur greifi, Velikovon Radit- schovits. Þau kyntust fyrir þremur árum og ckki leið á löngu þangað til þau voru harðgift. Frúin haf'ði að vísu veri'Ö gift áður, en sá maður var dauður, svo ekki var hann fýrir. Greifinn var maður fjelítill en for- sjáll og hafði hugsun á því, að tryggja sjer mánaðarlegan fjárstyrk frá ríku frúnni sinni, jafnvel þó að svo færi, að hjónabandið t'æri í hund og kött. Og frúin, sem var ólm i að giftast, ekki síst þegar inannsefnið var greifi, gekk undir eins að þess- um skilmálum, því að hún var hamslaus af ást og greifinn girnileg- ur. En svo kólnaði ástin og glóðin var orðin að öslcu eftir tæpt ár. Og þá skildu þau vitanlega og ríka frúin fór leiðnr sinnar án þess að borga greifanum sínum túskilding upp í hinn umsamda styrk. Hún heimtaði hjónaskilnað að lögum en hann neitaði. Svo voru lögfræðing- arnir að eiga við máJið í heill ár, en vanst ekkert á. Meðan þessu fór fram kyntist frúin tignum Spánverja, Vergaro greifa og varð enn meira ástfangin af honum en hún haf'ði nokkurntíma verið af þeiin serb- neska. En í ástarvimunni var'ð þeim á slæm skyssa. Hún fór með þeim spánska til ítaliu, en samkvæmt ítölskum lögmn er lijúskaparrof refsi- vert athæfi og varðar tugthúsvist. Serbneski g'reifinn gat grafið upp hvar hjúin hjeldu sig og gerði itölsku lögreglunni aðvart og hún hafði upp á þeim og varpaði þeim báðum i fangelsi. Gegn grí'ðarhárri tryggingu var þeim þó slept út aftur. En sá serb- neski kvaðst ekki gefa eftir skilnað, nma hann fengi greiddan umsain- inn mánaðarstyrk og' auk þess hæfi- legar skaðabætur. Þá skyldi hann kalla aftur kæruna og gefa eftir skilnaðinn. Og sú ríka varð að ganga að þvi. Serhnesku blö'ðin hafa ritað langt mál um þennan atbur'ð, en geta þess, að gaman væri a'ð vita hvar greifa- dæmi þessa serbneska manns sje, þvi að alalsstjettin hafi veri'ð af- numin í Serbíu! ORIvA ÚR Húgvitsmennirnir hafa SJÓNUM. einkum beint tilraunum ---------- sinum i tvær áttir, or um það hefir verið að ræ'ða a'ð fram- leiða orku í stórum stíl, nefnilega annaðhvort úr sólarhitanum e'ða sjávarföllunum. Hingað til hafa allar lilraunir til þess að notfæra sjer öldufall sjávarins strandað á þvi, að lengd, hæð og hraði aldanna er svo mismunandi og föllin svo mis- munandi rnikil. En nú kvað þýski verkfræðingurinn ,1. Ztntes, sem hefir starfað að tilraunum i þessa átt i mörg ár, hafa fundið áhald til þess a'ð beisla öldurnar og hagnýta yfir 60% af orku þeirra og er það miklu meira en tekist hefir að ná af haforku áður. Vatnsvjel þessi er líkust túrbinu- dynamó, en í stað vatnstúrbínunnar eru allskonar flolholt, sem dýfasl ÞEGAR FRAKKAR LEIKA SJER. Við heræfingar i Frakklandi fyrir skömmu, var mestur hluti hersins saman kominn i Nancy. Meðal æf- inganna var ein sú, að loftárás var ger'ð á borgina. Fjöldi flugvjela sveimaði yfir og varpaði niður hætlulausum sprengikúlui.., fytum einhverju efni, sem átti að tákn.a eiturgas. Og hermennirnir gengu um gölurnar og áttu að þykjast velrða fyrir gaseitrun. Myndin sýnir hvcrnig þessir hermenn „ljeku“. grynnra eða dýpra í sjóinn eftir öldufallinu og snúast í hring við það og knýja úfram rafhreyfil. Zcntes segisl muui geta framleitt rafmagn fyrir 0,0 pfenninga kílówatttímann. ltefir hann tekið einkaleyfi á upp- götvuninni i ýmsum löndum. Frú Landregan, matselja í Lynn i Massaschusetts Jenti í vetur í skönim- um við leigjanda sinn. írlcndinginn Patrick Terhaney, sem í bræði sinni tók kerlinguna og henti henni út um glugga á herberginu, en ])a'ð var á annari hæð og lágt til jarðar. Kom kcrling ómeidd niður en ö)lu reið- ari en áður og óð sainstundis upp lil leigjandans aftur en fjekk sömu viðtökúrnar. Enn kom sú gamla svo vel niður, að hún gat hlaupið upp stigann og talað yfir hausamótun- um á leigjandanum, en nú tók hann enn óþyrmilegar á henni en á'ður og ljet hausinn fara á undan út úr glugganum, svo að kerla beinbrotn- aði og varð að fara á spítalann — en írinn í tugthúsið. • • ■•H»ih •-*!«,■•• ■•%■■• ■•%■• • ■•%■■ • ■•Hh.. • .■•«,.. • i DrekkiÖ Egils-öl '•'%.•• •*«..• •••%.* •«%.■• •-•.• • ■•••.• ■••*.. • •»•»• • •%.■ • • .•%. i • ■•••u.-t •*%.■#

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.