Fálkinn


Fálkinn - 30.09.1933, Blaðsíða 15

Fálkinn - 30.09.1933, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 13 Nýjar bæknr útgefnar af Bókadeild Menningarsjóðs: Jón Sigurðsson frá Ystafelli: Land og lýður. Bók þessi er einskonar íslandslýsing, eða drög til héraðslýs- inga, eins og höfundur nefnir það. Hann hefir ferðast um all- ar bygðir landsins, og safnað miklum fróðleik um landshætti alla, bæði úr bókum og i viðtölum við menn um land alt. Margar nýjar og fallegar myndir af íslensku landslagi eru i bókinni. Bók eins og þessi á að vera til á sem flestum heimil- um landsins, í öllum lestrarfélögum, bókasöfnum og skólum. Bókin er um 300 bls. með mörgum mgndum, í stóru broti, og kostar aðeins 8 kr. óbundin. Þorbergur Þórðarson: Alþjóðamál og málleysur. í þessari bók rekur höfundur sögu þeirra tilrauna sem gerðar hafa verið til þess að búa til alþjóðahjálparmál. Telur hann Esperanto standa fremst þeirra mála, og lengst á veg komið að verða alþjóðamál, og ræðir ítarlega um það mál, byggingu þess og útbreiðslu. — Bók þessi er 350 bls. með mörgum myndum og kostar 6 kr. ób. Dr. Einar Ól. Sveinsson: Um Njálu. Þessi bók er einnig nýútkomin, og hafa þegar birst um hana margir lofsamlegir ritdómar í blöðum og tímaritum. Allir þeir, sem hafa mætur á sögulegum fróðleik, ættu að eiga þessa bók. Verð 10 kr. ób. Fæst einnig í tvennskonar bandi. Allar ofangreindar bækur fást hjá flestum bóksölum í Reykjavik og út um land. Aðalútsala hjá: iM'ism Bókaverslun. Austurstræti 1. Reykjavík. þvottadagur —Frídagur Það er ástæðulaust að slíta fötum og skemma hendur með erfiðu nuddi á þvotti. Rinso vinnur verkið meðan þjer sofið. Rinso hefir inni að halda efni, sem draga óhreinindin úr þvottinum, án þess að skemma hann, og skilar honum hreinum og óslitnum. Þad eina sem þjer þurfið að gera, er að skola þvottinn og hengja til þerris. Notið Rinso eingöngu, næst þegar þjer þvoið, og takið eftir hvað mikið erfiði sparast. Rinso VERNDAR HENDURNAR, HELDUR ÞVOTTINUM ÓSKEMDUM R. S. HUDSON LIMITED, LIVERPOOL, ENGLAND Veggfóður. Fjölbreytt, nýtt úrvai komið. — Verðið hvergi betra. — komið og skoðið sem fyrst. Verslunin Brynja. ■ ■ ■ lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Hættið að bóna gólfin notið QLO-COAT á þau. Fæst í flestum verslunum. MÁLARINN, Sími 1496. Bankastræti 7. Framhald af bls. 2. öllum leikstjórum fremri i því að búa til áhrifamiklar myndir með fjöldanum. Þarna i þessari mynd notar hann milli sjö og átta þús- und manns og mörg hundruð villi- dýra, enda kostaði myndartakan hálfa aðra miljón dollara. Charles Laughton, enski leikar- inn, sem nú er jafnað við Jannings, leikur Neró en Fredrich March, sem menn m. a. muna úr „Dr. Je- kyll og mr. Hyde“ leikur Marcus Superbus. Claudette Colbert, sem leikur Poppeu, er svo alkunn öllum kvikmyndagestum að henni þarf ekki að lýsa, en i þessari mynd sýnir hún máske betur en hún hef- ir nokkurntíma gert, hve fjölhæf leikkona hún er. Hún hefir að jafnaði leikið saklausar stúlkur, en þarna kemur hún fram sem hin slæga munaðardrós Poppea. Og El- issa Landi leikur krislnu stúlkuna Merciu. Þessi mynd er svo einstæð, að þeir, sem ekki nota tækifærið og sjá hana fara þess á mis, að sjá merkilegasta afrekið, sem unnið befir verið framleiðslu talmynda. Hún er ógleymanlega stórkostleg. „Tákn krossins“ verður sýnd núna um helgina. „JEG VIL EI VITA HVER ÞÚ ERT“. í þessum nýja þýska gamanleik endurnýjar áhorfandinn viðkynn- inguna við ýmsa gamla kunningja, svo sem Liane Haid, Gustav Frölich Szöke Szakall og fleiri skemtilegar persónur, sem kunnar eru orðnar úr þýskum gamanmyndum. Þau tvö fyrsttöldu leika aðalhlutverkin í myndinni, tvo elskendur sem rek- ast á og ná loksins saman eftir að ýmsar torfærur hafa orðið á leið Jjeirra. Frölich, eða Robert Lindt sem hann heitir í myndinni er bíl- stjóri og afarmikið kvennagull. Fyr- ir síðarnefndan eiginlegleika miss- ir hann atvinnuna sem hann hefir haft hjá Blume kommerseráði. Þeg- ar hann kemur heim til sín sem atvinnulaus tekur Otokar gamli á móti honum. Otokar kallar hann greifa, og það er rjett, því að Lindt er einn af hinum mörgu blönku greifum, sem hefir orðið að leita sjer atvinnu við hvað sem fyrir kom, en Otokar hefir verið þjónn hans á góðu árunum. Ottokar tel- ur greifann á að fá sjer ríkt kvon- fang og hætta að aka bil og greif- inn felst á, að láta kynna sig kaffi- kóngnum Zambesi og Carmen dótl- ur hans. En þegar hann kemur á gistihúsið til að hitta kaffikónginn liittir hann með óvæntu móti Alice Lamberg (Liane Haid) og verður ástfanginn af henni, býður henni til kvöldverðar og gleymir alveg dóttur kaffikóngsins en hann verð- ur fokreiður. Og Alice gleymir að hún álti að hitta unnustaefni sitt, sem heitir Schröder. Ekki kynn- ast þau nánar Alice og Lindt og hún vill ekki láta hann kynna sig. Morguninn eftir ræðst Lindt sem bilstjóri til auðmannsins Fúhring forseta, sem heimtar af honum með- mæii. Lindt skrifar meðmæli sjálf- ur og vísar til umsangar Lerchenau greifa, en jDað er hann sjálfur. Læt- ur hann Ottokar þjón sinn koma fram í greifans stað og reynist Jiessi greifi (Szöke Szakall) mjög einkennilegur i háttum sínum. For- setinn býður honum með sjer til Italíu í bilferð og einnig er Alice með í ferðinni. En Lindt stýrir bílnum. Það gerist margt skrítið í þess- ari ferð og Alice á bágt með að dylja ást sína til Lindt. Hún ætlar að ná i Scröder þegar heim kemur til þess að gleyma Lindt en þetta fer á aðra leið. Það er best að myndin sjálf segi frá því. Geza von Bolvary hefir annast leikstjórnina en Robert Stolz samið hljómleikana i þessari mynd. Hefir myndin gengið vikum saman á ýms um stærstu kvikmyndahúsum er- lendis og er það til marks um á- gæti hennar. Hún verður sýnd um helgina i NÝJA BÍÓ. ---- W — ■-------

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.