Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1934, Side 4

Fálkinn - 03.02.1934, Side 4
4 F Á L K 1 N N Dr. Knud Rasmussen Dr. Knnd Rasmussen, sem nti er nýlátinn. Sunnudags hugleiðing. Úr ánauð. II. Mós. 12:7, 11—12. Þá skuluð þjer taka nokkuð af blóSinu og rýða því á báða dyrustafina. . . . Þjer skuluð vera gyrtir um lendar, hafa skó á fótum og stafi í hönd- um; það eru páskar Drottins. Því að þessa sömu nótt vil jeg fara um Egiptalaííd og deyða alla frumburði.... Latisn tsraelsmanna undan á- natið Egipta, lausnin undan heimsókn dauðans á heimiluni þeirra „vökunóttina lielgu“, það ei frumstofmm páskanna meðal Gvðinga og dýrleg fyrirmyndun hinnar heilögu kvöldmáltíðar. Sjá, enn þann dag í dag fer engill dauðans um öll ríki ver- aldar og „slær alt hvað fyrir er“, ljós og líf, frið og gleði. En þar sem páskalambinu er slátrað, þar gengur lnmn fram lijá nú, eins og kvöldið forðum í Egipta- landi. Ut úr laiuti ánauðarinnar, burtu þaðan, sem byrðarnar þyngja og böndin særa! Það er lausnin. Sjertu ferðbúinn, þá gakk þangað inn, sem páska- lambinu mikla er slátrað, rjóð Llóð þess á dyrustafi hjarta þíns, og sjá, engill dauðans gengur fram lijá þjer. Þótt dauðinn bregði beittri sigð, ()g brátt að mjer hann snúi, Ei voði sá mjer veldur hrvgð; Jeg veit á bvern jeg trúi. En reyndin verður all of oft sú — er ekki svo? — að æfi- leiðin liggur um vatnslausar og hrjóstugar eyðimerkur, þar sem liætturnar vofa yfir og beita þarf allri orku til að komast áfram heilu og liöldnu. Þessvegna safn- ar Guð okkur saman við náðar- borðið, til þess að við öðlumst J;ar þrótt til ferðarinnar, eins og Israelsmenn forðum, við hina fyrstu páskamáltíð. Þú, sem ert hræddur við dauð- ann, rjóð blóði páskalambsins frá Golgata á dyr þínar og leit- aðu styrks í kvöldmáltíðinni, til að gela barisl trúarinnar góðu baráttu og fullnað skeiðið (II. Tim. 4: 7). E. Borregaard Á. Jáh. Vökunóttin helga. ísraelsmenn standa ferðbúnir meðan Jreir neyta páskalambsins. Gleðin ljómar á hverju andliti. Hvað veldur gleði þeirra? Þeir biða eftir skipun Drottins um að leggja af stað — losna undan á- nauð Egifta fyrir fult og alt. Þeir treysta því hiklaust, að engill dauðans fari fram lijá liúsum Jieirra, af því að þeir hafa roðið blóði páskalambsins á dyrnar, samkvæmt boði Guðs. Hve fögur og ógleymanleg fyrirmyndan þess, að sá, sem Iiiklaust trúir á friðþægingu Krists, getur ætið verið glaður og öruggur, af þvi að hann veit, að blóð Jesú Krists, Guðs Sonar, hreinsar oss af allri synd. Á. Jóh. Rjett fyrir jólin rnisti danska Jijóðin einn af sínum mætustu mönnum, víking, sem þó hann dæi í blóma lífsins hafði unnið svo mörg afrek og góð, að róm- uð voru um allan heim, mann sem dó öllum á óvart frá starfi sem var mikið en virtist þó ekki vera nema hálfnað. Þessi maður var dr. Knud Rasmussen land- könnuður og rithöfundur og fróðasti maður sinnar samtíðar um líf og háttu Eskimóa. Ilann andaðist á sjúkrahúsinu i Gentofte aðfaranótt 21. desem- ber eftir langvinn veikindi, sem hann hafði tekið í Grænlandi í sumar. Varð hann skyndilega veikur í Angmagsalik og var fyrst lialdið, að liann hefði feng- ið eitrun i sig af kjöti. Var hann þá fluttur á næsta sjúkrahús, en jjað var í Julianehaab, um 800 km. leið frá Angmagsalik, og komst þar undir læknishendur, fárveikur af inflúensu og lungna bólgu en hjarnaði við næsta liálf- an mánuð og fór til Kaupmanna- liafnar með „Hans Egede“ og og lagðist á amtssjúkrahúsið í Gentofte. Þar batnaði lionum svo, að fjölskylda hans var farin að vona, að hann kæmist heim fyrir jólin, en |)á skifti um. Lífsþrótturinn var Jjrotinn. Æfisaga dr. Knud Rasmussens er lengri en svo, að hún verði sögð í stuttri blaðagrein, nema aðeins sje stiklað á Jjví stærsta. Hann var fæddur í Jakobshavn í Vestribygð 7. júni 1879 og var faðir Iians prestur þar. Síra Chr. Rasmussen var kvæntur Louise Fleischer, en móðir hennar var grænlensk en faðirinn norskur kaupinaður. Hann ólst upp í Grænlandi bernskuár sín og lifði sig Jjegar inn í þjóðlíf Eski- móa, en siðar varð faðir lians prestur í Danmörku og geklc Knud þar á latínuskóla og varð stúdent árið 1900. Það ár kóm hann til íslands i för dönsku lúdentanna, en sumarið eftir fór hann í fyrstu förina, er segja má að hafi haí't vísindalegt markmið lijá honum, til Lapp- lands, í þeim erindum að kynn- ast hreindýrarækt, því að hon- um hafði bugkvæmst að Græn- lendingar gæti liaft mikið gagn af hreindýrum og vildi, að Dan- ir flyttu dýr frá Lapplandi Jjang- að. Byrjaði því snemma álmgi hans fyrir grænlenskum málefn- um og sá áhugi dvínaði aldrei. Fyrstu vísindalegu Grænlands- för sína fór dr. Rasmussen með Mvlius-Erichsen skáldi og Har- ald Motke málara til Norðvestur- Grænlands 1902 til ’04. Var för þessi nefnd „Den litterære Grön- landsekspedition" og markmið hennar var að rannsaka siði al- skektra Eskimóaflokka, safna vísum og sögum þeirra og því um líku. Dvöldu þeir fjelagar heilan vetur uppi í Yorkhjeraði, óraveg' fyrir norðan hinar eigin- Jegu bygðir. Þarna stofnsetti RasmusSen síðar Tbule-nýlend- una ásamt P. Freuclien. Árið 1905 starfaði bann að undirbún- ingi breindýraflutnings til Græn- lands, en árið 1900—’08 dvaldi hann ýmist í nýlendunum dönsku eða meðal binna afskektu Eski- Myncl þessi vav tekin fyrir Fálk- mui af dr. Ras- mnssen vorið 1929 er hann dvaldi hjer og flutti fyrirlestra við háskúlann. t

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.