Fálkinn - 09.12.1933, Síða 2
NÝJA BÍO
------ QAMLA BÍÓ ------------
ÚtvarpsMdið mikla.
Fjörug og afar skemtileg út-
varpsmynd í 10 þáttum. í mynd
þessari skemta frægustu út-
varpshljómsveitir og helstu
listamenn Bandaríkjanna.
ASalhlutverkin leika:
Stuart Erwin, Bing Crosby,
Leila Hyams og Sharon Lynne.
Ennfremur:
Kate Smith, Mills Brothers,
Arthur Tracy (götusöngvari),
Boswell Sisters,
Vincens Lopes með hljómsveit,
Cab Calloway með jazzband.
1E6ILS
PILSNER
BJÓR
MALTÖL
HVlTÖL.
í SIRIUS
GOSDRYKKIR,
9 tegundir.
SÓDAVATN
■ SAFT
LlKÖRAR, 5 teg.
■
5 Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘
■ tryggja gæðin.
■
| B.f. ðlgerðin
I Egill Skallagrfmsson
Sími 1290.
■
Reykjavík.
LIL|A
KRISTS KONUNGS DRÁPA
BRÓÐUR EYSTEINS ÁSGRÍMSSONAR
Lilja er fegursta helgikvæði islenskrar kristni, listræn æfi-
saga og lýsing endarlausnar, auðskilin hverjum manni að
efni og máli, þótt aldir skilji oss og höfundinn.
„Allir vildu LiljukveÖið hafa“
segir máltækið. Lilja á ekki siður að vera í höndum hvers
íslendings en Passíusálmar Hallgríms.
Útgáfunni fylgir æfisaga' bróður Eysteins eftir Guðbrand
Jónsson, sem gengur frá útgáfunni; verður æfisagan sögð
nokkuð önnur en hingað til hefir verið.
Verður þetta tuttugasta og fjórða útgáfa Lilju.
Útgáfan er hin prýðilegasta — sérstaklega ætluð til gjafa
— og verða ekki prentuð afhenni nema 150 tölusett eintök.
Verð kr. 10.00.
Pantanir verða afgreiddar hvért á land sem er gegn póst-
kröfu burðargjaldsfritt.
BÓKAVERSLUN SIB. KRISTJANSSONAR
BANKASTRÆTI 3 REYKJAVÍK
Sjóvátryggingar.
Brunatryggingar.
Alíslenskt fjelag.
Sjóvátryggingarfjelag íslands h.f.
Eimskip 2. hæð. Reykjavík.
Allt með íslenskum skipiun! "fil
Hátu þorpirainir.
Bráðskemtileg söng- og talmynd
á þýsku, tekin undir stjórn
Hanns Schwartz. Tónleikarnir
eftir Paul Abraham. ASalhlut-
verkin leika:
JENNY JUGO,
HANS BRAUSEWETTER og
PAUL KEMP.
Sýnd bráðlega.
SVANA-VITAHIN
smjðrlíki
Ier eina íslenska
smjörlíkið, sem
jafngildir sumar-
smjöri að A-fjör-
efnamagni.
Fálkinn er besta heimilisblaðið.
Hljóm- og talmyndir.
ÚTVARPSKVÖÖLDIÐ MIKLA.
Þessi mynd hefir það til síns á-
endur ýmsir vinsælustu útvarps-
gætis, að þar koma fram sem leik-
kraftarnir í Bandaríkjunum, fólk
sem hefir alemnna iýðhylli þar og
ailir kannast við röddina i. Það er
því eðlilegt að Bandaríkjafólki þyki
gaman að sjá hvernig þetta fólk lit-
ur út. En sumt af því er ekki að-
eins frægt um Ameríku heldur víð-
ar, því að grammófónplötur sem
það hefir talað og sungið á eru seld-
ar um alla veröldina, svo sem plöt-
ur Bing Crosby, Boswell Sisters og
jazzhljómsveit Cab Calioway.
Uppistaðan í myndinni er sú, að
eigandi útvarpsstöðvarinnar Wadx
er að fara á liausinn, vegna þess að
aðalsöngvari hans, Bing Crosby er
farinn að vanrækja starf silt. Og á-
stæðan til þess er aftur sú, að hann
hefir orðið ástfanginn af ieikkon-
unni Mona Lowe. Útvarpsstjórinn
segir honum því upp, en Bing tekur
sjer þetta ekki nærri. Hinsvegar er
Anita Rogers, ung stúika, sem vinn-
ur á stöðinni, í öngum sínum út af
því að missa Bing Crosby, þvi að
hún er bálskotin í honum, enda
þótt hún hafi verið trúlofuð forrík-
um manni frá Texas, sem Leslie
heitir. En nú giftist Mona Lowe
þegjandi og hljóðalaust þriðja mann-
inum og þá tekur útvarpsstjórinn
Bing í sátt aftur, því að hann veit,
að nú muni hann fara að rækja
störf sín aftur. Anita verður mjög
fegin. En nú kemst ríki Texasmað-
urinn í söguna og kaupir útvarps-
stöðina, er lánardrotnar útvarps-
stjórans ganga að eigandanum. Og
endar myndin á því að haft er eitt
meiri háttar útvarpskvöld, þar sem
allir frægustu útvarpsskemtendur
landsins leggja til sitt á skemti-
skrána.
Myndin er bráðfjörug og það er
gaman að kynnast hinum amerí-
könsku útvarpsskemtendum og sjá
og heyra aðferðir þeirra. Þarna
heyrir maður úrval af jazzlögum og
öðru því, sem Ameríkumenn meta
mest og er myndin beinlinis fræð-
andi að þessu leyti. Einna fremst er
meðferð Bing Crosby á því sem
hann syngur þarna, þó margt fleira
mætti nefna. — Myndin verður sýnd
á Gamla Bió á næstunni.
KÁTU ÞORPARARNIR.
Aðalpersónúrnar í myndinni eru
Karl, sýningarmaður i Bíó og Július
píanisti á sama stað og segir hún
frá æfintýrum Karls er hann lendir
í klónum á 5 bófum og hittir þar
fyrir fallega unga stúlku, sem heit-
ir Jenny og verða þau svo ástfang-
in hvort af öðru og hún hjálpar
honum til að komast á brott úr
stofufangelsinu hjó bófunum. Þau
flýja svo bæði á burt og heim til
Júlíusar píanista og setjast þar að,
þó að húsnæðið sje af mjög skorn-
um skamti. Bófarnir hafa stolið gim-
steinum fyrir of fjár og eru um það
bil að sleppa úr landi þegar lög-
reglan kemst á snoðir um athæfi
þeirra. En fyrst hefir grunurinn
fallið ó Karl veslinginn alsaklausan
og er gerð húsrannsókn hjá honum
og hann settur inn. Stúlkan vill feg-
in frelsa Karl en hinsvegar er henni
illa við að koma upp um þjófana
því að það er bróðir hennar sem er
foringi þeirra. Reynir hún með
kænjkubrögðum að koma upp um
bóí'. na, en þó bregst henni boga-
listin og bófarnir nóst þegar þeir
eru komnir um borð í skip, sem á
að flytja þá úr landi. Og stúlkan
og Karl fá verðlaunin fyrir að ná
gimsteinunum aftur, 50.000 mörk,
svo að þau eru ekki á flæðiskeri
stödd og geta gift sig þegar í stað.
Þó að efnið sje í rauninni lög-
reglusaga þá er myndin síður en
svo alvarleg, eins og menn getur
rent grun í» þegar þeir heyra, að
það er Hans Brausewetter sem leik-
ur Karl og Paul Kemp sem leikur
Júlíus, eu stúlkuna leikur Jenny
Jugo. Einnig leikur Julius Falken-
stein þarna gimsteinakaupmanninn,
sem stolið er frá.
Þetta er söngmynd með fjöldan-
um öllum af skemtilegum lögum
eftirPaul Abraham, en Hans Schwartz
hefir sjeð um leikstjórnina. Hún
verður sýnd bráðlega í Nýja Bíó.