Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1934, Blaðsíða 15

Fálkinn - 03.02.1934, Blaðsíða 15
F A L K I N N 15 BREStmi RANKFUftT KQTTOWITZ Framh. af bls. 2. stillingu og undirgefni og þegar hann skilur við hana óskar þún hon- uni til hamingju. Eil hún minnist ekkert á, að luin hafi alið honum son. Þegar Pinkerton 'er farinn verður hún svo yfirbuguð af harmi, að lnin kemur barninu í fóstur og frennir sjálfsmorð. Kvikmyndin er einkum bygð á sjónleik Belasco en í forleiknum og undir myndinni heyrist margt af hiiium unaðslegu tónum óperunnar. Myndin er snidarlega gerð, tekin af Paramount undir stjórn Marion Gering, en aðalhlutverkin leika hin fagra Sylvia Grant, Gary Graní (Pinkerton) og Ghariie Ruggles (Barton). Þessi ágœta mynd verður sýnd á Gamla Bíó innan skamms. EIMSKIPA FJELA G ÍSLANDS veitir þriðjungs afslátt á farmið- um til Englands og frá, þeim sem vilja fara á bresku iðnaðarsýning- una miklu, sem lialdin verður í London og Birmingham í þessum mánuði. Geta menn komist á sýn- inguna með Brúarfossi á þriðjudag- inn kemur eða með Goðafoss 17. þ. m., en til baka aftur með Goða- foss 5. mars frá Hull. Er þetta hent- ugt tækifæri fyrir íslenska kaup- sýslumenn sem vilja kynna sjer enskar iðnvörur, þvi að „Britisli Industries Fair“ er að með merk- ustu kaupstefnum veraldar. Upp- lýsingar allar um sýninguna og að- göngumiða að henni geta menn fengið hjá breska aðalkonsúlatinu i Reykjavík. NÁMUSPltENGING í BÖHMEN. Hinn 3. f. m. varð sprenging í kðlonámunni „Nelson 111“ skamt frá þorpinu Ossek í Bölimen. Voru 140 menn við vinnu í námunni þegar sprengingin varð og björguðust að- eins fjórir þeirra með miklum erf- iðismunum en 130 fórust, sumpart við limlestingar og sumpart af göfn- un, eða bruna. Svo mikil var spreng- ingin að lyfturnar í námugöngunum lögðust saman eins og pappírsblað, þó þær væru gerðar úr stáli, loft- rásir allar eyðilögðust og símasam- bandið niður í námuna, en jörðin skalf um alt nágrennið og rúður brotnuðu i húsum. Byggingarnar við námuna og' námuturnarnir gereyði- lögðust og týndu nokkrir menn Jífi, þó ofanjarðar væri. En náman sem sprengingin varð i, lá á 320 metra dýpi. Af námumönnunum sem fór- ust voru 71 Þjóðverji en hinir tjekk- neskir. Allir voru þeir bláfátækir og margir þeirra láta eftir sig konu og mörg börn. Á myndinni hjer að ofan er nám- an, sem slysið varð í merkt með skákrossi. Er staðurinn miðja vegu milli Prag og norðurlandamæranna. Að neðanverðu á myndinni sjást námugígarnir. — Þetta er stærsta námuslys, sem nokkurntíma hel'ir orðið í Tjekkóslóvaldu. PRe&6£W. o ° c CH£MN1Ta PILSEN B0HMEN SYSTIIi DIMITROFFS. Myndin hjer að ofan er af Helenu systur Dimitroffs þess, sem ákærð- ur var í þinghúsbrunamálinu. Með- an á málinu stóð ferðaðist hún land úr landi i Evrópu til þess að tala máli bróður síns og Búlgara þeirra, sem ákærðir voru með honum, og hjelt ræður í fjelögum kommúnista. Meðal annars kom hún til Iíaup- mannahafnar og Stokkhólms, en fjekk ekki leyfi til að hafa opinher- an l'und á síðari staðnum. Roosevell forseti hefir beðið þing- ið um 54 miljón dollara fjárveitingu til þess að byggja ný herskip og Ijúka við skip, sem eru í smíðum. Siifsábjrrgðarfjelagið THULE h.f. ER Stærsta lífsábyrgðarfjelag Norðurlanda, — Stærsta lífsábyrgðarf jelag á íslandi, — líónushæsta lífsábyrgðarfjelag á íslandi, Tryggingahæst á Islandi, — OG FLYTUR EKKI FJE ÚR LANDI. Hringið í síma 2424 (utan skrifslofutíma 2425) og ákveðið viðtalstíma. Aðalumboð THULE á íslandi: Carl D. Tulinius & Co. Eimskip 21. Ath. Vegna fjölda fyrirspurna, sem jafnan berast okkur, skal fram tekið, að við veitum mönnum eiunig góðfúslega leið- beiningar og aðstoð um lífsábyrgðarmál þeirra, öll þau, er eigi snerta viðskifti þeirra við önnur umboð hjer. Þessi fjárveiting er óháð 238 miljón dollaar fjárveitingu, sem þegar hef- ir verið veitt til að smíða fyrir 32 ný herskip. ----x----- í Stellau i Sljesvík fæddist nýlega rauðskjöldóttur kálfur með haka- kross á krúnunni og þýska arnar- merkið á bakinu. ----x----- Samkvæmt síðustu skýrslum hafa verið gefnar út 5(5.874 tegundir af frímerkjum alls í heiminum. 1 Ev- rópu hafa jiær orðið 17.860, í Af- ríku 12.684, í Asiu 10.438, í Ame- ríku 9.680, á Véstur-Indíum 3333 og á Kyrrahafseyjum 2879. Frímerkja- tegundunum fjölgar að jafnaði um 1500 -2000 á ári. ----x----- Skattstofaii í Bergen fjekk nýlega svohljóðandi brjef: „Jeg ætla bara að tilkynna, að undirritaður, scm þið hafið tagt á skalt og útsvar, er bæði dauður og grafinn 6. mars 1933. Virðingarfylst. N. N.“ ----x---- William Ford — bróðir bíla- kongsins — sem rekur verksmiðju fyir dráttarvjelar og landbúnaðar- vjelar, hefir orðið að liætla greiðsl- um vegna kreppunnar. Gat Henry ekki hjátpað honum? ---x—— Á siðasta ári hafa 300 maniis týnl lífi i stjórnmálaskærum á Spáni. En 753 sprengjum hefir verið kastað. ——x------ Ráðstjórnin ætlar að verja um 100 miljón krónum til að byggja tröllaukinn leikvang i Ukraine, en þar á að halda einskonar Olymps- leika — Spartakus-teikár verða þeir nefndir — á þessu ári. Þáttaken- úr verða eingöngu kommúnistar. Ferðir á bresku iðnsýninouoa. Fárþegar, sem fara á breslui iðnsýninguna fá % afslátt af fargjöldum sje farið með ein- hverju þessara skipa: Frá lleykjavík, „Brúarfoss“ 6. febr. og „Goðafoss“ 17. febr. og til baka eigi síðar en 5. mars. (Goðafoss frá Hult). Farseðlar, sem gilda fram og til baka verða seldir hjer á skrifstofunni gegn skilriki breska aðalkonsúlatsins í Reykjavík. H.f. Eimskipafjelag Islands. Stoppuð húsgogn Ýmsar gerðir. Gert uið gömul. Díuanar frá 35 kr. Friðrik J. Ólafsson Laugaveg 17. — Simi 2452. Anglýsið i Fáikanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.