Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1934, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.09.1934, Blaðsíða 6
F Á L K I N N Maðurinn með Orkideurnar. w Ma,kc, Jeg var á ferð í neðanjárðar- brautinni í Berlín. Það var í rau'ninni ekki merkilegt, en hitt var merkilegra að jeg náði í sæti. Að vísu var efnilegur ung- lingur, á að giska 9 ára altaf að traðka á tánum á mjer og digur karl í loðkápu breiddi úr „Allgemeine Zeitung“ beint fyrir framan nefið á mjer, — og það blað er, eins og kunnugt er, nægilega stórt lil að þekja álitlegan hluta af fyrverandi furstadæminu Lippe- Detmold — en jeg slapp þó við að standa. Það var blaðinu að kenna, að jeg gat ekki í fyrstu óttað mig á livað það var, sem kitlaði mig á nefinu; mjer var næst að halda framan af, að það væri ljettir firðrildavængir, en nú er nefið á mjer í fyrsta lagi ekkerl blóm, og svo er það heldur ekki venja að fiðrildi sjeu á flögri í neðanjarðar- brautunum í Berlín í nóvem- bermánuði. Alt í einu rambaði digri mað- urinn í loðkápunni skáhalt aft- ur yfir sig og utan í hjúkrunar- lconu, sem hröklaðist undan og lenti í fanginu á Bússa einum, sem eiginlega hafði átt að fara út úr vagninum fyrir mörgum stöðvum liðnum, en nú víkkaði sjóndeildarhringurinn hjá mjer og þá sá jeg, að það voru orki- deur, sem höfðu kitlað mig á nefinu, finim legglangar, ljóm- andi fallegar orkídeur, sem gægðust út úr silkipappír. Gljárakaður ungur maður, englendingslegur á svipinn Iijelt dauðabaldi utan um silki- pappírinn með gula hanska á höndunum, en stórir svitadröp- ar spruttu fram og runnu nið- ur andlitið á honum, undan mjúkum flókabatti. Hann virt- ist ekki kunna vel við sig í þrengslunum, þessi prúðbúni ungi maður, en þó vakti liann enga meðaumkvun hjá mjer. Hafi liann efni á, að fleygja svona miklum peningum í or- kídeur, bugsaði jeg þá hefir hann sannarlega efni á að lcigja sjer bíl, í staðinn fyrir að þrengja sjer inn i klefa i neð- anjarðarbrautinni og silja þar og kitla saklausa samferða- menn á riefinu, með þessum viðbjóðslegu legglöngu orki- deum sínum. Lestin brunaði inn á Nollen- dorfplatz. Meðal þeirra sem út fóru var maðurinn sem sat á hina hlið blómamanninum; liann var lítill og freknóttur, og klæddur laglegum sportföt- um, eins og svo margir, sem aldrei iðka íþróttir. — Guði sje lof, nú rýmkar víst ofurlítið hjer, hugsaði jeg. En jeg hafði ekki hugsað þessa bugsun lil enda áður en jeg fjekk orkídeuvöndinn beint framan í mig, en eigandi baris leitaði ákaft í öllum vösum sín- iiim, með þeirri hendinni sem laus var. Hann hefir stolið budd- unni minni! lirópaði liann. Vagnstjóri, það hefir verið stol- ið af mjer, það hlýtur að vera maðurinn í sportfötunum þarna á stjettinni. Fyrirgefið þjer maður minn, viljið þjer gera svo vel að halda á þessum blóm um fyrir mig eitt augnablik. Svo endasentist bann út og jeg sá liann kljúfa fólksmergð- ina með áræðnum sundtökum eftir stjettinni og út að dyrun- um, þar sem sá sportklæddi var að liverfa upp þrepin. Augnabliki síðar var lestin komin á fleygiferð aftur og eft- ir nokkrar mínútur skaut henni upp við svarta gíginn, sem ligg- ur upp að stöðinni á Witten- bergsplatz. Þar ætlaði jeg að stíga af. Eiginlega var jeg á leiðinni út í Dýragarð til þess að skoða nýfæddan nashyrningsunga. En bvað álli jeg að gera við orki- deurnar? Hver veit nema sá nýfæddi vildi jeta þær? En bvað mundi fólk segja? Árvak- ur frjettasnati mundi geta skrif- að minst tiu línur uin það, eða viðbr agðsf 1 j ó t ur J j ósm v n d a r i tekið augnabliksmynd af at- höfninni; mjer fanst jeg sjá fvrir mjer bæði klausuna og ljósmýndina: „Ungur rnaður fóðrar nashyrninginn á orkí- deum“. Nei, það var ekki viðlit. Lík- lega mundi maðurinn með arkí- deurnar koma — það er að segja orkídeulaus —- með næstu lest og mundi skima í allar áttir eftir mjer á liverri stöð, til þess að fá bina dýrmætu eign sína aftur. .Teg fór þessvegna að þramma fram og aftur þarna á ískaldri brautarstjettinni í þessu jarð- liýsi við Wittenbergplatz. Fyrsta lest kom og kunningi niinn einn kom æðandi út úr lienni á afturlöppunum og spurði livort það væri afmælis- dagurinn minn í dag. Næsti vagn kom og út úr lionum slagaði ungur maður, sem liafði fengið fullmikið í kollinn og spurði livort sjer leyfðist að lykta af blómunum. Svo kom þriðji vagninn og út úr lionum steig með bátíð- legum virðuleik, Leonie, Iiræða allrur fjölskyldunnar. Hún stað- næmdist hjá mjer og setti upp súrsætt bros. Nei, sjáum við til! Sjáum kvennabósann, 1‘rænda minn. Jeg álti afmælisdag í hinni vik- unni, en jeg fjekk ekki orkíde- ur. Ónei, það gera sjer sumir mannamun ......... Og án þess að biða nokkurra skýringa af minni liálfu dikaði hún af stað með ósvífið undir- furðubros á vörunum. Jeg sá í anda hvernig húii mundi banga í símanum allan daginn og segja skyldfólkinu mínu frá þessari mikilsverðu uppgötvun, sem hún liafði gerl: Hugsaðu þjer! Hann stóð með fangið fult af orkídeum á Wittenbergstöðinni og var að bíða eftir stúlku! Leonie frænka stendur ekki að baki liesta gjallarliorni að því er kemur til að dreifa frjett- um. Nei, jeg get ekki afborið þetta lengur, jeg verð að fara upp i dagsbirtuna aftur. Jeg komst upp á torgið og stað- næmdist á liorninu á Kleist- strasse. Og alt í einu streymdu endurminningar frá því fvrir hálfu ári inn á mig. Það var einmitt i Kleiststrasse númer níu, sem Mimi átti lieima. Mimi og jeg liöfðum verið bestu kunningjar, en fyrir missiri skildum við í vonsku, eftir að liún bafði lálið mig bíða fyrir utan bíó i heilan klukkutíma i ausandi slagveðri. Hugsum okkur ef jeg Ijeti nú orð Leo- niu frænku rætast og gæfi Mimi orkídeurnar? Einlivers- staðar varð jeg þó að koma ó- fjelans blómunum í vatn. Jeg hjelt áleiðis að númer n í 11. Jeg gekk fram bjá forn- gripakaupmanninum, þar sem við Mimi vorum altaf vön að staðnæmast við gluggann hjer fyrrum til þess að góna á meiss- ner-postulín, gamalt tin, sjö- arma kertastjaka og skartgripi; þarna lá eimþá fallega turkisa- liálsfestin, sem Mimi gal aldrei glápt sig fullsadda á — það var vegna liennar, að hún liafði sell afmælisdaginn si'nn í svo marga mánuði á árinu þegar hún var að segja mjer frá — en altaf árangurslaust, og það af lög- legum ástæðum. Jeg gekk upp í liúsið númer 9 og hringdi bjöllunni. Mimi lcoin sjálf til dyra. Ert það þú? sagði lriui bara, en röddin bar þess vitni, að heimsóknin kom lienni á óvart, og þar kendi bæði gleði, bræðslu og sigurkæti. Við fórum inn í litlu stofuna liennar og þar var alt eins og áður, eina breytingin var sú, að kominn var bvítabjarnar- feldur á gólfið og svo tók jeg líka eftir, að hún hafði fengið smaragðahring á litla fingur- inn. En hvað þú varst vænn að muna eftir injer. Og svo hefirðu munað líka, að orkideur eru uppáhaldsblómin mín. Jeg mundi greinilega, að fyr- ir missiri voru fjólur uppá- baldsblómin liennar. Fjólur eru falleg blóm og táknræn — og svo eru þær svo ódýrar. Nú tók jeg eftir að orkídeur voru lijer og Iivar um herberg- ið. Allstaðar voru blómaglös með orkídeum, sumar nýjar og bnarrreistar en aðrar hálfvisn- ar og liengdu liausinn. Jeg sje að það eru fleiri en jeg sem vita, að orkideurn- ar eru uppáhaldsblómin þín? Já, jeg á góðaii vin, og það getur varla gert þjer neitt; þú varsl liættur að heimsækja mig livort sem var. Hann er svo einstaklega viðfeldinn — ann- ars er liann dálítið veiklaður. Hann drekkur aðeins rauðvin jiolir ekki annað vin, segir liann. Líttu á, þárna stendur Medoc-flaskan hans úli í liorni í volgu vatni og hitamælir við hliðina á henni; hánn stingur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.