Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1933, Page 1

Fálkinn - 09.12.1933, Page 1
JAPANAR OG RÚSSAR Það hefir verið grunt á því góða milli Japana og Rússa síðustu árin. Hefir Rússum þótt nóg um valdafikn Japana í Mon- golíu og má búast við, að til ófriðar dragi heldur fyr en seinna í Austur Asíu milli hinna voldugu lceppinauta, um hina ónumdu víðáttu Norður-Asíu. Áður hafa orðið skærur milli þessara þjóða — að ekki sje minst á ófriðinn mikla I90h—'05 og lá nærri i fyrra, að fullur fjandskapur yrði. Nýlega bar það til tíðinda, að niu japanskar herflugvjelar flugu yfir rúss- neskt land nálægt Vladivosook og hafa Rússar nú hótað að skjóta niður flugvjelar, ef þær komi á þessar slóðir aftur. Og i báðum löndunum er alið á gagnkvæmu hatri. Kom það m. a. í Ijós á síðustu árshátíð rússneska ráðstjórnarríkisins. Þó kvað ennþá meira kveða að ófriðarundirróðrinum í Japan og ekki slept neinu tækifæri til að ala á hatrinu til Rússa. — Myndin er tekin af samkomu í Tokío og sýnir múginn vera að hylla einn af gömlu aðmírálunum úr stríðinu 1905.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.