Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1932, Qupperneq 12

Fálkinn - 28.05.1932, Qupperneq 12
12 F A L K I N N S - I - L - V - 0 silfurfægilögur til að fægja silfur, plet, nickel o.s.frv. S I L V O gerir alt ákaflega ölæfallegt og fljót- legur að fægja með. Fæst í öllum verslunum. — VIKURITIB — Útkomið: I. Sabantini: Hefrtd , . . 3.80 II. Bridges: Rauöa húsið . 3.00 III. — Strokumaðurinn 4.00 IV. Horler: Dr. Vívant . . 3.00 V. C. Hamilton: Hneyksli . 4.00 í prentun: Ph. Oppenheim: Leyniskjölin. Zane Grey: Ljóssporið. Biðjið bóksala þann, sem þjer skiftið við, um bækurnar. Allir hafa rðð ð Iað kaupa sjer »Fálkann« hvern laugardag. Munið að heimilisfólkið ALT vill fá hann og hefir skemtun og gagn af honum. »Fálkann hvern laugardag! e ■•%<♦ • ■'*,< • "tu.- O • ••%.■• • ■•K... •■••»»..' • •>IL< • •««..• • -"fc.- • 1 l Drekkið Egils-ö! i ' • • •*%.■• ■•%«• •*%»• • ■"Hu' • •»•✓ ••%.• • ■•»**•• -'Hbe ••■•'%•• ••%.• •■•%■ • Munið Herbertsprent. Bankastr. Fyrir kvenfólkið. Þegar sumrar. Þegar „hið blíða vor sig býr í slcrúð“ vill fólkið ósjálfrátt taka náttúruna tii fyrirmyndar, afklæð- ast vetrarhjúpnum og taka sjer ann- an, ljettari og bjartari. Þetta á jafnt við um karla og konur, um börn og fullorðna. Það er segin saga, að klæðskerarnir hafa aldrei eins mik- ið að gera og á vorin. Og á vorin giftir fólk sig fyrst og freiíist eða á að gera það. Hjóna- bandið á að byrja með sumri, því áð þá verður bjartara yfir því. Brúðarslœðan, eins og hún er liöfð nú. Alstaðar ræður tiskan. Jafnvel blómvöndurinn, sem brúðguminn gefur konuefninu sinu áður en þau eru gefin saman, er háður lögmáli hennar. Bósir hafa löngum verið í mestu uppáhaldi, en þær eru ekki i tísku i vor. í stað þeirra hafa kom- ið allskonar liljutegundir. — Nú hafa brúðirnar ekki ennisbaug, heldur er slæðan látin leggjast yfir höfuð- ið eins og myndin hjer að ofan sýnir. Hvað tískuna annars snertir þá þykir það auðsætt, að ullardúkarnir verði i mestu afhaldi fyrsta kastið. En vitanlega næfurþunnir, ljettir og mjúkir, svo að enginn þurfi að sakna silkisins. Það er ekki heldur svo að skilja, að silkið sje að hverfa úr sögunni. Það er notað áfram en ein- göngu ,,matt“ en ekki gljáandi. Kjólarnir eru heldur styttri í ár en áður, mittið á rjettum stað eða jafnvel ívið ofar, ermarnar gapaleg- ar, jafnvel á yfirhöfnum, hnappar notaðir ákaflega mikið, en fyrst og fremst stingur hálsklúturinn, með allskonar litum og munstrum, í stúl' við það sem áður var. (Sjá 1. mynd). Stór ,,revers“ einkenna alla frakk- ana, ennfremur eru notaðir á þá gyltir hnappar og skraut, svokölluð liðsforingjatíska; margir hafa auk þess lítið slag, sem þó má ekki vera um of hringskorið, en verður að vera sljett og með axlarfellingu, sem gefur því mikla breidd yfir herðarn- ar, eins og 2. mynd sýnir. Þessi litlu 4 -5) Laus lítil slög. 6, 7, 8, 9) Litl- ar treyjur, vesti og hálsklútar. 10) ttandprjónuð blúsa úr allar-knipli- garni, tjós-möndulgræn með dekkri jxverröndiim. Slifsi iir silkibandi, sem dregið er gegnum möskvana i háls- málinu. slög koma fram alstaðar í tískunni núna, bæði sem tvöföld slög á barna- yfirhöfnum (sjá 3. mynd) og sem sjálfstæð yfirhöfn, með öðrum lit en kjóllinn, stundum notuð við sam- kvæmiskjól, sem þykir of fleginn í hálsinn og sumpart — úr hvitu efni — notuð við dökka kjóla til þess að „lífga þá upp“. Litlar treyjur eru afar mikið not- aðar og verða i sumar mikið not- aðar hvitar, við svartan eða sæblá- an kjól, og hvitt vesti með gyltum hnöppum. Þar kemur fram ,liðs- foringjatiskan“ (sjá 6og 7). Sniðið á litlu treyjunum er margvislegt og sama er að segja um klúta og vestin (sjá 8. mynd) — vestin eru oft þrí- lit og að jafnaði eru valdir frönsku fánalitirnir, rautt, blátt og hvítt. Stundum eru líka notuð tvö tilbrigði af sama lit og dekkri tegundin þá látin svara til litarins á hattinum (sjá 9. mynd). Nýjung í vortískunni eru blúsur úr ullarknipling, sem fást ofin með allskonar litum og munstrum. En i verslunum fæst ágætt ullar-knipli- garn og flestar stúlkur kjósa að kaupa það fremur og prjóna úr því biúsur og vesti, með þeim litum og litarbreytiugum sem þær óska. Hef- ir þessi prjónalöngun gripið um sig öllúm löndum. Notaðir eru gildir prjónar svo að verkið sækist fljótl. Að lokum skal það tekið fram, að blái liturinn hefur sigrað, og svo lika það, að klukkuhatturinn eða skemtileg og svolítið skáhöll gerð af honum hefir sigrast á litla pott- lokinu, sem hangir á öðru eýranu. LEIKLIST OG RAUNVERA. Það mun sjaldgæft, að leikari fær tækifæri til að sýna á leiksviði at- riði, sem eru að gerast i hans eig- in lífi. En örlögin höguðu þvi svo, qð ítalski söngvarinn Matteo Bruno varð að gera þetta. í söngleikahúsinu i Turin söng hann hlutverk fíflsins Canio í söng- leiknum „Pajazzo“. Annar þáttur leiksins var byrjaður en Bruno leið illa. Hann hafði í nokkrar vikur íjrunað, að kona hans væri honum otrú og nú hafði hann fengið sann- ánir fyrir þvi. Vinur hans einn hafði Sagt honum það nokkrum mínútum áður en hann átti að fara inn á leiksviðið. Þegar hann kom inn leit hann upp í stúkuna, sem konan átti að sitja í, en sæti hennar var ault. ílann sá, að vinurinn mundi hafa sagt satt: konan mundi nú hvíla í örmum elskhuga síns! Hann söng hinn fræga söng Cani- os til enda og undir eins og hann hafði slept síðasta tóninum þaut hann burt á gistihúsið, þar sem hann grunaði að þau væru. Hann skeytti ekkert um að gegna Jófa- klappinu, sem kvað við í húsinu en hafði staðráðið að fara eins að og Canio gerir í söngleiknum. A gisti- húsinu fann hann konu sína og elskhuga hennar og skaut konuna þegar til bana og særði hann. Sið- an fór hann til lögreglunnar og lýsti víginu á hendur sjer. Fjekk saga hans svo mikið á dómendurna að þeir sýknuðu Bruno. Og al- menningur var á hans bandi. Lengi á eftir var Bruno ófáanlegur til að koma fram á leiksvið, en nú heíir hann sungið hlutverk Canios á ný og var tekið með ódæmafögnuði. Dr. Fihlo, suðurameríkanskur sor segir frá því, að í Rio sjeu menn farnir að reykja nýtt eiturefni, sem kallað er Diamba og er talið miklu skaðlegra en ópíum eða kókaín. Það svífur á mennina undir eins eftir fyrsta teyginn og þeir verða brjálaðir þangað til áhrifin fjara út. Segir prófessorinn, að flestir di- ambareykingamenn verði að aum- ingjum á skömmum tíma, 1) Sæblár útikjóll með mjju sniði.Ermarnar pokaðar um albogann. 2) Frakki með stórri ,,revers“ og litlu slagi, ófeldu. 3) Barnakápa með Ivö- földu slagi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.