Fálkinn - 15.07.1933, Qupperneq 11
F Á L K I N N
11
Framköllun Ijósmynda.
Þl'i hefir sjálfsagt mikinn áhuga
fyrir ]>ví a<5 taka mynclir. Og ef
þú átt eklci litla myndavjel, þá
hýst jeg vi'ö að þaÖ sje einmitt
hún, sem þig langar lil aÖ eignast
fremur en nokkuð annað. En til
þess að hafa gaman af myndatök-
um er ekki nóg að taka myndina
aðeins og afhenda svo ljósmynd-
aranum filmuna. Þú þarft að kunna
að framkalla filmuna sjálfur og ef
þú kant það, þá er auðlært að
kopíera myndirnar eftir filmunni.
Sumir hafa svo mikið að gera að
þeir mega ekki vera að þessu og
láta ljósmyndarana gera það, en
þeir vita ekki hvers þeir fara á
mis, þvi að það er gaman að fylgj-
ast með í því hvernig myndin
verður til. Og ef þú gerir alt að
myndinni þá geturðu sagt, þegar
þú sýnir hann: þetta hefi jeg gert.
En það getur maður í rauninni
ekki sagt, ef maður aðeins tekur
myndina, en lætur svo ljósmyndar-
ann gera alt hitt.
Nú ætla jeg að gefa ykkur nokkr-
ar leiðbeiningar um hvernig farið
er að þvi að framkatla filmur og
plötur og kopíra þær á ljósmynda-
pappír.
Lampinn i myrkraherberginu.
Myrkraherbergið verður að vera
aldimt, svo að engin ljósglæta
komist þar inn utan frá. Þegar þú
hefir valið þjer myrkraherbergið
ferð þú þar inn og lokar vel á
eftir þjer hurðinni. Eftir skamma
stund, þegar augun í þjer hafa
vanist myrkrinu sjerðu brátt hvort
nókkursstaðar sjest skíma gegnum
rifur, og timir þá þykkan pappír
fyrir rifurnar, svo að þær sjáist
ekki.
En þó að nauðsynlegt sje að
hafa ilimt i myrkraherberginu get-
ur þú illa athafnað þig þar inni
i myrkrinu, því að þú ert eins og
blindur maður. En þarna ntá ekki
koma vollur af dagsljósi, því að þá
skemmast filmurnar eða plöturnar
Ef að rafljós er í húsinu áttu að
kaupa þjer rauð glerbólf til að
setja utan um peruna. En ef þú
verður að nota steinolíulampa, ])á
verðurðu að fá þjer rautt lampa-
glas á hann. Líka er liægt að fá
rafinagns vasalampa með rauðri
peru, en þeir endast stutt. En hvaða
lampa sem þú velur máttu til að
muna, að þarna inni í herberginu
má ekki vera nema rautt Ijós, þvi
að það er eini liturinn, sem film-
urnar þola.
dískilegast er að hafa rennandi
vatn í myrkraherberginu, en þó er
hægt að komast af með vatn í
skjólu. Um að gera að hafa vatnið
nógu míikið.
Áður en hugsað er um að fara
að framkalla verður framkallarinn
og fixerbaðið að vera tilbúið.
Fjöldi tegunda er lil af framköll-
urum og suma þeirra er hægt að
kaupa tilbúna. En við skulum nú
blaiula okkur framkallara sjálf.
Fyrst skulum við ná okkur í
slóra flösku, sem rúmar tvo lítra
af vatni. Hún er hreinsuð vand-
lega með sandi og vatni, siðan
skoluð með saltsýruþynningi og
loks skoluð úr volgu vatni, sem
hefir soðið.
Svo leysir þú upp 5 gröm af
metól í einum lítra af yatni, helst
eimhreinsuðu og svo leysir ]>ú upp
í vatninu, aðeins eitt efni i einu,
en í þessar röð 120 gröm natrium-
sulfit, 8 gr. hydrokynin, 150 gr.
pottösku og loks 2 gr. brómkalium.
Þessi upplausn getur lialdist ó-
skemd lengi. Þegar framkallað er
skal einn hluti af þessari upp-
lausn notaður móti þremur hlutum
af vatni.
Fixerbaðið er búið til með því
að leysa 250 gr. undirbrennisteins-
súru natron upp i einum litra af
vatni.
Skálarnar sem þú framkallar í
verða að vera úr gleri eða postulíni
og þær verða að vera vel hreinar
og er gott að hreinsa þær öðru
hverju úr þyntri saltpjeturssýru.
Skálin undir fixerbaðið ihá vel
vera einaljeruð.
Fyrir plötur að stærð lixð cm.
eru mátulegar skálar að stærð 9x
Í2 og fyrir plötur 9x12 skálar að
stærð 13x18.
Það er nóg að vökvinn í skálun-
uni sje einn cm. á dýpt.
Nú stendur þú í myrkraherberg-
inu og átt að leggja plötu í fram-
kallarann. Þá er um að gera að
vökvinn drcifist jafn yfir alla plöt-
una undir eins og lietta er best
að gera með því að halla skálinni
til og frá svo að vökvinn renni
fram og aftur enda á milli í skál-
inni svo að vökvinn sje á sifeldri
hreyfingu yfir plötuna.
Filmuna er best að l'ramkalla
með því að lialda i báða enda
hennar og draga hana fram og aft-
ur gegnum vökvann, þannig að hún
vökni öll á sein allra skemstum
tíma.
Nú kemur næsta spurningin.
Hvað lengi á maður að hafa filrn
una eða plötuna i framkallaranunr'
I'ramköllnn filnm.
Það er neínilega alls ekki auð-
velt, vegna ]>ess hve hirtan er litil
í herberginu, að dæma um hvort
platan sje nægiiega framkölluð eða
ekki og það kostar langa æfingu
að verða viss í sinni sök um það.
F.n nú skal jeg kenna þjer ráö.
Til þcss að nota það þarftu að
nifa úr með sekúnduvisi.
Þú litur á ú:ið i sama augna-
bliki og þú leggur plötuna í baðið
ög tekur eftir hve langur tími lið-
ur þangað til fer að móta lyrir
f'’rstu dílunum á plötunni, eða
myndin ler að byrja að koma fram.
Segjum að það sjeu 20 sekúndur.
I>ú margfaldar töluna með 15 og
þ-ið verða 300 sekúndur eða 5 mín-
útur. Mundu því töluna 15 og marg-
faldaðu með henni sekúndufjöldann
sem líður þangað til myndin byrj-
ar að koma fram. En þessi regla
á aðeins við þegar notaður er sa
Iramkallari, sem nefndur er lijer
að framan.
Eftir framköllunina er platan eða
filman skoluð vandlega upp úr
vatni og síðan lögð í fixerbaðið.
Þegar hún hefir legið þar svo sem
tvær mínútur er þjer óhætt að
skjótast út úr myrkraherberginu.
En platan á að liggja tíu mínútur
alls í fixerbaðinu, eða þangað til
þú sjerð að ekki vottar fyrir neinu
hvítu á himnunni á plötunni eða
filmunni.
,,Rekknrinn“
Þegar þú hefir tekið filmuna
eða plötuna úr fixerbaðinu lætur
þú hana ofan i vatn til að þvo af
henni baðið, og þetta verður að
gera vandlega, því að annars
skemmist Inin von bráðar. Ef þú
liefir rennandi vatn áttu að láta
plötuna liggja undir krananum
eigi skemur en klukkutima, en haf-
irðu aðeins kyrt vatn verður plat-
an að liggja lengur og þú verður
að skifta um vatn með stuttu milli-
bili og hal'a vatnið mikið. Eftir
skölunina seturðu plöturnar i
„rekk“ eða grind eins og ])ú sjerð
lijer á myndinni og hana gætir þú
búið þjer lil jálfur. En l'ilmuslengj-
ur er hægast að hengja undir loft
Fteyndu ekki að þurka plötur ná-
lægt hita þvi að þá skemmast þær.
Seinna skal jeg segja þjer frá
hvernig þú átt að fara að þvi að
kopiera myndir eftir plötum og
filmum.
1ELUMYND
Örninn hefir fengið skot í væng-
inn, svo hann getur ekki llogið.
En hvar er sá sem skaut.
Kunnur austurriskur svifflugmaður,
Kronfeld að nafni hefir setl nýtt
met. Var hann 4Vi tima á flugi og
flaug yfir Vesúvíus en flugið var
erfitt vegna þess hve misvindasaml
var yfir fjallinu. Flugmaðurinn
heyrði hávaðnnn af götunni í Nea-
pel upp í 700 metra hæð.
----x----‘
Franciska Gaal heitir sú leik-
kona Evrópu, sem mest þykir til
koma um þessar múndir og er hún
ungversk. Erópuútbú Universal hef
ir ákveðið að leika þrjár gaman-
myndir með henni í aðalhlutverk-
inu en mótleikari hennar verður
Paul Hörbiger. Myndirnar verða
teknar á ensku, þýsku og ungversku.
----Y----
Hússneska stjórnin hefir ákveð-
ið að verja 60 miljón rúblum lil
umbóta áútvarpinu í Rússlandi.
Fyrst og fremst er það ný stöð,
1200 kg., sem peningarnir ganga
lil og ennfremur á að smíða þrjár
hreyfanlegar stöðvar, sem verða
fiuttar með járnbrautum um landið
þvert og endilangt. Annars þykir
Vestur-Evrópu Rússa vera vargar í
vjeum hvað útvarpið snertir, vegna
þess að þeir hlíta ekki alþjóð-
samningum um öldulengd og því
um líkt og trufla stórlega ýmsár
stöðvar.
í Frakklandi er kvenfólk svo
miklu fleira en karlmenn, að þar
eru um tvær miljón piparmeyiar
að jafnaði. En þessar öldruðu stúlk-
ur vilja fyrir hvern mun geta kall-
að sig frú eða ,,madame“ og ])ess-
vegna er það algengt, að þær fá
menn til að giftast sjer og skilja
vo við þá jafsnharðan. Ýmsar lantl-
eyður af kunnum ættum láta stúlk-
• urnar borga altað 50.000 franka
fyrir að láta þær „eignast eftirnafn-
ið sitt“, en i iðnaðarbæjunum þarf
sjaldnast að borga nema 100
franka fyrir mann, sem vill ganga
í svona málamyndahjónaband.