Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1933, Qupperneq 4

Fálkinn - 17.06.1933, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N Þrettán dagar í Þönglavík. Eftir ÁLEIF, Fátl er jafn öniurlegt ókunn- mn ferðamanni, en að verða veðurteptur dögum saraan í út- kjálkasveitum þessa lands. Úr einni slikri þolraun er jeg nú einmitt nýkominn. Jeg brá mjer norður á Strand- ir í vetur, þegar sífelt skiftust á gróðrarskúrir, sól og sunnan- vindur. Bjóst jeg því við að ferð- in mundi taka skamman tima, og alt ganga að óskum. En margt fer öðruvísi en æll- að er. Þegar jeg liafði dvalið um bríð þar nyðra, breyttist vind- staðan og bljes nú ákaft af norðri, með hörku frosti og' sí- feldu fannfergi. Þessar hamfarir náttúrunnar urðu þess valdandi, að kornu strandferðaskipsins, — er jeg ætiaði með heimleiðis — seinkaði, svo að jeg varð að lnða eftir þvi í Þönglavikur- þorpinu dögum saman. í fyrstu undi jeg hið versta hag mínum, var sárgramur sjálf- mn mjer fyrir að flana í þetta ferðalag um hávetur, og þó ekki síður náttúruöflunum, að leika mig svona grátt. Eins og oft vill verða, hitn- aði þessi gremja mín á fólkinu sem umgekst mig. Jeg var ó- mannblendinn og nærri óvið- gjarnlegur við þá sem á mig yrtu. En Þönglavikurbúar skeyttu lítt þessum dutlungum mínum. Þeir voru alúðlegir við mig eins og þeir ættu í mjer hvert bein, vildu fræða mig um alt, sem gerðist i víkinni þeirra, og gerst liafði að fornu og' nýju og yfir höfuð ljetu einskis ó- freistað, að stytta mjer stund- irnar. Árangurinn af þessum góðvilja þeirra varð sá, að eftir 1 daga, ])ekti jeg flesta þorps- búa með nafni og meira eða minna hrafl út æfisögu þirra. Eitt sinn er við húsbóndi minn vorum á gangi, mættum við manni, er sjerstaklga vakli at- hygli mína. Raulandi kom hann á móti okkur, og sýnlega tölu- vert ölvaður. Fataræflarnir lijengu í slitrum utan á honum; gúmmístígvjelin voru orðin svo fornfáleg að við sáum skína í bera fæturna. Um leið og hann þrammaði áfram eftir stignum myndaðist loftstraumur um göt- in, sem framleiddi hljóð, er líkt- ist sogum í brjóstveikum manni. Hattgarmurinn slútti svo mjög, að jeg' sá óljóst andlitsfall manns ins. Jeg spurði samferðamann minn um íieiti þessa vesalings. Ö, jú, það var hann Kilti ræf- illinn „lánlausi“, þannig var liann nefndur i daglegu tali. Annars hjet hann Kristinn og var Engilbertssón. Jeg fann að förunautur minn vildi sem minst um hann tala, þó gat jeg skilið það á lionum, að Kitti var flækingur sem hfði á snikj- um, var altaf sifullur, og af honum stafaði jal'nan óhepni og alls ólán; þannig hafði hann öðlast þetta ömurlega viður- nefni. -------— Að kvöldi hins sjötta dags, sem jeg dvaldi í Þönglavik, var boðað til dansskemtunar í þorp- inu. Jeg vissi þegar að þetta stóð í sambandi við ])angað- komu mína. Enda gaut húsbónd- inn þvi að mjer i kyrþéy, að framtakssömustu piltarnir, sem jafnan stóðu fyrir slíkum sam- konnun, hefðu ekki liaft frið á sér fyrir ungu stúlkunum, fyr en þeir höfðu lofað þeim að koma þessu í framkvæmd og staðfest það hátíðlega með kossi. Auðvitað bar mjer að vera stúlkunum þakklátur fyrir þessa Iiugulsemi, enda var þetta beint áframhald af þeirri viðleitni þorpsbúanna, að gjöra mjer dvölina sem bærilegasta. Samt leikur mjer grunur á að ofur- lítil eigingirni liafi slæðst með í þessu áformi þeirra. Frá þeirra sjónarmiði var ekkert líklegra en þessi ungi Reykvikingur væri vel mentaður lil fótanna, eins og ungum mönnum yfirleitt ber að vera. Það mundi ekld verða leiðinlegt að gela lært af Iionum Soho-foxa, fox-trotta, rumbur og annað góðgæli sem nútíminn hefir að bjóða. En þarna skjállaðist þeim brapalega. í ungdæmi mínu — austur á laudi hafði jeg lært að dansa fingrapolka og vei'a vaðmál, cn nú var það löngu gleyml; og aldrei hafði jeg haft framtak í mjer að nema höfuð- staðardansana. Hefði mig nokk- urntíma dreymt um, að jeg ætti eftir að komast i slík vndræði af þessu sinnuleysi mínu, þá mundi jeg ekki hafa horft í að stunda slíkt nám mánuðum sam- an, þótt jeg hefði þurft að borga „tíkall“ fyrir klukkutímann. Það ])iirfa nefnilega sterk bein til að þola þá áreynslu, að verða sjálf- ur að játa sína eigin vankunn- áttu, fyrir brosliýrum, biðjandi blómarósum, hverri á fætur ann- ari. Þær hugsuðu auðvitað sem svo, að sjaldan fjelli trje við fyrsta bögg, og þetta væri ein- liver fyrirtekt í mjer eða mikil- læli, sem brjóta þyrfti á bak aftur, og þess meiri sigur þeirri, er það gæti. — Klukkan var orð- in 12 þegar þessum mestu þreng- ingum mínum var lokið. Unga fólkið steig dansinn með ákefð og' auðsæilegri ánægju. Á and- litum stúlknanna þóttist jeg lesa, að þær yndu nú ágætlega liag sínum, í örmum þorpspiltanna, og þegar öllu væri á botninn hvolft yrðu þeir jafnan bestir. Alt í einu kvað við hark og háreysti fram i anddyrinu. Jafn- skjótt varð jeg ]>ess visari, að ]>ar voru að hefjast magnaðar illdeilur manna á millum, og á- greiningsefnið var, hvort Ivitta „lánlausa“ skyldi leyft að koma inn og dvelja meðal fplksins. Hann var kominn hálfur inn úr dyrunum; þar var hann þrifinn heljartökum af mörgum útrjett- um örmum. Sumir vildu draga hann inn, aðrir hrinda honum út. Þeir sem stóðu hjá spöruðu cigi svigurmæli hver í annars garð. Þeir sem vildu að hann kæmi inn fyrir töldu það ekk- ert ódæði, þótt þeir skemtu sjer við karlangann svolitla stund. En l'orráðamennirnir andmætlu þvi harðlega, töldu dæmin hafa sýnt, að jafnan hefði alt kom- ist i uppnám þegar hann hefði komið á slíkar samkoinur, og endirinn jafnan orðið sá, að all- ir liefðu verið reknir á dyr. Væri það ósæmilegt að slík ó- svinna bærist i aðra landsfjórð- unga, sögðu þeir og litu til mín. oarnefndi flokkurinn bar sig- ur úr býtum, enda virtist mjer liann fjölmennari af rosknum og ráðsettum mönnum. Kitta var rundið úl úr dyrunum, með hrakyrðum og spotti. Báðu þeir bann hypja sig sem lengst brott, með förunaut sinn — lánleysið i eftirdragi. Lítillar ánægju naut jeg þann tíma sem jeg dvaldi eftir þetla á skemtuninni. Jeg l'ór til þeirra er fyrir gleðskapnum stóðu, og þalvkaði þeim fyrir hugulsem- ina við mig. Það var nú reynd- ar ekki við það komandi í fyrstu að jeg fengi heimfararleyfi, en þegar jeg afsakaði mig með á- köfum höfuðverk, — sem jeg í cyndar alls ekki hafði — ljetu þeir til leiðast; enda var ungu stúlkunum engin eftirsjá að mjer af þeim ástæðum sem fyr er frá sagt. A heimleiðinni gekk jeg fram á Kitta. Hann rólaði áfram hálf- boginn og töturlega klæddur, eins og þá er jeg fyrst sá hann, en nú var hann ekki raulandi. Jeg þóttist sjá, að honum mundi ekki liða vel, og lieilsaði hönúm þvi svo vingjarnlegá sem jeg kunni. Hann hrökk við er þann ' eyrði kveðju mina, og gaut lil nín óvingjarnlegum augum. ' „Ilvern andsk......ert þú að elta mig? Var ekki nóg fyrir ykkur að misþyrma mjer og svívirða mig áðan? Því má jeg ekki vera i friði fyrir ykkur?“ hreytti liann út úr sjer. „Þú varst illa leikinn og ó- maklega, Kitli minn. Eí' jeg befði mátt einhverju ráða, þá „Ö, sussu, sussu, hættu nú, engar afsakanir. Jeg kannast við þetta. Þið eru allir saman, hver n)cð öðrum helv.... illmenni, já, engu betri en Kitti lánlausi; það ætla jeg bara að segja, og snautaðu nú i burtu!“ „Nei, nú ætla jeg að verða þjer samferða Kitti minn! Það er von þjer sje þungt i liuga, og at- yrtu mig bara ef þjer er svölun i þvi. Jeg er Reykvíkingur og kemst hjeðan vonandi á morgun, á sjól'erðinni — sem jeg á fyrir höndum — fæ jeg lika tima til að hrista al' mjer fúkyrðin þin. Mjer finst líka tilbreytpi í þvi að kynnast Þönglavíkurbúum frá fleiri en einni hlið, ennþá liefi jeg aðeins orðið fvrir hetri köminni á ykkur“. Eftir nokkurt þref, urðum við ásáttir með að verða sam- ferða meðan leiðir okkar lágu saman. Og þegar við komum að húsinu, sem jeg bjó i var það orðið að samkomulagi, að Kitti hvildi sig stund lieima i her- berginu minu, og við hrestum okkur í sameiningu á ofurlitlu brennivínstári, sem jeg átti í fórum mínum, að góðra ferða- manna sið. Jeg man það nú ckki vel íivernig það atvikaðist, en nokk- uð var það, að er við höfðum skálað nokkrum sinnum, tók Xitti að segja mjer æfisögu sína. „Ó, já karlinn minn, einu sinni var Kitti gamli, ungur og fríður sveinn, jú, jú, tvennir eru tímarnir.* Nú er maður orðinn ræfill, eins og þú sjerð. Þá átti jeg heima í Reykjavik eins og þú, og þó jeg segi sjálfur frá, litu yngismeyjarnar mig hýru auga, engu síður en piltana nú á tímum. Þá var ])að, að jeg trú- lofaðist henni Siggu minni, bless- aðri dúfunni. Sigrún lijet hún, já, þú hefðir átt að sjá hana, og hera hana saman við teisturnar hjerna i Víkinni; herran trúr, þvílíkur munur. En nú er Sigga mín dáin, löngu dáin og orm- arnir húnir að jeta hana upp lil agna. Minstu ekki á ósköpin! Ef við hefðum fengið að njót- ast, sæti ekki karltuskan liann Kitti lánlausi hjer hjá þjer í kvöld. En þetta átti fyrir mjer að liggja. Mömmu minni var ekki vel við Siggu, fullyrti að hún \æri að draga mig á tálar, hjengi utan í mjer í kvöld og hinum strákunum á inorgun, eftir þvi sem besl gengi. .Teg þóttist þó viss um, að þetta væri misskilningur hjá mömmu. Að visu var Sigga kát, og spaugaði við hvern sem var, en það var áreiðanlegt að hún elskaði mig og engan annan. Hún sagði líka altaf að lnin skyldi hætta að grínast við aðra en mig, um leið og við giftum okkur. Þá skyldi hún hugsa um mig einan, heim- ilið okkar og börnin .— Þvílik tilhugsun. Nei, jeg segi þjer satt, bænir mömmu liefði jeg að engu haft, ef ekki hefði annað komið fyrir. Sjáðu nú til, þá var það, að mig dreymdi ó- nei lladrauminn“. „Óheiíladrauminn ?“ „.Tá, þvilikur draumur! Mig dreymdi, að jeg var staddur inni á Hótel Reykjavík — jeg vænti það sje m! ekki lengur til —. Þar sat jeg við borð og draklc

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.