Fálkinn - 11.08.1934, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
Sunnudags hugleiðing.
Upptök bálsins, sem
tíu miljónum manna
Biðjandi móðir og barnið hennar.
Matt. 15: 28.
Kona, mikil er trú þín.
Verði þjer sem þú vilt.
Það kom að þvi, að Drottinn
Jesús varð eins og yfirb.ugaður
og gat ekki lengur staðist auð-
mjúka fyrirbæn og tár vesalings
örvilnuðu konunnar, vegna
barnsins bennar. Hún hafði
byrjað bæn sína með þessum
orðum: „Herra, miskunna þú
mjer!“ En það var eins og að
Jesús heyrði. ekki það neyðar-
óp. Og þegar hánn loks, eftir
ósk lærisveinanna, vék að lienni
var svar lians á þá leið, sem
hann vildi helst ekkert fyrir
hana gera. Hún hættir þó ekki
að biðja, heldur hrópar enn inni-
legar en áður: „Herra, hjálpa
þú mjer!“ Og loksins, þegar
búið er að líkja henni — sem
lieiðinni konu — við hvolpa og
hún lætur sjer vel lynda að tína
molana sem falla af borði hús-
bændanna, þá er eins og' að
Jesús geti ekki annað en sagt
þessi ónmræðilega huggunarríku
orð: „Mikil er trú þín, kona;
verði þjer sem þú vilt!“ — og
á þeirri stundu varð dóttir
hennar heilbrigð.
Hversu oft er ekki eins og að
Drottinn þegi, þegar móðir bið-
ur fyrir villuráfandi barninu
sínu, — líða stundum mörg ár;
allar horfur svo ömurlegar,
ekki hinn allra minsti vonar-
neisti, — nei, miklu fremur
hið gagnstæða: því lengra sem
leið, því vonlausara útlit.
Gefstu ekki upp!
Hve dýrðleg uppörfun: Það
kemur að því, að Jesús hjálp-
ar, og á sömu stund er óvinur-
inn sigraður. Það kostar oft
tár og auðmýkingu, baráttu og
efasemdir, að fá að heyra
þessi orð: „Mikil er trú þín;
verði þjer sem þú vilt!“
Bænrækin móðir hafði sent
son sinn til höfuðhorgarinnar
til náms. Nú var hann daglega
umkringdur af freisingum höf-
uðstaðarins og fjelaga sinna. En
móðir hans kom líka daglega
með liann til Krists í bænum
sínum. Á andvökunótt kraup
bún á knje og bað: „Hvar er
drengurinn minn í nótt? Drott-
inn Jesús frelsaðu hann!“ Þá
sömu nótt var liann staddur í
svallbræðrahóp, — en ósýnileg
hönd hjelt honum frá hrösun
— liann varð að flýja frá fje-
lögum sínum og heim í litla
herbergið sitt, þar sem hann í
auðmjúkri bæn laut Guði og
Frelara bernsku sinnar.
Verið getur, að móðir þín eða
vinur þinn sje einmitt nú á
þessari stundu að biðja fyrir
þjer.
H. 11. Brandt. Á. Jóh.
Sumarið 1914 var óvenjulega
lieitt og sólríkt. Allir, sem vetl-
ingi gátu valdið, ætluðu í sum-
arleyfi sitt venju fyrr. Poincaré
forseti ætlaði að beimsækja
Nikulás keisara. Meðal stjórn-
málamanna heyrðust hvíslingar
um það, að hann færi til að
undirbúa styrjöld.
Hvaða styrjöld? Styrjöldina,
sem bráðum átti að hefjast og
undirbúin liafði verið af her-
foringjaráðum álfunnar í síð-
asta aldarfjórðung. Ófriðar-
arhættan hafði eitthvað látið til
sín heyra á hverju ári, en að
jafnaði hafði það hjal fljótlega
hjaðnað niður. Möguleikinn var
altaf fyrir hendi, enda þótt ekki
væri víst að neitt yrði úr neinu.
Var kannske ekki byggingu
friðarhallarinnar í Haag lokið,
og hafði ekki Rússakeisari sjálf-
ur gefið til byggingarinnar? Var
ekki Franz Jósef keisari orðiiin
84 ára gamall, og vissu ekki
allir, að hinn aldni þjóðhöfð-
ingi óskaði að Ijúka ævi sinni
í friði? Nei, þetta stríð var ekki
annarsstaðar en í nösunum á
einhverjum framgjörnum her-
foringjum — þjóðhöfðingjarnir
og stjórnmálamennirnir liöfðu
þá ábyrgðartilfinningu, sem
starfi þeirra sæmdi, og myndu
sjá um velferð þjóðanna og
friðinn. í þessari trú fóru allir
í sumarleyfið sitt.
Franz gamli Jósef keisari
eyddi leyrfi sínu í litlu liöllinni
Ischl í Lainz. Þarna hafði hann
dvalið i harnæsku og skotið
fyrstu gemsuna sína og síðasta
hjörtinn hafði hann einnig skot-
ið þar — þá 81 árs að aldri.
Þarna hjelt hann venjulega upp
á afmælisdaginn sinn — 18.
ágúst — og þarna lifði hann
sínu óbrotna einkalífi, þegar
tækifæri gafst.
Sunnudaginn 28. júní klukk-
an rúmlega 11 kom fregnin um
Sarajevo-morðið með talsíman-
um til Iscli. Paar greifi, fyrsti
aðstoðarforingi keisarans varð
til þess að færa lionum fregn-
ina. Það var ekki í fyrsta sinn,
sem hann bar slíkan boðskap.
Alt síðan 1848, byltingarárið,
þegar Franz Jósef komst til
valda, liafði gengið á ýmsu milli
Habsborgarættarinnar og ham-
ingjugyðjunnar, og keisarinn
hafði smátt og smátt lært að
laka misjöfnum tíðindum með
rósemi. Og slík tíðindi hárust
lionum ósjaldan. T. d. þegar
Maximilian bróðir hans, keisari
í Mexico var skotinn af upp-
reistarmönnum. Þegar Rudolf
einkasonur hans framdi sjálfs-
morð í Meyerling. Þegar frændi
hans, Jóhann erkihertogi, fórst
á skipi sínu, Sanla Margareta.
Þegar mágkona hans brann inni
á góðgjörðarútsölu í París. Og
þegar konan hans, Elísabel hin,
fagra, var stungin til bana af
óðum anarkista á götu í Genf:
„Er þá ekkert til, sem hægt er
að hlífa mjer við?“ sagði keis-
arinn þá.
Þegar Paar greifi færði keis-
aranum boðskapinn um morð-
ið í Sarajevo, lmeig keisarinn
niður í stól sinn og greip liönd-
um fyrir andlit sjer. Ef til vill
hafa allar þessar atlögur forlag-
anna birtst fyrir bugskotsjón-
um lians, þegar hann sat þarna
og hjelt höndum fyrir augu.
Sigraður öldungur, en þó drotn-
ari yfir stóru ríki, og sem gerði
sjer alveg ljósa ábyrgð sína og
skyldur. Ef til vill hefir hann
gleymt gamla foringjanum, sem
stóð einhverstaðar fyrir aftan
stólinn hans. Eftir nokkra
stund, sem Paar greifi vissi ekki
hve löng var — svo mikil var
geðshræring hans sjálfs — sagði
keisarinn hátt: „Iiræðilegt,
hræðilegt! Æðri máttur hefir
skapað það skipulag, sem jeg
])ví miður gat ekki varðveitt“.
Alt skraut og viðhöfn við
keisarahirðina, var eins og þurk
að burt við jarðarförina. Er-
lendum hirðum var skrifað og
þær beðnar að senda ekki full-
trúa þangað, sökum ástandsins
í löndunum. Wilhelm keisari,
sem var vinur hins myrta, vildi
fyrir livern mun fylgja honum
til grafar, og skrifaði að hann
ætlaði að koma sem óbreyttur
borgari en alls ekki sem keis-
ari. En sökum æsingarinnar,
sem var í Wien, var hann heð-
inn að koma alls ekki. Líkkist-
ur hinna myrtu komu til Wien
aðfaranótt 2. júlí. Hermanna-
raðir stóðu með fram veginum
og einnig voru kisturnar um-
kringdar af lierliði. En með-
fram hinni löngu götu, Maria
Hilferstrasse, stóðu tvær miljón-
ir Wienarbúa í miklum æsingi.
Múgurinn var skelfdur og
brærður, og í hjörtum þjóðar-
innar var þegar tekið að auk-
ast hatrið gegn þjóð morðingj-
ans.
Hingað til hafði verið venja
að grafa Habsborgarana i Ca-
purinakirkjunni í Wien. En nú
kirkja var fyrirfram lokuð fyr-
ir eiginkonu Franz Ferdinands,
sem var af lægri stigum, en
þetta liafði Franz Ferdinand
haft í huga fyrirfram og látið
bvggja grafbvelfingu fyrir sig
varð
að bana.
og sína undir kirkjukapellunni
við einkahöll sína, Artstetten.
Nú varð að flytja kisturnar
á aðra brautarstöð til að koma
þeim áleiðis til Artstetten, og'
meðan hin fámenna líkfylgd
var að komast út úr borginni,
skeði það að næstum 200 af að-
alsmönnum Austurríkis og
Ungverjalands, í klæddir við-
hafnareinkennisbúningum, brut
ust inn fyrir lögreglugirðing-
ima og slóust í líkfjdgdina. Um
sama leyti kom dynjaiidi ó-
veður. Loks varð að fara yfir
Dóná á ferju til þess að kom-
ast til hallarinnar, en þá var
svo hvast, að líkvagninn og
aðrir vagnar voru næstum oltn-
ir um koll.
Klukkan fjögur um nóttina
kom líkfylgdin til Artstetten og
á eftir lienni gekk bændafólk,
í döpru skapi. Rigningin slökti
ljósin, sem verið var að reyna
að kveikja og þrumurnar yfir-
gnæfðu líkræðuna. Á eftir kist-
unni ge’ngu börnin þrjú, nýi
ríkiserfinginn, Carl, og svo að-
alsmennirnir. Það var í síðasta
sinn, sem þeir komu saman
sem slíkir — og jarðarförin
var einhver hin dapurlegasta,
sem menn mundu eftir.
í höllinni Artstetten er enn
á lífi sonur Franz Ferdinands,
Max Hohenberg. Hann var óskil-
getinn og ber þvi nafn móður
sinnar, en engu að síður er það
einmitt hann, sem Habsborgar-
arnir liafa valið til að fara
með kröfur sína á hendur rík-
inu.
En látum oss nú líta um öxl
til áranna fyrir 1914. Tyrkir
eru að syngja á sínu síðasta í
Albaníu. Albanía er í uppreist-
arham og hefir losað sig undan
Tyrkjum. Montenegro og Serbía
hafa í sameiningu lagt undir
sig liöfn í Albaníu, og það
leyfir Austurríki ekki. Fyrir-
spurn er send til Wilhelms
keisara, hvort Þýskaland vilji
styðja bandamenn sína Austur-
ríkismenn í ófriði móti Serbíu,
en liann svarar sjálfur, að liann
geti ekki farið að leggja út i
ófrið vegna fáeinna geitasmala
frá Albaníu, og ef til vill eiga
á bættu að fá Frakkland á
móti sjer. Serbia og Montene-
gro liætta síðan ýfingum við
Albaníu, eftir skipunum frá
hærri stöðum og þýskur prins
er gerður að konungi Albaníu.
Þegar Franz Jósef keisari
kemur til Schönbrunn, 29. júlí
1914, segir hann við Berclitold
utanríkisráðherra sinn, að alt
verði að vera kyrt þangað til