Fálkinn - 10.08.1935, Blaðsíða 6
6
F A L K I N N
Óheillabrjefin.
Saga eftir NiK. HENRIKSEN.
Eitt ár .... Hjá sumuin er sá
títni lengi að líða. Hjá þeim sem eru
fjötraðir við sóttasæng, hjá þeim
sem líða skort eða sitja i þröngum
fangaklefa — þeim finst eitt ár heil
eilifð. En hversu fljótt er árið að
líða hjá þeim, sem lifa sælir ....
Vera Uglanov var ein af þeim.
Henni fanst árið, sem liðið var síð-
an hún giftist Uglanov lækni, hafa
liðið eins og í draumi. Stuttum og
sælum draumi.
Hún var að liugsa um þetta þar
sem hún sat yfir árbítnum og heið
þess að Semen lyki við að raka sig
og kæmi að borðinu.
„Hvaða dagur er í dag?“ kallaði
hún í sömu svifum og hann kom
inn úr dyrunum.
„Giftingardagurinn okkar“, svar-
aði hann viðslöðulaust.
Henni fanst svo notalegt að reyna,
að hann hefði ekki gleymt deginum.
Semen settist við horðið og sagði:
„Hvað hefir þú hugsað þjer að
við gerum í tilefni af deginum?"
„Hvað við eigum að gera? ....
Jeg veit ekki“.
„Við megum ekki láta daginn Jiða
tilbreytingaríaust... . Við verðum
svei mjer að gera okkur dagamun.
Hvað segirðu um, að við förum í
leikhúsið og svo á veitingahús á
eftir?“
Vera klappaði saman lófunum,
hljóp tii mannsins síns og kysti
hann.
í sama bili sló klukkan.
„Hjálpi mjer!“ sagði læknirinn og
s'pratt upp. „Klukkan er orðin níu.
Jeg kem of seint á spitalann ...:“
Hann kysti Veru aftur og hljóp
fram í anddyrið. Vera kom á eftir
og hjálpaði hönum í frakkann.
Uglanov leit ofan i póstkasssann.
„Morgunpósturinn ekki kominn
enn .... Seinn á ferðinni eins og
vant er. Ef það koina brjef til mín
verður þú að senda stúlku með þau
til min á spítalann".
Og svo heyrðist fótatak hans nið-
ur stigann. Vera hljóp inn í setu-
stofuna. Ur glugganum þaðan gat
hún sjeð tii ferða hans niður göt-
una. Nú sneri hann sjer við og veif-
aði til hennar. Og hún hló glöð og
sendi honum koss á fingrinum.
Svo hló hún aftur, glöð og sæl og
gekk raulandi inn í stofu mannsins
síns. Tók fram bók eftir Emile Zola
og var áður en varði sokkin niður
í hana. Það var ekki fyr en eftir
klukkutíma að hún mundi eftir póst-
inum.
Hún gekk rólega fram í anddyrið.
Það var engin innri rödd sem hvísl-
aði að henni, að upp frá þessu
augnabliki, frá því að hún opnaði
pósktassann, mundi lifið verða
henni annað, en það hefði verið
hingað til. Auk blaðanna var aðeins
eitt brjef i póstkassanum. Hún tók
það, leit á utanáskriftina, var í þann
veginn að þrýsta fingrinum á bjöll-
una til að hringja á stúlkuna og
senda hana með brjefið á sjúkrahús-
ið, þegar hún tók eftir að brjefið
var til hennar sjálfrar.
Hún kannaðist við rithöndina en
gat ekki í svipinn áttað sig á frá
hverjum brjefið var. Það var ekki
oft sem hún fjekk brjef. Foreldrar
hennar voru bæði látin og hún átti
fáa vini og kunningja.
Vera fór aftur inn í stofuna og
horfði forvitnislega á umslagið. Jú,
hún kannaðist við þessa rithönd . .
Að hún skyldi ekki muna hver það
var, sem skrifaði þessa fallegu og
fíngerðu hönd.
Alt í einu setti að henni einhvern
óskiljanlegan kvíða. Hvað var það,
sem þetta brjef geymdi? .... —•
Henni fanst alt í einu það verða
svo ilt og ógnandi.
Með skjálfandi fingrum reif hún
upp umslagið og braut sundur brjef-
ið ....
„Blessað kiðið mitt ....“
Og undir eins og hún las þessi
orð, skildi hún hver sendandinn var
og mundi hvers rithöndin var.
Brjefið var frá manni, sem hún
vildi lielst gleyma. Frá manni sem
hún vonaði að væri dauður, eða að
minsta kosti langt í burtu. Hún las
ekki lengra, en þreif umslagið og
leit á póststimpilinn. Brjefið var
sett á póst þar í bænum, svo að þá
hlaut hann að vera kominn í bæinn.
.... Myndirnar frá þeim tíma,
sem hún liafði þekt manninn er
hafði sent brjefið, liðu framhjá fyr-
ir augum hennar eins og í hringsjá
Það voru þrjú ár síðan hún hafði
kynst Bragin leikara. Hún hafði
ekki þekt Uglanov í þá daga og
hafði orðið ástfangin í hinum tígu-
lega leikara, ástfangin eins og ó-
reynd ung stúlka getur orðið.
Hún mundi vel fyrsta stefnumót-
ið við hann. Hvernig gat hún gleymt
því, þetta var fyrsta stefnumótið
sem hún hafði haft við karlmann á
æfi sinni. Eftir það hittust þau oft
á laun. Og svo hafði hún líka skrif-
að honum mörg brjef. Og hún mundi
hve raunamædd og grátin hún var
þegar hann fór á burt úr bænum.
En nokkru síðar kyntist húnUgla-
nov. Og nú í dag hafði hún að kalla
gleymt Bragin og mundi ekki hafa
minst hans hefði þetta brjef ekki
komið.
Hún hafði aldrei minst einu orði
á Bragin við Semen. Hún vissi ekki
sjálf hversvegna hún ekki hafði gert
það. Máske var það af tepruskap . .
máske hræddist hún að það mundi
spilla góðri sambúð þeirra.
Og nú var Bragin þá kominn aft-
ur í bæinn. Og hversvegna var hann
að skrifa henni? Nú las hún brjef-
ið áfram:
„Blessað kiðið mitt ....
Það er langt síðan þú hefir heyrt
frá mjer. Jeg er nú kominn hingað
í bæinn aftur og hefi heyrt að þú
sjert gift lækni sem heiti Uglanov.
Ríkum manni, meira að segja. Það
var þungt áfall fyrir mig, en jeg’
ætla ekki að leggja þjer það til lasts
Ástæðan til þess að jeg skrifa þjer
núna er sú, að jeg er í slæmum
peningavandræðum. Jeg verð endi-
lega að fá 300 rúblur á morgun,
þann 17. Þú átt vist hægt með að
úlvega mjer þær, sem ert orðin rik
frú. Þú skalt ekki gera það fyrir
ekki neitt. Þú getur fengið fyrir þær
nokkur af brjefunum þínum til mín.
Hin ætla jeg að geyma til minningar
um ást þína .... þangað til jeg
kemst i peningavandræði næst. (Þú
skilur, að manninum þínum mundi
tæplega geðjast að því að lesa þau,
en það ætti hann á hættu, ef jeg fæ
ekki þessar 300 rúblur). Utanáskrjft
min er: Sadovaja 13. — Jeg bíð þín
með óþreyju. Þinn Oleg“.
Vera hnje örmagna niður á sóf-
ann.
Slíkan mann hafði hún þá elskað
einu sinni. Hvílík smán!
Þorpara .... fjárþvingara, honum
hafði hún gefið blíðu sína. Hvað
'mundi Semen segja ef hann fengi
að vita þetta .... Nei, hann mátti
ekkert fá að vita.
Hún spratt upp úr sófanum og
knýtti hnefana. Þessi þorpari skyldi
ekki fá að leggja hamingu hennar í
auðn.
Sem betur fór átti hún 300 rúblur,
og þorparinn skyldi verða að af-
henda henni öll brjefin fyrir þær.
Hún fleygði brjefi hans í eldinn í
ofninum og hljóp inn í svefnher-
bergið. Opnaði skúffu og tók fram
seðlahrúguna.
Það snjóaði þegar hún kom út á
götuna, með kastvindum sitt á hvað.
Hún tók ekki sporvagn, en hljóp við
fót alla leið. Það var ekki liðinn
klukkutími frá því að hún hafði
fengið brjefið, þegar hún gekk upp
þrepin að Sadovaja 13 og hringdi.
Hurðinni var lokið upp þegar í stað
og það var Bragin sjálfur, sem stóð
í dyrunum. Hann var i frakka og
virtist vera á leið út.
„Nei, ert það ]iú, Vera min. Þú
kemur þá svona fljótt. Jeg ætlaðist
nú ekki til þess. Jeg gat svo vel beð-
ið til morguns. En komdu nú inn“.
Þau hittu engan á ganginum. Það
var svo hljótt í húsinu, alveg eins
og þar væri ekki nokkur lifandi sál.
Aðeins heyrðist glamra í diskum
framan úr eldhúsinu.
Bragin opnaði dyr og bauð henni
inn í fátæklegt herbergi. Bandaði
úl hendinni og sagði tilgerðarlega:
„Svona djúpt er Oleg Bragin sokk-
inn, að hann hýrist í þessum húsa-
kynnum“.
Svo hjelt hann áfram með til-
gerðri rödd:
„Jeg hefi ekki haft neitt að gera
langa lengi, Vera mín. En nú skul-
um við hverfa að erindinu. Jeg á
annríkt, er á leið út að hitta kunn-
ingja. Jeg vona að þú sjert með þess-
ar þrjú hundruð rúblur?“
Vera tók upp seðlabúntið og
fleygði þvi á gólfið fyrir framan
hann.
,Hjerna eru þær“, sagði hún fyr-
irlitlega. „Og jeg vona að þjer látið
inig fá öll brjefin“.
Bragin beygði sig rólega, tók upp
seðlana og stakk þeim í vasann.
„Ef þú hefir lesið brjefið mitt með
gaumgæfni, Vera mín, hefir þú vist
áreiðanlega tekið eftir, að þú áttir
ekki að fá nema nokkur brjef, hin
ætla jeg að geyma áfram til minn-
ingar um þig“.
„En jeg bið yður um að fá mjer
öll brjefin‘“, sagði Vera með titr-
andi röddu.
„Jæja, úr því að þú biður svona
vel. En þú skilur, að þá verður and-
virðið að vera hærra. Hvað segir
þú um tvö þúsund rúblur? Þig mun-
ar ekkert um það, sem átt eins rík-
an mann og Uglanov er“.
Vera stóð upp af stólnuin, gekk
fast að honum og sló hann eins fast
og hún gat í andlitið. Bragin föln-
aði þreif þrælataki í handlegginn á
henni og hvæsti: „Þetta skaltu fá
borgað".
Hann hrinti henni frá sjer, tók
hrúgu af brjefum upp úr brjósívasa
sínum og sagði storkandi:
„Hjer eru brjefin, en þú skalt ekki
fá eitt einasta af þeim. Þessi löðr-
ungur kostar 300 rúblur. Nú verður
þú að borga mjer 3 þúsund rúblur
á morgun annars sendi jeg mann-
inum þínum brjefin. Og til þess að
afplána löðrunginn verðurðu nú að
koma til mín og kyssa mig“.
Veru fanst rödd Bragins koma úr
fjarska. Það sauð i henni af hatri
og bræði og hún fann að hún var
þur í kverkunum. Hún horfði ekki
á hann, hún hafði uppgötvað
skammbyssu sem lá á náttborðinu.
og horfði á hana. Bragin skreið
skref áfram i áttina til hennar. Hún
hljóðaði lágt, hljóp að borðinu og
greip skammbyssuna, miðaði á hann
og hrópaði:
„Fáið mjer brjefin, ragmenni, eða
jeg hleypi af“.
„Þú, þorir ekki að skjóta", sagði
Bragin hlægjandi og færði sig nær.
í sama bili og Vera þrýsti á gikk-
inn ók sporvagn framhjá húsiiiu.
Hávaðinn yfirgnæfði skothvellinn.
Bragin greip höndunum um brjóst
sjer, augu hans umhverfðust af ang-
ist og undrun. Hann opnaði munn-
inn eins og hann ætlaði að hljóða,
en þá dró úr honuin allan mátt og
hann riðaði og datt aftur yfir sig.
Vera stóð agndofa og starði á
hann og stundi. Svo laut hún niður
að likinu og náði í brjefin.
í sama bili var barið á dyrnar . .
Vera hljóp til og svipaðist um.
Hún var alt í einu orðin róleg og
gat hugsað skýrt. Það var barið á
ný og hún faldi sig bak við tjald,
sem hjekk við dyrnar.
Hurðinni var lokið upp og maður
kom inn. Hún heyrði að hann hljóð-
aði upp af undrun og sá að hann
hljóp að líki Bragins.
Hún læddist hljóðlaust út um
dyrnar, hljóp við fót og fram göng-
in og niður stigann. Staðnæmdisl
sem snöggvast og rendi augunum
upp og niður eftir götunni. Þar var
hvergi mann að sjá og hún skund-
aði áleiðis heim.
Vera var föl og mjög hljóð um
kvöldið, meðan þau sátu í leikhús-
inu, hún og maðurinn hennar.
„Jeg hefi talsverðan höfuðverk“,
sagði hún þegar Semen spurði hvað
að henni gengi.
Morguninn eftir fór Vera ekki á
fætur og stúlkan færði henni dag-
hlaðið i rúmið. Hún sendi stúlkuna
út aftur og greip blaðið með skjálf-
andi hendi. Þarna stóð þaö ....
Með stórum stöfum á fremst blað-
síðu:
MORÐ í SADOVAJA.
Oglen Bragin leikari myrtur í her-
hergi sínu um hábjartan dag. —
Morðinginn gripinn við líkið.
.... einum af nágrönnum leikar-
ans heyrðist skothljóð koma úr her-
bergi leikarans. Hann fór þegar og
sá morðingjann standa álútan yfir
líkinu. Hann kallaði á hjálp og þeir
sem komu, hjálpuðust að því að
takg. morðingjann fastan.
Morðinginn er ungur stúdent, Ilja
Morósov. Hann heldur því fram, að
Bragin hafi legið dauður á gólfinu
þegar hann kom inn í herbergið.
Hins vegar fortekur lögreglulæknir-
inn að um sjálfsmorð geti verið að
ræða, og með þvi að nágranninr
kom inn i herbergið að vörmu
spori eftir að hann heyrði skotið,
og það er enginn vafi á að Morosov
er sekur. Það eru peningar, sem eru
ástæðan til morðsins. Bragin var
með 300 rúblur á sjer og þær hlýtur
Morosov að hafa vitað um“.
Vera hallaði sjer aftur á bak á
koddann og stundi. Þegar hún vakn-
aði hafði henni fundist alt það sem
gerst hafði vera ljótur draumur. En
nú sá hún raunveruna fyrir sjer.
Hún var morðingi .... Að visu
muh'di enginn gruna hana, en ....
ætti kanske saklaus maður að fá
dóm fyrir afbrot, sem hún hafði
drýgt?
Nei, það mátti ekki eiga sjer stað.
Rjetturinn mundi vonandi komast
að því, að Morosov væri saklaus.
Og svo mundi verða leitað að morð-
ingjanum og hann aldrei finnast . .
Eftir nokkur ár væri þetta gleymt
En umhugsunin um Morosov, sem
nú sat í fangaklefanum gaf henni
ekki nokkurn stundlegan frið.
Um kvöldið þegar hún og Semen
sátu við arininn í dagstofunni,
spurði hún: