Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1932, Side 5

Fálkinn - 28.05.1932, Side 5
finst eiginlega bæði pabbi og mamma vera einstakir bjánar“. „Er það salt?“ sagð Severin frændi og varð forvitinn og sneri sjer við í stólnum, „eru þau bjánar, segirðu?“ „Já, af því að jeg ætlaði inn og sækja boltann minn og svo __u Lóu varð orðfall. Hún hafði lilerað og það var ljótt, það vissi hún. „Já og svo?“ spurði Severin frændi. „Svo heyrði jeg að pabbi og mamma voru að tala saman í innri stofunni og svo - lilustaði jeg“. „Það átturðu ekki að gera, Lóa litla“. „Nei, en það var nú gott að jeg gerði það samt“, svaraði Lóa. „Því að nú veit jeg, að hún mamma hefir ekki höfuðverk, en að hún grætur af því að við verðum að flytja, svo að þú fáir einhverja peninga, sem þú átt, sagði pabbi. En þú skilur“, sagði Lóa og varð nú enn ákafari, „að þú færð þessa peninga í vor samt, því að þá fær pabbi pen- inga frá Englandi, og það hlýt- ur að vera nógu sneml, er það ekki? Því að við eigum enga peninga núna, skilurðu". Severin frændi brosti í kamp- inn. „Erlu viss um, að pabbi þinn fái þessa peninga frá Englandi, Lóa“, spurði bann. „Já, já“, svaraði Lóa. „Hann hefir sagt þetta fyr, sjerðu og þeir eru ekik komnir énn“, bætti Severin frændi við. „Já, en þeir koma áreiðan- lega í vor“, sagði Lóa örugg. „Svo?“ „Já, og hann afi lagði svo hart að sjer til að kaupa húsið handa okkur, svo að þú hlýtur að skilja, að við getum ekki gefið þjer það“, hjelt Lóa áfram. Severin frændi gat ekki stilt sig um að hlæja. „Nei, það er nú hart“, sagði hann. En ef jeg verð nú að ia þessa peninga núna, telpa min. Setjum nú svo, að jeg verði að brúka þá sjálf- ur. Ilvernig fer þá?“ Lóa lnigsaði sig vel um áður en hún svaraði. Hvað hafði mamma sagt um það. Jú, nú mundi hún það. Svo leil hún upp aftur. ' „Hún mamma sagði, að þú hefðir engan baga af því, af því að þú værir svo ríkur“, sagði hún alvarlega. „En okkur kem- ur það bagalega, því að við verð um að flytja. Og injer finst að pabbi eða mamma hefðu getað komið til þin og sagt þjer þetta sjálf, því að þá hefði mamma ekki þurft að gráta svona oft. Því að ekki gasl þú vitað um það, náttúrlega". Severin frændi leit niður og fyrir honum urðu tvö blá barns- augu, sem ekki höfðu ennþá sjeð neitt af andstreymi heims- ins. Þau höfðu ekki sjeð einn troða annan iindir fótum lil ]>ess að halda sjcr ofan á, þau liöfðu ckki sjeð óttann við að missa al' þeim króriunum, sem maður átti fleiri en hinir, þau þektu ekki svíðingshátt nje á- girnd. „En ef jeg þyrfti nú að brúka peningana, sem hann pabbi þinn skuldar mjer, Lóa“, sagði hann. „llvað eigum við þá að gera ?“ „Þá geturðu komið og ált lieima hjá okkur, svaraði Lóa umhugsunarlaust.„Og svo færðu peningana í vor. Bráðum koma jólin og svo kemur vorið rjett á eftir, veistu.“ Nú varð aftur þögn. „Þetta eru sjö þúsund krónur, Lóa“, sagði Severin frændi loks- ins. „Er það?“ „Heldurðu að pabbi þinn fái svo mikla peninga frá Eng- landi?“ „Jeg veit ekki. En bann sagði, að þú l'engir peningana í vor“, svaraði liún örugg. Severin frændi sal hljóður um stund. Svo stóð liann upp. Ilann vissi að pabbi Lóu mundi fá meira en þessa uppliæð þá loks að peningarnir kæmu, en þetta gat dregist, eins og nú var erfitt um peninga. Barnið hafði vitanlega á rjettu að standa, en það var sá hængurinn á, að i viðskiftum var ekki hægt að nola þesskonar röksemdir, því að þá gengi hvorki nje ræki. Að minsta kosti ekki kaupsýslan. En sjálfur hefði maður kannske ekk verra af því, bætti hann við i huganum. Var hægt að lála Lóu litlu fara erindisleysu, hugsaði hann með sjer. Átti liann að lála barnslega vissu gera sig bljúg- an og láta undan henni og verða svo máske að bíða árum saman eftir peningunum? Hann gekk aftur og fram um gólfið. Það gæti vel farið svo, að liann l'engi aldrei þessa pen- inga, ef hann ljeti ekki hart mæta hörðu núna. Og hvaða heimska var það nú af fullorðn- um manni, að fara að taka barnahjal hátíðlega? Ilann sneri sjer að henni. „Jæja, Lóa, þakka þjer nú fyr- ir komuna. Jeg skal muna að tala við hann pabba þinn ein- livern daginn“. Lóa stóð upp. Vonbrigðum brá fvrir í andlitinu á henni. Atti hún ekki að taka við nein- um skilaboðum, svo1 að mamma hætti að grála? „Á jeg ekki . .. .“ hún horfði lurðuaugum á frænda sinn. Ilann mætli augngráði henn- ar sem snöggvast. Svo sneri hann sjer á hæli og skundaði að skrifborðinu. Nei, hann gat það ekki. Ilann gat ómögulega brugðist trausti litlu telpunnar. „Jú, bíddu við“, sagði hann, „það er eins gott að jeg sendi honum línu með þjer og þá er það gert. En þá vei’ðurðu víst glöð?“ „En luin mamma þá?“ sagði Lóa lilla og andlitið ljómaði af gleði. Lóa flýtti sjer heim með brjef- i hendinni og óð beint inn í stof- una, þar sem pabbi og mamma sátu e'nn og voru að tala saman. „Gerðu svo vel“, sagði Lóa og tók öndina á lofti, „þelta er brjef lrá Severin frænda. Jeg heyrði hvað þið voruð að tala um og svo fanst mjer það svo bjánalegt af ykkur að fara ekki og tala við hann, svo að jeg lók mig til og gerði það sjálf“. „Fórst þú til Severinsfrænda ?“ spurði móðirin agndofa. „Já. Lestu bara!“ Og svo las mamma, en pabbi laut yfir öxl hennar og las líka: „Hjerna er lítill sendiboði staddur hjá mjer og jeg gel ekki staðist hana.Jafn fölskva- lausl traust og hennar rekst maður ekki á dags daglega. Þessvegna á hún að færa ykk- ur þau boð, að jeg láti ykkur um að borga mjer þegar þið getið, en ekki fyr. Jeg veit að jeg fæ þá hvort sem er. Bestu kveðjur f'rá Severin" Mamma leit upp og Lóa starði á liana. Það var þó aldrei sem henni sýndist, að hún væri með tárvot augun núna? En pabbi stóð og klappaði mömmu á hárið og kinnina, hann var eittlivað svo skrítinn á svipinn, líka hann. „Ertu glöð núna?“ spurði hann. Mamma rjetti út aðra líönd- ina og lók í hönd pabba. Og augu hennar voru vot. Og svo sagði hún dálílið, sem Lóa ekki skildi: „Manstu það“, hvíslaði hún. „Og barníð mun leiða þau“. AFVOPNUNARRÁÐSTEFNÁN. . Fulltrúi liinna föllnu hermanna 'á vesturvigstöSvunum kemur inn í fundarsalinn. Elsti maður í Bretlandi er karl, sem nú er 106 ára. Ilann er enn vel ern,’ gengur aS vinnu i garSinum sínum hvern dag, og sjónin og heyrnin i hesta lagi. „Knock out“ Merkileg nýungl Skordýra-eitur Eengi hafa menn staSið varnar- itlir gegn þeim aragrúa af skorkvik- indum, sem sækja vill í híbýli manna og veldur þar bæði heilsu- Ijóni, eignatjóni og óþægindum. Til skamms tima hafa það aðallega ver- iS flugur og inelur, sem á þennan háíl hafa angrað okkur íslendinga, en þó hefir í seinni tíS bæst við þriðja plágan og sú versta, sem sje kakalakarnir. Gegn j>eim hefir margra ráða verið leitað og sum þeirra hafa bakað bæði einstakling- um og því opinbera ærin útgjöld. En nú hafa efnafrifeðingarnir leyst vandkvæði þetta og eru það Þjóð- verjar, sem hjer eins og svo oft ella hafa höggvið Gordionsknútinn. Þeir hafa fundið upp ódýrt meðal, sem á einfaldan hátt útrýmir ófénaðin- um. Meðalið er duft, sem nefnist „Knock Out“ Iljer er um engan hjegóma að ræða, heldur uppgötvun sem búið cr að þrautreyna undir hinu strang- asta eftirliti og fjöldi opinberra vott- orða hefur verið gefinn út um það. K. 0. duftið heyrir nú til fyrirskip- aðs útbúnaðar á skipum þýzka versl- unarflotans, auk þess sem það er að komast i almenna notkun í heima- húsum, sjúkrahúsum, matvörubúðum o.s.frv. SkordýraeitriS K. O. er selt í sprautu-öskjum úr pappa. Skal stinga með nál ofurlítið gat á fram- hli.S (odda) öskjunnar þar sem merki er setl til leiðbeiningar. Með því að taka svo öskjuna milli þum- alfingurs og vísifingurs á sama hátt og þegar rýkur úr fýsisvepp. Eftir notkun er svo límt brjef (t . d. frí- merkjaðar) yfir gatið svo að duftið tapi sjer ekki. l>e(/ar útrýma skal kakalökum, maiir, fllóm, eða öðrum slíkum ó- fögnuði, er lv. O.-duftinu stráð í rif- ur á veggjum og gólfi eða aðra felu- staði, þar sem kvikindi þessi hafasl við og tímgast. Kakalakar skríða þá strax frain úr fylgsnum sinúm, velta á bakið og eru farnir veg allrar ver- aldar eftir 5—JO mínútur. Til j>ess að útrýma fluguin og mýi er hentugast að blása K. O-duftinu i glugga eða aðra verustaði slíkra skorkvikinda, og eftir 5—10 mínút- nr liggja kvikindin steindauS um alt herbergið. Er hjer um stórmerkilega nýjung aS ræða, vegna þess að ó- nauðsynlegt er að eltast við að sprauta á sjálf skorkvikindin, held- nr aðeins á jiá staSi, sem þáu halda sig helst á, Til varnar gegn mel skal strá K. O.-duftinu í fatnað, loð- föt, dúka, (teppi), stoppuð hús- gögn og annaS slikt. Duftið skemm- ir hluti þessa ekki hið allra minsta og ekki er erfiðara að bursta það af en hvert annaS ryk. Lika má auS- veldlega svæla melinn út. Lætur maður þá kolaglóð á skóflu, stráir þar yfir innihaldi einnar öskju og lætur síðan reykinn upp af því leggja inn í klæðaskápinn, undir sóf- ann o. s. frv. Reykurinn er til litilla óþæginda og hverfur brátt út í loftið í herberginu, K. 0. duftiö fæst í heildsölu og smá- sölu hjá Helga Magnússgni A Co., llafnarstræti 19, og er sent gegn eft- irkröfu hvert á land sem er. ine,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.