Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1935, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.08.1935, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóvar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstufa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka ilaga kl. 10—12 og 1—fi. Skrifstofa i Oslo: A n t o n Schj.ö'thsgadc 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Kæri faðir minnl Jeg skrifa þjer þó að þú sjert horfinn hjeðan fyr- ir 30 árum. (Jr heimkynni þínu hiijumegin vona jeg að þu sjáir þess- ar Iínur. Jeg finn að það er ýmis- legt sem jeg þarf að segja þjer, ýiííislegt sem jeg ekki skildi þegar jeg var barn á heimili þínu eða var of heimskur til að geta sagt. Það er fyrst nú, eftir að jeg hefi gengið í harðan og kaldan skóla æfinnar, uð jeg skil tilíinningar þínar. Oft hlýt jeg að hafa reynt á þol- inmæði þina. Jeg var hræðilegur bjáni. Jeg var sannfærður um að jeg væri vitur en nú veit jeg hve smár jeg var í samanburði við ró- lega þroskaða og heilbrigða visku þina. Mest af öllu langar mig til að játa verstu synd mína gegn þjer, en hún var sú, áð mjer fanst stundum að þú skildir mig ekki. Nú, þegar jeg líí til baka, sje jeg að þú skiklir. Þú skildir mig hetur en jeg skildi sjálfan mig. Viska þin umkringdi mig eins og úthafið umkringir eyj- uná. Og hvað þú varst þolinmóður. Þrunginn af ást og fyrirgefningu. Og, hvað þú reyndir oft að komast nær mjer, vinna trausl mitt, verða fjelagi minn. Jeg skil þettu nú. En jeg vildi það ekki. tíat það ekki. En það er rauhalegt — rauna- legur inúr, sem ris milli föður og sonar og. milli árangurslausra til- rauna þeirra til að komast yfir múr- inn eðá gegnum hann! Jeg vildi óska, að þú værir hjer nú,- hinumegin við borðið þar sem jeg sit og er að skrifa, þó ekki væri nema klukkutíma. Þá gæti jeg sagt þjer að nú er enginn múr framar til, að'jeg skil þig að fulíu og vildi óska að jeg væri orðinn harn og væri hjá þjer. Því nú veit jeg hvernig jeg ætti að vera þjer til yndis. Nú veil jeg hvernig tilfinningar þínar voru. Það verður nú ekki langt þangað til jeg kein yfirum lika og jeg held að þú verði’r fyrstur til að rjetta mjer hendina og hjálpa mjer upp brekkuna. Og jeg ætla að nota fyrstu þúsund árin eða meira, til þess að sýna þjer, að hvorki harmur þinn yfir mjer nje þrá þin eftir mjer, hefir orðið til ónýtis. Það hefir kostað nokkur ár fyrir son þinn — og alla syni upp á vissan hátt — að komast til sjálfs sín; en nú skil jeg alt. Nú veit jeg að það ríkasta og mesta á jörðinni, og það sem sist er skilið er föðurleg ást og viðkvæmni íslendingar heyja knattspyrnu í Þýskalandi. Á miðvikudaginn var ljet úr Reykjavíkurhöfn tuttugu manna flokkur ungra inanna og frækinna á íslenska vísu. Voru það knattspyrnu- mennirnir okkar, sem nú eru á leið til Þýskalands til þess að eiga þar leik við fjölmennustu þjóð Vestur- Evrópu. Stærðarhlutfall þjóðanna er um fiOO gegn einum, þó 11 gangi á völlinn til leiks frá hvorri hlið, og er því að vísu ekki von um, að sendimenn vorir geri sigurvinninga, á beinan mælikvarða. En óbeinlims geta þeir gert það, eigi að síður. Með því að sýna drengilegan leik og með prúðmannlegri framkomu getur hinn íslenski flokkur unnið Islandi stór-gagn meðal hinnar vold- ugustu germönsku þjóðar, og efasl enginn um, að þeir sjeu sjer þess hlutverks fyllilega meðvitandi. Og þá er ininna um hitt vert, hvort mörkin verða mörg eða fá í leik- unum. Drenglyndur maður fær al- drei níð fyrir ósigur sinn. Og á því eiga íslendingar að sigra að svo stöddu. Þessi för er gagnheimsókn íslend- inga við heimsókn hinna þýsku knattspyrnumanna núna fyrir nokkr um vikum. Hinir þýsku gestir urðu hyers manns hugljúfar, fyrir prúð- mannlega framkomu og prýðilegan leik, svo að flestum ef ekki öllum ber saman um, að heiinsókn þeirra hafi verið sú, sem mestan árangur hafi borið til eflingar iþróttarinnar hjer á landi. Þar skeði það merki- iega fyrirbrigði, að enginn kritur kom fram, eins og stundum hefir orðið við erlendar heimsóknir hjei álðúr, óg í öðru lagi það, að fólk mun varla hafa dáð knattspyrnu- leik nokkurn jafn einhuga, og þann, sem þessir síðustu gestir áttu leik- inn í að hálfu. „Nordische tíesellschaft" sjer um móttöku knattápyrnumannaijna i Þýskalandi og hefir fyrirhugað þeim glæsilega ferð, sem hlýtur að verða þeim til ánægju. Verða kappleikirn- ir- í Þýskalandi fjórir, en jafnan hagað svo til, að milli leikjanna verði bæði ferðalag og hvíldardagar, svo að flokknum fari ekki líkt og sumurn flokkum, —- hvort heldur er í söng eða íþrótt — sem farið hafa lil útlanda, að þeir sjeu orðnir dauðþreyttir eftir tvo fyrstu dagana. ---- Fyrsti kappleikurinn verður i hinni frægu listaborg Dresden þ. 18. þ. m., hinn næsti í Berlin 21. þ. m„ sá þriðji í Oberhausen 25. þ. m. og sá síðasti i Hamborg 28. ágúst. Fyrsta kappíeiknum, í Dresden 18. ág. nfunu íslenski hlustendur fá tæki- færi til að fyigjast með i útvarpinu. Af þeim tuttugu mönnum, sem í förinni eru, eru 16 í sjálfum knatt- spyrnuflokknum, aðalmenn eða vara inenn. Hinir fjórir eru: farárstjór- inn, tíisli Sigurhjörns'son, sein átti frumkvæðið áð þessari gagnkvæinu heimsókn og sem hefir, með tilstyrk vina sinna í Þýskalandi, tekist að undirbúa hana prýðilega. 2) Pjetur Sigurðsson háskólaritari, hinn forn- frægi „back“ af íþróttavellinum hjér og síáhugasamur íþróttamaður. Hann verður fulltrúi í. S. í. í förinni. 3) Friðþjófur Thorsteinsson, sá knatt-, spyrnari (einkum heint í mark!), sem mestur ljómi stóð af hjer fyrr- um meðan hann var á ljettasta skeiði. Hann verður þjálfari flokks- ins í stað Guðm., Ólafssonar, hins á- gæta knattspyrnufrömuðar, sem þjálfað hefir liðið, en gat ekki farið vegna forfalla. 4) Guðjón Einarsson knattspyrnudómari, sem er sjerstak- lega bóðinn í förina af „Nordischc tíesellschaft“. Hátíð verslunarmanna. Eggert tíriem frá Viðey flytur ræðu að Lögbergi. Karlakór K. /•'. U. \I. syngur í Almannayjá. Siðan breytt var tilhöguninni um frídag verslunarmanna í þá átt, að að hann skyldi jafnan vera fyrsti mánudagur í ágúst, í stað þess að hann var bundinn við mánaðardag- inn 2. ágúst, hinn forna „þjóðminn- ingardag", sem hátiðlegur var hald- inn um land alt, þangað til 17. júni og 1. desember komu til sögunnar, hífir frídagur verslunarmanna jafn- an verið sannkölluð hátíð stjettarinn ar. Verslunarmenn gerðu hinn gainla og löngun til að hjálpa. Því að nú á jeg dreng sjálfur. Það er hann sem er orsök í, að jeg óska mjer til þín aftur og þrái að falla að fótum þjer. Frank Crane. þjóðminningardag að sínum hátíðis- degi, og eftir að hann var ákyeðinn 1. mánudag í ágúst óx þeim hátíða- höldum ásmegin, því að þá áttu hlutaðeigeudur tvo frídaga í röð og laugardagskvöld áð auki, því að farið var ])á, að loka skrifstofum og verslunum fyr á laugardögum en aðra daga. Siðan svo skipaðist hefir Versl- unarmannafjelag Reykjavíkur jafnan haft mikinn og góðan undirbúning undir fagnað stjettarinnar þessa daga, og notað þá til að fara úr höfuðstaðnum, hrista af sjer rykið og njóta margvislegra skeintana. En aldrei hefir viðbúnaður verið eins mikill og nú á síðustu hátíð, enda aldrei jafn mikil þátttaka. Siðasta vej’slunarnianhahátið var haldin á Þingvelli. Og á laugardag- inn var tók fólk að tínast þangað, jafnóðum og það losnaði frá störf- um sinum, með tjöld sín og við'- legu-útbúnáð þvi að vitanlega yarð fólk að sofa úti. Valhöll rúmar ekki nema lítið hrot af öllum þeim mann- söfnúði, sem á Þingvelli var stadd- ur uni helgina. Varð meira að segja að reisa stór veitingatjöld til þess að geta afgreitt nokkurnvegin veit- iiigar til þeirra sem úih báðu. Svo er talið áð um 150 tjöld hafi verið á Þingvelli þessa nótt. Um kvöldið var dansleikur haldinn i Valhöll og hvert „stæði“ skipað á; gólfinu. Sunnudagsmorgunin hófst aðalhá- Framh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.