Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1934, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.08.1934, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 YHe/tV LES&HbURHIR Við hirð Pjeturs mikla. Á fyrsta áratug átjándu aldarinn- ar óx upp nýtt stórveldi í Evrópu. ÞaS var Rússland. Sá sem skapaöi þetta riki var aðeins einn maður: Pjetur mikli keisari, og hirðin og stjórnarherrarnir sem rjeðu mestu í ríkinu voru undarlegt sambland af vestrænni menningu og forn- slavnesku siðleysi. Keisarinn var hinn mesti fram- fara- og umbótamaður og hann fór margar ferðir til annara landa 1 i 1 þess að læra nýja siði og hætti, sem gæti komið þjóð hans að gagni. í eðli sínu var Pjetur mikli hjartagóður maður og auk þess guð- hræddur. Hann dáðist mjög að öll- um vísindum og var auk þess mik- ill iðju- og afkastamaður. Allir eru sammála um, að hann hal'i haft þessa kosti til að bera þegar hann hóf hið mikla lifsstarf sitt. Honum var Ijóst, að til þess að skapa land og þjóð úr þeim óskapnaði sem ])á var l'yrir í Rússlandi, varð hann að taka sjer einræði og sveigja alt og alla undir vilja sinn, hæði i stóru og smáu. Pjetur mikli kom upp rússneskum flota og rúss- neskum her, en jafnframt hafði hann hænst svo að vesturþjóðasið- um, að hann bannaði Rússum að ganga með sítt skegg og sagði þeim fyrir um, hvernig þeir ætti að ganga klæddir. af málningu ofan á innrætið og þurfti ekki að nudda hana lengi svo að Tartarinn kæmi fram. Pjetri mikla sjálfum gat jafnvel orðið það á, að hálshöggva glæpamenn með eigin hendi eða að misþyrma fjandmanni, sem hann hafði sigr- ast á. Hann var mikill óhófsniaður i drykk og það sem verra var: hann skipaði gestum sínum að drekka, þangað til þeir voru orðnir ölóðir. Það eru lil skrif fyrir því, að gestir sem neyddust til þess stöðu sinnar vegna að koma í hirð- veislur, fóru til keisarafrúarinuar eða til skriftaföður keisarans og hjetu þeim rikulegum gjöfum, ef þeir gæti komið því til leiðar, að keisarinn teyfði þeim að drekka ekki i veislum. En það stoðaði jafnan lítið. Merkilegast var þó það, að heilsa keisarans og vinnuþrek skyldi ekki eyðileggjast af öllum drykkju- skapnum, en hann sagðist nota þrjú ráð 1 i 1 þess: Fyrst var það að dvelja í haðstofu sinni og berja sig nakinn með hrísl þangað til hann svitnaði, en að því loknu hljóp hann alls ber út og fleygði sjer i fljótið, jafnvel þó það væri fult af ís. Annað var hvítlaukur, sem hann var altaf að jeta, svo að ó- dauninn lagði af honum langar leiðir. Þriðja læknislyfið var meira brennivin! Hann þoldi alt. Þegar Pjetur mikli ekki sal að drykkju eða gengdi stjórnarslörfum shið hann við rennibekkinn sinn og gerði ýmsa fallega hluli úr fíla- beini, rafi og trje og gaf þeim, sem voru í náðinni hjá honum í það skiftið. Árið 1703 kvæntist Pjetur mikli Katrinu fyrstu. Hún var af lágum ættum og hafði áður verið gift sænskum korporal. Einn af dutlungum Pjeturs mikla var sá, að safna að sjer dvergum. Einú sinni datt honum í hug að fíurt með síðhempurnar. Þannig bannaði hann hinar gömlu rússuesku siðúlpur, vegna þess að hann áleit, að menn gengi of hægt í þeim og hreifðu sig of letilega. Þegar fólk sást eigi að síð- ur í þessum úlpum, þá var það stöðvað hvar sem það sást, fleygt á götuna og klipt neðan af úlpum þess. Pjetur mikli hreytti einnig rússneska stafrófinu og bætti stöf- um við það. Þessi nýja menning gat þó tæp- lega talist nema eins og þunt lag halda stórt dvergabrúðkaup og var nú gert hoð um all ríkið til þéss að safna saman eins mörgum dverg- um og unt væri. Allir gestirnir komu prúðbúnir í brúðkaup liirðdverganna. Iveisara- hjónin sátu í lágu hásæti og horfðu á dans dverganna, sem hafði verið ruddalegur og fáránlegur í senn. í þessu brúðkaupi var, eins og vant var drukkið mikið, svo að dverga- hrúðkaupið mikla hafði orðið ein Skrltið brúðkaup. versta samkoma í því tilliti, sem sögur fóru af við þessa drykkju- skaparhirð. En Pjetur mikli skemti sjer vel. Daginn eftir brúðkaupið seldi hann litlu brúðkaupsgestina hirð- mönnum sínum. Urðu þeir að greiða of fjár fyrir dvergana, hvort sem þeir vitdu eða ekki. En þetta var ein aðferð Pjeturs mikla 'il þess að ná sjer í peninga. En svo mikill hrotti og siðleys- ingi sem Pjetur mikli var þá var hann eigi að síður mikilmenni. Hann kunni ágætlega að velja sjer duglega samverkamenn; hann tók þá hvar sem liann náði i þá, hvort heldur þeir voru útlendir eða inn- lendir og hvar sem hann náði i ])á, hvort heldur þeir voru af lágum eða háum stigum. Pjetur var risi að vexti og ákaflega þrekinn, og þó hann gengi jafnan mjög sóðalega til fara þá leyndi það sjer ekki, hvar sem hann fór, að hann var mikill stjórnandi. En lastafult liferni dregur jafu- vel liraustustu menn í gröfina. Ár- ið 1724 hafði hann orðið innkulsa eftir að synda í köldu og auk þess hafði hann innvortis sjúkdóm, svo að heilsa hans, sem áður var svekt af drykkjuskap og drabhi þoldi ekki þessa meinlausu sjúkdóma og þeir urðu honum að bana, aðeins 53 ára gömlum. Tóta frænka. BASTILLEIÐANGUItlNN. Frakkar lialda 14. júlí hátíðlegan sem einskonar þjóðminningardag, því að þann dag árið 1789 er tal- ið að franska byltingin hafi hafist. Þá rjeðist mannfjöldinn í París á hið illræmda vigi Bastille i Paris og jafnaði það með jörðu, en þetta vígi hafði löngum verið notað af konungunum sem fangelsi fyrir ýmsa frjálslynda menn, sem sviltir voru frjálsræði fyrir litlar sakir. Myndin hjer að ofan er af viginu eins og það leit út þegar atlagan var gerð að því 14. júlí 1789. Englendingar hafa jafnan garrian af veðmálum, eins og eftirfarandi sögur bera með sjer: Lávarður einn veðjaði, að hann skyldi standa heilan dag á Lundúnabrú og bjóða ný gull-sterlingspund til sölu fyrir penny án þess, að nokkur keypli. Hann tapaði, þvi barnfóstra ein keypli af honum gullpening til að friða með öskrandi krakka. Enskur hershöfðingi, sem var á förum til París, veðjaði um það, að hann skyldi láta lögregluna þar hand- taka sig innan tveggja stunda, án þess að hann gerði neitt á hluta hennar eða fyrir sjer. Hann fór að því sem hjer segir: Hann keypti gamlan frakka i skranbúð og fór í honum í matsöluhús og bað þar um máltíð matar. Þjónninn, sem tók eftir klæðaburði mannsins, vís- aði honum út. Englendingurinn maldaði í móinn og tók upp seðla- hrúgu til þess að sýna svart á hvítu, að hann ælti fyrir matnuin. Nú þóttist þjónninn viss um, að hann ætti við glæpamann og kall- aði á lögregluna. Hún fór með hers- liöfðingjann á lögreglustöðina og vann hann þannig veðmálið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.