Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1934, Side 11

Fálkinn - 03.02.1934, Side 11
F Á L K I N N 11 r YNR/VI! bK/6NbURNIR Það sei m ekki vitið ra knatispyrnn. Jeg ætla að biðja ýkkur um það, drengir, að verða ekki móðgaðir yfir fyrirsögninni og segja: — Heldur hún Tóta frænka, að hún viti eins mikið um knattspyrnu eins og jeg. Jeg efast um hvort hún þekk- ir „off side“ eins vel og jeg hvað þá bctur! En það eru ekki reglurnar sem jeg ætla að fara að segja ykkur frá heldur alt annað. Jeg ætia að segja ykkur dálítið af sögu knattspyrn- unnar og hvernig hún liefir verið líðkuð, i ýmsum myndum frá alda öðli. Og nú vona jeg, að þið lesið greinina, þrátt fyrir fyrirsögnina. Það er fullyrt, að menn liafi iðk- að knattspyrnu á dögum Ódysseifs, fornkonungsins, sem lenti i mestum æfintýrunum eftir Trójumannastríð- ið. Þetta getur samt verið þjóðsaga en vist er um það, að Rómverjar hafa þekt þessa iþrótt þegar núver- andi tímatal hófst og að þeir hafa flutt hana með sjer alla leið til Eng- lands og þar gleymdist hún ekki eins og kunnugt er. Það er sagt, að Englendingar hafi iðkað knattspyrnu í þúsund ár, áð- ur en hún fór að ryðja sjer rúm í öðrum löndum. En þennan leik, seni iðkaður var undir nafninu knatt- spyrna, mundu menn varla kalla því nafni nú á dögum, því að það n'afn er of veglegt á hinn óskipulagða ærslaleik og hrottalegu viðureign, sem þetta var, enda mælti hann megnri mótspyrnu hjá siðuðu fólki. Það var fáll sameiginlégt með þess- um leik og knattspyrnu nútímans. Afmarkaðir knattspyrnuvellir voru iivergi til. Fyrir mark var notað tjörn, girðing, grjóthrúga eða þvi um íikt og oftast nær var órafjar- lægð milli markanna. Ekkert var ákveðið um, hve margir mættu vera i hvoru liði og voru það stundum lieill höpur manna og oft mjög mis- munandi í liðunum. Og allra bragða mátti neyta til þess að sigra and- stæðinginn. Þarna voru hvorki leik- reglur, samleikur eða þjálfun og leikmönnunum var ekki fyrirskip- aður álcveðinn staður á vellinum. Allir þyrptust utan um knöttinn þar sem hann var i það skiftið og lenti saman í einni bendu. Eigi var hikað við að berja andstæðing sinn niður lil ])ess að koma knettinum i mark- ið. Hlutust oft stórkostleg meiðsli, beinbrot og annað verra af leiknum, því að leikmenn notuðu allskonar fanlabrögð. Einn varnagli var þó settur: Það mátti ekki hrúka vopn í leiknum! Það er gaman að taka eftir hver afstaða ýmisra Englakonunga hefir verið til knattspyrnunnar. Sagan Andúðin gegn knattspyrnunni vav skil janleg. sýnir að þeir hafa allir haft óbeit á leiknum að undanteknum einum, nefnilega Karli II., og margir þeirra lögðu bann við því, að knattspyrna væri iðkuð. Er þetta skiljanlegt þeg- ar á það er litið hvernig þessi íþrótt var í þá daga. En nú er knall- spyrnar fyrir löngu orðin þjóðar- iþrótt Englendinga og getur vel ver- ið að bannfæringarnar hafi orðið til ])ess að auka henni vinsældir, því að forboðni ávöxturinn þykir altaf sætastur. í Frakklandi var lika iðkuð eins- konar knattspyrna; þar áttust við hreppur gegn hreppi og ])essi við- ureign var orusta í orðsins fylsta skilningi. Leikurinn hófst á hlutlaus- um stað og markið var hreppalanda- merki andstæðingsins, en áður en þvi marki var náð liöfðu ávalt ein- hverjir fallið i valinn. Það var al- tílt að þátttakendur biðu bana í þessari viðureign og ætti maður ein- hverjum í andstöðuliðinu grátt að gjalda þá var hyllst til þess, að ná sjer niðri á honum í leiknum. Allstaðar að kalla má hefir knatt- spyrnan sætt mótspyrnu lyrst í stað, því allstaðar er lil svo nauða var- kárt fólk, að það heldur að slys verði af leiknum. En eftir því sem reglurnar hafa fulkomnast og þáttak- endur kunna meira, verður minni hætta á slysunum. Og meðhalds- menn knattspyrnunnar segja að það sje eini gallinn á henni, hve fáir geti tekið þátt í henni á vellinum. Allar þúsundirnar sem horfa á, æltu að taka þátt í leiknum en þessir 22 leikmenn að liorfa á. Þá yrðu fleiri aðnjótandi hinnar hollu íþróttar. Á síðustu þúsund árum hefir knattspyrnan fágast svo og full- komnast, að íþrótt l)essi er orðin samboðin hverri menningarþjóð sem vera skal. Þó er ennþá iðkuð knalt- spyrnutegund svokölluð Rugby- knattspyrna, sem ýmsum þykir býsna óheflaður leikur og einkum er iðkaður i Bandaríkjunum. í Rug- by koma fram ýmsar leikaðferðir hinnar fornu knattspyrnu og það ber stundum við í þessum leik, að sjúkrabílarnir eru á þönum, að flytja meidda leikmenn af íþróttavellinum og sumir þeirra hljóta örkuml sem þeir losna ekki við æfilangt. Þvi í þessum leik er það eins og í gömlu knattsþyrnunni, að ýmiskonar of- beldi er leyft, til þess að ná sigr- inum. Leikmennirnir vita að hverju þeir ganga og húa sig 1 i l leiksins eftir því, með allskonar varnargögn, hjálma, fóthlífar og bindi til þess að vcrjast höggum og mari í orustuhil- anum. Lítið á hvernig leikmennirn- ir hjerna á myndinni eru útbúnir, og þó er sá útbúnaður hvergi fuR- nægjandi þegar haldið er út í þann Brgnjaðir leikmenn. grmma leik, sem ber sakleysislega nafnið Rugby. Tóta frœnka. Samkvæmt vátryggingarskýrslum Bandaríkjanna tryggja engir sig eins hált og sumir frægu leikararnir í Hollywood. William Fox forstjóri hins fræga Fox-l'jelags sem áður var, er líftrygður fyrir 25 miljónum kröna, John Barrymore cr trygðuv fyrir 10 miljónum, Norma Talmadge fyrir fimm, og leikararnir A1 Jolson, Harold Lloyd, Jolin MacCormack, Mary Pickford, Will Rogers, Gloria Swanson og Constance Tálmadge fyrir fjórum miljónum króna hvert. Leikstjórarnir Joseph Schenck, Ad- olphe Zukor og Jesse Lasky eru trygðir fyrir 20 miljón krónum hver, Iiarry Warner fyrir 10 miljónum, Cecil B. de Mille fyrir 7 miljónum og Eric von Stroheim fyrir fjórum miljónum króna. ----x----- I árslokin síðustu voru liðin 444 ár síðan fyrsti matseðillinn var sam- inn. Gerðist það í veislu í ríkisdeg- inum i Regensburg 1489, þar sem Hinrilc hertogi af Brúnsvik hafði fyrir framan sig langan lista er hann var altaf að líta í meðan á borðhaldinu stóð. Haug von Mont- fort greifi gerðist loks svo djarfur að spyrja hertogann hvað hann væri að lesa og rjetti hertoginn honum |)á seðilinn. Þetta var skrá, sem brytinn hafði gert um alla rjettina, sem fram skyldi reiða og var þetta gerl hertoganum til leiðbeiningar, svo :ið hann gæti treint matarlyst- ina þangað til það kæmi, sem hon- um þætti best. ----x----- / sambandi við reiðhjóla~ og bifreiðasgningu eina i París voru haldinn kappmót ú gmsum reiðhjólateguncl- um. Mesta athggli vakti samkepnin d reiðhjóliinum, sem sjást hjer að ofan og nœr eingöngu voru notuð á fgrstn árum reiðhjólaaldarinnar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.