Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1933, Page 3

Fálkinn - 17.06.1933, Page 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: SvavarHjaltested. Aðalskrifslofa: BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsirigaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaratiankar. Það er holt og golt hverri þjóð, að kunna að minnast afreksmanna sem oftast og rjettast. En aldrei er henni þetta jafn nauðsynlegt og á erfiðu tímunum, þegar flest hlæs á móti og hætturnar virðasl steðja að. Þá reynist vel að minn- ast stórmennanna, serp geta verið þjóðinni leiðarljós, þó þeir sjeu löngu liðnir — aðeins ef þjóðin viil lita til þeirra, læra af fordæmi þeirra og bera hátt merki hugsjóna þeirra. Jón Sigurðsson var einn þeirra manna og ef til vill sá eini stjórn- málamaður íslenzkur, sem hafinn er yfir allan flokkaríg nútíðarinnar. Flestir dá hann og enginn gerist svo djarfur að mæla gegn honum eða verkum hans. Og þó stóð hann sjálfur í harðvítugri baráttu fyrir aðeins rúmri hálfri öld, eigi aðeins við erient vald, heldur og sína eigin landsmenn. Þessir menn gleymast óðum, en hann lifir. Viðhorf íslendinga gagnvart Jóni Sigurðssyni er þannig nú, að það er óþarfi að eyða orðum að því, að hann hafi verið mikilmenni. En hitt er eigi úr vegi, að minnast á að hverju gagni Jón Sigurðsson geti komið allri þjóðinni nú, bæði hverj- uin einstaklingi og eigi síst þeim, sem hafa með höndum umboð ein- staklinganna í stjórnmálunum. Með- vitundin um hann ætti að geta brýnt hvern þann, sem ekki vill heita stjórnmálaþorpari, til þess að taka sjer fram, því að þar er fordæmi svo gott og göfugt, að það hlýtur að hafa áhrif á hvern þann, sem nennir að kynnast því. Það heyrist oft nefnt, að stjórn- málamenn vora skorti ósjerplægni, viiisýni, drengskap og jafnvel heið- arleik. Allt þetta átti Jón Sigurðs- son, auk sem hann átti líka það, sem stjórnmálamönnunum sumum er erfitt að eignast fyrir viljann einan, sem sje þekking og mann- vil. En ei"i er þeim sem þetta skorl- ir síður þörf á hinu fyrnefnda. Þeim útflokkum, sem nú sjá ekki aðrar leiðir til viðreisnar þjóðinni en fámennisstjórn eðá, einræði er gotl að leggja sjer á minni viðsýni Jóns Sigurðssonar og minnast þess, að íslendingar unna eigi aðeins sjálfstæði þjóðarinnar, heldur líka einstaklingsfrelsinu og að land jieirra og lífskjör hafa mótað ein- staklingseðli þeirra rikar og sjer- kennilegar en þjóðanna í fjölmenn- inu. Minnumst hans, sem fæddist í dag fyrir 122 árum. Og minnumst hans ekki aðeins i dag heldur alla daga. Þá mun betur fara. Æfisaga Jóns Sigurðssonar. MeðaJ bóka, Þjóðvinafjelagsins á siðasta ári var siðasta bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar„ éfitir dr. Pál Eggert Ólason. Hefir ævisagan kom- ið út á fimm síðustu árum, eitt bindi á ári, og er alls yfir 2300 blaðsíður. Með þessu mikla ritverki dr. Páls Eggerts hefir jrjóðhetju íslendinga verið reistur sá minnisvarði, sem eigi mátti vanta hjá þeirri þjóð, sem ielur sg öðru fremur bókmentaþjóð og sje höfundinum og Þjóðvinafje- laginu heill fyrir verkið. — Það er eiyi á færi blaðsins að dæma um sqgulegt gildi æfisögunnar eða finna að henni. En hitt vildi Fálkinn benda á með línum þessum, að hjer er samankominn svo mikill fróðleik- nr um Jón Sigurðsson, að allir munu geta af æfisögunni frœðst, eigi að- eins nm hann sjálfan, heldur og um flesta þjóðarhagi á hans tima. Þeir, sem láta sjer ant um að auka fróð- leik sinn á sögu Jóns Sigurðssonar og íslands um hans daga, mega ekki án þessa ritverks vera. Frásögnin er svo lipur og læsifeg, að menn lesa ritið bæði lil skemtunar sjer og fróð- leiks — og undrast hve fróður höf- undurinn er og hve vel hann segir frá. Og þegar litið er á, að sami höf- nndur hefir stuttu áður en útkoma æfisögunnar hófst lokið við ritverk- ið ,,Menn og mentir“ og auk þess samið fleiri rit jafnframt því, sem hann hefir gegnt umsvifamiklum störfum, má það heita undravert hve mikil afkösl hans eru. ./. S. Aasberg fyrv. skipstjóri á S. s. ísland, verður 75 ára 19. þ. m. Mitnu allir góðir íslendingar minnasi þessa mæta manns á afmæli hans. Guðbj. Guðbjartsson, vélstj. Bræðraborgarst. 33, varð 60 ára 10. þ. m. Húsfrú Halldóra Sigurðardóttir, Suðurpól 26, verður 80 ára í dag. Ágúsl Sigurðsson, prentsmiðju- eigandi verður 60 ára 23. þ. m. Ásmundur Gestsson kennari, Laugaveg 2, verður 60 ár'a í dag. Ólafur Björnsson, skósmiður, Greltisgötu 51, verður 50 ára 19. þ. m.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.