Fálkinn - 11.08.1934, Blaðsíða 12
12
F Á L Ií I N N
Dularhöllin
Skáldsaga eftir WYNDHAM MARTIN.
samlega menn án þess að nokkur tæki eftir,
var alveg óviðjafnanleg. Og svo liafði liann
fengið þá náðargjöf að hugboð lians vísaði
honum jafnan þá sömu leið og herfang hans
hafði farið.
Hi'n nákvæma skýrsla leynispæjarans heið
tilbúin þegar Trent kom.
„Umræddur", byrjaði More, „hefir tvær
skrifstofur samliggjandi i Ahearn Building,
sem er eitt af elstu húsunum í Pine Street.
Hann hefir ekkert skrifstofufólk og engan
síma. Núverandi skrifstofur hefir liann liaft
í sex mánuði; leigusamningurinn er til eins
árs. Oft her það við, að hann kemur ekki á
skrifstofurnar dag í senn eða lengur. Það
koma fremur fáir til hans; en ómögulegt er
segja um töluna með návæmni, því að skrif-
stofurnar eru á fyrstu liæð, svo vel getur
verið að fólk fari inn til hans og út þaðan, án
þess að lyftudrengirnir verði þess varir.
Tvær inngöngudyr eru í skrifstofurnar, sín
frá hvorum gangi. Jeg' heimsótti liann og
gerði mjer til erindis að reyna að selja hon-
um sódavatnið „Krystaltært", en hann vildi
ekkert við það eiga. Hann var stuttur í
spuna og önugur. Hann er líkur hr. Weems
en að því er mjer virtist þá er hann eldri.
Mjer hefir ekki telcist að hafa. uppi á einka-
hústað iians. I Ahearn Building er húsaleig'-
an lág og ýmsir vafagemlingar hafa skrif-
stofur þar. Haim liefir því getað gert ráð
fyrir, að sjer mundi ekki verða veitt athygli
þar“.
„More er ómetanlegur“, sagði Trent við
konu sína. „Hann er ekkert forvitinn og fer
aldrei lengra en skipunin segir fyrir. Þegar
timi er til kominn verður Swithin að fara til
Smith og reyna að komast að því sem á
vántar“.
„Jeg?“ sagði Weld. „Hvaða átyllu ætti jeg
að nota til þess?“
„Það skaltu fá að vita þegar tími er til
kominn". Trent tók tvo leikhúsmiða upp úr
vasa sínum. „Þrír miðar að nýja leikritinu,
sem alt heldra fólk verður að sjá, og með því
að minn aðgöngumiði hljóðar upp á sæti,
sem er þremur röðum aftar en ykkar, fer
enginn grafgölur um það, að jeg er smáði
eiginmaðurinn“.
„Kánske það sje jeg sem er naut“, sagði
Swithin, „en jeg botna ekkert í, hvað þetta
á eiginlega að þýða“. Weld sneri sjer að
Veru Trent. „Skilur þú það?“
„Já“, sagði hún og hnyklaði brúnirnar.
„Jeg held jeg skilji það. En jeg er að hugsa
um að mótmæla þessu eftirminnilega“.
„Ætli ekki að þú sleppir því“, sagði Trent
og brosti. „Varla fer þú að bregðast mjer
þegar mjer liggur mest á? Mjer er ómissandi
að þið Swithin hjálpið mjer, bæði tvö“.
„Þjer er frjálst að hætta við þetta mál
livenær sem þú vilt“, sagði hún.
„Veit jeg það. En jeg er að hugsa um, að
einhversstaðar á ókunnum stað er saman
kominn liópur af fólki, sem er svo að segja
lifandi grafinn, og sem að eigi liafa nokkra
leið tii að endurheimta frelsi sitt nema jeg
hjálpi því. Og þú, Vera — þú vilt ekki varna
mjer þess“.
„Nú l'er j ö að skilja“, greip Weld fram í.
„Segðu mjer hara livaða hlutverk jeg á að
leika“.
„Ef fyrstu hrögð oklcar gefast samkvæmt
vonum, mun Smitli snúa sjer til þin, eða
að þú verður að leita hann uppi. Þú verður
að borga lionum fje til að koma mjer fyrir
kaltarnef, svo að þú gétir gifst konunni
minni og lifað sæll og glaður með henni til
æfiioka“.
„En setjum nú svo að þetta takist“, tók
Weld fram í, „og að þú komir aldrei aftur!“
„Reiddu þig á, að jeg kem aftur“, svaraði
Trent rólega. „Við höfum okkar varúðar-
ráðstafanir. Jeg ætla að láta More „skyggja“
mig og sjá hvert farið verður með mig. Og
ef ekki vill betur, þó getum við beitt hótun-
um við Smith. En nú verðum við fyrst og
fremst að gera útlitið sennilegt, því að ann-
ars vill Smitli ekkert hafa saman við þig
að sælda“.
„Hann verður varla mjög vandfýsinn, ef
jeg hýð lionum borgun út í hönd“.
„Þú getur verið viss um, að liann hafnar
öllu, ef honum ekki finnst alt vera í fylsta
lagi. Fjelagsskapurinn sem liann telst lil
verður að gæta sín vel. Þar þarf ekki nema
smávægilegan misgáning til þess að öllu sje
t ípað. Smith mundi ekki liafa það starf
með höndum sem hann hefir, ef hann væri
ekki maður rólyndur og mikill mannþekkj-
ari. En þegar tími er til kominn skaltu fá
fullkomnar upplýsingar, svo að þú þurfir
ekki að stranda á neinum vafamálum“.
„Þú ert livergi hræddur, það verð jeg að
segja“, sagði Weld.
„Þetta verður verst fyrir manninn sjálf-
an“, sagði Trent. „Og jeg rnundi ekki gefa
mig í þetta, ef jeg hefði ekki hugboð um, að
það mundi ganga vel. Yertu nú liughraust,
Vera. Brostu til min fallegasta brosinu sem
þú átt til, því að þegar leikurinn er hafinn
þá máttu ekki gefa neinum hýrt auga nema
Swithin“.-----------
Swithin Weld sýndi hik á sjer þegar hann
stóð við skrifstofudyr Smiths. Hann fann
hvernig hjartað harðist og liann tók á þvi
sem hann átti til, að sýnast eins og hann
ætti að sjer, þegar inn kæmi. Hann var vel
u’ndirbúinn. Hann átti að sýna stillingu,
jafnframt greinilegum ótta um, að hið glæp-
samlega áform hans mundi komast upp.
Ilurðin var læst. Þegar Weld tók í lásinn
heyrði hann fótatak hinumegin við dyrnar.
Augnabliki síðar stóð hann augliti til aug-
lilis við Georg Smith, sem grannskoðaði
hann, píreygður og hvasseygur.
„Gerið þjer svo vel“, mælti hann vingjarn-
lega. „Komið þjer inn fyrir og tyllið yður.
Það er heitt núna, jafnvel í samanhurði við
það, sem maður getur átt von á, á þessum
tíma“.
Skrifstofa Smitlis var notaleg og þægileg
og ekki neitt óvenjulegur bragur á henni.
Það var auðsjeð, að húsbóndinn hafði setið
í ruggustól og með fæturnar uppi á borð-
inu og hugsað um það eitt, að reykja sem
flesta vindla. Hann var einstaklega vin-
gjarnlegur.
„Gallinn á því að heita jafn algengu
nafni og Georg Smitli er sá, að fólk sem
ætlar að hitta alt annan mann, snýr sjer ofl
til mín. En haldið þjer að jeg þykkist við
það? Nei, herra minn. Jeg er heimspekingur.
Jeg býð yður góðan vindil og að svo búnu
sendi jeg yður burt. Það var jeg, sem var
skátinn, sem fann upp á því, að gera eitt
góðverk á hverjum degi“.
Það var einskonar tryggur og traustvekj-
andi svipur yfir hæði skrifstofunni og Smith.
Hann var nauðalíkur Weems, munurinn
var ekki annar en sá, að hann var svo sem
tveimur þumlungum hærri og að augnaráð
hans var heittara. Honum var liðugt um
málbeinið eins og Weems, en þó fanst Weld
lalsverður munur á málfærinu. En þar
skildi á, að Weems var mesta góðmenni i
raun og veru, en þessi maður var aðeins
ljúfur á yfirborðinu. Það var eins og falið
hyldýpi fælist í augum Smiths.
Weld settist í stólinn, sem lionum liafði
verið boðinn.
Trent hafði ráðlagt honum að láta eins og
hann ætti erfitt með að bera upp erindið.
„Einn vindill á dag getur orðið að stórri
U])i)hæð á tuttugu árum“, hjelt Smith á-
fram, „en eigi að síður ætla jeg að hjóða
yður vindil. Jeg er nefnilega af einstakri
gestrisnisætt kominn. Faðir minn gamli,
veslingurinn liló svo mikið að hánn sálaðist,
af fyndni sem hann hafði þekt og lieyrt
margsinnis i herrans mörg ár; hann gal
ekki fengið af sjer að styggja mánninn,
sem altaf var að segja fyndnina. En þetta
er nú svo mikil manngæska, að það liggur
við að hún sje hlægileg, segið þjer máske?
Og sannarlega hafið þjer rjett að mæla. En
að minsta kosti sannar þetta það, að jeg er
kominn af góðu og ástúðlegu fólki. Við
leggjum alt út á hesta veg“. Smith hafði
ekki augun af Weld én lijelt áfram að
rausa. „Hvernig finst yður vindillinn?
Gamall kunningi minn á Cuba sendi mjer
hann, og hann framleiðir liann sjálfur fyr-
ir helming þess verðs, sem maður verður
að horga fyrir hann í búðunum. Þegar jeg
hýð yður, eða hverjum öðrum sem vera
skal, vindil, þá get jeg sagt um leið, að jeg
sje að spara fje. Yður finst líklega að jeg
sje óðamála, er það ekki? Enda er það al-
veg salt, en jeg hefi ákveðinn tilgang með
því. mín reynsla er nefnilega sú, að ýmsir
þeirra, sem koma til mín í viðskiftaerind-
um, eigi erfitt með að iiefja mál sitt. Þess-
vegna blaðra jeg bara, þangað til þeir hafa
fundið þráðinn. En hversvegna hafið þjer
nú komið tii mín. Er það til þess að fá ráð
til að koma fje á góða vöxtu?
„Jeg er liingað kominn til þess að tala við
lierra George Smith“, svaraði Weld, „en mjer
kæmi illa, ef svo kynni að vera, að jeg hefði
iiitt skakkan Smith“.
„Skynsamlega athugað“, sagði Smith í
viðurkenningartón og kinkaði kolli. „Þjer
starfið i rjettum anda; og jeg er líka ná-
kvæmur, eigi síður en þjer. Mjer mundi
aldrei detta í hug, að taka að mjer að ráð-
stafa peningum fyrir fólk, sem jeg þekti
ekki neitt. Ef til vill munuð þjer segja, að
jeg muni verða af mörgu góðu tækifæri fyr-
ir þá sök. Og þar hafið þjer rjett að mæla.
Jeg missi af mörgu, einmitt þcssvegna. En
mjer þætti gaman að vita, hvorl við eig-
uin ekki einhverja kunningja saman“,