Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1933, Síða 6

Fálkinn - 17.06.1933, Síða 6
6 F Á L K I N N Sunnudags hugleiðing. Ótti. I. Mós. 3: 9—10. En Gu'ð kalla'ði lil Adams og sagði við hann: Hvar ertu? Og hann svaraði: Jeg heyr'ði rödd þina í aldingarðinum ,og varð hræddur. Til cr ógurlegt afl, sem heitir ótti. Þegar liann her að garði leggur sjerhver gleði og ánægju á flótta. Reynir þú að flýja hann, á fák eða hjóli, þá situr hann ýmist fyrir aftan þig í söðlinum, cða á stýrinu fyrir framan. Það er til æfintýri um „önund ótta- lausa“, en jeg efasl um, að sá Önundur hafi nokkurntíma verið til. Þekkir þú þetta afl? Fyr eða sí'ðar munt þú komast í kynni við það. — Á daginn hangir leð- urblakan i leyni, hreyfingarlaus og með samanlagða vængi; en í rökkrinu leggur hún af stað á hljóðlausu flugi. Með líkum hætti levnist óttinn í einhverjum afkima hjartans, meðan sumar- sólin þín er hátt á lofti; en þeg- ar kvöldhúmi'ð kemur, þenur hann út gráu vængina og flögr- ar ásækinn í kringum þig. Með hverjum hætti kom ótt- inn í heiminn? Adam hafði svndgað. Og þegar skuggarnir lengdust og kvöldsvalinn kom, j)á varð hann óttasleginn, er Guð kallaði á hann. Adam! hvar crtu? Og hann varð a'ð gegna. Synd og ótti eru förunautar. Þegar barnið hefir verið óhlýð- i'ð, er })að óttaslegið og niður- lútt. Heiðingjarnir eru síhrædd- ir. Rökkrið og kvöldnepjan og óttinn, sem kom upp í aldin- garðinum kvöldið forðum, j>að grúfir enn yfir jörðinni. Adam! livar ertu? Guð kallar á j)ig inst inni í djúpi samvizk- unnar, og þú verður að gegna. En hve oft sagði ekki Jesús: „Óttist ekki“! Felum oss i faðmi hans, þá hverfur óttinn, en hjarta'ð fvllist friði og fögnuði. Olf. Ric. Á. Jóh. Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið; enginn kemur til Föðurins, nema fyrir mig.-------- Ilver sem elskar mig, mun varðveita orð mitt, og faðir minn mun elska hann, og til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum. Frið læt jeg eftir hjá yður, minn frið gef eg yður------- Hjarta vðar skelfist ekki né hræðist. Jóh. U. Fegursta fjallaleið á íslandi Útvarpserindi eftir GUÐMUND EINARSSON frá Miðdal. Ef þið lciti'ð að undralömpum og óskasteinum við })jóðveginn j)á hættið að leita á alfara- vegum. Leitið heldur til fjallanna og viðáttunnar um órafjarlæg'ðir, í hlámóðu sjóndeildarhringsins. Því óskasteina er eigi að finna við brákarpolla borganna og töfralampar liggja ekki á ösku- haugum. Hjá þeim, sem leita við þjóð- veginn þrengist sjóndeildar- hringurinn með árunum uns liann verður þrælbundinn inhan þriggja veggja við þrjár málti'ð- ir. - Þegar öngþveiti efnishyggj- unnar ste'ðjar að fólkinu hrópar það: Hvernig eigum við að lifa? Vitandi vel að hamingjuna er frekar að finna innan um hvannarætur og við yndi sum- arvinda, heldur en á strætum og torgum. Þeir sem halda að veggir ó- skapnaðarins sjeu að hrynja yf- ir sig verða að forða sjer lengra cn í dyragættina, annars geta þeir ekki hugsað rólega um hættuna. En friðland þeirra, sem vilja hugsa í næði, og komast í sam- hand við reginöfl náttúrunnar cru fjöllin háfjöllin — jökl- arnir. Nú fer sólarmánuður í hönd, þá fara þeir að tygja sig til far- ar, sem liugsa til fjallanna. En þeiin þarf að fjölga. Enn eru þeir svo raunarlega fáir, sem geta rifið sig upp úr dægurj)ras- inu og lagt af stað. Ungir menn, takið hendurnar úr vösunum og leggið af stað, ungmeyjar, þurkið af ykkur púðrið og fylgist með þið eig- ið að kanna árnar og leita að nýjum leiðum fyrir eldra fólkið. Ef einhver gæti haft gagn af stuttri leiðarlýsingu fyrir sum- arferð sína, þá ætla jeg að segja í fáum dráttum frá fegurstu fjallaleið á Islandi. Þau 14 sumur sem jeg hefi ferðast um öræfin, hefi jeg haft mesta ánægju af þeim slóðum. Við skulum mætast á Arnar- vatnsheiði, j)ið getið lagt upp úr Borgarfirði, frá Húsafelli eða Kalmannstuhgu um Arnarvatns- heiði. Líka farið yfir Tvídægru, cða að norðan úr Vatnsdai um Grímstunguheiði. Hvar, sem j)ið tjaldið vi'ð vötnin, j)á leggið mjög snemma af stað næsta morgun og stefnið á Stórasand. Sum- staðar sjáið j)ið vörðubrot gamla vegarins yfir Stórasand, en ann- ars er vegur ekki nauðsynleg- ur. Stefnið við framanvert Lyklafell við norðausturenda Langjökuls. Þar getið þið fund- ið einn fegursta skjaldgíg, sem til er, gígopið er venjulega liálf- fult af snjó, en i þeim helmingi Hrauneyjafoss í Tungná. sem auður er sjest niður í kol- svart gímaldið. Skamt fyrir sunnan gíginú eru Hundsvötn (ekki á korti); farið fyrir norð- urenda lengsta vatnsins, því su'ðurendinn nær upp í jökul. Vatn þetta er fagurgrænt á lit og undrafagurt. Stefnið svo fyr- ir sunnan Helgufell eða hjerum- hil í suðaustur, uns j)ið sjáið revkinn al’ Hveravöllum, ef j)ið komið að Seyðisá, j)á fvlgið henni uns hún fellur i Blöndu, því j)ar kemur maður á Kjalveg, og á j)ví hægt með að finna Hveravelli ef skygni er vont. — Gleymið ekki timanum á Hvera- völlum, ef þið j)urfið að flýta ykkur, hcldur leggið af stað um hádegisbil fram Tjarndali til Fögruhlíða við upptök Fúlu- kvíslar. Þaðan er best að ganga á Langjökul eða að minsta kosti á Rauðkoll hinn syðri. Tjaldið liátt í Fögruhlíðum, j)ið munuð aldrei gleyma útsýninu þar ef skygni er til Hofsjökuls og Kerl- ingarfjalla, eins blasa skriðjök- ulfossar Hrútafells við manni þar. Úr Fögruhlíðum til Ilvít- árvatns er ekki vandratað, en gleymið ekki að skoða gljúfur Fúlukvíslar vandlega. Hvitár- vatn er nú orðin miðstöð fjalla- manna, síðan Ferðafélagið reisti j)ar hinn vandaða skála. Þaðan er hægt að fara ótal skemtiferð- ir. En J)ið sem ekki hafið nema cina viku til umráða getið nú eina viku til umráða getið’ nú ekki ferðast lengra, heldur far- fossi til bygða. Þeir, sem hafa hálfan mán- uð eða mcira til umráða halda áfram til Kerlingafjalla. — Yfir Jökulfallið eða Jökulkvisl er farið aðallega á tveim stöðum, á móts við Gránunes eða þar sem fallið beygir niður að gljúfrunum. Vissara vað er á móts við Árskarð, nokkuð ofar cn Árskarðsá fellur í Jökulkvísl. Við Árskarðskofa er undurfag- urt, en j)ó mega þeir sem hafa marga hesta ekki liggja þar, heldur í verinu fyrir austan ás-' inn, J)ar er meira liaglendi. Ef sæmilegt er skygni, j)á er sjálf- sagt að ganga á Kerlingaf jöll, það er vandalítið, en enginn má fara þarna um, án j)ess að skoða hveradalinn, sem Ár- skarðsá fdlur úr — j)að er ann- ar mesti líparítgígur á landinu og vildi jeg kalla hann 1000 hvera-dal. Úr Árskarði farið j)ið yfir Illa- hraun til Nauthaga við Hofsjök- u 1. Það má j)ræða malarhryggi næstum því yfir hraunið ef far- ið er hjá Helsingjavötnum, sem Austurríkismaðurinn fann í hitt- cðfyrra og skýrði Klakksvatn. Annars ber Illahraun nafn með rentu og j)eir sem fara ógætilega mcga ekki leggja á hraunið, heldur verða j)eir að krækja vestur fyrir fjöllin enda þótt það muni 4r—5 tímum. ■* Nauthagi er eins og Hvítár- nes Gozenland öræfanna, Þar er stargresið meterhátt, volgar t laugar og stórfenglegt iitsýni, hvergi er betra að ganga á Hofs- jökul en j)aðan. Þó má enginn fara upp á jökulinn án öryggis- lcaðals og minst 3 menn saman. l'r Nauthaga er liægt að fara inn að Arnarfelli hinu mikla og til baka aftur á einum degi og þó er tími til að ganga á Arn- arfell. A leiðinni inn að Arn- arfelli er mesta blómaskrúð á íslandi og stórfddur jökulruðn- ingur, ])ví jökullinn liefir gengið lil haka um 200 metra nú á síð- asta áratug. Af Arnarfelli sjer maður nærfelt um land allt og upptök Þjórsár liggja sem silfur- net við fætur manns. Til beggja handa jökulskriður, sem ýta á undan sjer miljónum tonna af grjóti. Þjórsá — j)róttmesta og ægilegasta vatnsfall landsins á hjer upptök sín í íshdlum og sprungum. Arnarfell klýfur jök-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.