Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1932, Blaðsíða 13

Fálkinn - 05.11.1932, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Hjálpræðisherion. ÁLIT MÁIiSME TANDl MANNA í MÖRGUM LÖNDUM Ameríka í Banclaríkjunum gætum vjer ekki verið án Hjálpræðishersins. Hoover, forseti. Noregur Það er oss sönn glcði að árna Hjálpræðishernum heilla fyrir 40 ára sigursælan hernað í Noregi, og mínu mati á starfi hans læt jeg fylgja þessi alkunnu ' ritningarorð: „Þetta er Drottinn að gjöra“. — Það er mín bæn, að Herinn verði ávalt á vorum vegi. Johcui Liuicle, Oslóar-biskup. Uýskaland Jeg þakka Hei-nmn fyrir hjálp- ina, sem hann veitti minni fátæku þjóð á timum sorgar voiTar, jiján- ingar og neyðar. Það mun aldrei úr mi'nni líða. Jeg þakka fyrir starf Hjálphæðishersins á Þýsk^landi. Marskálkur von Ilindenburg, forseti. Stóra Bretland í öllum álfum heimsins, hvers kyns eða litar, sem þjóðirnar eru, berjist þjer gegn fáfræði, örbirgð og mannlöstum, og þjer munuð sig- ur vinna sakir ósjerplægni yðar og hollustu við málefni Guðs. H.R.H. Hertoginn af York. Vinir mínir, foringjar Hjálpræð- ishersins hafa unnið aðdáanlegt starf. Enginh, sem ber göfugar til- finningar i brjósti, mun nokkurn- tíma getað dásamað það nógsam- lega. Ramsay Mac Donald, íorsætisráðherra. Til er sá her, sem jeg vildi eigi svifta vopnum, heldur greiða at- kvæði með því, að liann fengi fleiri foringja og fleiri menn og ineira fje væri varið til hans. — Þessi her er Hjálpræðisherinn. Lloyd George, fyrv. forsætisráðherra. Kanada Það er þetta, sem Hjálpræðis- herinn hefir stutt að í þjóðfjelagi voru: naHn hefir gjört heimilin glaðari, rekið skugga á l'lótta, ljett byrðarnar, bætt lifnað villuráfandi og lamaðra manna og gert þá að betri borguruin. Hon. Arlhur Meighan, fyrv. forsætisráðherra. Frakkland Herinn hefir orðið hjálparstöð heimsins. í Frakklandi hefir hann gert göfugar tilraunir til að lina þjáningar og volæði og árangur- inn hefir orðið mjög ánægjulegur. Folliéres, atvinnumálaráðh. Belgía 1 Geneve er takmörkun vígbún- aðar til umræðu. En vjer óskum hvorki eftir, að Hjálpræðisherinn sje stöðvaður eða jafnvel takmark- aður, heldur vildum vjer að hann yrði hinn mikli hér framtíðarinn- ar. M. la Fontaine, fyrsti varaforseti í belgísku öldungadeildinni (1927), Jamaica Starf Hjálpræðishersins hlýtur að tala kröftuglega til hvers og eins, sem hugsun hefir og tilfinningar, því það miðar ekki aðeins að því, að ljetta ok hinna þjáðu, heldur og að því, að hjálpa þeim til að FISKSALl OC, KEISARASONUR. í London er merkilegt erfðamál á ferðinni. Þar hefir 65 ára gamall fisksali, William Brightwell, gert kröfu um að verða viðurkendúr sem einkasonur Maximilians keisara í Mexíco og Charlottu drotningar. Maximilian var sem kunnugt er dæmdur til dauða af herrjetti en drotningin flýði til Evrópu og leit- aði þar fyrst á náðir Napóleons þriðja og síðan Píusar páfa níunda. Iíeisarinn hafði liaft með sjer lil Mexíco afar mikinn fjársjóð í rú- bínum, safírum og demöntum, um 20 miljón króna virði. Var hann verða nytsamir borgarar í þjóðfje- laginu. Hans hágöfgi hr. Edward Stubbs, Jamaica. Brasilia Það er ánægjulegt að vita til þess nú á timum, þegar svo mörgu þjóð- skipulagi liggur við hruni, er Iljálp- ræðisherinn að vinna uþpbygging- arstarf. Dr. Washington Lutz, De Sanga, Brasilia. geymdur í rikisfjárhirslunni í Mexí- co þangað til Diaz forseti hafði hann með sjer 1911 er hann flýði frá Mexicó, skipið fórst á leiðinni og fjársjóðurinn með þvi. Nú er ver- ið að gera gangskör að því, að ná þessum fjársjóði af mararbotni og þessvegna er það, að fisksalinn helir hafisl handa og gerir kröfu til fjár- sjóðsins. Hingað til hefir verið álitið, að hjónaband keisarans hafi verið barn laust, en nú segst fisksalinn geta sannað, að hann sje sonur drotn- ingarinnar og hafi fæðst skömmu eftir að hún kom lil Róm frá Mexí- co. Hefir þetta vakið mikla athygli og umtal, en fjársjóðurinn er ekki kominn í greipar fisksalans enn. Því að fyrst er nú að ná honum af mararbotni, þarnæsl að sanna að hann hafi verið eign keisarans og síðast að sanna að fisksalinn sje sonur keisarans. Myndirnar hjer að ol'an eru af keisarahjónunum en i miðju er fisksalinn. Alll með isleitskiiii) skrptim1 Drotningin í Lívadiu. Þeir fóru því næst uiður i einkaherbergi skipstjórans, og ljet hann nu Tony í tje nán- ari upplýsingar um það sem hann hafði get- ið um í brjefinu. Hann dró upp óhreint ag bögglað nafnspjaid og fjekk Tony. Hann tók við því. Þótt það liti illa út var það auðsjá- anlega af sömu gerð og hans eigin nafn- spjöld. Á það var skrifað með hlýanti: „Herra Heninngsway er vinur minn. Ger- ið svo vel að lofa honum að skoða „Betty“. A. C.“ „Mig undrar ekki þó þjer viltust á þessu“, sagði Tony með aðdáun í röddinni. „Þetta er mjög vel gerð fölsun“. Mc Ewen dró djúpt andann. „Hamingjan hjálpi mjer“, sagði hann lágt. „Betur að jeg hefði komið að honum i vjelarúminu. Jeg skyldi hafa brotið liann i tvent“. „Það var skaði, að þjer skylduð ekki gera það“, sagði Toný. „Jeg hefði sennilega kann- ast við annanhvorn hlutann al' honum“. Hann snjeri sjer til skipstjórans. „Hvernig leit hann út, og hvað var það sem hann að- hafðist?“ ' Skipstjórinn, sem var maður fáorður hugs- aði síg dálítið um, áður en liann svaraði. ,„Hvað viðkemur ytra útliti hans, var hann vafalaust óaðfinnanlegur. Hann var nógu vel klæddun Ungur maður fremur dökkur í andhti, leit næstum því út eins og suður- landabúi, en talaði eins vel ensku og þjer eða jeg. Mc Ewen getur sennilega sagt yður skýrara en jeg frá athæfi hans við vjelina“. „Jeg hafði tekið lokið af einum gufu- strokknum“, sagði skotinn. „Síðan hafði það verið lagt yfir, en hafði ekki verið skrúfað fast. Og hvað gerir svo þessi bölvaður Jesa- bel? Hann lætur níu þumlunga langan skrúf- lykil ofan í hann svo að bæði lokið og bullu- höfuð hefðu farið norður og niður, ef vjel- in hefði verið hreifð. Til allrar hamingju litum við undir lokð áður en við festum þvi“. „Getið þjer alls ekki getið þess til hver þetta hafi verið, sir Antony“, sagði skip- stjórinn, með ákefð. „Mjer er nær að halda að jeg viti hvaða náungi þetta muni liafa verið“, svaraði Tony. Hann stóð upp og var hugsandi í nokkrar mínútur. Það þurfti ekki að ganga í graf- götur með það, að þessi leyndardómsfulli herra Henningsway var einn af verkfærurii da Freitas, og í fvrsta skifti, eftir að æfin- týri þetta hófst, varð Tony ofurlítið áhyggju- fullur. Þetta síðasta bragð da Freitas, sýndi ljös- lega, að honum var ískyggilega kunnugt um fyrirætlanir Tonys. Það var ekki trúlegt að hann liefði farið að ráðast á vjelina í „Beltv“, nema honum væri kunugt um, til hvcrs Tony ætlaði að nota hana. Alt í einu flaug honum í hug að segja skipstjóranum og vjelstjóranum hvemig á öllu stæði. „Jeg álit að best sje að segja ykkur hvern- ig máli þessu er varið“ sagði hann. „Það er sennilegt að þið kunnið að verða fyrir ein- hyerjum meiri eða minni óþægindum og jafnvel hættu. Og það mun ekki hafa verið tekið fram í ráðningunni. — Eða hvað“. Skipstjórinn strauk skegg sitt. t,Það er ekki svo þægilegl að laka alla hluti fram i. ráðningarsamningnum. Eða finst þjer ekki svo, Mc Ewen“. ,,.Ieg get ekki sagt, að jeg sje svo mótfall- inn dálítilli hættu, að minsla kosti ekki í ■góðum fjelagsskap“ svaraði vjelstjórinn gætilega. „Jæja“, sagði Tony. „Jeg ætla þá að segja ykkur söguna, getið þið svo ákveðið hvort þið viljið taka þátt í hættunni“. í svo stuttu máli, sem unt var, sagði hann þeim nú alla söguna alt frá því að liann hitti Isabellu í Long Acre, og þangað til Congosta heimsótti hann þá um morguninn. Bæði skipstjórinn og Mc Ewens hlustuðu á söguna, með mikilli eflirtekt, en á þeim sáust engin undrunarmerki. Það var eins og þeir tækju þessu sem sjálfsögðum hlut, er gæti komið fvrir hvern og einn gufusnekkju- eiganda. Það var Ms Ewens er fyrstur rauf þögnina. „Mjer finst þelta ágætt“, sagði hann. „Það er htið varið i það, fyrir unga og fallega slúlku að setjast i hásæti yfir óaldarflokki svartra þræla“. Simmons skipstjóri kinkaði kolli lil sam- þykkis. „Þjer getið treyst okkur öllum, skil- yrðislaust, sir Antony. Ekki svo mikið sem einn köttur skal komast úl í skipið fyr en þjer komið sjálfir".

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.