Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1934, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.09.1934, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Að ofan til vinstri er myrid af húsa- þyrpingu einni i skemtigörðunum í Versaitles í Frakklandi. Hús þessi sem mynda heilt þorp, voru reist fyrir til- stilli Maríu Antoinette drotningar. Er nú verið að hressa þau við. — T. h.: 1 ár eru liðin 50 ár síðan Vilhjálmur I. Þýskalandskeisari lagði hornsteininn að ríkisþingshúsbyggingunni í Berlín. Sjest hún hjer á myndinni að ofan. Það er ekki enn lokið við aðgerð bygging- arinnar eftir brunann í febrúar 1933 og þingfundir fara því fram í Kroll- óperuhúsinu — þái sjaldan þeir eru haldnir. Til vinstri: 1 Englandi hefir stjárnin gert út fjölda af bifreiðum með sýn- ingartækjum fyrir talmyndir. Bílar þessir eru sendir út um sveitir og sýna þar myndir af ýmsum stjórnarfram- kvæmdum, flytja viðtöl við ráðherr- ana o. þ. h. Á myndinni sjást Stanley Baldwin, MacDonald og Sir John Si- mon skoða bílana áður en þeir leggja af stað í fyrstu ferðina. Kvennaskóli einn í Massachusetts, sem vitanlega kennir allskon- ar kvenlegar hannyrðir, hefir það fyrir sið, sem einn þátt úr vor- prófinu, að láta nemendurna sýna sig fyrir almenningi í kjól- um, sem þær hafa saumað sjálfar. Hjer á myndinni sjást sjö af þessum stúlkum í „prófkjólunum“ sínum. Þeir eru hver öðrum smeklclegri, sem nærri má geta. Hjer kemur önnur mynd af stúlkum, en hjer sýna þær ekki kjólana sína. Þær eru þvert á móti ekki í neinum kjól. Þetta er stúlknahópur frá háskólanum i Wisconsin, sem hefir unnið sig- ur í kappróðri við annan stúlknaflokk. Og samkvæmt gamalli hefð á sigurflokkurinn að taka einn úr hópi andstæðinga sinna og dýfa honum í. Athöfnin sjest hjer.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.