Fálkinn - 15.07.1933, Page 14
14
F Á L K I N N
ef vill, eða haldið þvi fram, að skipshund-
urinn sje með hundaæði. Náið svo i sýnis-
horn af hveitinu og sendið til Hollis. Heimt-
ið tafarlaust rannsókn. Jeg býst alveg við
að það komi i ljós, að hvert hveitikorn i
öllum þessum förmum sje eitrað. Tvö skip,
sem koma á Iaugardaginn varð að fá sömu
meðferð.
— Og í þriðja lagi V
Kallið saman fund með blaðamönnum.
Skýrið þeim frá öllu málinu, eins og það
leggur sig, og leiðið þeim fyrir sjónir, að
öryggi landsins sje undir þagmælsku þeirra
komið. Þeir fara aldrei að verða ósanngjarn-
ir. Þeir skilja hversu alvarlegt ástandið er,
alveg eins og þjer skiljið það — nema kann-
ske dálítið fljótar! Setjið strangt eftirlit á
allan frjettaflutning þessu viðvikjandi. Vorst
reiknar með því að láta blöðin lijálpa sjer
á fyrirhafnarlítinn hátt, til þess að vita ár-
angurinn af verkum sínum.
Árangurinn af liinum ýmsu eiturteg-
undum yrði nákvæmlega skrásettur fyrir
liann. Að fá blöðin til að þegja, er eina ráð-
ið til að tefja fyrir honum og setja út úr
samhandi. Þá má blinda hann svo að hann
vaði í villu og svíma. Látið hann ekki fá
minstu fregnir um, hvernig útbreiðsla sjúk-
dómanna gangi. Nú sem stendur er hann að
gera tilraunir sinar á strjálbygðustu stöðum
landsins — er að rannsaka áhrif sýkla sinna
þar, sem illmögulegt er að ná til læknis,
nema með löngum f^TÍrvara. En eftir viku
fer liann að grisja i stórborgunum. Þjer
vinnið fjTsta sigur yðar, ef yður tekst að
blinda hann með því að láta hann engar
frjettir l'á.
— Nokkuð fleira?
— Já, í fjórða lagi, og það er mest um
vert af öllu hvað mig snertir — finnlð
ungfrú Coralie Warden.
Augnabrúnir lögreglustjórans gátu að-
eins sjest kiprast.
Ungfrú. . . . liverja? sagði hann og ljet
augun reika um alla stofuna.
Ungfrú Coralie Warden.
— Frá óperunni?
— Já.
Lewis leit augunum aftur hægt á Maine.
Þau hvíldu á honum ljett og samt gat Maine
fundið það á sjer, að horft’var á hann.
— Að hvaða leyti kemur eiginlega sú unga
kona málinu við? spurði lögreglustjórinn
með röddu, sem stakk eins og stálbroddar.
Maine svaraði augnaráði hins og dró ekki
af.
— Það er atriði, sagði hann, — sem
hvorki viðkemur yður nje Scotland Yard,
nje stjórninni, nje neinu í heiminum, nema
mjer. Og jeg hef annað að gera én tala um
kvenfólk í dag.
— Svo þjer talið ekki um kvenfólk?
— Ekki stakt orð.
— Ungfrú Warden var stúlkan, sem vai* í
húsinu í Park Lane, sem áhlaupið var gert
á?
— Maine var að fægja nögl. — Hvað hald-
ið þjer um veðhlaupin? sagði hann.
— Og þessi stúlka hefir virkilega búið
Jiarna hjá Jaan Vorst?
— Jeg held J^að ætli að fara að rigna. Þá
fá fangarnir í Dartmoor að vinna inni við.
— Þakka yður fyrir hr. Maine. Fleira var
það ekki í dag.
Það hefir verið gott veður, svaraði
Maine og gekk út að dyrum.
Sir Everard leit livössum augum á mann-
inn, sem var að fara.
Þverhaus! tautaði liann við sjálfan sig.
Spæjarinn, sem inni var, kinkaði kolli. —
Já, hann er eins og harðlæst skúffa. Gat ekki
fengið orð upp úr honum þegar jeg var
heima hjá honum. Hann sagði ekki annað
en það, sem liann vildi sjálfur, en var að
öðru leyti lokaður eins og Englandsbanki á
helgidegi.
Lögreglustjórinn hlustaði sýnilega ekki á
þetta. Hann vissi ekki framar af því, að
þpæjarinn væri inni.
Stórmerkilegt! tautaði hann við sjálfan
sig. Virkilega stórmerkilegt! Alveg eins-
dæmi í allri minni reynslu.
Spæjarinn stalst til að líta á liúsbónda
sinn. Hafið þjer fundið nokkura senni-
lega lausn? spurði hann.
Lögreglustjórinn virtist eins og draga sig
(saman í kuðung. — Tja, sennilega? Já,
og kannske meira. Ef þessi stúlka virkilega
hefir hafst þarna við, svo ekki sje um að vill-
ast, höfum við Jaan Vorst undir læsingu áður
jen þessi dagur er liðinn. Fljótir nú náið
i þennan Maine. Látið hann ekki sleppa
jeg þarf að tala meira við hann. Hann hefir
á rjettu að standa —- frá upphaíi til enda
og jeg þarf að fá liann hingað aftur. Ef þjer
flýtið yður, getið þjer náð í hann áður en
liann kemst út á götuna.
Spæjarinn þaut upp til handa og fóta og
reil' með sjei* hatt sinn á lilaupinu. Sir Ev-
erard Jjreif símatólið og sendi heila runu af
skipunum sumar til fulltrúa sinna en aðrar
lil stöðvarstjóranna á smástöðvunum og
jafnvel enn aðrar til símafólksins á stöðv-
unum.
Og sendið tvo spæjara og einn foringja
úl til Hendrys, endaði hann skipunina. —
Flanið samt ekki að neinu. Segið þeim bara
að vera á vakki og láta eins og þeir sjeu
með aftur augun. Svo þarf jeg að heyra frá
þeim á hverjum klukkutíma. Það ætti að
koma þangað lalsverður straumur af Asíu-
mönnum innan skamms. Og jeg vil vita
hvenær það verður. Líka ef þangað kemur
maður að nafni Kellard Maine. Hann setur
þar alt á annan endann — en í guðs bænum
látið hann sjálfráðan. Hjálpið honum ef
hann þarfnast hjálpar — sem ekki verður.
Hann greip hatt sinn og var að stika út
eins og hermaður, sem ætlar að leggja til
orustu.
Niðri í ganginum náði hann í spæjarann
og Maine.
Spæjarinn hjelt einn uppi samtali þeirra.
Lögreglustjórinn tók Maine til hliðar.
Mjer þykir leitt þetta sem fór okkar
á milli, rjett áðan. Jeg var ekki alveg með
á nótunum, því þjer sjáið lengra fram i
þessu máli en jeg. Þjer hafið á rjettu að
standa: Þetta er eina leiðin, sem farin verð-
ur. Auðvitað var ])að rjett hjá yður. Hafið
|>jer heyrt þð siðasta?
— Nei, sagði Maine þurlega og sneri sjer
við.
— Tugaveikifaraldur tilkynntur i morg-
un frá nýbýlahverfi norður í landinu —
í Chiltern Hills. En auk þess einhver sjúk-
dómur í blóðinu, sem læknarnir geta ekki
þekt. Hollis liefir verið í alla nótt að rann-
saka þessi sýnishorn, sem þjer tókuð með
yður úr kjallaranum. Jeg býst við honum
hingað á hverri stundu. Það er snildarlegur
kall. Vona að hann hafi þefað eitthvað uppi.
Jeg er að leggja á frjettabann, gegn um heil-
brigðisráðuneytið. Ætla að tala við ritstjór-
ana sjálfur. Og þá halda Jieir kjafti í
bráðina, að minsta kosti.
Taugaveiki? sagði Maine, hugsandi. ■—
Það var slæmt, hún hefir borist i vatni, og
Jiað bendir á, að Jjeir eru farnir að eitra
uppsprettur. Þjer skuluð sanna, að öll smit-
unin Jjarna í Chilterns kemur frá einni og
sömu uppprettu. Finnið hana og sendið
menn til að grafa fyrir það. Þeir munu
finna stóra hólka fulla af sýklagróðri, sem
síast i vatnið smátt og smátt. Var nokkuð
fleira ?
Nei. En Jjangað til i morgun hafa verið
tilkvnnt 34 dauðsföll frá hinum stöðunum.
Ja, svei, svei!
Já, finnst yður það fallegt?
Eftir svo sem viku verður fyrst and-
skotinn laus fyrir alvöru, nema því aðeins
við finnum Vorst.
Lögreglustjórinn leit fast á Maine og augu
lians skinu kall. Hann rjetti honurn hend-
ina. Góða ferð, drengur minn, sagði hann
innilega. Og heppnin fylgi yður!
Þakka yður fyrir, svaraði Maine.
Jeg Jiarf engrar heppni með.
Þeir voru nú komnir út i stóru hogadyrn-
ar, sem vita út að Victoria Embankment.
All í einu snarstansaði Maine, og greip i öxl
liins.
Góðlegur gamall maður, kom gangandi
í áttina til Jieirra og var að þreifa i vasa sinn
eftir sinápeúingum en eldspýtnasali haltr-
aði við lilið hans. Hann lók eldspýtnastokk-
inn en hinn haltraði áfram að hliðinu til
neðanjarðarbraularinnár.
Hollis, saj(ði lögreglustjórinn.
Já, og svarti Jiríhyrningurinn llka!
hvæsti Maine. Guð minn góður svo Holl-
i is er J)á búinn að i'á sinn. Þessi eldspítna-
sali er Dassi!
Lewis snarstöðvaðisl og augu hans þutu
milli Hollis og Maine og siðan að Hindúan-
um, sem var óðum að hverfa.
í sama vetfangi gaf hann skipandi bend-
ingu til lögreglumannsins, sem var á verði
við brautarinnganginn. Hann kom lilaup-
andi.
Fljótur — farið á eftir Jjessum manni,
sem er þarna að haltra um. Missið ekki sjón-
ar á honum. Hringið til mín strax þegar
hann fer niður. Lögreglumaðurinn hafði J)eg-
a tekið lil fótanna, jafnvel áður en yfir-
maður lians hafði sleppt orðinu.
Kellard Maine hafði krækl handlegg sín-
um undir handlegg doktorsins og var nú
á leiðinni uppá gangstjettina. Doktor Hollis
sagði ekki neitt, en var hvort tveggja í senn
reiður og undrandi á svipinn.
Samkvæmt því uppeldi er hann hafði
fengið á sínum tima, var hann stranglega
kurteis sjálfur, og gat Jjví heldur ekki Jiol-
að að aðrir sýndu honum annað en kurteisi
Og þarna hafði hann fyllsta rjett til að vera
snefsinn, Jiví Maine hafði formálalaust rif-
ið eldspýtnastokkinn úr liendi hans, er hann
ætlaði að fara að opna hann. Jafnvel milli
kunningja var slíkt óafsakanlegt, en Maine
hafði komið þai-na eins og sá, sem valdið
hafði og hrifsað af honum stokkinn, — hans
eigin eldspýtur — og nú vildi doktorinn fá