Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1934, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.09.1934, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N Dularhöllin Skáldsaga eftir WYNDHAM MARTIN. að segja yður frá varúðarráðstöfunum þeim sem jeg hefi gert af umhyggju fyrir yður. Að mínu áliti eruð þjer betur settur hjer heldur en úti í þessum heimi, sem hefir bakað yður svo sár vonbrigði. Yiljið þjer gera svo vel að koma með mjer?“ Trent flýtti sjer að standa upp. Þegar liann kom út úr ljóshringnum gat hann grilt í mann, álíka háan og hann var sjálfur. Alt og sumt sem hann annars gat sjeð, var að maðurinn var fölur og klæddur í sam- kvæmisföt, en í svartri kápu után yfir. Trent fanst hann geta greint tvö tindrandi augu, er hann læsi napurt háð og mann- vonsku útúr, svo að algert ósamræmi var á milli aug'nanna og hinnar þýðu raddar þessa huldá manns. X kapteinn gekk á und- an honum fram að dyrunum. Newton stóð fyrir utan þær. „Farið þjer með hónum út að gluggan- um, Newton“, mælti X kapteinn". „Gerið svo vel og fylgið mjer“, sagði bryt- inn. Trent elti Newton lengi vel gegn um her- bergi, en Newton lýsti ho'num með vasa- Ijósi. Loks staðnæmdist Newton við glugga og opnaði hann. „Farið varlega“, sagði hann, „virkisgröfin er beint fyrir neðan“. Trent hugsaði sig um. Bylmingshögg bak við eyra Newtons og hratt stökk út um gluggann mundi opna lionum leið til þess að prófa, hve erfitt væri að synda yfir gróf- ina og komast í land hinumegin. En hann kipti að sjer kreptum hnefanum. Það var eiiis og hvíslað væri að honum, að einhver liætta væri í leyni þarna niðri og svo tók hann alt í einu eftir að Newton var ekki lengur við hlið hans. X kapteinn var kom- inn i hans stað. „Þjer ljetuð fyrsta tækifærið ganga yður úr greipum", sagði liann og var líkast eins og röddin lýsti vonbrigðum. „Og þó sögðust þjer kunna að synda“. „Þjer eigið við að jeg ljeti tækifærið ganga mjer úr greipum til þess að láta Newton fá aukaþóknun, úr því að jeg stökk ekki út?“ X kapteinn laut út um gluggann og liorfði á spegilsljettan vatnsflötinn. Svo sneri hann sjer að fanga sínum. „Hvað eruð þjer að horfa á?“ spurði Trent. „Þjer skuluð bráðum fá að sjá það“, svar- aði kapteinninn. „En hversvegna notuðuð þjer ekki tækifærið? Þjer hefðuð ekki verið sá fyrsti sem reyndi að nota það. Sir Ger- hard Scrope, veðhlaupariddarinn frægi, sló Newton veslinginn á brjóstholið og ljet slag standa. Yeslings sir Gerliard!" „Hvernig gekk honum svo?“ spurði Trent. „Jeg hefi liugsað mjer að láta yður draga ályktunina sjálfan“. X kapteinn þagði meira en mínútu. „Loksins!“ sagði hann svo. „Jeg vona að þjer hafið betri sjón en jeg“. Alt í einu komu gárar á sljett vatnsborðið. Trent starði niður. Eitthvað sem minti á kúttersigldan smábát, sveimaði á vatninu. „Hvað er þetta? hrópaði Trent. „Já, hvað haldið þjer að þetta sje.“ X kap- teinn hrosti vingjarnlega. „Værum við staddir í hitabeltinu mundi jeg hafa sagt, að þetta væri bakuggi á há- karli“. „Þjer sjáið vel“, sagði X kapteinn, „en dýrafræðikunnátta yðar stendur ekki á sjer- lega háu stigi. Hákarlar geta verið víðar en í hitabeltinu. Maður getur liitt þá fyrir alla leið upp undir kuldabelti. Þetta, sem þjer sjáið, er ugginn á galeocerdo, sem er ein giámmasta hákarlategund sem menn þekkja. Hann er einmana greyið; syndir altaf í hring og er að leita sjer að maka, en hann er eng- inn lijer. Hann er ekki nema tæplega tutt- ugu feta langur ennþá“. Það fór lirollur um Trent. Fyrir tæpum fimm mínútum hafði hann verið að þvi kom- inn að steypa sjer ofan í virkisgröfina. X kap- teinn tók eftir geðbreytingu Trents og lion- um var skemt. „Mjer þótti það leiðinlegt, þetta með liann Scrope“, sagði hann. „Hann var einn af bestu spilurunum í Bathklúbbnum. Það var leiðinlegt, að þjer skylduð ekki hitta hann hjer. En hann var bjáni. Hann hjelt að hann gæti sigrað mig! Og málagjöldin urðu hans bani, og það virðist eins og hákarlinn minn geti ekki gleymt honum. Hann bíður þess þolinmóður, að sagan endurtaki sig. Og nú hafið þjer bakað lionum vonbrigði". Trent átti bágt með að stilla sig um að öskra framan í hinn. Alt í einu datt honum nokkuð í hug. „Hákarlar geta ekki lifað nema i söltu vatni“, sagði hann. Hann fór að hugsa um hvort þessi hákarl væri einskonar vjeldýr, eins og hann hefði einu sinni sjeð í Holly- wood. „Flestir hákarlar lifa eingöngu i sjó, já“, sagði kapteinninn. Það eru ekki nema fáar tegundir sem geta lifað í ósöltu vatni, en hann kunningi minn verður að hafa salt vatn. Eruð þjer kunnugur landafræði Slcot- lands?“ „Hvað kemur það málinu við?“ spurði Trent. „Það eru mjög fáir staðir í Skotlandi, sem eru meir en fimtíu mílur frá sjó. Jeg dæli hingað sjó úr lítilli vík við Tay. Það var einstaklega skemtileg tilraun", hjelt X kap- teinn áfram. „Jeg tæmdi vatnið úr virkis- gröfinni og gerði við múrinn. Svo dæli jeg sjó í gröfina í staðinn. Jeg á það að þakka einum landa yðar, að þetta varð framkvæm- anlegt. Hann var miljónamæringur frá Chicago og átti þennan stað í nokkur ár og hjelt ákaflega mikið upp á sjóböð. Hann setti leiðslurnar og dælurnar upp. En jeg var marga mánuði að fylla gröfina. En nú er þetta alt hægara. Eftir þvi sem vatnið gufar upp verður saltið eftir, svo að nú get jeg að mestu leyti notað ósalt vatn til þess að fylla gröfina“. Trent sá fram á, að hugmynd hans um vjeldýrið mundi ekki hafa við rök að styðj- ast. „Malajarnir mínir náðu í kvikindið og við fluttum það hingað í geymi, sem sjerstak- lega hafði verið gerður í þessu augnamiði. Þjer getið ekki gert yður hugmynd um, hve lengi við vorum að ná í rjetta tegund og stærð. En það er nálega ómögulegt að drepa þessi kvikindi og þvi nutum við vitanlega góðs af“. „Hvernig er því varið með þessa Malaja?“ spurði Trent. „Er hægt að verjast því, að lögreglan taki eftir þeim?“ „Þeir koma frá Bretlands hlutanum af Borneo“, sagði X kapteinn, „og eiga því heima í hreskri nýlendu en ekki hollenskri. Lögreglan veit vel um þá, en jeg kem mjer vel við lögregluna. Og því skyldi jeg ekki gera það? Jeg er talinn vellauðugur en sjer- vitur maður, sem muni hafa marga vini mína sem gesti lijá mjer, og þá vitanlega gesti úr fjarlægum stöðum. Vini mina frá London. Bifreið mín vekur enga sjerlega at- hygli á vegunum og skemtisnekkjuna mina, sem annars var eign landa yðar frá Chicago, eru allir orðnir svo vanir að sjá. Enginn maður lítur grunsemdaraugum á mig. Jeg gef fje til góðgerðastofnána hjerna i sveit- inni og veiti verðlaun fyrir feitustu alinaut- in. Þar að auki á jeg sjálfur ágæta bújörð, sem er í landi hallarinnar, sem við erum i. En vitanlega kæri jeg mig ekkert um, að Pjetur og Páll sjeu að rápa lijer um lendur mínar, og þessvegna hefi jeg fengið mjer varðhunda til að afstýra því. Það liefir kom- ið fyrir nokkrum sinnum, að fólk hjerna úr nágrenninu liefir verið bitið. En jeg hefi greitt skaðabætur fyrir þetta með ljúfu geði og orðrómurinn um atburðinn hefir nægt til þess, að halda öðrum í fjarlægð. Trent skildi, að hann hefði gert X kap- teini rangt til, er hann hjelt að saga hans um hákarlinn væri ekki sönn. Hvorki hún nje þessi síðari sem liann sagði, þurfti að vera ósönn. Það var lafhægt að veiða há- karlinn og dæla sjó inn í virkisgröfina. Og sjálfur þurfti hann ekki að vekja athygli með líferni sínu, því að fólk í Englandi er alvant sjervitringum, sem lifa út af fyrir sig, og flest fólk er líka hrætt við grimma hunda. Svo lengi sem X kapteinn studdi landbún- aðinn og kynbætur búpenings og ferðaðist í friðsemi um land og sjó, myndi engum detta i hug að gruna hann um græsku. Og óneitanlegt var, að hann hafði komið sjer vel og viturlega fyrir. En þó þurfti þessi háa járngirðing skýringar við. „Það er langt síðan að fólk hætti að taka eftir henni. Það var hermálastjórnin, sem setti hana upp á striðsárunum, þegar eignin var notuð sem fangabúð fyrir þýska fanga. Og nú mundi það teljast vitleysisleg eyðsla, ef jeg færi að leggja í þann kostnað, að rífa hana niður. Auk þess ver hún bæði golf- brautina og skemtigarðinn fyrir ágangi bú- fjár úr nágrenninu. Jeg skal bæta því við, að frá litlum fossi lijerna i skóginum höf- um við vatnsafl til rafmagnsframleiðslu fyrir heimilið og meira en það. Ef þjer reynduð að klifra yfir grindurnar, mundi yður tæplega finnast tilkenningin þægileg. Voruð þjer i stríðinu?“ Trent kinkaði kolli. „Upp frá því að Bandaríkin fóru i striðið“. „Þá munið þjer ef til vill eftir þessum veslingum, sem hjengu fastir i gaddavírs- girðingunum og sýndu okkur svo vel, að það bregður gjarna hlægilegum blæ yfir hetjudauðann“. „Jeg skil hvað þjer eigið við. Það er há- spennuleiðsla um girðinguna“. „Já, en ekki með þeim hætti, sem þjer

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.