Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1935, Síða 4

Fálkinn - 10.08.1935, Síða 4
4 FÁLRINN Sunnudags hugleiðing. Eftir Pjetur Sigurðssort. Lykill hjartnanna. Boðberum kristninnar hefir oft fundist þeir koma að lok- uðum dyrum hjá mönnum. Og það er satt, lijörtu mannanna eru oft lokuð. Sá sem fyrir ut- an stendur hefir þá litla hug- mynd um þá auðlegð, sem get- ur falist þar. En það er til einn lykill, sem gengur að liverju einasta mannshjarta. Með lion- um tókst meistaranum vel að opna hjörtu mannanna. Hann fjekk lærisveinum sínum þann lykil í hendur, en stundum er eins og lykillinn sje týndur, þeg- ar á þarf að halda. — Menn geta orðið þreyttir á að hlusta á endalaust tal manna um Guð og kærleika hans, og þeir geta lokað hjörtum sínum fyrir því, og oft haft ástæðu til þess. En það er annað, sem menn þreyt- ast aldrei á, það er að verðu kærleika aðnjútandi. Menn geta staðið gegn tali manna um kær- leika, en þeir geta ekki staðist gegn kærleikanum sjálfum. Hann vinnur hin voldugustu og erfiðustu vígi. Hann opnar hvert einasta mannshjarta. Menn geta efast um það, að Guð síe til; en sá sem orðið hefir kærleika að- njótandi efast ekki um að kær- leikurinn er til. Að auðsýna kærleika, er besta prjedikunin um Guð. Heimurinn þarf meira af þeirri prjedikun, en minna af guðfræði og deilum um trú- mál. „Guð er kærleikur“, segir andi sannleikans. Getum við þá ekki eins sagt: „Kærleikur- inn er Guð“. Er ekki kærleikur- inn hið skapandi, frelsandi og varðveitandi almáttuga afl? — Skáldið segir: „Ein harnsrödd getur um fold og fjörð fallið sem þruma af hamranna storð, eins getur eitt kærleikans al- máttugt orð íshjartað lweðið frá dauðum“. — Jafnvel orð kærleikans getur vakið íshartað upp frá dauðum, hvað þá verk kærleikans. Þeir sem boða Guð, verða að tala mikið um kær- leikann, því það er orð lífsins, orð sem uppörfar, gleður og huggar og fær niðurbeygðu hjörtun til að brenna; en um- fram alt þurfa þeir að hafa í höndum lykil hjartn'anna — verk kærleikans. Þegar allir ját- endur Guðs taka að boða Guð þannig, og opinbera heiminum Guð þannig, þá munu flestir hætta að efast um tilveru hans. Þótt einhver gengi að lokuð- um blómknapp og segði við hann: „Sólin fer að koma upp, opnaðu þig“, þá mundi blómið samt ekki opna sig. En það breiðir út blöð sín og opnar hjarta sitt á móti vermandi geislum sólarinnar. Hin dýpsta rót mannlegs lífs á upptök sín Nú talar Island við umheiminn! Rœðumenn við opnun talstöðvarinnar. Frá vinstri: Hermann Júnasson forsætisráðherra, Eysleinn Jónsson fjármálaráðherra og Guðm. Hlíðdal póst- og símamálastjóri. Lengst til vinstri sjest hinn nýji þulur út- varpsins, Þorsteinn Ö. Stephensen leikari. Fyrir nálægt fjörutíu árum upplifðu íslendigar að eignast sinn fyrsta talsíma, „málþráð- inn“ svonefna milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Þá var það, að ýmsir rosknir og ráð- settir menn, sem þóttust vita sínu viti, fullyrtu að þetta mál- þráðartal væri ekki annað en fals og lygi, menn þættust heyra hver til annars í þræðinum en gerðu það ekki. Og þegar þeir svo loks urðu að viðurkenna staðreyndina, þá sneru þeir við blaðinu og sögðu að þetta væru galdrar, komnir beina leið frá djöflinum, og voru ekki í vafa um, að mennirnir sem að fyrir- tækinu stóðu, væru óguðlegir menn, sem rjettast væri að stúta umsvifalaust. Síðan hefir margt breyst. Mcð al annars eru menn nú hættir að neyta staðreyndum þeg ir teknisk efni eru annars vegar, þó að margir keppist um að neita þeim þegar t. d. stjórnmal eiga í hlut. Menn lxafa upplifað svo inikla galdra siðastliðna ára- tugi, að þeir hafa valið sjer það hlutskifti að segja: „Það er besl að sverja ekki fyrir neitt! Furðuverk tækninnar eru ó- þrjótandi. Við höfum upplifað það, að vagnar án hesta þjóíi um landið hraðar en nokkur hestur geti hlaupið, við höfum sjeð menn fljúga í vjehui, í eilífri elsku guðdómsins, og þess vegna getur lijarta manns- ins ekki annað en opnað sig fyrir kærleikanum. Hann er lykill hjartnanna. hraðar en nokkur fugl flýgur, við höfum heyrt rödd fjarlægra og dáinna manna í grammófón, við höfum talað við fólk á öðr- um landsenda, við höfum feng- ið skeyti, sem send voru með þræði frá útlöndum og við heyrum daglega frjettir, fyrir- lestra og söng, sem einhver er að flytja suður í Reykjavík, þó ekkert þráðsamband sje á miili. Nei, við sverjum ekki fyrir neitt!“ Þessari forherðing má síma- stjórnin islenska þalcka það, að hún þarf ekki að vera hrædd um, að fólk fari að bendla hana við kukl og heimti að hún verði brend á háli eða liengd fyrir síðustu nýungina, sem orðin er í símamálum íslands: opnun talsamhandsins við önnur lönd. Hún fær þvert á móti sóma af málinu, fyrir þann athurð, sem gerðist 1. ágúst siðastliðinn, en þá hófst starfræksla talsam- bands milli íslands og annara landa. Ritsímamálið íslenska átti sjer langa sögu — að minsta kosti um hálfrar aldar. Því að snemma var farið að tala um ritsímasamband við útlönd í sambandi við fyrirhugaða síma- lagningu milli Evrópu og Am- eríku, alveg eins og lielsta von íslands nú, um væntanlegar flugsamgöngur við útlönd, bygg- ist á því, að flugleiðin milli heimsálfanna verði lögð um ís- Jand. En síminn var lagður heina leið og málið dróst þang- að til IJannes Hafstein tók af skarið og gerði samning við Stóra Norræna um símalagning hingað, er svo komst í fram- kvæmd 1906. Um það mál stóð ein mesta stjórnmálarimma, sein sögur fara af á þessari öld. —, Fjárveitingin til talsambans- ins nýja var hinsvegar afgreidd án þess að þar kæmist nokkur flokkadráttur að. Og undirbún- ingur málsins var ekki nema stutta stund á döfinni. í þessu máli var sjerfræðiskunnáttan látin ráða og væri vel, ef sá háttur málamcðferðar fengi að gilda víðar. Þó að ritsíminn sje ágætt þingog liafi gert landinu ómet- anlegt gagn og sje að flestu leyti undirrót þeirra verklegu framfara, sem orðið hafa á landi lijer síðasta aldarfjórðung, þá leikur ekki vafi á því, að talsamband getur í mörgum greinum hrúað fjarlægðirnar til umheimsins betur en hann. Menn geta útkljáð í viðtali mál- efni, sem aldrei mundi fást botn í með símskeytum fram og aftur og menn vilja fremur tala saman um sum mál en að skiftast á skeytum um þau. En lalsamhandið liefir víðtækara hlutverk. Fyrst og fremst það, að ef síminn bilar þá er hægt að afgreiða öll viðskifli við út- lönd talstöðvarleiðina, bæði með tali og skeytum, svo að nú þarf ísland aldrei að verða sam- bandslaust. Annað atriði er það, sem hefir meðfram knúð áfram stofnun liins nýja sambands og það eru veðurfrjettirnar. Með hverju ári vex þörfin á greiðari veðurfregnum. milli landanna og hefir löngum verið kvartað undan því af útlendum veður-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.