Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.05.1932, Blaðsíða 3
F Á L K I N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltestcd. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Altar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 atira miliimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Máltækið segir, að matur sje manns megin. Vist er það satt, en vert er að minnast þess í því sam- handi, að „of mikið af öllu má þó gera“, eins og stendur i Aldamóta- ljóðunum gamansömu. Ileimurinn er öfgafullur. Siima of- elur hann, sjálfum þeim til heilsu- spillis og óhægðar en aðra sveltir hann. Þeim er vorkunn, sem strit- ast undir helmingi meiri líkams- þyngd en náttúran hefir ætlað þeim. En i flestum tilfellum er þetta sjálf- um þeim að kenna. Þeir hafa ekki kunnað magamál sitt. Þeir hafa gert magann að guði sínum, dekrað við hann og ekki kunnað að hætta að snæða, þegar þeir voru orðnir sadd- ir. Undantekningarnar eru að visu lil, þær sem eru af ósjálfráðum og óheilbrigðum orsökum. En þær eru i minni hluta. Offitan er oftast nær komin af því, að menn jeta meira en þeir vinna. Hinsvegar eru svo þeir mennirn- ir, sem strita undir vinnunni og' bera ekki meira úr býthm en sem nægir því að draga fram lifið. En þær und- antekningar eru lika til, að sumir erfiðismenn eru feitir. En þær und- antekningar eru fáar. Tilhneigingin til þess að kýla vömb sína er rik i veröldinni og hefir valdið miklu tjóni. Ef allir lifðu við jafnan kost þyrfti enginn að liða hungur en öllum gæti liðið vel. En misskiftingin á matnum er aðalástæðan til þess böls, sem heim- urinn stynur undir. Ef allir kynnu magamál sitt væri heimurinn miklu sælli en hann er, bæði þeir sem jeta of mikið og eins hinir, sem fá of litið. Nú sálast fjöldi manna af við- urværisskorti en aðrir stytta æfi sína með of miklu viðurværi og gera sjer lífið leitt og erfitt. Á þeim tímum sem nú standa yfir er það einmitt athugavert, hvort ekki væri rjett að draga úr meini ofáts- ins. Þjóðarhagnum væri bót að því að dregið væri úr innflutningi ýmsra dýrra fæðmegunda, sem þeir er efnin hafa nota sjcr til bragð- bætis. Til kaupstaðanna og þá eink- um til Reykjavíkur flyst mikið af ýmsum fæðutegundum frá útlöndum, sem ofur vel er hægt að vera án. Sveitabúar eru alveg án þeirra og komast af eins og hinir eða verða að komast af án þess, því að það er elnahag þeirra ofvaxið að kaupa það og lifa samt. Það er þessvegna rjettmætt að leggja hömlur á innflutning þessarar vöru. Hún er ónauðsynleg og kemur cngum að gagni, sist þeim sem nota hana. Dr. theol. Jens NSrregaard prófessor [Ijer héfir dvalist um hríð einn af lærðustu kirkjusagnfræðingum Xorðurtanda, dr. theol. Jens Xörre- gaard prófessor við háskóla Iihafn- ar. Er hann maður á hesta aldri, að- eins ðð ára og ágœtur vísindamaður. Ilann hefir flutt hjer á háskólanum !l fgrirlestra. Voru 5 jieirra um þró- unarferil Ágústínusar kirkjuföður, 3 um safnaðalíf í fornkirkjnnni og 7 um . borgarrústir .i .Norður-Afríkn. Vou þeir allir, sem 'vsenta mátti á- gætir, því að dr. Nörregaard er orð- lagður fgrirlestrar-maður. Sem vís- Steinunn Odds- dóttir og Ólafur Ketilsson frá Kal- manstjörn eiga t/0 ára lijúskapar- afmæli í dag. Ennfrernur liefir Ólafur verið hreppstjóri í h0 ár. indamaður hefir hann sjerstaklega fengist við rannsóknir varðandi merkilegan æfiferil og andlega þró- un Ágiistínusar, enda er hann þar lil brautrgðjenda talinn. Ilann hefir ferðast viða um lönd og dvalizt lang- dvölum á Rretlandi, Frakldandi, ítal- iu og Norður-Afriku. Kann hann þvi l'rá mörgu að segja. Nn hcfir hann einnig viljað kgnnast íslandi. Hefir hann þegar farið til Þingvalla, npp i Rorgarfjörð — (að Regkholti, Ilvannegri og Rorg á Mgrum) og austur að Sogsfossum. Sjóleiðis fór hann til ísafjarðar og Akuregrar og er nú á ferð mistur í Rangárvalla- sgslu (er ferðinni aðallega heitið að Hlíðarenda og þaðan inn á Þórs- mörk). Og enn er í áformi að hann bregði sjer austur að Gullfossi. Hann liefir verið mjög veðurheppinn síð- an hingað kom, enda lætur hann hið besta gfir ferðinni, fegurð lands- ins og áislúðlegtim viðtökum. Allir, sem kgnst hafa hinnm góða gesti munn lengi minnast hans mcð lilgjum hug. fícinkastjóri fí jarni Jónsson, Ak- tireyri, tiard sextugur þ. J't. þ. m. Var hann skipaðnr útibústjóri íslandsbanka á Akureyri og hef- ir gegnt því sarfi síðan. Er fíjarni óvenjulega vinsæll mað- ur. Þorsleinn Jónsson á Grund, Akranesi, verður 7í> ára V júní n. k. Ekkjan Gróa Sigurðardóttir frát Austurvöllum, Akranesi, varð 70 ára 16. þ. m. Jón Ásmundsson trjesmiður, Bragagötu 31, varð sextugur 18. maí. Gullbrúðkaup eiga í dag frú Ilelga .1 ónsdáttir og Úlafur Jóns- son fiskimalsmaður, Vesturg. 35. „Karlinn i kassanum“ hefir hafl mikið aðdráltarafl á Regkjavikurbúa og fglla þeir leikhúsið hvað eftir annað, þrátt fgrir kvöldbirtu og góð- viðri. Mgndin hjer að ofan sýnir, hvernig teiknarinn hugsctr sjer karl- inn, þegar hann vippar sjer á fjöður npp úr leikhúsinu. er viðlesnasta blaðið. er besta heimilisblaðið,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.