Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1932, Síða 13

Fálkinn - 04.06.1932, Síða 13
F Á L K I N N 13 Drotningin í Lívadiu. í'áu stöðum á höfði mjer, sem er ómálaður. En hvað sagðirðu annars u mmig, Tony?“ „Auðvitað gullhamra. Geturðu látið þjer detta i hug að jeg segði annað?“ „Nei“, sagði hún. „Af karlmanni að vera, ert þú sæmilegur viðureignar. En hvers- vegna hefur þú ekki heimsótt mig í langan tíma?“ „Ef þetta er rjett hjá þjer, er engu öðru um að kenna en asnaskap". „Það er satt, og mjer þótti það leitt. Mjer er sama um alla hina, en þig hef jeg ætið litið á sem góðan fjelaga“. Tony slepti stýrinu og þrýsti hendi henn- ar. „Það er jeg líka Molly“, sagði hann. Hversvegna í ósköpunum ætti það ekki að vera eins eftirleiðis? „Jeg hjelt að þú værir reiður við mig lil af þessu með Pjetur?" „Iiamingjan hjálpi okkur. Mjer dettur aldrei í hiig að leggja dóm á heimskupör vina minna. Hafi jeg ekki heimsótt þig um tíma, þá er það einungis vegna þess að jeg Itefi ekki haft tíma til þess“. Það glaðnaði vfir hénni. „Þú ert ágætur Tony“, sagði hún. Komdu og borðaðu með mjer morgunverð í fvrramálið, svo við get- um spjallað saman í næði“. „Þökk fvrir“, sagði hann, „ef til vill get- ur þú sagt mjer eitthvað um Lopez. Það á að verða hnefleikur á morgun, eins og þú veist. Hún kinkaði kolli. „Pjetur liefur góða von um að vinna. Hann er meira að segja alveg viss um það. Jeg hefi skilið það svo. Jeg rakst á da Freitas i klúbbnum, og hann veðjaði tveim hundruðum“. Molly gretti sig. „Þjer fellur ekki vel við hann?“ sagði Tony kæruleysislega. „Hann er fantur“, sagði Molly og bætti svo við eftir stutta þögn. „En afburða fant- ur“. „Það gerir glæpinn enn verri“, sagði Tony, um leið og hann stöðvaði vagninn við dyrn- ar á húsi því er Polly bjó í. Óhóflega gulli lagður dyravörður flýtti sjer að opna vagn- hurðina. „Jeg skal segja þjer meira um hann á morgun“, sagði Molly. Komdu ekki seinna :n liálf tvö. Um það leiti er jeg að sálast úr sulti, og jeg bið ekki eftir þjer“. „Jeg kem stundvíslega til máltíða“, svar- aði Tony. „Það er eina dygðin, sem horgar sig samstundis“. II. KAP. lvlukkan var nákvæmlega ellefu, þegar Tonv vaknaði morguninn eftir. Hann leit á úrið, geispandi, teigði sig og hringdi því næst rafmagsbjöllu. Skömmu senna kom alrakaður, mðaldramaður nn með tebakka. Tony settst upp i rúminu og leit á hann. „Góðan daginn, Spalding“. „Góðan daginn sir Antony", svaraði mað- urinn. „Jeg vona að húsbóndinn hafi sofið vel ?“ „Þökk fyrir, ágætlega! Segið mjer eitt. Hvað var klukkan þegar jeg: kom héim?í nótt ?“ ' ■ j F;'. %//" „Rúmlega fjögur". Tony fjekk sjer stóran tesopa. „Jeg er undarlega þyrstur núna Spalding“, sagði hann. „Var jeg allsgáður, þegar jeg kom heim ?“ Þjónninn hugsaði sig um. „Jeg mundi lýsa húsbóndanum, sem verandi allsgáð- um“, sagði hann hátiðlega. „Þökk fyrir, Spalding", sagði Tony hrærð- ur. Þjónninn dró nú gluggatjöldin til hliðar og breiður sólargeisli fjell inn í herbergið. „Herra Oliver bað mig að segja yður, að hann kæmi ekki fyr en seinni hluta dags- ins. Hann kvaðst ætla að borða litla skatt- inn með herra Henry Con\vay“. „Hvar er Bugg?“ spurði Tony. „Hann er við æfingar í leikfimissalnum“. „Er liann frískur?“ „Honum virðist líða mjög vel“. Tonv ljetli sýnilega mjög mikið. „Þjer liafið ljett bjargi af huga mjer“, sagði hann. „Mig dreymdi að Bugg hefði dottið og háls- brotnað". Þjónninn hristi höfuðið hughreystandi. „Jeg sá engin merki til þess, er jeg gekk fram hjá honum í forsalnum“. „Ágætt“, sagði Tonv. „En nú er hest að jeg fái baðið mitt“. Þjónninn rólegi hneigði sig djúpt og fór út. Tony kveikti sjer í vindlingi og lallaði inn í haðherbergið. Kalt steypibað og nokkr- ar líkamsæfingar ráku á svipstundu síðustu levfarnar af Karli II. á flótta. Hann sveipaði um sig blám silkisloppi með í ofnum g>dt- um drekum og ófreskjum, og gekk siðan nið- ur stigann, gegnum húsið, út í blómgarðinn. Tony liafði keypt þetta hús fyrir nokrum árum, og var það mjög vegleg bygging frá Georgstímabilinu. Kaus hann langt um fremur að búa i því heldur en skuggalega ættaróðalinu á Belgrave Square. Að leik- fimissalnum lá malborin gata með lárberja- runnum á báðar hliðar. Dyrnar voru opnar og harst út úr salnum hratt fótatak, eins og einhevr væri þar á harða hlaupum. Þetta var þannig. Inni í hinum stóra sal hljóp ungur maður nokkur alt hvað hann komst, og hagaði sjer mjög einkennilega á hlaup- unum. Hann baðaði út höndunum og spark- aði fótunum út í loftið. Sá sem ekki þekti til, gæti vel ímyndað sjer að hann væri vit- stola en hann var í raun og veru aðeins að þjálfa sig. Þegar ungi maðurinn sá hvar Tony kom hætti hann hlaupunum og bar einn fingur upp að enninu. „Daginn, sir Antony“, sagði hann. Þrátt fyrir hinar mjög erfiðu æfingar, var hann hvorki móður eða þreyttur. Þetta var afar vel bygður unglingur á að giska nítján ára, en þjálfaður, svo sem best máíti verða. Tonv horfði á hann með ánægju. „Góðan daginnn", sagði hann. „Mjer þykir vænt um að þjer eruð heilir á húfi. Mig dreymdi að þjcr hefðuð hálsbrotnað“. „Ekki jeg, sir Anton. Það hefir hlotið að vera hinn“. Jeg vona, að það sje ekki heldur“, sagði Tony ákafur. „Jeg veðjaði tvö hundruð og fimtíu i viðbót i gær og jeg á ekki gott með að krefjast þeirra ef bardaginn ferst fvrir. Ef þjer standið yður vel þá fáið þjer hundr- að.---Segið mjer annars. Hvað eigið þjer míkið í bankanum eins og stendur?“ Bugg klóraði sjer bak við eyrað. „Síðast þegar jeg var þar sagði jálkurinn sem telur peningana að jeg ætti rúm eilefu hundruð pund“. „Ágætt. Á morgun ættu þau að geta orðið fimtán hundruð. Bugg, þjer eriið að verða auðkýfingur. Þjer fáið þrjátíu shillinga á viku í rentur af þessu. Ef vður langar til að losna, þá er nú tími til þess“. Buggs varð alt í einu hryggur á svipinn. „Er það svo að skilja að húsbóndinn reki mig úr vistinni? spurði hann þungbúinn. Tony rak upp hlátur. „Bull og vitleysa. Jeg er aðeins að vekja athygli yðar á því, að þjer eruð nú svo stöndugur að þjer get- ið farið að vinna fyrir eigin reikning. Jeg skal gjarna veðja á vður framvegis, eins lengi og þjer óskið, en jeg vil ekki að þjer teljið yður skuldbundinn til að dvelja hjer. í raun og veru eru það alt of lítilmótlegar framtiðarvonir fyrir verðandi heimsmeist- axa, með fimtán hundruðu pund í bank- anum“. Bugg stundi við og ljelti sýnilega. „Jeg hjell að húshóndinn væri orðinn leiður á mjer og vildj að jeg fa:ri“, sagði hann. „Og hvert hefði jeg svo átt að fara. Jeg vildi ekki skifta á kjörum við konunginn, og hefðuð þjer ekki komið til skjalanna, hvar væri þá Bugg Tígri nú staddur. Nei hcrra slíku glevmir maður ekki að minsta kosti ekki jeg. Meðan jeg get gert eitthvað fyrir húshóndann fer jeg ekki fet“. Þetta var lengsta ræða, sem Bugg Tigri hafði nokkru sinni haldið, og Tony hrærð- ist af einlægni hans og þakklátsemi. Hann klappaði á herðar honum. „Ágætt, Bugg“ sagði liann. „Hjer skal æ- tíð verða eitthvað handa yður að gera, meðan þjer viljið vera. Þó ekki væri vegna annars en að ættingjar mínir eru svo mjög á móti því. Gerið nú eins og þjer getið í kvöld. Mjer þætti gaman að geta strítt da Freitas". Hann sneri sjer við til brottgöngu og sagði um leið. „Verið tilbúnir kl. átta, þá ökum við báðir í klúbbinn“. Hann gekk út úr leikfimissalnum, og hjelt áfram götuna, þar til hann kom inn á af- girt malbikað svæði. Þar stóð maðui', klæddur bláum sloppi og hreinsaði stóra bifreið. Maður þess var horaður, rauðhærð- ur og virtist þjást af ólæknandi þunglyndi. „Góðan daginn, Jennings", sagði Tony. „Fagurt veður í dag“. Bílstjórinn leit ávítunaraugum til sólar. „Já, eins og steúdur; en venjulega endar þessi morgunglenningur með illviðri". „Er bifreiðin í lagi? Gott, verið tilbúnir kl. 1 og hafið svo Rolls-Roye bifreiðina til í kvöld. Þjer munuð hafa veðjað á Bugg.“ Jennings hristi höfuðið. „Nei, herra. Mjer virðist þetta vera að ganga of langt. Mjer er sagt að Lopez sje blátt áfram hræðilegui*. Það mun hryggja mig að sjá Bugg vera bar- inn niður, en það fer þannig fvrir þeim öllum, einhverntima á æfinni. Mjer þykir ætíð væ'nt um að hitta yður á morgnana, Jennings“, sagði Tony. „Það hressir mig svo vel að jeg bý að því allah daginn“. Ilann gekk í hægðum sínum heim að húsinu, og fór inn til að klæða sig tilfulls. Klukkan rúmlega eitt, ók Jennings bíln-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.