Fálkinn - 30.09.1933, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
Landskjálftinn
Sunnudags hugleiðing.
Glatað um aldur og æfi.
I. Mós. 27: 38.
Og Esaú mælti við föður
sinn: Hefir þú ekki nema
þessa einu blessun til, faðir
minn? Blessa mig lílca, faðir
minn! Og Esaú tók að gráta
liástöfum.
Esaú var sannkallaður úti- •
gangsþjarkur. Með boga um öxl
úti á dýraveiðum — þá var hann
i essinu sínu. Honum var ósýnt
um að koma á rjettum tíma
til mállíða, en kom svo heim
banhungraður þegar lians tími
var kominn. Andlega hluti ljet
hann sig litlu skifta; og eins og
Valdimar konungur kvað sig
ekkert varða um himnariki,
hara að hann fengi að halda
uppáhalds-höll sinni, svo ljet og
Esaú — í augnabliks-athuga-
leysi og örmagnan — frum-
burðarrjett sinn af liendi fyrir
eina flatbauna-máltíð. Stæltur
var hann og liarðgjör, og sjald-
an munu lionum hafa komið
tár á kinnar. En því álcafari
vai-ð gráturinn, þegar loksins
losnaði um hann. Og þá er það
svo afar-sárt, að hann á hvergi
athvarf með sorg sína. Um ald-
ur og æfi var hann búinn að
glata blessuninni, af því að hann
sinti lienni ekki fyr en í ótíma.
Margir vel gefnir, atorkusam-
ir og elskulegir unglingar hafa
beðið sama tjón. Þeir hugsuðu
mest um gamanleika, dans, úti-
verur og fjárbrall. Blessunina
ljetu þeir eiga sig. Og svo einu
nótt — á ógættri stund — seldu
þeir æskuhreinleik sinn fvrir
skammvinna stundar nautn.
Aldrei fengu þeir hann aftur. —
Þeir grjetu til ónýtis.
0, að þeir vildu koma til
Jesú með tár sín og trega!
Hjá honum mundu þeir öðl-
ast frið.
01f. Ric. Á. Jóh.
Glataða blessunin:
Sjá, ifmurinn af syni mínuni
er sem ilmur af akri,
sem Drottinn hefir blessað.
Guð gefi þjer dögg af himni
og feiti jarðar
og gnægð korns og víns.
Þjóðir skulu þjóna þjer
og lýðir lúta þjer — —
Bölvaður sje hver sá,
sem bölvar þjer,
en blessaður sje hver sá,
sem blessar þig.
Almáttugur Guð blessi þig og gjöri
þig frjósaman og margfaldi þig,
svo að þú verðir að mörguin
kynkvíslum. Hann gefi þjer bless-
un Abrahams, þjer og niðjum
þínum —- —•
I. Mós. 27 og 28.
Heitmann’s
kaldur litur til
heimalitunar.
Undirbúningsorð.
Einkenni mun það vera elli
og afturhalds, að hafa gaman af
því, að líta eftir liðnum tíma.
Og þá einnig að rifja það upp,
sem borið hefir fyrir mann á
vngri árum.
Eigi mun þó úti lokað, að
yngra fólkið vilji líka heyra
eitthvað um það, er áður gerð-
ist. Má það og að sumu leyti
verða til skilningsauka á þvi,
hvað þjóð vor hefir átt að búa
við, og að öðru leyti verða til
viðvörunar og eftirbreytni, ef
eitthvað líkt ber að höndum.
Lítið verður hjer þó sagt til
nytsemdar, og lauslega aðeins
frá því einstaka atviki, er fyrir
mig hefir borið. Ef takast mætti
að gera eina mynd sæmilega
skýra, táknaði liún' og túllcaði
margar aðrar líkar. Og gæti þá
verið auðveldara að átta sig á
henni, en á útdrætti, eða stór-
feldri og margbrotinni heildar-
mynd. — Heildaryfirlitið um
landskjálftan má hka finna í
blöðum frá sama tíma, en
hvergi svo fulkomið sem í hinu
stórmerka riti Þorv. Thor.:
Landskjálftar á ísl. (bls. 4(k
199) og skýrslum merkismann-
anna þar. Yæri þá vel, ef línur
þessar örvuðu einhverja til að
lesa allan þann athylgsisverða
fróðleik.
Eftir þvr sem orðið hefir á
undanförnum öldum, má búast
við 2—5 landskjálftum á hverri
öld, svo stórfeldum að valdi
húsahruni, og jafnvel manntjóni
lijer á landi. Nú hefir ekki kom-
ið hjer skæður landskjálfti síð-
an 1912, og var þá með væg-
ara móti, á litlu svæði, aðallega
efst i Rangárvallasýslu. Er þar
líka, og um alla Árnessýslu of-
anverða, lang hættulegustu land-
skjálftasvæðin. Þeir sem hafa
alist upp á þessu svæði, siðan
nokkru eftir aldamót, þekkja
því ekki landskjálfta nje afleið-
ingar þeirra. Eigi heldur þeir,
sein á öðrum svæðmn liafa bú-
ið, þó aldraðir séu, nema þá
aðeins á litlu svæði eða með
litlum afleiðingum.
Þó eg sé næsta minnissljór og
gleyminn, man eg samt ennþá
vel helztu atburði hræringanna.
Til þess þó að varast missögn og
ýkjur, tek eg aðalpósta orð-
rjetta úr dagbók minni, er eg
ritaði samtímis atburðunum,
eða svo fljótt á eftir, sem eg gat
komið við. En bæta verð jeg
þar við nokkrum umbúðum, og
útskýringum innan um.
Staðhættir og ástæður.
Hagi í Gnúpverjahr. er mikil
jörð og fögur. Bærinn er neðsl
í mishæðóttri, hárri hlíð, sunn-
(Aðeins á einum bæ)»
an i Hagafjalli, norðanvið Þjórs-
á. Að mestu er þursaberg
(Breccie) í fjallinu, en hraun
(Lava) fast upp að því. Svæðið
alt frá Hagafjalli austur að
Búrfelli, heitir Þjórsárdalur. Er
því eigi rangt að telja Haga
neðsta bæ í Þjórsárdal, eins og
gert hefir verið, þó ekki sje
hann í sjálfum dalnum, eins og
þeir 2 bæir, sem þar eru nú eft-
ir, Ásólfsstaðir og Skriðufell.
„Betri er húsbruni en hval-
reki á fyrsta ári“.
Búskapinn hafði jeg byrjað
fyrir aðeins þremur mánuðum,
leiguliði að öllu leyti, á þessari
fögru og farsælu jörð.
Hjúin reyndust mjer að sínu
leyti eins vel og jörðin, ánægju-
leg, dugleg, húsbóndaholl og
nægjusöm. Yoru þau sex: Bú-
stýra, roskin kona (Helga Bjd.),
vinnukonur tvær (Guðbjörg og
Margrjet), vinnumaður (Jón
Eiríksson), piltur (Elías Steins-
son, Oddhól) og unglingsstúlka
(Guðfinna).
Húsum var svo háttað.
Framhýsi, með hliðvegg af
timbri mót suðri og Vz þil á
stöfnum, en veggir á 3 vegu. í
vesturenda hússins voru bæjar-
dyrnar, þar var eldavjel og eld-
hús innaraf, en í hinum enda
stofa afþiljuð (máluð) með
gangi á bak við að búri. Loft
var í húsinu og járn á þaki,
með nokkuð niildu risi. Á aust-
ur stafni var gluggi lítill, en
lileri stór. Þeim megin var
smiðja næst og svo hlaða, með
litlum stafnþiljum fram að
stjettinni (lilaðinu). Að vestur-
gafli var þykkur veggur og
göng gegnum hann til baðstofu.
Ilún var rúmgóð og afþiljuð
inni, með lágum veggjum (um
2 áln.) en háu risi. Þil var á
suðurstafni, en gaflhlað upp i
topp á norðurstafni. Auk suður-
glugga var gluggi á vesturhlið-
vegg. Laust vestar var fjósið og
hlaða. Öll voru þessi hús með
torfþökum þykkum. Veggir að
miklu í jörð, og hlaðnir úr
grjótlögum, með torflagi þunnu
á milli laga. I suðurenda bað-
stofu voru rúm við veggi, þá
dyr og kaffiborð móti, þá önnur
2 rúm eins, föst, með binding
upp i sperrur, og enn tvö rúm
að gafli. Nokkra tugi metra nið-
ur frá bænum, voru lambhús
tvö ( og hrútakofi) á lágum liól-
um, með hlöðum við gafllilað,
og dyrum í garðajöt ur. (Eins
voru ærhúsin, og bygging öll í
góðu meðallagi. — Fjárhúsin
munu hafa búið að liandaverk-
um Ásmundar frá Stóruv. i
Bárðardal og sona lians).
1896.
Hræringarnar og störfin.
(fyrir 37 árum).
Að kveldi 26. ágúst 1896, kl.
langt gengin 10, var fólkið að
liátta, en eg var að leysa úr
seinustu böggunum, sem liirtir
voru um daginn. Og nú læt jeg
dagbókina lýsa þvi, sem gerðist.
Þegar jeg gekk heim frá verki
fyrir austan lambhúsin, heyrði
jeg fyrst þungan nið, sem stór-
kostlegustu reiðarþrumu, síðan
voðalegt brak og bresti með
þeim fádæma ólátum og berg-
máli frá fjallinu (Hrafnabjörg-
um), að jeg hefi aldrei heyrl
neitt því líkt. Jafnframt byltist
jörðin og skalf svo mikið, að
jeg hlamsaðist sitt á hvort, eiiis
og ölvaður væri — og rniðaði
hægt áfram, þó jeg reyndi að
hlaupa svo srn orka leyfði, því
mjer var þegar ljóst hvað um
var að vera, og hver hætta var
á ferðum heirna. Þetta gekk
svo sem eina mínútu og var jeg
oft næri dottinn.
Fólkið alt hafði verið inni, en
þá er jeg kom að, var það að
brjótast út um vesturgluggann
á baðstofunni. Hafði þá norður
gaflhlaðið molbrotið j>ilið og
hrunið ofan á bakið á Jóni, er
sal á rúmi sínu, en — lionum
til lífs — þó aðeins undir jaðri
gaflhlaðsins. Gat hann þvi risið
upp og di-egið Elías undan
neðstu þiljunum, er — af guðs
mildi höfðu beygst svo lag-
lega yfir liann, að hann sakaði
ekki og súðin hlífði höfðinu þar
sem hann lá steinsofandi fast
við þilið. Jón meiddist dálítið
á bakinu, aðrir komlust út ó-
skemdir. Gaflhlaðið alt, niður
undir grundvöll, var komið inn,
meira en á mitt gólf og afan i
4 rúmin. Rúmfötin náðust þyí
ekki fyr en búið var að róta
burt torfinu, moldinni, grjót-
inu og þiljubotnunum. Og þar
innanum var mulningur af 11
diskum og öðrum leirílátum,
sem voru í skáp á þilinu. I suð-
urenda baðstofu stóð klukka á
hillu yfir fótagafli á rúmi minu.
Hún lá á grúfu á höfðalaginu
liafði lirokkið yfir rúmlengd-
ina. Af þessu o. fl. var auðsjeð,
að fjallið hefir tekið snögt við-
bragð móti hræring láglendis-
ins, og hrint öllu frá sjer sem
lauslegt var. Baðstofan slútti nú
fram, skæld og brotin, göngin
og alt að húsinu gjörhrunið.
Norðurveggurinn lagstur á hús-
ið, og búinn að skekkja það svo,
að það slútti fram i vesturenda,
nær því um 1 fet að ofan. Búr
og eldhús voru gjörfallin. Smiðja
og Austurhlaða hengu. þá enn
uppi. Þakið af Fjóshlöðunni var
fallið ofan á heyið. Aðalfjósið
hjekk uppi, en forfjósið falíið